Morgunblaðið - 11.05.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1941, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. maí 1941. c f jPtargttttMaðtd Ctgct.: H.f. Arrakur, Raykjavlk. Rltitjórar: Jón Kjartanaaon, Valtýr Stefánísson (&bTrKt)arm.X. Angrlýsingar: Árnl óla. E'tstjörn, auelýsingar ot afer»fóala: Austurstrœtl 8. — Slasl 1*00. iÁakriftarKjald: kr. 8.B0 k at&nnOl lnnanlands, kr. 4,00 ctanlanda. lausasölu: 20 aura elntaklO, 26 aura m«6 Lesbók. Hvar var ágrein- ingurinn? Bæði hjúin, Alþýðublaðið og Tíminn eru farin að halda því fram, að Sjálfstæðisflokk- urinn eigi sök á því að komm- únistarnir þrír voru handteknir og fluttir af landi brott og blað þeirra bannað. Rökin, sem færð eru fyrir þessum skrifum eru, að forsæt- isráðherrann hafi sagt í þing- ræðu nýlega. að hann hafi álitið rjett að beita hinum nýu ákvæð- um hegningarlaganna gegn blaði kommúnista, en um þetta liafi ekki náðst samkomnlag í ríkisstjórninni, og því hafi ekk- <ert verið gert. Vjer heyrðum ekki ummæli forsætisráðherra og vitum því ekki hvernig orð hans fjellu. En :hafi ráðherrann sagt þau orð, sem blöðin hafa eftir honum hefir hann farið með meiri fjarstæðu á Alþingi, en sæmi- legt er manni í hans stöðu. Forsætisráðherrann er sjálf- ur dómsmálaráðherra og hefir . ákæruvaldið í sinni hendi. Það bein skylda hans að ákæra, er hann verður þess vís, að hegningarlögin hafi verið brot- in. Það er beinlínis embættis- brot af hans hálfu, ef hann, lætur nokkurn mann hindra það, að framfylgja landslögum. Hafi kommúnistar gerst brot- legir við hegningarlögin, var vitanlega skylda dómsmálaráð- herra að ákæra þá. Um þetta þurfti hann engan að spyrja ráða. Hjer átti hann einn að taka ákvörðun og var skylda hans að hefjast handa, ef hann taldi að hegningarlögin væru brotin. Það getur því ekki verið rjett haft eftír forsætisráðherra, að ^ágreiningur hafi verið um þetta innan ríkisstjórnarinnar. En ef hinsvegar um það hefir verið að ræða, hvort ríkisstjórn- in ætti að beita aðferð einræð- isherranna, og banna útkomu blaða og leggja þannig stein í götu rit- og skoðanafrelsis, get- ur Morgunblaðið skilið, að um það hafi ekki náðst samkomu- lag í ríkisstjórninnii. Vjer hefð- um a. m. k. talið mjög miður farið, ef fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórninni hefðu Ijeð því ofbeldi liðsyrði. Fyrsta verk allra einræðis- herra er, að afnema rit- og skoðanafrelsi. Þeir banna út- gáfu blaða, nema þeirra, sem þeir ráða sjálfir yfir. — Þeir fangelsa pólitíska andstæðinga til þess að útiloka alla gagn- rýni. Það eru þessar ofbeldis- og kúgunaraðferðir, sem Alþýðu- blaðið vill beita hjer á landi. Vonandi fær íslenska þjóðin . aldrei slíkt stjórnarfar. ___* 1 ' Reykjauíkurbrjef 10. maí Orustan um Atlantshafið. ■etar tilkynna, að skipatjón hafi verið minna í apríl en í mars. Þó týndist í þeim mánuði skipastóll er nálgaðist y2 miljón smálesta. Til samanburðar má geta þess, að skipaeign Norðmanna var í stríðsbyrjun röskl. 4 miljónir smálesta, eða sem því svaraði að týndist öll í ,,Atlantshafsorustu“, er stæði yfir í 8—10 mánuði, með svipuðu áframhaldi. í fyrra sigruðust Bretar að miklu leyti á kafbátum Þjóðverja. En' Churchill sagði í vetur, að bú- ast mætti við nýrri kafbátasókn með vorinu. Það reyndist rjett. Megnið af þeim kafbátum, sem nú er teflt fram, eru nýir. Mælt er, að þeir sjeu af annari smíði en hinir fyrri. Þeir sjeu minni. Þeir sjeu smíðaðir líkt og bílar í hin- um stóru verksmiðjum. Hver smá- hlutur í fjölmörgum eintökum, og síðan alt sett saman í fullgerðan kafbát. Smíðin mikið til vjela- vinna og nökkvarnir því ekki eins vandaðir að frágangi og áður var. Þeir eru líka sagðir minni en áð- ur. Stærðin miðuð við það, að á- höfn sje sem minst, svo sem fæst mannslíf týnist með hverjum kaf- bát, sem sekkur. En það er vand- kvæðum bundið, jafnvel fyrir Þjóðverja, að hafa nægilega margt þjálfað lið í nýja og nýja kafbáta. „At ási skal — Orustan um Atlantshafið er nú síðustu daga komin að kalla má inn á nýtt svið. Hinar miklu loftárásir beggja aðila miðast við þá“ viðttreign: • Bfétar sækja ákaf- ast að þeim hafnarborgum Þýska- lands, þar sem skipasmíðastöðvar eru mestar, Kiel t. d., Hamborg og Wilhelmshafen. Heyrst hefir t. d., að þeim hafi tekist að eyða að mesta skipasmíðastöðvunum miklu í Kiel. Þetta er til að tefja kafbátasmíðarnar. Þjóðverjar beina loftárásum sínum að miklu leyti á hafnar- borgir Englánds. M. a. til þess að tefja afgreiðslu skipanna, sem í förum eru, og ná til skipanna í höfnum inni, sem sleppa á hafinu. Þessi miklu átök benda ein- dregið til þess, að það sje og verði „orustan um Atlantshafið“, sem mest veltur á, um úrslit styrjald- arinnar. Bandaríkin. löð Bandaríkjanna sögðu fyr- ir nokkru síðan, að næstu þrjár vikurnar yrðu örlagaríkar í sögu þjóðarinnar. Varð það helst skilið á þá leið, að búist víeri við því, að nú liði að því að Banda- ríkin ýrðu beinn ófriðaraðili. Er búist við því, að fyrsta sporið verði, að Bandaríkjamenn láti herskip sín fylgja flutningaskip- unum alla leið til Englands. Roosevelt heldur ræðu á mið- vikudaginn kemur. Er búist við stórtíðindum í sambandi við hana. Engin nánari vitneskja hefir fengist um það, hvað forsetinn hafði fyrir sjer á dögunum, er hann sagði, að eklti væri það úti- lokað, að Þjóðverjar hefðu þegar hernumið einhvern hlnta Græn- lands. Eu ótrúlegt þvkir, að for- setinn hafi vikið að þessu, ef eng- inn flugufótur er fyrir því. Til þess að bæta aðstöðu sína í Atlantshafsorustunni ætla Banda- ríkjamenn sjer að hafa bækistöðv ar í Grænlandi og á Azoreyjum. í Berlínarútvarpi var skýrt frá því á dögunum, að þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna hefði látið svo um mælt, að Bandaríkj- unum væri nauðsyn á að hafa þriðju Atlantsliafsbækistöð sína hjer á landi. En ekkert hefir nán- ar hevrst um fyrirætlanir eða ráðagerðir í því efni. írak. íðustu viku hefir athyglin beinst mjög að rás viðburð- anna í írak. Var útlitið skugga- legt þar fyiir Breta á tímabili, og er ef til vill enn. Úppreisn Irak- manna vítaskuld gerð að undir- lagi Þjóðverja, til þess að jafna fyrir þá veginn suður og austur á bóginn. En nú virðist líkur benda til, að einhver sáttagerð komist á milli Breta og uppreisnarmanna. Hafa Tyrkir forystn í því máli. En komist kyrð á í bili þar, er það vitanlega fvrst og fremst vegna þess, að uppreisnarmenn hafa hvorki vopii nje mannafla á við Breta. Hafa sennilega átt von á, að þeim kæmi virk aðstoð frá Þjóðverjum. En þá er vfir Sýr- land að sækja frá Miðjarðarhafi, en Vichystjórnin hefir sennilega ekki gefið Sýrland Þjóðverjum á vald a. m. k. enn, þó margt bendi til að hin máttvana franska stjórn hnígi altaf meira og meira í fang nazista. Svo var að heyra á Churchill í síðustu ræðu Iians. þar sem hann gerði grein fyrir styrjaldarhorf - um. Sterkur grunur leikur enn á því, að Frakkar hafi á einn eða annan hátt orðið Þjóðverjum til liðsinnis við að koma herliði því til Norður-Afríku, sem nú sækir austur til Egyptalands. Tvö spurningarmerki. ftur á móti er ekki liægt að greina til livorrar handar- innar hinn spánski einvaldsherra ætlar að halla sjer. Annan daginn tekur hann nazistasinnaða menn í stjórn sína, og hinn daginn rek- ur hann nazistasinnaða fvlkis- stjóra úr embættum. Engu lík- ara en hann keppi að því að vera beggja vinur og báðum trúr. Stóra spurningarmerkið er Jos- eph Stalin, eins og altaf hefir verið í þessari stvrjöld frá upp- hafi. Alt í einu tekur hanu við forsætisráðherraembættinu af sam verkamanni sínum, Molotoff. En áður hefir Stalin enga opinbera stöðu liaft. Menn segja að þetta uppátæki hafi enga þýðingu. Því hann hafi hvort sem er haft alla þræði í sinni hendi. En gátan er jafn ó- ráðin fyrir því. Hversvegna þá þessi breyting í orði kveðnu, úr því völdin eru óbreytt? Margir taka þetta sem fyrir- boða stórtíðinda ])aðan austanað. Og bent er á það, að Molotoff, sem láta varð ráðherrastarf af hendi, hefir verið mesti Þjóðverjavinur- inn í Kreml. Hann tók við utan- ríkisráðherraembættinu af Litvin- off um sama leyti og samninga- gerð hófst milli Þjóðverja og Rússa. Frá Alþingi. fgreiðsla fjárlaga er langt komin á Alþingi. Að henni lokinni vænta menn þess, að far- ið gæti að líða að þinglausnum, enda er þingtíminn þegar orðinn nokkuð langur. En eftir eru tvö stórmál, sem þingið verður að afgreiða. Ann- að er Sjálfstæðismálið. Eru góð- ar horfur á, að samkomulag fáist innan þingsins í því máli. Ilitt er svo atvinnu- og dýrtíð- armálið, eða a.ðgerðir, sem nauð- synlegar eru til ])ess að befta sí- vaxandi dýrtíð og sjá um að fram- leiðslan til syeitanna verði sam- kepnisfær við aðra atvinnu í land inu. Fengist hefir samkomulag við setuliðsstjórnina um það, að mönn um vérði fækkað verulega um há- bjargræðistímann í júlí og ágúst við vinnu í þjónustu herstjórn- arinnar. Er þetta útaf fyrir sig nauðsynlegt, og miðar í rjetta átt. En svo þarf að sjá um, að greiður aðgangur verði fyrir þetta fólk að framleiðslustörfunum, Sveitabændur þurfa að fá nægi- legt vinnuafl til heyskapar, og þeir þurfa að geta greitt það kaup, sem samkepnísfært er við aðra atvinnu í landinu. Hvernig fyrir þessu verður sjeð, skal ekki fullyrt hjer. Talað hefir verið um að setja á útflutningsgjald á helstu útflutningsvörurnar og greiða fyrir búnaðarframleiðsl- unni með því fje, sem þannig fæst. Dýrtíðin. nnað er svo það, að ekki er hægt að horfa upp á það aðgerðalaust, að alt verðlag í landinu og kaupgjald fari hrað- hækkandi. Því eins og nú er, verð ur úr þessu óendanlegur eltinga- leikur. Verðlag'ið hækkar, kaupið á eftir í sama lilutfalli, og þá liækkar verðlagið vegna kaup- hækkunarinnar og svo liælckar kaupið, vegna verðhækkunarinn- ar, og kauphækkunin jest upp af verðhækkuninni, svo enginn fær af henni þau not sem skyldi. En árangurinn af öllu. sanian er sá, að verðgildi peninganna lækkar stig af stigi. Ríkisstjórnin hefir liaft þessi mál til athugunar nú um skeið. En ekki eru komin til þingsins nein lagafrumvörp frá henni, er um þau fjalla. Síldarvertíðin. árum áður var síldarútgerð- in skoðuð sem skæður óvin- ur landbxxnaðarins, og síldar- vinnan um sláttinn skoðuð í svip- uðu ljósi eins og Bretavinnan svo- kallaða nú, sem drægi fólkið frá heyskap og búnaðarframleiðslu. Nú yrði það landbúnaðinum á- kaflega mikill hnekkir, ef síld- arvertíð yrði engin. Því síldar- mjölið er orðinn mikill þáttur í framleiðslustarfi bóndaús. Það er í mörgum sveitum ofðið sjálf- sag'ður fóðurbætir búfjenaðar. Alveg er það því miður óvíst enn, hvernig fer með síldarver- tíðina í ár. Er þar við ýmsa erfið- leika að etja. M. a. óvíst hvernig tekst með sölu afurðanna. Og þá er vátrygging afurðanna, ef um rnikla framleiðslu er að ræða, meira en lítið atriði, ef þær eiga að koma nndir lögin um hina al- mennu stríðstryggingu í landinn. Vorið. cenjulega góð vorveðrátta hefir verið undanfarnar vik- ur um land alt. Er það fáliðnð- um bændunum mikill ljettir, ef ekki eiga eftir að koma nein á- föll í tíðarfarinu það sem eftír er vorsins. Yíða um land befir það tafið gróður, hve lítið hefir verið um úrkomur. Jafnvel í hin- um votviðrasama Mýrdal hefir ný- græðinginn vantað úrkomu úr loftinu. Það væri mikill fengur ef gótS sumartið og grasvöxtur bætti að nokkru leyti upp fólksekluna í sveitunum. Miklir hefðu erfiðleikar sveita- bænda orðið í ár, ef túnræktm liefði ekki aukist síðustu 15 árin eins og raun er á. Ef ræktuninni hefði ekki verið hrint á stað aft- ur, eftir kyrstöðuna, sem kom upp úr fvrra stríðinu, er hætt við að afkoman hefði orðið öll önnur á mörgum jörðum, ef JartS- ræktarlögin hefðu ekki að heita má tvöfaldað töðufeng lands- manna. Merkilegt er það, hve erfiðlega liefir gengið að koma ýmsttm mönnúm, sem þó þykjast vilja bændum vel, í skilning um það, hver er andi og tilgangur Jarð- ræktarlaganna. Að hjer er um að ræða styrk, sem á að vera óskor- uð eign hvers jarðræktarmanns, vegna þess að hver túnblettxir, sem ræktaður er, gerir landið byggilegra, þjóðinni betur borg- ið. \ Gegn þessari hugsun er hinni alræmdu 17. grein laganna stefnt. Og sama er að segja um það á- kvæði, sem sett hafa verið í lög- in, að eigi megi greiða jarðrækt- arstyrk til hvers einstaks býlis, nema ákveðna upphæð. Slík tak- mörkun er sprottin af vanmati á gildi ræktunar. Því mikil rækt- un á einum stað er eins mikils virði eins og dreifð ræktun í smá- um stíl. JBttu þeir menn að sjá það, sem í alvöru hugsa um að fjölga býlum í landinu. Því eina örugga leiðin til nýbýlastofnnn- ar er skifting jarða, sem um leið er skifting hins ræktaða lands, svo nýbýlið hafi ræktað land frá upphafi. Nú er fengið samkomulag um það í þinginu, að hækka upphæð- ina sem hvert býli má fá í jarð- ræktarstyrk úr kr. 5000 í kr. 7000, og svo fáist y2 styrkur fyrir unnar jarðabætur, þegar búið er að vinna fyrir kr. 7000, alt þar til styrkupphæðin er orðin 10 þús. kr. Síðastliðinn sunnudag var hin vinsæla revýa „Forðum í Flosa- porti“ leikin til ágóða fyrir f.jár- söfnun Kvennadeildar Slvsavarna- fjelags Islands í Reykjavík, til strandmannaskýla á eyðisöndum Skaftafellssýslna. Sýndu höfund- ar leiksins, leikendur og allir þeir, sem á einhvern hátt vinna að því, að koma leiknum upp, þá velvild og rausn að gefa alla sína vinnu og fyrirhöfn við sýninguna. Kvennadeild Slysavarnafjelags- ins hefir beðið Morgunblaðið að bera öllum þeirn, sem hjer eiga hlut að máli, hinar bestu þakkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.