Morgunblaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. júní 1942. Úrslitaátökin milli Ritchies og Rommels að hefjast harðar árásir og gagn árásir hjá Bir Hakeim Þáttur nýu vopnanna ' Ritchie hershöfðingi fyrir utan aðalbækistöðvar hans í Libyu. FRJETTIR frá Kairo í gærkvöldi hermdu, að úrsJitaátökin milli Rommels hershöfðingja og Ritchies hershöfðingja í Libyu væru nú að hefjast. Fregnir fyr í gær hermdu, að harðir bardagar stæðu hjá Bir Hakeim, um 65 km. í suður frá Gazala. Breska herstjórnin tilkynti, að nýjum áhlaupum öxulsríkjanna á virkið þar hefði verið hrundið. í tjlkynningunni er frá því skýrt, að breskar og indverskar hersveitir hafi ráðist að baki öxulsherjunum og í tilkynningum öxulsríkjanna er getið um að gagnárásum Breta hafi verið hrund- ið og að miklu tjóni hafi verið valdið í liði þeirra. Flugvjéíar hafa sig mikið í frammi í þessum bardögum og segjast Bretar hafa skotið niður 9 öxulsflugvjelar og mist sjálfir 6, en öxulstilkynningarnar herma að 24 breskar flugvjelar hafi verið skotnar niður. Nýr þáttur í Aust ur-Asíu stríðinu að hefjast Stór skipafloti kominn til Indlands ÞAÐ var opinberlega tilkynt í London í gær, að einn stærsti skipafloti, sem nokkru sinni hefði látið úr breskri höfn, væri nú kominn heilu og höldnu til Indlands. Skipafioti þessi, sem í voru mörg stór farþegaskip og orustu- skip, og önnur herskip til fylgdjir, lagði af stað til Indlands í maí. Þúsundir hermanna og þúsundir smálesta af hergögnum eru nú komnar til indverskrar hafnar, segir í tilkynningunni, án þess að óvinanna hafi orðið vart. Gash ernaður Jap^na Aðvörun KooseveKs Báðir aðilar virðast hraða liðs auka 'til vígstöðvan^a. Þannig er þess getið í tilkynningu frá Kairo, ,að stóru skipi sem hafði fylgd tundurspilla hafi verið sökt fyrir öxulsríkjunum í aust- anverðu Miðjarðarhafi, en Þjóðverjar tilkynna, að þýskur kafbátur hafi hæft með tundur- skeyti tvö skip af þremur, sem sigldu í skipaflota við Libyu- strendur. AfiSTAÐAN Hermálaritari ,,The Times“, Cyril Faíls, íjet í ljós þá skoðun í gær, að aðstaða Rommels í Libyu væri mjög örðug. Rommel heíir sýnt það, segir her- málaritarinn, að hann er slungnari í því, að finna leiðir þegar út í bar- dagana er komið, heldur en að undir- búa bardagana. Hann var keminn í alvarlega klípu, en hefir bætt aðstöðu 6Ína síðustu fimm dagana. En þrátt fyrir það, verður aðstaða breska hers ins að teljast'betri í bili. Hermálaritarinn skýrir frá því, að hohum hafi virst fyrir löngu, að brésku herstjórainni i Kairo myndi á engan hátt falla það illa, þótt Romm- el yrði að þessu sinni fyrri til að hefja sákn. Yfirleitt er það svo, að herfræðingar telja að sá sje líklegri til sigurs, að öðru jöfnu, sem frum- kvæðið hefir. En reynslan hefir sýnt, að þessu er öðru vísi varið í eyðimerk Rommel. urherhaðinum, þar sem svo mjög velt- ur á öllum aðflutningum. HERGÖGNIN Ef við hefðum þurft að heyja bar- dagana nú, segir hermálaritarinn með sömu vopnum, sem notuð voru í vetrarsókn okkar, og voru þau á all- an hátt góð, þá er ekki ósennilegt, að við værum þegar búnir að bíða ósigur. En okkur hefir tekist, þrátt fyrir alla örðugleika og vandkvæði á öðrum vígstöðvum, að flytja ný hergögn til Libyuhersins, og á jeg þar einkum við ameríska beiti-skriðdrekann, sem gengur undir nafninu Grant hershöfð ingi, sem vöpnaður er öflugri fall- byssum en aðrir skriðdrekar, sem við FEAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Roosevelt lýsti yfir eftirfar- andi á fundinum, sem hann hjelt með blaðamönnum í gær: Upplýsingar, sem borist háfa Bandaríkjastjórn staðfesta þa,ð, að Japanar hafa notað eiturgas á ýmsum vígstöðvum í Kína. Ef Japanar halda áfram að nota þessa ómannúðlegu hernaðarað- ferð gagnvart Kínverjum, eða einhverjum öðrum úr hópi Bandamanna, þá munu Banda- ríkjamenn líta á það, sem þetta sje þeim gert og gera strangar gagnráðstafanir. Við erum við því búnir að gera he'fndarráðstafanir og á- byrgðin hvílir á Japönum. flrás iapansks kafbáts á Diego Suarez Tllkynt hefir verið í Tokio, að japanskur kafbátur hafi þann 31. maí ráðist inn í höfn- ina í Diego Suarez, flotabæki- stöðina, sem Bretar tóku fyrir nokkru á Madagaskar, og hæft þar með tundurskeyti og laskað alvarlega orustuskip af „Queen Elisabeth" gerðinni og beitiskip af Arethusa gerðinni. Það var staðfest í London í gær, að jap- anskur kafbátur hefði þann 30. maí gert árás á höfnina í Diego Suarez, en borið er til baka að ofannefnd skip hafi verið hæfð. LIÐSSAMDRÁTTUR I BURMA Fregnir hafa borist til Lon- don um að Japanar sjeu að safna liði í borginni Homalin í Burma, um 25 km frá landa- mærum Indlands. Breskir herfræðingar líta þó svo á, með tilliti til liðsaflans, sem kominn er til.Homalin, að her þenna eigi ekki að nota til sóknar inn í Indland, helduri til varnar meðfram hinum löngu landamærum Burma og Ind- lands. KYRRAHAF I Kyrrahafi, bæði í norður- hluta þess, um miðbik þess og við austurströnd Ástralíu hafa japönsk herskip og japanskir kafbátar haft sig allmjög í frammi undanfarna daga. Á miðvikudaginn var árásin gerð á Dutch Harbour í Norður Kyrrahafi „til þess að prófa varnirnar þar“ að því er talið er og á fimtudaginn var gerð árás á Midwayeyju. Árásin á Mid- wayeyju var hörð. að því er til- kynt er í Washington, og var gerð af flugvjelamóðurskipi. I fylgd með flugvjelamóðurskip- inu var orustuskip og mörg beitiskip og er tilkynt í Wash ington, að eitt orustuskip og flugvjelamóðurskip hafi verið laskað með sprengjum úr amer ískum flugvjelum;. Lítið tjón varð á eynni. ÁSTRALÍA ; Ástralskir og hollenskir flug menn skýra frá því, að þeir hafi sökt tveim japönskum kafbát- um og e. t. v. hinum þriðja við austurströnd Ástralíu að því er tilkynt var í gær. Það var tilk. í Tokio í gær, að japanskir kafbátar hefðu 30. maí ráðist inn í höfnina í Sydney á austurströnd Ástralíu og sökt þar herskipi. I tilkynningunni segir að kafbátar þessir hafi FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Rússar varaöir vlð „ógurlegum átökum" Rússneska. blaðið „Rauða stjarnan“ varaði við því í gær, að Rússar mættu búast við ógurlegu átaki Þjóðverja til þess að ljúka styrjöldinni á aust urvígstöðvunum. „Við verðum og mursum stökkva óvinununum á flótta“, segir blaðiði. 1 Reutersfregn frá Stokk- hólmi er skýrt frá því, að Þjóð- verjar flytji flatbotnaða báta í vaxandi mæli frá Hollandi og Belgíu um Kielarskurðinn tii Eystrasaltsins. Er talið að verið sje að flytja þá til Finnlands til þess að nota þá þar í atlögu að Leningrad. Bátar þessir, &em flestir hafa verið smíðaðir í Antwerpen eru um 600 smálestir. Islandsmótið hefst á mið- vikudag Knattspyrnumót íslands hefst n.k, miðvikudag. Gunnaí* Axelsson form. Dómarafjelags Reykjavíkur hefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi lista yfir dóm- ara á leikjum mótsins; Víkingur—K. R.: Dómari Þrá- inn Sigurðsson, varadómari Jó- hannes Bergsteinsson. Víkingur—Valur; Dómari' Þor- steinn Einarsson, varadómari Sig- urjón Jónsson. Víkingur—Fram: Dómari Jó- hannes Bergsteinsson, varadómari Sigurjón Jónsson. Víkingur—V estmanna.: Dóm- ari Sigurjón Jónsson, varadómari Friðþj. Thorsteinsson. K. R.—Valur: Dómari Þráinn Sigurðsson, varadómari Guðj. Ein- arsson. K. R.—Fram: Dómari Guðjón Einarsson, varadómari Sighv. Jónsson. \ r K. R.—Vestmanna.: Dóm. Guð- mundur Sigurðsson, varadóm. Friðþj. Thorst. Valur—Fram: Dómari Guðjón Einarsson, varadómari Baldur Möller. Valur—Vestmanna.: Sighv. Jónsson, varadómari Sigurj. Jóns- son. Fram—Vestmanna.: Dóm. Bald- ur Möller, varadóm. Þorst. Ein- arsson. U. S. A. hjálp tíl Tyrkja London í gær. Fregnir frá Ankara herma, að undanfarið hafi komið til Tyrklands mörg Bandaríkja- skip með láns- og leiguvörur. Flutningar á láns og leigu- vörum til Tyrklands í apríl og maí eru sagðar hafa verið „tals- vert miklir“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.