Morgunblaðið - 19.02.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1942, Blaðsíða 5
Fimtudagur 19. febr. 1942. r-isu. 5 1 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuði innanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura með Lesbók. Frambjóðendur Sjðlfstæðisflokksins Stefnurnar T) æjarstjórnarkosningar eiga fram að fara hjer 'í JReykjavík 15. mars næstkom- andi. 1 boði eru fjórir listar og eru þeir fram bornir og studd- ir af þeim fjórum stjórnmála- flokkum, sem um margra ára skeið hafa háð baráttu á sviði foæjar- og þjóðmálanna. Átök- in í kosningunum verða því milli flokkanna og um stefnur 'þeirra í bæjarmálunum. Reykvískir kjósendur koma því engan veginn ókunnugir að kjörborðinu að þessu sinni. Þeir þekkja vel stefnur flokkanna í foæjarmálunum og kunna full skil á því, hvað á milli ber. Flokkarnir eiga allir fulltrúa í bæjarstjörn og hafa markað þar stefnuna skýrt og gr'eini- lega. AðalátöMn í bæjarmálunum milli Sjálfstæðisflokksins ann- • arsvegar og hinna þriggja and- sstöðuflokka hans hinsvegar hafa jafnan verið á sviði fjár- málanna. Stefna Sjálfstæðis- i'lokksins hefir ætíð verið sú, að gæta hófs í álagningu á skatt- þegnana. Flokkurinn hefir aldrei vikið frá þessari höfuð- .stefnu sinni. Sjálfstæðisflokk- urinn lítur svo á, að ef ein- staklingurinn aflar meira fjár þetta árið en hitt, þá sje fjeð foetur komið í vörslu hans held- ur en í bæjarsjóðnunj. Flokkur- ínn veit, að haÁ leinhtakling- urinn fje handa á milli og írjálsræði til þess að nota það, muni bæja/rf jelaginu verða þess meiri not í auknum fram- kvæmdum einstaklingsin^ ,og nýju athafnalífi, heldur en þótt foærinn sjálfur tæki fjeð og ráðstafaði því. Beri því nú að ieggja höfuðáherslu á það, að foúa þannig í haginn, að blóm- legt athafnalíf geti hafist í bæn «m og haldist eftir stríðið. Á þessu sviði hafa höfuðá- tökin verið milli flokkanna í foæjarstjórn Reykjavíkur. Þessi .átök hafa verið sjerstaklega hörð nú, vegna þess, að almenn- ingur hefir nú meira fje handa á milli en endranær. Andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins hafa viljað ná þessu fje í bæjarsjóð- ínn og láta bæjarstjórnina ráð- stafa því. Þeir vildu því hækka í-’tórkostlega álögurnar á bæj- arbúa; töldu óforsvaranlegt að nota ekki tækifærið nú, þar sem almenningur hefði svo mikil fjárráð. Um þessar tvær höfuðstefn- ur verður fyrst og fremst barist við kosningarnar. Það er ekki snýtt. Það hefir verið barist um þær áður. Reykvíkingar hafa þingað til fylgt stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Þeir munu gera það enn. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ið 1928. Hún hefir verið for- maður í Sjálfstæðiskvennafje- iaginu Hvöt, frá því það fjöl- menna fjelag var stofnað. Kven tjóðin í Reykjavík ber óbrigð- ult traust til þessarar konu. Hún er hagsýn kona og gætin í bæj- armálum, lætur sjer ant um hag þeirra er bágstaddir eru, víðsýn og tillögugóð. Hafa konurnar þar hinn besta mál- tvara sem hún er. Varaformað- ur Sjálfstæðiskvennafjelagsins Hvöt, er Guðrún Guðlaugsdótt- ir. Hún er áhugasöm kona og einbeitt í málefnum flokksins. Fulltrúi iðnstjettanna í bæj- arstjóm er Helgi H. Eiríksson Iðnskólastjóri. Hann hefir átt sæti í bæjarstjórn síðustu 4 ár- ir*. Hann er f jölfróðastur manna um alt er að málefnum iðnað- arins lýtur, og fylgir fast fram hverju því máli, er snertir fram- farir iðnaðarins í landinu. Helgi hefir«„átt sæti í bæjarráði síðan Guðmundur heitinn Eiríksson! fell frá í sumar. Gunnar Thoroddsen hefir verið jafnlangi og Helgi í bæj- arstjórn, var valinn á framboðs- l'stann sem fulltrúi Heimdallar. Gunnar er, sem kunnugt er, einn glæsilegasti stjórnmála- foringi í hópi ungra Sjálfstæð- ismanna ,enda hefir hann haft mörgum trúnaðarstörfum að gegna fyrir flokkinn. Hann á óskift traust allra ungra manna •_r honum kynnast. í bæjarstjórn hefir hann m. a. haft með hönd- um ýms áhugamál íþrótta- nanna. Valtýr Stefánsson ritstjóri er fjórði maður listans. Hann hef- ir átt sæti í bæjarstjórn síðasta kjörtímabil og fylgst með bæj- armálum miklu íengur, pem einn þeirra blaðamanna, sem lengst hafa sótt fundi bæjar- itjórnar, og túlkað hafa bæjar- málin fvrir borgurunum. Sigurðúd’ Sigurðsson skip- stjóri var í 12. sæti á lista flokksins 1938, en hefir að jafnaði mætt á fundnm bæjar- stjórnar síðastliðið kjörtímabil, þegar hann hefir verið heima. Sigurður skipstjóri er, eftir langt skipstjórastarf, nákunn- ugur öllum málum er að sjó- sókn lýtur og rekstri útgerðar. Hann er maður sjerlega athug- ' 11, og eiga sjómenr góðan full- tiúa þar sem hann er ,enda má fullyrða, að sjómenn bera óbil- andi traust til hans. Tveir ungir menn eru á fram- boéslista Sjálfstæðismanna, sem eigi hafa áður átt sæti í bæjar- stjórn, þeilr Gunnar Þorsteins- son og Gísli Gúðnason. Gísli Guðnason er þar sem íulltrúi málfundafjelagsins Óð- ins, en það fjelag skipa verka- menn er fylgja stefnu Sjálfstæð isflokksins. Á síðasta kjörtíma- bili hafa Sjálfstæðisverkamenn ákipulagt fjelagssamtök sín, * og hefir flokkurinn á þann hátt aukist mjög fylgi meðal verkamanna, sem best kom stæðismenn stóðu að kalla ein- ir, gegn samfylking vinstri flokkanna, og fengu 719 at- kvæði en hinir flokkarnir þrír samanlagt ekki nema 354 at- kvæðum meira, svo örugt er, að Sjálfstæðisflokkurinn er nú fjö'lmennastur í Dagsbrún, þó nokkuð vanti á að hann einn hafi þar meirihluta. Gísli hefir stundað venjulega verkamannavinnu hjer 1 bæ og er nákunnugur kjörum og hög- um verkalýðsins. Hann hefir tekið mikinn þátt í f jelagsstarf- semi Sjálfstæðisverkamanna og bera þeir til hans mikið traust. Gunnar Þorsteinsson lög- fræðingur er borinn og barn- fæddur Reykvíknigur. Hann er frá barnæsku nákunnugur at- vinnulífi hjer í bæ og með mál- flutnþigsstöírfum Isínum hefir hann getið sjer hinn besta orð- stír. Gunnar nýtur trausts allra þeirra, sem hann þekkja fyrir frábæra samviskusemi og alúð, er hann leggur við öll þau störf, sem honum eru falin. Gunnar er nú m. a. formaður Fasteignafjelags Reykjavíkur. Stefán A. Pálsson umboðs- maður hefir í mörg undanfarin ár verið meðal áhugamestu og starfsömustu flokksmanna í samtökum Sjálfsts^ðismanna. hjer í bænum, gagnkunnugur högum bæjarbúa og nýtur mik- ils trausts meðal almennings. Einar Erlendsson húsasmíða- meistari dr einn af merkustu iðnaðarmönnum bæjarins, sem kunnugt er, Guðmundur Á- gústsson stöðvarstjóri hjá Shell, hefir urn langt skelð verið í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks- ins, og gegnt ýmsum trúnaðar- störfum, Einar Ólafsson bóndi í Lækjarhvammi, hefir um langt skeið rekið búskap í stórum stíl, og verið forvígismaður bænda i nágrenni Reykjavíkur. Bjarni Björnsson verslunarmaður, er rúmlega tvítugur að aldri, einn af efnilegustu mönnum Heim- dallar, og Alfred Guðmunds- son, ráðsmaður Dagsbrúnar, hefir með starfi sínu í þeim fje- lagsskap áunnið sjer mikilla vinsælda og álits meðal verka- manna fyrir árvekni sína og’ starfsáhuga. Hjer skal stáðar huniið að minnast einstakra manna, fram- boðslistans. En hver maður sjer, að val mannanna á lista þenna er gert með það sjerstaklega fyrir augum, að þar sjeu sam- ankomnir menn, sem hafa náin kynni af athafnalífi bæjar- manna og lífskjörum, eru full- trúar sem flestra stjetta, og- samvaldir til þess að sjá hag- einstaklinga og bæjarfjelags borgið. ‘UR m* -MF _ ÍDAGLEGA LIFINU fram við síðustu stjórnarkosn- ingar í Dagsbrún, þar sem Sjálf- i: Venjulega líta menn svo á, að töfl- ur og tölur sjeu leiðinlegt lestrarefni. Menn muna ekki tölurnar stundinni lengur. Ekki þýði því að lesa þær. Þær bripi úr minni manna jafnóðum. Þetta er rjett. En töflur og tölur, sem varpa Ijósi yfir efni, er manni koma við, eru alt fyrir það skemtileg- ar. Sjaldan hefi jeg handleikið talna- skýrslur, sem mjer þykir eins skemti- legar og Árbók Rvíkurbæjar eftir dr. Björn Björnsson. Þar er fróðleikur um margt, sem fáir hafa hugsað út i, að til væri töflur yfir. Menn geta haft ánægju af þessum fróðleik, og rýnt i töflurnar tímunum saman. ★ Fyrsta viðfangsefnið i bók þessari er veðráttan hjer í Reykjavik, þetta daglega umræðuefni manna. Ef hægt væri að semja töflur yfir það, hvaða efni oftast beri á góma hjer i bæ í daglegu tali, þá er jeg alveg viss um að veðrið fengi hæstu hlutfallstöluna. En þó talað sje um veðrið árið um kring, þá hafa fáir gert sjer það ó- mak að leggja á minnið helstu með- altals eða niðurstöðutölur um veðnð í Reykjavík. ★ Yfirlitið i bók dr. Björns nær ekki nema yfir árabilið frá 1920—1938. Oft heyrist um það rætt, að veðrátt- ar. hafi síðustu áratugina verið hlýrri, er, tðkaðist á árum áður. Yf- irlit þessara 19 ára sannar, að það urutal er á rökum bygt. Meðalhiti ársins hjer í Reykjavík, frá því veðurathuganir hófust á öld- inni sem leið, hefir reynst 3,9 stig á celsíus. En öll árin frá 1921—’38 hef- ir meðalhitinn verið meiri, hæstur 1933, 6,1 stig, en öll árin 1932—’38 yfir B stig. Á veðurskýrslum frá Reykjavík, þegar öll árin eru tekin, er meðalhita- stigið undir frostmarki 4 mánuði árs- ins, janúar, febrúar, mars og desem- ber, og er meðaltalið í janúar og fe- brúar 1,2 stig. En 18 árin 1921—’38, er meðalhitinn í janúar fyrir ofan frostmark, og hefir sá mánuður þó verið kaldastur. Á þessum árum hefir meðalhitinn í nóvember aðeins tvisv- ar verið undir frostmarki og þrisvar hefir desember verið svo kaldur, að meðaltal mánaðarins hefir verið frost. ★ Svör við spurningunum í gær: 1. Hið mikla farþegaskip Titanic fórst nálægt New Foundlandi árið 1912. 2. Sirkill, sem hefir óendanlega langan radíus er beín lina. 3. Grátittlingsegg eru langtum stærri en fílsegg. 4. Barónsstígur fjekk nafn sitt eftir fjósi því, er „baróninn á Hvít- árvöllum“ C. Gouldrée Boilleau bygði um aldamótin. 5. Napoleon Bonaparte var um skeið nefndur Fjólupabbi. Spurningar: 1. HvaS er Nóastokkur? 2. Hvaða nám stundaði Jóhann Sigurjónsson áSur en hann helgaði sig ritstörfum ? 3. Hvernig er skrifuð ávísun upp á 11 þúsund 11 húndruð og 11 krónur? 4. Hver vann konungsglímuna á Þingvöllum sumariS 1907? 5. HvaS er ,,ljósár“? •Haldið Churchill** WASHINGTON í gær; — I blaðinu „Washirigton Post“ birtist í dag forustugrein með yfirskrift- inni „Haldið Churchill“. í grein- inni segir: „Þau tíðindi berast okkur frá London, að við hjer í Ameríku gerum okkur ekki nægi- lega grein fyrir því, að sú hætta vofir yfir, að Cburchill missi for- sætisráðherraembætti sitt“. Ef Churclíill yrði að fara „myndi það auka á áhyggjur þær, sem lagst liafa. á menn hjer í Bandaríkjun- um, við það að Singapore fjell í hendur Japönum“. Enginn fær metið það, hvað Churchill hefir gert fyrir Bretland í Bandaríkjunum, segir blaðið. Blað þetta, „'Washington Post“, er eitt af áhrifamestu blöðunum í Bandaríkjunum. Gísli Sveinsson kosinn forseti sameinaðs þings Afundi í sameinuðu þingi í gær vár Gísli Sveinssost kosinn forseti Alþingis með 16 atkv.; Haraldur Guðmundsson hlatit 3 atkv., Magnús Jónsson 1, e)i 18 seðlar voru auðir. Fvrri varforseti Sþ. yar kjör- inn Bjarni Ásgeirsson og annar varaförseti Finnui’ JÓnsson. Skrifarar: Jóhann Jósefsson og Bjarni Bjarnason. Kjörbrjefanefnd: Pjetur Otte- sen, Emil Jónsson, Einar Árna- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Bergur Jónsson. KOSNINGAR í DEILDUM 1 efri deild var Einar Árnason kjörinn forseti; 1. varforsetí Magnús Jónsson og 2. varaforseú Sigurjón Á. Ólafsson. Skrifarar Ed.: Bjarni Snæ- björnsson og Páll Hermannsson. í neðri deild var Jörundur Bryn jólfsson kjörinn forseti; 1. vara- forseti Emil Jónsson og 2. vara- forseti Jón Pálmason. Skrifarar Nd.: Eiríkur Einars- son og Sveinbjörn Högnason. ★ Kl. l1/^ í dag verður fundur í sameinuðu þingi og fer þar fram kosning í fastauefndir. Að þeim fundi loknum hefjast deildafund- ir og þar verða einnig nefndar- kosningar. Útbýtt hefir verið einu þing- skjali. Er það frv. til laga ura gerðardóm í kaupgjalds- og verS- lagsmálum — þ. e. staðfesting bráðabirgðalaganna. Húsmæðrafjelag Reykjavíknr ætlar að halda mikla hlutaveltn n. k. sunnudag. Fjelagskonur eru beðnar að styrkja fjelagið me8 því að gefa muni á hlutaveltuna og koma þeim til frú Jónínu Guð- mundsdóttur, sími 4740 eða til frú Kristínar Sigurðardóttur, sími 3607.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.