Morgunblaðið - 11.05.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1941, Blaðsíða 2
2 M©R6lj[N£iLA@li Sunnudagur 11. maí 1941 Stórárás á London í nótt Nýtt met breskru næturorustuflug- vjelanna Dsftárásir Breta á Þýska- íand, Frakkland og Noreg MESTA LOFTÁRÁSIN sem gerð hefir verið á London frá því að stórárásin var gerð fyrir 3 vikum, var gerð í nótt (skv. fregn frá Lond on). Loftárásin hófst skömmu eftir myrkur í gærkvöldi og flugvjeiarnar komu í bylgjum fram eftir nóttunni. Þýsku flugvjelarnar notuðu nýja aðferð, þannig að þær vörpuðu niður tundursprengjum á undan eldsprengj- unum, í þeirri von að hræða eldvörslumennina. En þeim varð ekki að ætlan sinni (segir í Lundúnafregnum). Árásin var gerð í glaða tunglskyni. Kl. 2 í nótt hafði frjest um 4 flugvjelar, sem búið var að skjóta niður, og hafa þar með verið skotnar niður 95 flugvjelar að næturlagi yfir Englandi í maí, eða fleiri flugvjelar en allan aprílmánuð. Loftárásirnar á England í fyrrinótt voru í smærri stíl, en undanfarnar nætur. Sprengjum var varpað á borgir í Miðlöndum, Suður-Englandi og Suð-austur-Englandi. Hjá Portsmouth segj- ast Þjóðverjar hafa kveikt í tundurspilli. Rússar hafa angaslað á Iran Isambandi við hin væntanlegu átök um yfirráðin við austanvert Miðjarðarhaf, hefir athyglin beinst að nýju að Rússum og fyrirætlunum þeirra um að taka Iran (Persíu) í sinn hlut. Fregnirnar, sem Tassfrjettastofan bar til baka á fimtudaginn nm að herflutningar ættu sjer stað frá austurlandamærum Rússlands, til vesturlandamæranna, snerist ekki svo mjög um liðsflutninga til landamæra Þýskalands, heldur miklu fremur -til landamæra Irans. Loftárás á breska flota- deild í Mið' jarðaihafi Bretav gerðu í fyrrnótt harða árás á Mannheim og Ludwigshafen en borg- ir þessar liggja gegnt hvor annári beggja megin við Rín. í tilk. breska flug- málaráðuneytisins segir, að miklir eldar hafi komið Upp (einn flugmaðurinn kvaðst hafa talið 27 elda) og ægilegar sprengingar urðu í borgunum. í Ludwigshafen er ein stsérsta kemiska verksmiðja Þýskalands. Nokkrar breskar flugvjelar flugu alla leið til Berlín og vörpuðu sprengjum yfir borg- ina. — Þjóðverjar segja að sprengjurnar hafi fallið um miðbik borgarinnar, eingöngu á íbúðarhús, og að manntjón hafi orðið nokkuð. Árásir voru einnig gerðar á hafnarborgir í Frakkalandi, Hollandi og á Kristianssand og Namdal í Suður-Noregi. Holl- enjékar flugvjelar tóku þátt í árasinni í Noregi, og var það í fyrsta skifti, sem hollenskar flugvjelar eru í ferðum með breska flughernum. Þjóðverjar segjast hafa skot- ið niður 7 breskar flugvjelar í fyrriiiótt. M ikilvægir samningar ¥7' regnir frá Vichy í gær- •*- kvöldi hermdu að Dar- lan aðmíráll væri lagður af stað þaðan til borgar einnar í htnum hernumda hluta Friakklands, og að hann myndi taka þar upp mikilvæga samm'nga við Þjóðverja. Vichy égnar með franska flotanum FERRAND de BRINON, fulltrúi Vichystjórnar- innar í París, sagði við ameríska blaðamenn í gær, að ef Bandaríkin „blönduðu sjer í stríðið í Evrópu, þá væri það sameiginlegt hlutverk Evrópuþjóð- anna, að sjá um sameiginlega vörn Evrópu“. Hann ljet í þessu sambandi falla þau orð, „að franski flotinn væri jafnan viðbúinn að láta til sín taka. Samtímis var það gert opinþert í Vichy, að frauska stjórn- in hefði tilkynt sendiherra Bandaríkjanna í Vich, að Frakkar myndu láta herskip fylgja kaupskipum sínum. sem flytja nauðsynleg matvæli til Frakklands, ef Bretar hjeldu upp- teknum hætthog hertækju frönsk kaupskip. 300 ÞÚS. SMÁLESTUM SÖKT Á ATLANTSHAFI. Rúmlega 300 þús. smálestir af skiþastól þeim, sem sökt var í aþríl, var sökt „á Atlants- hafi og víðar“, en 187 þús. smál. var sökt í Miðjarðarhafi á með- an á hernaðaraðgerðunum í Grikklandi stóð (skv. tilk. breska flotamálaráðuneytisins í gær). Undanfarið hefir mikið verið rætt, bæði vestan hafs og aus- an um að nauðsynlegt væri að Bandaríkjaflotinn fengi bækistöðvar í austanverðu At- lantshafi. Pepper, öldunga- deildarmaður lagði til í fyrra- dag. að Bandaríkin legðu undir sig á meðan á stríðinu stæði, Asoreyjarnar og Kap-Verde- eyjarnar, (báðir þessir eyja- klasar eru í eign Portúgala) og frönsku flughöfnina Dakar á vesturströnd Afríku. — Bæði Frakkar og Portúgalar hafa gripið þetta tilefni til að gefa út yfirlýsingar: de Brinon sagði við ame- rísku blaðamennina í gær, að Frakkar myndu verja Dakar, hvað sem það kostaði. Salazar, forsætisráðh. Portú- gala hefir birt yfirlýsingu á þá leið, að hann álíti að ummæli Peppers öldungadeildarþing- manns sjeu ekki í samræmi við stefnu Bandaríkjastjórnar.Hann bætti því við, að Portúgalar myndu undir öllum og stæðum verja Azoreyjar Kap-Verdeeyjar. Fregnir hafa undanfarið ver- ið að berast um liðsflutninga Portúgala bæði til Azoreyja og Kap-Verdeeyja. Manntjón Itala Samkvæmt tilkynningu í - tölsku herstjórnarinnar mistu ítalir á vígstöðvunum í Grikklandi og Júgóslafíu í apríl 2338 menn fallna, 12605 menn særða og 5893 menn, sem sakn- að er. Onnur lofláfás- fln á §uez London í gær. í fyrrinótt var önnur loft- árásin í þessari viku gerð á Su- ezskurðinn. Landvarnamála- ráðherra Egyfta skýrir frá því, að lítilsháttar tjón hafi orðið, kringum- en manntjón ekkert. í frjettaskeyti til The Times um afstöðu Rússa eftir undirskrift rússnesk-japanska sáttmálans, seg ir á þessa leiS: Nokkrum dögnm eftir að rúsanesk japanski hlutleysissáttmáliim var gerð- ur, bönnuðu sovjet-yfirvöldin útlend- ingum að koma til Rússlands um Man- schuríu. Ránn þetta gilti frá 17. ág. til 3. maí og vóru öll vegabrjef gerð ógild á þessu. tíbabili. Astæðan. sem gefin var opinberlega fyrir þessari ráðstöðuu var sú að rúss- neska stjórnin vildi komast bjá þrengsÞ uiu á járnbrautunum á meðan 1. maí hátíðahöldin stæ?u yfir. Bn frjettarit- árinn, sem skýrir frá þessu, maður kunnugur í Rússlandi, álítur að orsök- in sje herfluningar sem átt hafi sjer stað frá Aubtur-Asíu „í hina áttina vegna ríkjandi ástands í Evrópu'í. Ferðajnenn haía staðfest það, a,ð herflutningar hafi átt sjer stað um Sí- beríuj ámbrautina; er litið á þetta bæði Sem óbeina orsök s og afleiðing blut- leysissáttmálans. Hver tilgangurinn með þeim er, mun sí'ðar koma í ljós. Alment. er álitið að verið sje að flytja rússnoska herdeildir frá Austur-Asíu til þýsku landamæranna, en þar hafa Rúþsar þegár mikið lið, alla leið frá Hvítahafinu. til Svartahafsins, og Þjóð verjar vinna nú af kappi að því, að gera þar „austur-veggö', samsvarandi „yestur-veggnum" e ða Siegfried-lín- unni. Á hinn bóginn hafa japönsk blöð undanfarið lagt áherslu á, að með rúss- nesk-j apanska. hlutleysissáttmálanum, sem sje eðlileg afleiðing af þýsk-rúsjs- neska sáttmálanum, sjeu Rússar í raun og veru komnir í herbúðir öxulríkj- anna og að það sje þegjandi samkomu- lag allra aðila að Rússar hafi óbundnar hendur í Mið-Asíu og Tátlu-Asíu til þess að auká þar áhrif Sovjetríkj- anna. Tilgáta þeissi er studd af fregn- um, sem birst hafa um að Rússar sjeu að krefjast að fá að hremma hjeruðin Azerbaidjan pg Az.enderin í Iran og einnig að fá „hlið“ að perneska fló- anum, og ennfremur að þeir sjeu að draga saman lið á svæðinu hjá Tiflis í „heræfinga“-skyni. Það getur því verið að Auistur-Asíuhersveitirnar hafi verið sendar, ekki fyrst og frem,st til yestur-Iandamæranna, heldur til suð- vestur-landamæranna. I grein sem hirtist í „Pravda“ skömmu eftir að japansk-rússneski sáttmálinn var undirskrifaður, segir: Sumir halda því fram, að sáttmálinn sje gerður til höfuð^ Þjóðverjum. — Aðrir halda því fram, að Þjóðverjar hafi knúið Rússa til að undirskrifa hann. í hvorugri greininni er sannleiks korn. Svo virðist sem reiknað hafi! PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Breska flotamálaráðuneytið skýrði frá því í gærkvöldi, að 7 þýskar og ítalskar flugvjel- ar hafi verið skotnar niður og 5 laskaðar í loftárásum, sem gerðar voru á breska flotadeild í vestan- verðu Miðjarðarhafi á fimtudag- inn. Herskipin urðu ekki fyrir neinu tjóni. Italska herstjórnin hafði skýrt frá því í fyrradag, að 7 bresk herskip hefðu verið hæfð, eða 1 flugvjelamóðurskip, 1 orustuskip, 2 beitiskip, l tundurspillir og 2 önnur skip, stór. I tilkynningu breska flotamála- ráðuneytisins segir að árásirnar þafi staðið yfir með litlum hlje- um allan fimtudaginn. En flug- vjelar flotans tvístruðu þýsk-ít- ölsku flugsveitunum jafnóðum. Loftvarnahyssur flotans aðstoðuðu flugvjelarnar og hjeldu óvinaflug- vjelunum í hæfilegri fjarlægð. Árásarflugvjelarnar voru ýmist tundurskeytaflugvjelar, háflugs- sprengjuflugvjelar eða steypiflug- vjelar. í einni atlögunni komu 25 steypiflugvjelar, sem böfðu fylgd orustuflugvjela, en bresku flug- vjelarnar tvíst.ruðu fylkingu þeirra og hröktu þær á flótta. í býtið á fimtudagsmorgun gerðu bresk herskip skotbríð á höfnina í Benghazi. Tveim skip- um, sem voru á leiðinni inn ‘ 1 höfnina í Benghazi, var sökt, ann- að 3 þús. smál., en hitt 5—6 þús. smál. skotfæraskip og sprakk það í loft upp. Skip í höfninni í Benghazi voru einnig hæfð. Leiftursókn náttúruaflanna Igær var 48 stiga hiti (á Cel- síus) í Kairo. f fregn frá Ka- iro segir, að í slíkum hita sjeu skriðdrekarnir þannig, að ólíft sje inni í þeim. Allar könnunar- ferðir verða að fara fram á kvöld in eða snemma á morgnana. Breska herstjórnin tilkynnir, að ekkert sje tíðinda á vígstöðvun- um hjá Tobruk, en Italir segja að fallbyssuskothríð eigi sjer stað þar. f Abyssiníu ganga nú „litlu rígningarnar“, eins og það er kall- að, en stórrigningar eru ekki byrj- aðar ennþá. Bretar hafa nú umkringt Amha Alagi, síðata virki ítala í Norður-Abyssiníu, og er talið að ítalir hafi þar 30 þús. manns. ítalska herstjórnin tilkynti í gær, að liðið í Alagi veitti hetjulegt viðnám, þrátt fyrir vaxandi árás-^ ir Breta. í Suður-Abyssihíu veita ítalir harðvítugt viðnám (segir í fregn frá London), en hafa þó orðið að hörfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.