Morgunblaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 5
lyangardagur 6. júní 1942 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rits-tjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgTJarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsingar og: afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. innanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura eintakitS, 30 aura meö Lesbök. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánubi SIGCRÐUR NORDAL: VIKÍÐ AF GÖTU Oapt SvlþtöBar w dag er þjóðhátíðardagur Svía. Dagurinn er haldinn hátíð- legur sem ríkistökudagur hins fyrsta sænska konungs, Gustavs Vasa, sem var kjörinn til konungs ■er hann fyrir 419 árum hafði með tilstyrk „Dalakarla“ og annara bænda rekið af höndum sjer þá, •sem vildu „drotna og deila“ í Sví- þjóð, og hinn útlenda konung, sem síðastirr sat á stóli hinna svo- nefndu „unionskonunga“, er hóf- ust til valda með Kalmarsamband- inu 1397. Svíar eru löngu taldir for- ustuþjóð Norðurlanda og ber það ífyrst og fremst til, að land þeirra er stærst Norðurlanda og þjóðin fjölmennust hinna norrænu þjóða. En jafnframt eru þeir um margt norrænasta þjóðin á Norðurlönd- um. íslendingurinn, sem kynnist sænsku þjóðinni, verður undrandi yfir því, hve margt hann finnur líkt með skyldum í menningu þjóðarinnar, háttum, hugsun og tungu, þrátt fyrir það að viðskifti íslendinga og Svía hafa öldum saman verið næsta lítil — hverf- andi í öndverðu í samanburði við 'kynni íslendiiiga og Norðmanna og hverfandi á síðari öldum, í ■ samanburði við kynni íslendinga og Dana. Og því er það augljóst, að skyldleikinn milli íslensks og sænsks er frá æfagamalli tíð. Okk- ur þykir skrítið, að Svíar skilja þegar íslendingurinn biður um mjólk og vatn, en Daninn ekki. Samskifti við Svía hófust á ný á þessari öld og fóru mjög vax- andi á árunum fyrir styrjöld þá, sem nú stendur yfir. En þau skifti urðu að hætta í bili. Að vísu ber- ast nokkru gleggri frjettir frá Svíþjóð en frá Norðurlöndunum i hinum — frjettir, sem vissulega eru merkilegar og sýna hvílíkt táp og mótstöðuafl er í sænsku þjóðinni. Sv^þjóð er innikróuð milli her- numinna og herjandi landa. Versl- un þjóðarinnar og viðskifti hafa lamast — hana vantar margar • nauðsynjar og hún verður að neita ■ sjer um margt. En eigi að síður : hafa allar hendur nóg að starfa. • Og starfið beinist eigi hvað síst að því, að auka varnir landsins og vera sem best búinn við því að ! hrinda af sjer árás erlendra óvina, fevaðan sem sú árás kemur. Svíar “böfðu betri hervarnir en nágranna þjóðirnar þegar ófriðurinn kom á Norðurlönd, og má telja líklegt, að það sje þetta, sem enn hefir ' þyrmt lan'di þeirra við ófriði. En áhyggjulausa æfi hefir Sví- þjóð ekki átt undanfarin ár. Hún 'hefir ekkert haft af stríðsgróða að segja, heldur orðið að leggja -.á sig feikna kostnað vegna stríðs- ins. En þjóðin stendur saman, eins og múrveggur, einhuga um vþað, sem henni þvkir mikilsverð- tast: að varðveita hlutleysið. Snæbjörn Jónsson bóksali hefir skrifað grein í Tímann 31. maí s. 1., sem hann nefnir „Gengið út af götunni“. Tilefni hennar er meinlaús gamansaga, sem sögð var um Boga Th. Melsteð í Höfn og jeg sel ekki dýrari en jeg keypti hana. Hún var t.ilfærð í grein minni í Morgunbi. frá 13. maí sem dæmi þess, hvernig menn gætu miklað 'fyrir sjer eigin vel- gerðir fram yfir það, sem efni stæðu til. Snæbjörn hnevkslast á því, að jeg skul segja þessa sögu um látinn mann. Ef hann liugsaði sig betur um, mundi liann sjá, hversu ástæðulaust það er. Hvað yrði iir sjálfri sagnfræðinni, ef um alla látna menn ætti að tala í eilífum líkræðustíl? Snæbjörn finnur fyrst að því, að jeg sje að „fleipra“ með sögu, sem jeg viti ekki fullan sann á, en felst svo á, að sagan geti vel verið sönn og henni fvlgt mikil alvara. Hann hlýtur að skilja, að orðstír Boga væri vel borgið, ef allir, sem þektu til hans, væru samtaka um að finna honum ekkert stórvægilegra til foráttu en jeg gerði með því að segja þessa smáskrítlu. Jeg hef ekkert fundið virðing- arverðara í fari Snæbjarnar Jóns- sonar við vinsamlega kynningu en einstaka ræktarsemi hans við suma þá menn, sem hafa verið honum vel. Yegna svo fagurrar dygðar má margt fyrirgefa. En það getur komið fyrir, að hún veki hjá honum aðdáun, sem varla gætir hófs. Jeg er t. d. í vafa um, hvort Snæbjöm mundi auka frægð Boga Th. Melsteðs með því að skrifa ævisögu hans og lýsingu samkvæmt hugmyndum sínum um hann. Einkanlega væri það var- hugavert, ef hann færi ekki eftir betri heimildum en hann hefir gert í þessari grein sinni. Hann getur þar þriggja atriða úr við- skiftum okkar Boga: 1) að Bogi hafi ráðið mjer að sækja um styrk Árna Magnússon- ar og boðið mjer að sleppa styrkn- um, 2) að jeg hafi síðan tekið því þunglega, er Bogi hafi farið þess á leit við mig, að jeg skýrði opinberlega frá þessu, 3) að þá liafi Bogi kveðist „mundu sækja aftur um styrk- inn næst, og sæist þá, hvor verð- ugri yrði talinn“. Þetta liafi hann gert, og honum þá verið „veittur styrkurinn á ný“. Sannleikurinn um þessa smá muni er hins vegar: 1) Finnur Jónsson rjeð mjer að sækja um styrkinn og Boga að sækja ekki. Finnur var sá maður í Árna-nefnd, sem af mörgum ástæðum var áhrifamestur um veitinguna. Hann sagði mje fyrstur manna, að jeg yrði eini umsækjandinn. Seinna kom Bogi til mín og tjáði mjer þetta með þeim hætti, að mjer fanst lítið til um. 2) Ef jeg hefði eftir þetta farið að gefa yfirlýsingu þess efnis, sem Bogi óskaði, hefði hún orðið al- gerlega röng, sjerstaklega rang- lát gagnvart Finni Jónssyni. 3) Það er alveg rjett, að Bogi sótti um styrkinn móti mjer í árslok 1914, þegar hann var veitt- ur fyrir tvö næstu ár, 1915 og 1916. En hitt er rangt, að hann hafi þá hlotið styrkinn á ný. Mjer var veittur hann í annað sinn, eins og Snæbjörn Jónsson getur sannfærst um sjálfur með því að lesa t. d. styrkþegaskrána í ævi- sögu Á. M. eftir Finn Jónsson, dönsku útgáfunni I. b„ fyrri hl., bls. 229. En í árslok 1916 sótti jeg ekki, af þeirri einföldu ástæðu, að jeg var þá á förum úr Höfn, fór þaðan alfarinn rjett eftir nýjár 1917. Þá var Bogi eini um- sækjandinn og fekk styrkinn á ný. Það er varla von, að Snæbjörn þekki þetta eins vel og jeg geri. Finnur Jónsson var heimildarmað- ur minn um alt það, sem jeg sá ekki og heyrði sjálfur, og sann- orðari mann og skrumlausari hef jeg ekki þekt. Jeg hygg, að Snæ- björn Jónsson sje svo vandaður maður, að hann hafi ekki vísvit- andi vikið hjer af götu sannleik- ans. Einhver hefir sagt lionum þetta, sem hann hefir trúað svo vel, að hefir jafnvel ekki' talið þörf á að athuga, hvort það kæmi heim við prentuð gögn, sem hon- um var innan handar að lesa. Þó að jeg þekti Boga Th. Melsteð ekki mikið og maðurinn væri' mjer ekki geðfeldur, var mjer nógu meinlaust við hann til þess að óska, að það hafi ekki verið hann sjálfur, sem sagt hefir skakt frá því, sem honum var svo vorkunn- arlaust að vita rjett. Sigurður Nordal. Hallveigarstaðir eftir Steinunni H. Bjarnason V flestum stærri borgum hins * vestræna heims hafa um margra ára skeið verið til heimili, er veitt hafa móttöku aðkomu- konum, til gistingar, en þó einkum til dvalar um lengri eða skemri tíma. Eru þau venjulega á vegum einhverskonar kvenfjelagsskapar og þá einkum K. 'F. U. K. Frá því nokkru fyrir aldamót var í Skotlandi starfandi Vinafjelag skoskra kvenna og hafði það heimili um alt Bretland og stóð í sambandi við samskonar fjelög á meginlandi Evrópu. Áttu kon- ur, sem höfðu meðmæli skoska fjelagsins, kost á gistingu og sömuleiðis niargskonar hjálp og leiðbeiningum á slíkum heimilum erlendis og kom það mörgum að góðu haldi. Þá munu margar konur hjer á landi hafa kynst hinum myndar- legu gistiheimilum, sem lestrar- fjelag kvenna í Kaupmannahöfn og danska K. F. U. K. fjelagið hafa komið upp og reka. Sams- konar heimili eru og til bæði í Noregi og Svíþjóð og það ekki aðeins í höfuðstöðunum, lieldur í ýmsum hinna stærri bæja ann- ara. Og alstaðar eru heimili þessi vinsæl og talin' hinar þörfustu stofnanir. Samhliða gisti- og dvalarheim- ilisstarfseminni eru þau sjálfsagð- ur samkomustaður kvenna þeirr- ar borgar, sem þau eru í og mið- stöð fjelagsskapar kvenna alment eða þess sjerfjelagsskapar, er stendur straum af þeirn, t. d. K. Gttðjón í Lttndí: Mínníng Tdag verður til moldar borinn í Vík í Mýrdal Guðjón Jóns- son, verslunarmaður í Lundi. Hann andaðist snögglega hjer í bænum að kvöldi 26. maí s. 1. Guðjón í Lundi, en undir því nafni kannast flestir við hann, var fæddur í Suður-Vík 7. febr. 1874. Foreldrar hans voru Halla Jónsdóttir (Jónssonar umboðs- manns í Suður-Vík) og Jóu Gunn- steinsson. Úngur fluttist Guðjón með foreldrum sínum að Norður- Hvammi í Mýrdal og síðar að Bólstað í sömu sveit, og1 ólst þar upp til tvítugs aldurs. Fluttist þá til Víkur og kvæntist þar 1895 Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, ágætri mvndarkonu, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust tvær dætur, Höllu, sem er gift Sigur- jóni Kjartanssyni kaupfjelags- stjóra, og Láru, gift Guðgeiri Jóhannssyni, kennara hjer í Reykjavík. Báðar dæturnar voru með bestu kvenkostum austur þar. Þau hjón, Guðbjörg og Guð- jón tóku einnig fósturbarn og ólu upp; er það Þorgerður Kristjáns- dóttir, bróðurdóttir Guðjóns. Guðjón í Lundi hefir starfað við Verslun Halldórs Jónssonar ? Vík frá því að sú verslun byrjaði. Þar gegndi hann hinum ábyrgðarmestu störfum, tók á móti afurðum bænda, vigtaði þær og hafði alla umsjón með pakk- húsvinnunni. Var þetta mikið starf og vandasamt, því verslunin er stóó og afurðirnar miklar. En Guðjón gegndi þessu starfi með þeim ágætum, að allir báru fylsta traust til hans, viðskiftamenn verslunarinnar ekki síður en kaup- maðurinn. Ilann var framúrskar- andi skyldurækinn og rjettlátur í þessu starfi sínu, serA og öllu, er hann lagði gjörva hönd á. Það er svo margt gott um Guðjón í Lundi að segja. Hann var sannur mannvinur; leitaði altaf að því góða í hverjum manni. Og dýravinur var hann svo mik- ill. að fáir munu þar vera hans jafningjar. Hann var einlægur trúmaður og hugsaði mikið um þau mál. Við, sem þektum Guðjón í Lundi, söknum hans. Um hann eigum við aðeins góðar endur- minningar. Vinnr. F. U. K. Þess er og að geta, að ýmsar erlendar konur, er dvelja sem gestir eða til langdvalar, kjósa oft fremur að búa á slíktua stöðum en almennum gistihúsum; er þar allajafna meiri ró og næði, sem kemur sjer vel fyrir þær, sem koma að til náms eða annara skyldra, starfa. Konur, er kynst höfðu þessari starfsémi erlendis og sumar notið góðs af, urðu til þess að vekja rnáls á því, að komið yrði hjer upp heimili fyrir aðkomukonnr, • fvrst og fremst til gistingar og skemri dvalar, jafnframt því sem þar væru veittar ýmsar upplýs- ingar og leiðbeiningar. Gæti þar og orðið athvarf ungra kvenna í fríStundum. Árangurinn varð sá, að nú á Kvennaheimilið Hallveig- arstaðir í hlutafje og gjöfmp nm 80 þús. krónur og auk þess eina hina glæsilegu lóð, af óbygðnm lóðum í bænum. En þetta nær nú á tímum skamt til byggingar, jafn vel þótt ekki væri hugsað nm annað en. hið bráðnauðsynlegasta. Þess gætti nokkuð í byrjun, aB þetta mætti verða til þess að ginna ungar stúlkur til Reykjavíknr. Flestar konur, sem hingað kæmu, ættu hjer ættingja og vini, er tækju á móti þeim, þá er hingaS kæmi. Þetta kann að hafa verið svo fyrir 10—15 árum. Og hvað ungu stúlkurnar snertir, þá koma þær til höfuðstaðarins, hversu lítið sem þess er gæt.t að liðsinna þeiai, og er það illa farið. Stjórn Kvennaheimilisins Hall- veigarstaðir hefir verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki fynr löngu komið Kvennaheimilinu upp. Þykir það engum verra en þeim konum, sem stjórnina hafa skipað. Ilvað eftir annað hefir verið leitað til Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar um leyfi fyrir bygg- ingarefni, en svarið ávalt verið neitaMdi. Þá hafa líka fjárhaga- örðugleikar á öllum sviðum verið til þess að draga hug úr mönn- . um. Hefir nú verið leitað til Alþingis og bæjarstjórnar Reykja víkur um styrk til framkvæmda. Það, sem nú er gert ráð fyrir að bygt verði, er auk íbúðar fyrir starfsfólk með eldhúsi o. fl.: lítill fundarsalur, er jafnframt yrði notaður sem borðsalur, skrif- stofa og svo íbúðarherbergi fyrir 20—25 gesti. Mjer dettur ekki í hug að deila um þörfina á byggingum þeina, sem nú eru ráðgerðar, og á þörf- inni á heimili hjer í bænum fyrir ungar konur. Stúlkur eiga uú aðgang að fjölda samskóla, alt frá barnaskólum upp í Háskóta íslands. Enn hefir ekkert verið gjört til að greiða götu þeirra hvað dvalarstað snertir. Á jeg þar einkum við stúlkur, er sækja hing að þá mentun, sem ekki er arnn- arsstaðar að fá hjer á landi, t. d. við Kennaraskólann og Háskól- ann. Þjer, sem viljið efla gengi í»- lensku þjóðarinnar og menningu hennar, megið ekki gleyma fjöl- mennari hluta hennar, konunum. | FRAMH. Á SJÖTTU SlÐI>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.