Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 3
Fimtudagur 25. júní 1942. MORGUNBLAÐIÐ 3 —Stefán Jóhann— og eignaskatturinn Báðir lögfrœðifjelaga,r Stefáns Jóh. Stefánssonar, formanns Alþýðuflolcksins, hafa efnast svo að þeir geta, greltt eignaskatt. Sjálfur eign^st Stefán Jóhar(n hins- vegar aldrei neitt, og hefir samt miklu hærrn tekjur en hinir ungu f jelagar hans. Það er því von, að honum blöskri, hvernig efna- mennirnir fara að því að sleppa undan skatti. I gær er Alþýðublaðið látið býsnast yfir því, að eigna- skattur eigenda Kveldúlfs skuli hafa lækkað um 13 þús- und krónur. Stefán Jóhann veit þó ofurvel, að þetta staf- ar af því, að síðasta Alþingi ákvað að hætta við þá rang- látu og fjarstæðu tvísköttun á hlutal^rjefaeign, sepi í fyrra átti sjer stað. Þessi ákvörðun Alþingis kom eigend- um H.f. Kveldúlfs auðvitað að gagni eins og öllum öðr- um hlutaf jelagaeigendum í landinu. Hvort eigendur Kveldúlfs hafi munað þetta miklu og þeir því lagt sjerstakt kapp á það, sjest af því að skattar fjelagsins nú nema rúmlega 2V2 miljón krónum, og hafa þá 13 þúsundir til eða frá ekki ýkja mikla þýðingu. Um þetta þegir Alþýðuhlaðið. Einnig hefir því láðst að geta hins, að vegna „skatta- laga Ólafs Thors“ greiðir Kveldúlfur nú 1 miljón króna meira til ríkisins og 100 þúsund krónum meira til bæjar- ins, en ef lögin frá því í fyrra hefðu verið óbreytt, lögin, sem Alþýðuflokkurinn þakkar sjer. Ef til vill segir Alþýðublaðið frá þessu í dag. StórstúkuþingiA C' undir stóðu slitalítið frá því kl. 9 f. hádegi fram til kl. 7 síðdegis í gær. Voru þar af- greiddar ýmsar tillögur og einnig fjárhagsáætlnn fyrir næsta ár. Mestar umræður urðu um það, hvort halda skyldi Stórstúkuþing framvegis árlega, eða aðeins ann- 8-ð hvort ár. Voru allskiftar skoð- aQir manna á því, en málið var afgreitt þannig, að leita skuli Umsagnar allra stúknanna í land- lnu áður en fullnaðar ákvörðun verður tekin. Kosning framkvæmdanefndar. Hún fór fram síðdegis í gær °S? voru flestir embættismennirnir endurkosnir. Hin nýja fram- tvsemdanefnd er þannig skipuð: Kristinn Stefánsson stórtemplar. Árni Öla, stórkanslari. Þóranna Símonardóttir frú St.vt. Jóh. Ögm Oddsson stórritari. Jón Magnús- R°n stórgjaldkeri. Hannes J. Hagnússon Stgu. Pjetur Sigurðs- son stg. löggjafarstarfs. Margrjet Jónsdóttir st. fræðslustjóri. Sigfús Sigurhjartarson Stkap. Gísli Sig- nrgeirsson st. þegur. Dómnefnd var endurkosin og eiga allir nefndarmenn heima á -ákureyri, nema Stórtemplar, sem er oddamaður. í fjármálanefnd voru kosnir Þórður Bjarnason, Gissur Páls- s°n, Hjörtur Hansson, Jón Hafliða son og Þorst. Þorsteinsson kpm. í gærkveldi var fulltrúum utan af landi haldið samsæti í G. T.- ^úsinu, og var þar margt manna °£ góður fagnaður. í dag lýkur unglingaregluþingi, se»i háð er í sambandi við Stór- sfúkuþingið. Enn fremur verður ^ðldinn Hástúkufundur kl. 1. Stórstúkufundur hefst svo kl. 3% e. h. og er gert ráð fyrir, hægt verði að slíta þinginu fyrir kvöldið, ef ekkert óvænt hetnur fyrir. Kvenskðtsmót á Ulf- Ijótsvatni I júll Kvenskátar víða af landinu ætla að halda mót að Úlf- Ijótsvatni dagana 4.—7. júlí í sumar. Er búist við að þarna verði um 80 skátastúlkur, flest- ar hjeðan úr Reykjavík, en einnig nokkrar frá Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar að. Mót þetta er haldið í tilefni af því, að kvensKátahreyfingin hjer á landi er 20 ára gömul í sumar. Afmælið er 7. júlí. Á mótinu verður haldin kven- skátasambandsfundur. Dagana sem skátastúlkurnar dvelja að Úlfjótsvatni, en þar er nú sem kunnugt er skáta- heimili, munu þær fara í göngu- ferðir á næstu fjöll og 1 ná- grénnið. Að öðru leyti verður tímanum varið til kvenskáta- íþrótta og leikja, varðeldar á kvöldin 0. s. frv. 1 Kvenskátafjelagi Reykja- víkur eru nú skráðar á fjórða hundrað stúlkur. María Gerharda príorínna látín Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði. ystir María Gerharda, prior- inna við St. Jósefsspítala hjer í bæ andaðist í spítalanum í fyrradag. Priorinnan var fædd í Þýskalandi 12. maí 1886. Fyrir 25 árum gekk hún í reglu St. Jósefssystra í Danmörku. Eftir að hafa stundað hjúkrun á Landakoti og hjer við spítalann við prýðilegan orðstýr, var húu fyrir tæpum 4 árum skipuð prior- inna við spítalann í Hafnarfirði. D-LISTINN er listi Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Et Sjálfstæðismenn gera skyldu sína - þá er sigurinn vís \—■ Varist ftprengiöflin — þar eru andsfæðing- arnir að verki PAÐ ERU fyrst og fremst tvær spumingar, sem sjerhver kjósandi verður að svara með sjálf- um sjer, áður en hann gengur að kjörborðinu 5. júlí n. k. Þessar spumingar eru: 1. Vilt þú fá lausn á kjördæmamálinu, sem felst í stjórnar- skrárbreytingu þeirri, sem síðasta Alþingi samþykti? 2. Vilt þú, að lokaskrefilð í sjálfstæðismáli þjóðarinnar verði stigið á þessu ári og stofnað verði lýðveldi á íslandi? Þetta eru þau tvö höfuðmál, sem kosningarnar 5. júlí raun- verulega snúast um. Svo koma ótal smærrj mál, sem grípa inn í á einn eða annan hátt, en kjósendur mega aldrei láta þau glepja sjer sýn og missa sjónar af höfuðmálunum. Námskeið fyrir versl unarmenn I tiáskólan um ð næsta vetri æsta vetur hefir Háskólinn 4-™ í hyggju að halda nám- skeið fyrir starfandi verslunar- menn í sambandi við kenslima í viðskiftafræðum, sem tekin var upp síðastliðið haust. Verslunar- menn eru nú orðnir svo fjölmenn stjett og þýðingarmikil, að vel þarf að vera, sjeð fyrir ment- unarskilyrðum þeirra að öllu leyti. Um langt skeið hafa starfað hjer tveir verslunarskólar, og nú nýlega hefir verið tekin upp há- skólakensla í viðskiftafræðum. En undanfarið hafa starfandi verslnn armenn ekki' átt þess neinn kost að menta sig frekar samhliða starfi sínu. Verslunarskólinn hafði fyrir nokkrum ámm kvöldnám- skeið, sem ætlnð voru starfandi verslunarmönnum og gáfust vel, en sú starfsemi hefir undanfarið legið niðri. Nú, þegar háskóla- kensla hefir verið tekin npp í viðskiftafræðum, virðist eðlilegt, að háskólinn taki upp slíka fræðslu, enda hefir hann til þess kennara, sem eru sjermentaðir, hver í sinni grein, og hin ákjós- anlegustu ytri skilyrði. Á næsta vetri hefir háskólinn í hyggju að halda slík námskeið í þessum greinnm: 1) Bókfærslu fyrir byrjendur og skamt komna. 2) Bókfærslu j fyrir lengra komna (t. d. þá, sem lokið hafa prófi í Verslunar- skóla fslands). 3) Þjóðhagfræði. 4) Rekstrarhagfræði. 5) Verslun- arrjetti. 6) Ensku. 7) Þýsku. 8) Frönsku. Námskeiðin verða eftir kl. 5% á kvöldin, f bókfærslunámskeiðunum verð- ur kent 3 stundir vikulega, en í hinum öllum tvær stundir. Nám- skeiðin hefjast 15. október og FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Hafnarfjörður og Sígltifjörður gefa herbergi í Stúdentagar ðí nn Tvö bæjarfjelög hafa gengið á undan með góðu eftirdæmi og gefið sitt herbergið hvort í nýja stúdentagarðinn. Bæjarfje- lögin eru Hafnarfjörður og Siglu- fjörður. Eru gjafirnar hvor fyrir sig kr. 10.000. Byggingu stúdentagarðsins nýja miðar hægt og þjett áfram, en bygging hans ætti að fara að ganga greiðlegar er fleiri bæjar- fjelög og sýslufjelög bætast í hópinn til að styrkja þetta þarfa -* málefni. Kjördæmamálið liggur nú svo Ijóst fyrir kjósendum, að enginn getur verið þar í nein- um vafa lengur. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem berst gegn þessu máli. Hann hefir öll spjót úti til þess að stöðva málið. — Hann biður ákaft kjósendur, einkum í sveitum, að veita flokknum svo öflugt kjörfylgi nú, að hann geti stöðvað fram- gang málsins á Alþingi. Þessi algjörlega neikvæða af- staða, sem Framsókn hefir tek- ið til þessa stórmáls er ákaflega óviturleg. Ekki væri unt að koma á meiri glundroða í okk- ar stjómmálum, en verða myndi, ef Framsókn fengi vilja sinn í þessu efni. Ohugsandi væri með öllu, að Framsókn gæti stjómað landinu upp á eig- in spýtur. Og þó að hún hafi fullan hug á, að stjórna með al- gerðu flókkseinræði (sbr. boð- skap Egils í Sigtúnum), vantar hana alt til þeirra framkvæmda. Jafnvel vopnakaup Hermanns kæmu ekki að neinu haldi til þeirra hluta. Það væri ákaflega óviturlegt af kjósendum dreifbýlisjns, ef þeir Ijetu Framsókn í tje nægi- legt kjörfylgi, til þess að stöðva kjördæmamálið. Lausnin, sem nú fekst á kjördæmamálinu, fyrir atbeina Sjálfstæðisflokks- ins, er fyrst og fremst hags- munamál kjósenda í dreifbýl- inu. Hún tryg^ir ekki aSeins jafnrjetti kjósendanna í sveit- unum innbyrðis, heldur grunn- múrar hún áhrifavald dreif- býlisins á Alþingi í framtíðinni. Fyrir þessu loka Framsóknar- menn augunum. Þeir sjá ekkert annað en þrengsui sjérhagsmuni flokksklíku þeirrar, sem er iþungamiðja Framsóknarflokks- ins. ★ Þótt kjördæmamálið sje stór- mál, gnæfir þó sjálfstæðismálið FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Greinar um Alþingi íslendinga 1012 ára í 100 amerískum blöðum Washington, 24. júní. t tilefni af 1012 ára afmæli Alþingis tslendinga á þessu sumri birtu um 100 amerísk blöð sjerstaka grein um sögu Alþing- is og þýðingu þess í dag. I greininni er Islandi lýst, sem „vitaljósi lýðræðisins". Ett það var öldungardeildarþing- maðurinn Henrjk Shipstead frá Minnesota, sem kom í greinintti á framfæri innan öldungadeild- arinnar. Höfundur greinarinnar et kunnur blaðamaður, Frederik! Haskin, sem skrifar fyrir Washington Evening Star og um 100 önnur amerísk blöð. — t greininnj segir m. a.: ,,Á þeim tímum, er heimurinn er í upplausn, ríkisstjómir falla og stoðir lýðræðisins í hættu, þá er hughreystandi að hugsa um, að ein þjóð —- tsland — heldur upp á 1012 ára af- mæli lýðræðis síns á þesáu SUmri. s.' i: i 'i. i'l u.v Sagan hefir sýnt, að þáð er ekki aðeins lýðræði, sem staðjð hefir í þúsund ár, heldur að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU : >■ ■; iv. ; 'i.1 íin \i J i,y i;íbl Oi'l rnr m hm lignanil " ■J AP kjósendiir höfðu í » ^ gær greitt atkvæði hjá lögmanni, þar a£ 650 Réýk'- víkingar, sem verða íjarverandí á kjördag. — Sjálfstæðismenn I Munið að kjósa áður en þið farið úr bænum. Listi ykkar í Reykja- vík er D-listi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.