Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 5
IFimtudagur 25. júní 1942. I > 1 orcjtmklaðid Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrg&arm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. innanlands, kr. 4,50 utanlands. 1 lausasölu: 25 aura eintaklb, 30 aura meí5 Lesbók. Áskriftarg'jald: kr. 4,00 á mánubl 800 manns á krisfilegu mófi á Akranesi Vesalmenska Afundi bæjarstjómar Reykja- víkur 4. júní s. 1. var samþykt einróma, að láta hluta Úbæjarsjóðs af stríðsgróðaskattin- 'mn, sem upplýst var að uema mundi 2%—3 miljónum króna, renna í bæjarsjóðinn í viðbót við iitsvörin. Var jafnframt sam- þykt einróma, að verja þessu sfje til ýmiskonar framkvæmda, bygginga skóla- og íbúðarhúsa /O. fl. Það er ekki oft, að allir flokkar 2 bæjarstjórn Reykjavíkur og alKr bæjar£ulltrúa,r eru sammála, þegar um stór fjárhagsmál er að ræða. Bn hjer urðu þeir allir •. sammála. Auðvitað varð afleiðingin af [þessari samþykt bæjarstjórnar sú, ; að útsvörin á almenningi hlutu . að hækka sem svaraði þessari ■ sömu upphæð, því að hluti bæjar- •sjóðs í stríðsgróðaskattinum er ■ ekkerfc annað en útsvarshluti þeirra fyrirtækja, sem skattinu greiða. Aðeins hefir þessi skattur .annað nafn. Með þessari forsögu, sem skjal- ' iega liggur íyrir sjónum hvers • einasta borgara í Reykjavík, verða furðulega ósvífnar blekk- íngarnar, sejn nú koma fram dag- lega í bToðum Alþýðuflokksins og ; kommúnista, er þau eru að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um að ■ útsvörin hafa nú hækkað á gjald- ■ endarm bæjarins. Það var einmitt . þelta. sem þessir sömu flokkar samþyktu á fundi bæjarstjórnar - 4. þ. m. Bæjarstjörn Revkjavíkur bafði ■ um tvær leiðir < að velja, að því <er snerti hluta bæjarsjóðs af stríðs ; gróðaskatfinum, sem sje: 1. Hún • ga.t dregið stríðsgróðaskattinn frá : heildarupphæð útsvaranna og lækkað sem því svarar útsvar hvers gjaldþegns hlutfalsllega, eða ,2. Halda stríðsgróðaskattinum . alveg utan við útsvörin og fá þá fúlgu aukreitis til bæjarins þarfa. Bæjarstjórnin fór síðari leið- ina og var þar öll sammála, eins og fvr greinir. Vissulega má • Heila um það, hvort bæjarstjórn hefir hjer farið rjett að. Bn um hitt verður aldrei deilt, að bæjar- : stjórn fór þessa leið og að allir flokkar og allir bæjarfulltrúar vora hjer sammála. Ilitt sýnir svo aðeins aumkvun- . arverðan vesaldóm andstæðinga : Sjálfstæðisflokksins í hæjarstjóra Reykjavíkur, að þei'r skuli nú, þegar skattþegnarnir fá útsvars- skrána í hendur, ætla að skjóta sjer undan ábyrgð gerða sinna. I»eir samþyktu einmn rómi þessar aðgerðir á þæjarstjórnarfundi 4. þ. m. Sjeu þeir nú komnir á þá • skoðnn, að þetta hafi verið rangt,, • ■eiga þeir að vera menn til að viðurkeana það og lofa bót og í hetrun. r I ’ íðindamaður frá Morgun- blaðinu, sem sótti kristi- íega mótið, sem haldið var á Akranesi um síðustu helgi, seg- ir svo frá: — Það hafa verið ritstjórar „Bjarm&“, sem aðallega hafa gengist fyrir hinúm almennu kristilegu mótum undan farin ár í samráði við áhugasama presta kirkjunnar. Á Kirkjuvallatúni á Akra- nesi, skamt frá kirkjunni, hafði verið reist myndarleg tjaldborg. Voru þar um 80 tjöld, sem þátt- takendur mótsins skyldu sofa í og auk þeirra 8 stór tjöld til samkomuhalda og matarfram- reiðslu. — Hlið tjaldborgarinn- ar var fánum skreytt en kross táknið blasti við augum þeii'ra er inngengu. Yfir hliðinu voru letruð þessi orð ritningarinnar: „Drottinn Guð þinn er hjá þér“, og „Drottinn er minn hirðir“. Umhverfis tjaldborgina hafði verið komið fyrir fánum og marglitum flöggum, sem mynd- uðu fagran boga kring um tjöldin. Umhverfis kirkjuna var einnig skrýtt íslenskum flögg- um, en sáluhliðio var prýtt fögrum blómknöppum, en á bláum feldi innan þeirra stóðu orðin: — Dýrð sje Guði —. ÞÁTTAKAN. Fastir þáttakendur voru 400 manns, en mikill fjöldi fólks bæði af Akranesi og víðar tók þátt í samkomum mótsins svo eigi mun ofmælt, að um 800 manns hafi sótt mótið þegar flest var. ' * Mörgum mun hafa þótt harla einkennilegt að sjá, hvernig fólk, sem þaúna var komið, sumt nær áttræðu, sameinaðist æsk- unni í kátínu hcnnar og söng- gleði, enda voru víst einhverjir að tala um það, að þeir hefðu yngst upp í öllurr þessum æsku- skara, sem þarna var saman- kominn til þess að syngja fagn- aðaróð í Jesú nafni fyrir frelsun sálna sinna. EFNISSKRÁ. Á laugardagskvöld kl. 6 var mótið sett af stjórnanda þess Bjarna Eyjólfssyni, með því að hann predikaði við guðþ.jón- ustu í kirkjunni. en síra Sig- urður Pálsson í Hraungerrði fyrir altari. — Messuform, víxl- söngur prests og safnaðar, var tekið eftir hinni fornu messu frum kristninnar, sem einnig var notuð í vorri kirkju fram að skynsemistrúar tímabilinu um 1800. — 1 upphafi guðþjónustunnar var sunginn kafli úr 24. sálmi Davíðs — Þjer hlið. — Lagið við þenna sálm Biblíunnar er eftir síra Friðrik Friðriksson. Ræðutexti Bjarna var úr ferðasögunni um Emmausgöngu lærisveinanna í Lúkas. 24. 32. „Og þeir sögðu hver við annan: Brann ekki hjartað í ohkur, með- an hann talaði við okkur á veg- inum og lauk upp fyrir okkur ritningunni?“ Bjarni hóf mál sitt með því að tala um gleðina og sagði m.a. Hlið tjaldborgarinnar Eitt veit jeg, að þú ert kominn hingað í Akraneskirkju í dag til þess að vera glaður, — til þess að styrkjast og gleðjast í Drottni . . . Við erum komin til þess að gleðjast yfir Emmaus- göngunni. — Síðan talaði hann um kraft Kristindómins, svo sem hann birtist í Jesú Kristi og sagði svo: „Hann getur talað svo að alda hrifningarinnar skelli yfir og hrifi þúsundir. —■ Hann getur talað við tvo vini og við ,einstaklinginn með þess- um sama hætti og þessari sömu mildi. En alt af fylgir þetta orð- um hans: að hjartað brennur, Og nú biðjum við þess, að við megum eiga slíka stund saman á Akranesi. Að hann megi virki- lega verða sýnilegur fyrir aug- um okkar. Við vitum hver það er, sem við höfum fest von vora og traust á . Það er okkar gleði að játa að hann heitir Jesú Kristur, af föðurnum fæddur frá eilífð. I lok ræðu sinnar sagði Bjarni eitthvað á þessa leið: „Nú vill hann gefa oss náðarstund með sjer, svo við getum sagt um. hana: Brann ekki hjartað í oss. . . . Har.n hefir leitt oss skref fyrir skref í undirbúningi öll- um, og alt hefir þetta sannfært oss um það, að vjer munum eiga góðar stundir hjer“. Hjer er ekki rúm til að rekja frekar dagskrá mótsins, en að eins getið um þá, sem önnuðust Akranesskirkja. UR DAGLEGA LÍFINU Gúmmí Þegar forstjóri bílaeinkasölunnar kom heim frá Ameríku um daginn, skýrði hann frá því, að Bandaríkja- menn hefðu látið okkur í tje bíla- gúmmí sem nægði í ár á bílana í land- inu, með því skilyrði, að safnað yrði úrgangsgúmmíi og það sent vestur. Er vonandi að forganga verði traust í því máli, og menn sem hafa úrgangsgúmmí undir höndum láti ekki gamla hugsunarháttinn hafa of miki áhrif á sig, sem segir: „Það munar ekki um mig“. Og síðan ættu menB að láta alla aðra en sjálfa sig uns hirðusemina. ★ Br jef aruslið. En annar úrgangur er hjer eij gúmmíið, sem talinn er verðmætur nú á dögum. Og það er pappírinn. í Eng- landi er samhaldssemin svo mikil um pappírinn, að ekki er fleygt svo miklu sem nokkrum strætisvagnabílætum. —- Alt er hirt af pappírstagi. Skyldi ekki vera hægt að koma á einhverri papp- írssöfnun hjer. Hún myndi draga úr „brjefadrífunni" á götunum. Auk þess sem hún gæti mint menn á, að þjóðir, sem hingað til hafa verið auð- ugar og þótt eyðslusamar, eru nú orðnar sparsamar. í gamla daga kendi fátæktin okkur fslendingum að vera nýtnum. Það kemur sú tíð, að við þurfum að endurlífga þá dygð. Skaðar ekki þó á einhverju sje byrjað í því efni. ★ Fríkirkjan. Hjer um daginn var blaðinu send kmágrein með tilmælum um, að lag- að yrði næsta umhverfi Fríkirkjnuuar. T. d. settur grasbekkur fram með kirkjunni að sunnan og norðan. — Greinin komst ekki í blaðið strax, sakir rúmleysis. En grasblettirnir eru komnir meðfram kirkjunni. Ráðhúsið. Nefnd situr á rökstólum til að at- huga og undirbúa ráðhúsbyggingu hjer 1 Reykjavík. Lengi hefir verið um það talað, hvar sú veglega bygg- ing ætti að standa. Og ýmsar tillögur borið á góma. Segja má að þær um- ræður sjeu nú orðnar 106 ára gamlar. Því Tómas Sæmundsson mintist á það í grein, er hann skrifaði árið 1836. Hann vildi hafa ráðhúsið í framtíð- inni við Austurvöll. En sennilega er það pláss nú svo skipað, að ráðhús kemst ekki þar fyrir úr þessu. Það væri ekki úr vegi, að lesendur blaðsins, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, sendu uppástungur sínar. Tjaldborgin. dagskráratriðin, cn það eru þau stud theol. Jóhann Hlíðar, cand. theol Ástráður Sigur- steindórsson, Steingrímur Bene- diktsson kennari, síra Þorsteihn Briem, cand. theol. Gunnar Sig- urjónsson, síra Magnús Gnð- mundsson, Ölafur Ölafsson kristniboði, síra Garðar Jóhann- essm, síra Bjarni Jónsson og Svanlaug'' Sigurbjörnsdóttir er stjórnaði barnasamkomu á máTUi dag. Mótinu er slitið. Við erum að kveðja Akranes, en eigum bágt með að skilja það, hvc dagarnir liðu öri. Sumum fanst jafn v.el að klukkan hefði gengið hrað- ara á Akranesi, en í Hraungerði. Eftir eru indælar minningar og það er erfitt „ð gera sjfer fulla grein f-yrir því hver þeítra er indælust. — Ef til vill altaris- göngurnar, þegatr nær 3JTO ínaniit neyttu kvöldmáltíðar Drottins? Eða miðnætursám- koman á sunnudagskvöld, þeeg- ar45 manns, rnest ungt fólk, vitnaði um Guðs náð í Jesú Kristi? Að lokum þetta. Það er gleði- legt til þess að vita hve sam- starf presta og leikmanna .er einlæg, þeirra er játa hina postulegu trúarjátningu kirkj- unnar, sem var eins og ívaf als samlífs á mótinu. — Hjer vöru allir eitt. — Geta má þéss, áð mótinu bárust fjöldi heilía- skeyta, m. a. frá ríkisstjóra og biskupi. 5. Kristilega mótinu er lokið og margir munu þeir vera er þrá næsta mót hins frjálsa Kristilega starfs innan kirkj- unnar. J. P. Noregssöfnunin. Afh. Morgunhl. H. B. 20.00 kr„ A. 15.00 kv. 'S. E. 25.00 kr„ Á. B. 100,00 kr. Til Strandarkirkju. Sjómaðnr í Eyjum 10,00. V. B. og R. Þ. 22,00. G. 50,00. B. B. 15,00. Gömul kona í Hafnarfirði 2,00. A. J. 50,00 N. N. 20,00. S. M. 10,00. D. S. B. 10,00. Rúna 10,00. L. B. M. 20JQ0. H. V. 30,00. S. B. 5,00. J. J. L. V. 10,00. Sjúklingur 2,00. H. 6. 10,00. El. 10,00. A. B. 10,00. Kona 5,00. J. H. (gamalt áheit) 5,00. T. J. 30,00. S. S. 5,00. Sjómaðnr 20,00. N. N. (afh. af sr. Bjarna Jónssyni) 10,00. Nemandi (áfh- \ 1A ílrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.