Morgunblaðið - 13.07.1941, Síða 2

Morgunblaðið - 13.07.1941, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaffur 13. júlí 1941. Aukafilkynniiig þýskn hcrsfjórnarinnar „STALINLÍNAN ROFIN Á 0LL- UM MIKILVÆGUM STOÐUM“ Þýsku hersveitirnar við hlið Kiev. Sækja frara tii Leningrad „Möguleikar Rússa til gagnárása að mestu þrotnirM PÝSKA HERSTJÓRNIN tilkynti í nótt, aS þýskar hersveitir hefðu gert djarflegar árás- ir á Stalin-línuna og rofið hana á öllum mik- ilvægum stöðum. Þýskar og rúmenskav hersveitir, sem sækja fram í Moldau, hafa hrundið rússnesku hersveitunum til Dniestr- fljótsins og yfir fljótið á breiðri víglínu. Þýskar, slóvakiskar og ungverskar hersveitir í Galiziu elta flótta hins sigraða óvinar. Hersveitir þessar og þýskar og rúmenskar hersveitir, sem sækja í suð-austur frá Dniestr eru við hlið Kiev. RINGULREIÐ OG UPPLAUSN Norð-austan við Pripet-fenin hafa þýskar hersveitir ráðist yfir Dniepr, og náð á sitt vald hinum öflugu rússnesku virkj- um austan við fljótið. Þýskár hersveitir hafa sótt hjer fram um 200 km. frá Minsk. Ringulreið og upplau^n er farin að gera vart við sig í rúss- neska hernum á þessum vígstöðvum. Vitebsk hefir verið á valdi Þjóðverja frá því 11. júlí. Á suðaustur vígstöðvunum sækja þýskar brynvagnasveítir fram norður með Peipus-vatninu (á landamærum Estlands og Rússlands) í áttina til Leningrad. Rússar hafa að mestu verið sviftir möguleikum til gagn- árása með árásum þýskra flugvjela á samgönguæðar þeirra að baki víglínunni. TILKYNNING RÚSSA Herstjórnartilkynning Rússa í nótt staðfesti það að bardag- ar á austurvígstöðvunum hefðu blossað upp að nýju. Harðir bar- dagar eru sagðir standa yfir hjá Pskov, fyrir austan Peipus-vatnið og hjá Vitebsk, á mið-vígstöðvunum. í þesum atriðum getur til- kynning Rússa komið heim við tilkynningu Þjóðverja. En á Ukra- inu-vígstöðvunum segja Rússar að barist sje við Novograd-Vol- ynsk um 150—200 km. fyrir vestan Kiev. Hjer tala Þjóðverjar um sókn alia leið austur að borgarmúr- um Kiev, höfuðborgar Ukrainu. Rússar minnast ekkert á bar- dagana við Dniestr, þar sem Þjóðverjar segjast vera komnir að Kiev að norð-vestan. Hjer virðist hættan vera alvarlegust fyrir Rússa (að því er fregn frá London hermdi í nótt). Tilkynning Þjóðverja leiðir í ljós, að þýsku hersveitimar á miðvígstöðvunum eru á tveim stöðum aðeins í 100 km. fjarlægð frá Smolensk. Að norðaustan sækja þeir að borginni frá Vitebsk, en að suðaustan eru þeir ein- hversstaðar í grend við Orsha. Sókn Þjóðverja á þessum tveimur vígstöðvum virðast miða að því, að króa inni þar hersveitir Rússa, sem eru á milli þessara tveggja fleyga þeirra. Mussolini býr enn til konungsríki Samkvæmt fregn frá höfuðborg Montenegro var Montenegro í gær lýst óháð fullvalda ríki. Hið nýja ríki verður konung- dæmi, og hefir Vietor Emanuel Ítalíuk'onungur verið kvaddur til að tilnefna konung Svartfjalla- manna. Jafnframt Montenegro Itala. Montenegro var sjálfstætt kou- ungsríki fvrir síðustu heimsstyrj- öld. En að styrjöldinni lokinni var það innlimað í þjóðasambanclið Júgóslafía. Landið var tæpir 10 þús: fer- kílómetrar að flatarmáli og íbúar er lýst yfir því, að sje á áhrifasyæði Heillaóskir Nygaardsvolds til íslendinga r Arni Jónsson frá Múla hafði orð fyrir Islendingum IVEISLU ÞEIRRI, sem Johan Nygaardsvold, for- sætisráðherra Norðmanna, hjelt fyrir íslensku blaðamennina í gildaskálum Savoy-hótelsins í London í fyrradag, hafði Árni Jónsson alþingismaður frá Múla orð fyrir íslendingunum. Ræða sú, sem Nygaardsvold forsætisráðherra flutti við þetta tækifæri, fer hjer á eftir: Forsætisráðherrann mintist á hin nánu tengsl, sem verið hefðu milli íslendinga og Norðmanna, alt frá söguoldinni. Hinn náni skyldleiki, og arfgengar venjur hafa altaf verið öflugur tengiliður milli þjóðanna. ___________ Frá íslandi fengu Norðmenn I Smoiensk eru Þjóðverjar hálfnaðir á leiðinni frá Minsk til Moskva. GAGNÁRÁS Fyr í gær hafði þýska frjetta stofan skýrt frá gagnárás Rússa hjá Vitebsk, síðastliðinn fimtu dag. Frjettastofan segir, að þýskar brynvagnasveitir hafi kæft þessa gagnárás í fæðingu með því að ráðast mitt inn í rað ir óvinaskriðdrekanna. Harður bardagi tókst þarna, og segjast Þjóðverjar hafa eyði lagt 101 rússneska skriðdreka. Þjóðverjar segjast hafa kró- að inni þarna rússneskar her- sveitir. Þýska frjettastofan skýrði einnig frá loftárás í gær, sem þýskar flugvjelar gerðu á rúss- neska olíuvagnalest með 31 Vopnahlje í Sýrlandi VOPNAHLJE hefir verið í Sýrlandi frá því kl. 12 á miðnætti í fyrrinótt. Dentz, landsstjóri Frakka, fjelst á það í fyrradag að semja við Wilson, hershöfðingja Breta, með þeim skilmálum, sem Bretar settu. Fyrirskipuðu Bretar þá vopnahlje um stundarsakir. í gærkvöldi gaf breska herstjórnín í Kairo út aukatilkynningu, þar sem segir, að samningarnir gangi greiðlega, en að eftir sje að ráða frarn úr nokkrum smáatriðum. Hermálaráðuneytið í Víehy hef- ir staðfest það, að samningar sjeu byrjaðir, ,,og nú verður að hraða því að binda enda á þetta blóðnga og ójafna stríð“, sagði fulltrúi ráðuneytisins. En hann lýsti yfir því, að Frakkar semdu ekki viö svikara. Samningar fara fram í borginiú Acca í Suður-Sýrlandi, í aðalbæki- stöð Wilsons og Cartroux hershöfð ingja, yfirmanns frjálsra Frakka í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Vichy- stjórnin hafi lýst yfir því, að hún muni ekki semja við svikara, þá herma frjettastofufregnir fvá 'Sýr- landi, að Cartroux taki þátt í samningunum. . Samkomulag T7regnir seint í nótt hermdu, að franska samninganefndin hefði gengið að friðarskilmálum Breta, en að eftir sje að staðfesta bráðabirgðaundirskriftir hennar, í Beirut. FRAMH. Á SJÖTTU SH)U SVÍAR OG FINNAR Finnlandsnefnd 1941 liefir ver- ið stofnuð í Svíþjóð, til þess að greiða fyrir sænskum sjálfboða- liðum, sem vilja berjast með Finn- ) um. Loftárás á Helsingfors Loftárás var gerð á Helsing- fors í fyrrinótt. Eiu rúss- nesk flugvjel flaug inn yfir borg- ina og varpaði niður sprengjum. Tvö hús eyðilögðust og 3 menn særðust. Sprengja fjejl niður um þakið á öðru húsinu og sprekk á miðhæðinni. Við sprengjuna hrundi framhlið hússins. konungasögurnar og þýðing þeirra fyrir þjóðlega vakning og sjálfsvitund Norðmanna iverður varla of mikils metin. — Þjóðir okkar unna frelsinu og þótt þær vilji að einstaklingur inn fái að njóta sín, þá hefir þó ástin á ætt og óðali þjappað þeim saman og vakið hjá þeim sjálfstæða þjóðarvitund, gagn- kvæma samúð og ást á föður- landinu. Út frá þessu sjónarmiði, sjálfs vitundinni, samúð og ást, höf- um við leitast við að byggja land okkar. og skapa þjóðum okkar öryggi á sviði menningar, at- vinnumála og fjelagsmála. Harðvítug styrjöld hefir stöðvað þessa friðsamlegu fram þróun í okkar landi, og yfir því drotna nú framandi harðstjór- ar, sem afnumið hafa hið forna norska rjettaröryggi og skap- að glundroða í atvinnumálum og eymd í fjelagsmálum. Island sem staðið hefir í meir en þús- und ár utan við styrjaldir og al- þjóðlegar þrætur, hefir dregist inn í hringiðu styrj aldarinnar, en afleiðingarnar hafa verið ó- líkar í Noregi og á íslandi. — Norska þjóðin hefir mist hvern urmul af sjálfstæði sínu í her- numdu landi sínu, en ísland h-f ir á meðan stríðið hefir staðið yfir, tekið sjer sæti, full- komlega og algerlega við hlið frjálsra, sjálfstæðra og full- valda þjóða. Jeg vil nota þetta tækifæi? til þess aö óska íslendingum til hamingju með hina sögulegu ákvörðun, sem þeir hafa tekið þessa dagana. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.