Morgunblaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1942, Blaðsíða 7
MORGUNftkAÐIÐ __' J _ !■ p y ■ _• Laugardagur 6. júní 1942. Framræsla Staö- arbygðamýra í Eyjafirði Frá frjettaxitara vorum á Akureyri. taðarbygðarmýrar nefnast mjög víðlend engjalönd, er iiggja anstan Eyjafjarðar í mið- Uuta Öngulstaðarhrepps. Mýrarn- ar tilheyra tólf jörðum í hreppn- um og tveim í Hrafnagilshreppi. Engjarnar eru víða mjög gras- gefnar, en verða jafnan að mikl- um hluta ekki nytjaðar til hey- skapar, sökum bleytu og foræðis. Hefir lengi verið um það rætt, að stofna þyrfti til framræslu þeirra og áveitu og er nú svo komið þeim málum, að framræsla og áveitufjelag Staðarbygðar hef- ir fengið því framgengt, að keypt hefir verið skurðgrafa frá Eng- landi. Er hún nýlega komin það- an til Akureyrar. Gert er ráð fýri'r, að innan skams verði hafist handa með undirbúning verksins og munu þeir ráðunautarnir Pálmi Einarsson og Árni G. Eylands kóma horður og vera með í ráð- um fyrirtækinu viðvíkjandi. Skurðgrafan á að gera aðal- framræsiuskurð mikinn, sem og er ætlaður tii vatnsupptöku úr Eyja- fjarðará. Ivostnaðaráætlanir, sem gerðar voru fyrir tveim árum, gera ráð fyrir, að verkið kostaði 70 þúsund kr. En nú mun það að sjálfsogðu verða all miklú dýrara, Samkv. Jarðræktarlögunum greið ir ríkið Ys kóstnaðar, en % verða bændur að greiða. Jðn H. Benediktsson Fæddur 24. mars 1930. Dáinn 24. maí 1942. Kveðja frá Sigríði R. Jónsdóttur. Imú burtri lík þitt borið er því betri heimur opnast þjer. Þitt barnsins hjarta blundar rótt og boðar öllum, góða nótt. Þú hjeðan gekst með glaða lund og góðan þráðir vinar fund. Og engan gat þá grunað neitt, að gæti af þessu sorgir leitt. Jeg þakka æsku árin þín og alla trygð er barst til mín; mig umfaðmaði armur þinn, oins og þú værir sonur minn. Því sakna jeg með sárum harm og svíður hjarta mjer í barm, að sjá þig hverfa svona fljótt af sviði lífsins með æsku þrótt. » Jeg framar ei’ þig fæ að sjá, því feigðin burt þig kallað á á Hvítasunnu helgri stund varst heim hvaddur á drottins fund. Á himni lifir saklaus sál og sjer ei' lengur heimsins tál. Því æðri fegurð augað sjer, eilífðin blasir móti þjer. Þín æska blómgast aftur skal í ódauðleikans fagra sal. Þar lít jeg aftur eitthvert sinn ástkæra litla vininn minn. Ágúst Jónsson. Noregssof nunin: 94 þús. króntir M oregssöfnuninni hafa nú bor- ist röskar 94 þús. króna og vitað er um meira fje, sem þó ekki er hjer með talið. Hjer koma síðustu gjafirnar, sem söfnunarnefnd hefir borist: Merkjasalan á Hvammstanga 120; kr., Merkjasalan á Blönduósi 290, U. M. S. Snæf. og Hnappdæla 100, Vjelsm. „Hjeðinn“ 500, Hall- dór R. Gunnarsson 100, skemtun K. F. U. M. Hfirði 110, Guðlaug Narfadóttir, Dalbæ 20, starfsfólk P. Stefánssonar 1210 kr., starfs- fólk Steindórsprent 212 kr. E. og O. 10 kf., Fjelag ísl. hjúkrunar- kvenna 1000 kr., Versl. O. Elling- sen h.f. 5000 kr. Áður tilkynt gjöf, 1000 kr. frá Sirius var frá súkkulaðiverksmiðj- unni, en ekki gosdrykkjaverk- smiðjunni. Hótanir Þjóöverja Stríðsfangar fá ekki maf eða drykk ýska herstjórnin tilkynti í gær, að fundist hafi hjá fjórða breska brynreiðaherfylk inu í Libyu fyrirmæli um að þýskir stríðsfangar skuli ekki fá mat, drykk eða hvíld fyrr en búið er að yfirheyra þá. Herstjómin segir, að breskir stríðsfangar muni ekki fá mat eða drykk frá því á hádegi þ. 6. júní, fyr en Bretar tilkyhni herstjórninni, að horfið hafi ver ið frá þessu ráðí. Engin afstaða hefir verið tek- in til þessa í London. Libya FRAMH. AF ANNARI 8ÍÐO höfum notað í eyðimörkinni og sem okkur tókst að flytja til vígstöðvanna þar með mikilli leynd. Einnig hafa nýjar andskriðdrekabyssur, sem not- aðar voru nú í fyrsta sinn gefið góða raun. Það er éinnig aúgljóst, að hersveitir Rommels hafa einnig fengið ný vopn, að öðrum kosti myndi honum ekki hafa tekist að verja göngin, sem hon- um tókst að rjúfa í herlínu okkar. Sú staðreynd, að Rommel er að búa um sig í þessum göngum bendir til þess, að hann hugsar ekki til þess að hörfa undan. Honum gengur greiðar að koma hergögnum til herja sinna fyrir austan herlínu okkar um þessi göng, en á hinn bóginn hefir torveld- ast fyrir honum, með sókn Breta fyr- ir vestan þau undanfama daga, að koma hergögnunum í göngin. Hreyfi- sveitir Breta liggja stöðugt i leyni fyrir flutningalestum hans. Meðfram af þessari ástæðu verður aðstaða Rommels að teljast örðugri en aðstaða Ritchies. Einar B. Guðxntmdason. Gnðlangnr Þorláksson. Sím'ar 3602, 3202 og 2002, Ansturstræti 7. . Skrifttofutími kl. 10—12 og 1—8. Dctgbók WM88MIM »MiM»MMi Nætnrlæknir er í nótt Björg- vin Fiönsson, Laufásveg 11. Sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur Apótéki. Þjóðhátíðardagur Svía er í dag. En vegna veikinda sendifulltrú- ans hjer, Otto Johansons, er venjulegri opinbelri móttöku í sendiráðinu frestað. Messur í dómkirkjunni á morg- un: kl. 11 síra Friðrik Hallgríms- son, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Hallgrímsprestakall. Messa kl. 2 á morgun í bíósal Austurbæjar- barnaskólans, sr. Sigurbjörn Ein- arsson. Nesprestakall. Messað í Skild- inganesskóla kl. 2% á morgun. Fríkirkjan í Reykjavík. Messa á morgun kl. 11 (Sjómannadag- inn), síra Árni Sigurðsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mess- að á morgun kl. 11, síra Jón Auð- uns. 85 ára er í dag frú Sigríður Einarsdóttir, Freyjugötu 10 A. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Jóni' Auðuns, Elín Sigurbergsdóttir og Hans Anders Þorsteinsson bíl- stjóri. Heimili brúðhjónanna er á LaugarneSveg 55. Hjúskapur. í dag verða gefin samari i hjónaband af síra Jóni Thorarensen, ungfrú Kristín Guð- mundsdóttir, Jónssonar stór- kaupm., Baugsveg 29 og Björn Guðmundsson starfsmaður hjá O. Johnson & Kaaber. Heimili ungu hjónnna verður á Hörpugötu 18. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband Jóhanna Júlía Sigurðardóttir' frá Vestmannaeyj- um og Guðm. Jónsson bakari, Frakkastíg 19. Heimili brúðhjón- anna verður á Frakkastíg 19. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband Vilborg Sig- ursteinsdóttir og Stefán Bjarna- son lögregluþjónn. Heimili ungu hjónanna verður að Ármóti, Akra- nesi. Hjúskapur. í dag kl. 6 verða gefin saman í hjónaband af síra Jóni Thorarensen, Guðrún Ófeigs- dóttir og Pjetur Hjaltested mál- ari. Heimili þeirra verður á Brá- vallagötu 6. Golfklúbbur íslands. Fjórbolta- leikur í dag kl. 3. Fjölmennið. Á málverkasýningu Höskuldar Björnssonar í Safnahúsinu hafa selst um 30 myndir. Sýningin verð ur aðeins opin í dag og á morgnn. Nokkrar nýjar vatnslitamyndir og teikningar hafa bæst við. Sjómaxmadagurinn. Aðgöngu- miðar að skemtuninni í Iðnó verða seldir í dag kl. 3—7 í skrifstofu Sjómannafjelagsins. Aðgöngu- miðar verða aðeins seldir sjó- mönnnm og fær hver maður tvo miða. Verði eitthvað eftir af mið- um, verða þeir seldir í Tðnó á sunnudag. Kjörskrá Hafnarfjarðar liggur nú frammi á skrifstofu bæjar- stjóra. 2203, menn eru á kjörskrá. Við síðustu kosningar voru 2162 á: kjörkkrá. Kærufrestur er út- runnin í dag. ÚtvarDÍð í dag. 12.15—-13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 1925 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Frjettir. 20.30 Leikrit: „Einu sinni var —“ eftir Holger Draehmann (Lárus Pálsson og leiknemendur hans). 22.00 Frjettir. MMmNNNMMMfttMJ Fólk vanfar • til þess að bera Morgunblaðið til kaup- u # enda í Vesturbænum og Austurbaanum. ' ' J Komið á afgreiðsluna. ■-•-•■-ujS r i' JpJorgtraiWaílíð • Okkar innilegustu þakkir til allra vina og vandamanna fjær og nær, sem mintnst 25 ára húskaparafmælis okkar 2. júní með heimsóknnm, höfðinglegum gjöfum, blómnm og skeytum. Þórxum Pálsdóttir. Bjarai Niknlásson. . Úrval af vöndoðnm karlmannaföfum ‘i 1 liýudat 9 Vcfnaðarvöruverzlun — Ausfursfrœfl Skrifstofa vor er lokuð i . allan daglnm i dag wegna far«5* arfarar Gnðfóns Gamalíelsson* ar flskflmalsmanns Vjelasalao ti.f. Skrifstofa vor er lokuð allan dagftnn ft dag wegna farö- arfarar Gnfffóns Gamalielsson* ar fiskfimatsmanBS S. SteíánssoB & Co. Móðir okkar og tengdamóðir MARGRJET GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Bergstaðastræti 60 föstndaginn 5. þ. m. Böm og tengdaböm. Jarðarför elskn litlu dóttnr okkar JÓHÖNNU GUBRÚNAR ALBERTS BERGÞÓRS- DÓTTUR fer fram mánudaginn 8. júní frá fríkirkjunni. Athöfnin hefst með bæn á heimili okkar, Vesturbrant 22, Hafnarfirði kl. 1% síðdegis. María Jakobsdóttir. Bergþór Albertsson. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.