Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ------------L___ Sjálfifæðismenn ~ ÚB ' •' skyldu sina • - p,i nr><. Fjórða hvert barn óskiigetið rXAMH. AF ÞEIÐJU flÐU langt þar yfir. Það er mál mál- anna. . Kjósendur gera sjer vafalaust Ijóst, áð ef Framsókn fengi vilja sinn og gæti stöðvað framgang kjördæmamálsins, þá væri þar með sjálfstæðismálið lagt á hilluna. Og það er einmitt þetta, sem Framsóknarflokkurinn keppir að. Hann vill ekki stíga loka- skrefið í sjálfstæðismálinu á þessu ári. Hann segir ekkert um það, hvenær hann vilji stíga skrefið. Hann segir aðeins, að fresta eigi málinu þar til eftir stríð. Hvaða afleiðingar gæti það haft, ef farið væri að ráðum Framsóknarf lokksins ? Enginn veit hve lengi stríðið stendur. Enginn veit hvernig umhorfs verður í heiminum, að stríðinu loknu. Væri þannig frá málum okk- ar gengið, * Islendinga, þegar fulltrúar stórveldanna setjast við friðarborðið að stríðinu loknu, að stjómarfarslega sjeð værum við einskonar rekald, við hefðum meira að segja ekki formlega slitið sambandinu við Dani, en byggjum hjer við bráðabirgða stjórnskipulag, rjett eins og við værum að bíða eftir fyrirskipun annara -— hver er þá kominn til að segja, hvað við okkur yrði gert? Ef við ekki sjálfir, Islending- ar, höfum dug í okkur til þess að stíga síðasta skrefið í sjálf- stæðismálinu og gera það sem gera þarf, getum við ekki ætl- ast til, að aðrir vinni þetta verk fyrir okkur. Nú er einmitt rjetti tíminn til athafna í sjálfstæðismálinu. — Það er komið fast að þeim tíma- mótum, . sem Sambandslögin tengdu okkur við Dani. Og þótt Alþingi hafi lýst yfir því, að Sambandslögin sjeu ekki lengur í gildi, er enn eftir að ganga formlega frá sambandsslitum. Þetta má ekki dragast lengur. Hlutur okkar verður styrkari að öllu leyti, ef við höfum að íullu gengið frá framtíðar- stjórnarskipan okkar, þegar sest verður að friðarsamning- unum að stríðinu loknu. Og við gerum engum rangt til, að stíga lokaskrefið einmitt nú, ekki heldur fyrverandi sambands- þjóð okkar, því samningstíma- bil Sambandslaganna er út runnið á næsta ári. Frestun á lokaaðgerðum í sjálfstæðismálinu, eins og Framsóknarflokkurinn stefnir að, getur haft hinar alvarleg- ustu afléiðingar fyrir framtíð þjóðarinnar. ★ Sjálfstæðiskjósendur, hvar sem eruð á landinu, minnist þess, að. það er flokkur ykkar, Sjálf.stæðisflokkurinn, sem hef- ir fory^túria á þessum merki- legu tímámótum stjórnmálanna. Án aðstoðar ykkar tekst ekki áð koma stórmálum þeim, sem kosið er um nú í örugga höfn. Á ykkur hvílir því mikil ábyrgð í þessum kosningum. Það, sem kjósendur /Sjálf- stæðisflokksins verða sjerstak- léga að varast, er þetta tvent: 1. Að láta ekki blekkjast af moldviðri Framsóknarmanna í kjördæmamálinu. Er þessu sjer- stakljega befint til Sjálfstæðis- manna í sveitum. 2. Að varast sprengiöflin, sem andstæðingarnir eru hvarvetna að reyna að koma inn í fylking- ar Sjálfstæðismanna. Þessu er sjerstaklega beint til kjósenda í Reykjavík. Og það eru ekki aðeins sprengilistar samherj- anna gömlu, Jónasar Þorbergs- sonar og Sigurðar Jónassonar, sem Sjálfstæðiskjósendum ber nú að varast, heldur ber þeim einnig að varast eiturörvar and- stöðuflokkanna hjer í bænum, sem leggja mikla áherslu á. að veikja Sjálfstæðisflokkinn. Munið þetta Sjálfstæðismenn: Hvert einasta atkvæði úr fylk- ingu flokksins, yfir á sprengi- listana eða í fylkingar andstöðu flokkanna, fjarlægir möguleik- ana fyrir lokasigur í sjálfstæð- ismálinu! Ef hver einasti Sjálfstæðis- maður gerir skyldu sína, er sig- urinn vís! Verslunarnðmske’ð í Hðskólanum fbamh. af þriðju séðu. standa til 15. apríl. Hvert nám- skeið nm sig er sjálfstætt, og geta menn tekið þátt í svo mörg- um þeirra, sem þeim'sýnist, einu þeirra eða þeim öllum. í lok hvers námskeiðs verður síðan haldið próf, og fá þeir, sem taka þátt í þeim og standast þau, skírteini frá háskólanum þess efnis. Þátttökugjald verður mjög lágt, aðeins 75—ÍK) kr. fyrir þau nám- skeið, þar sem kennt er 3 stundir á viku, en 50—60 kr. fyrir hin, þar sem kent er 2 stundir í viku, svo að hjer er í rauninni um injög lítið fjárhagsatriði fyrir menn að ræða, og er það að þakka velvilja núverandi kenslumálaráð- herra til þessa máls, að svo getur orðið. Þátttökugjald greiðist fyrirfram. Það er von háskólans, að nám- skeið þessi komi að gagni og verði vel sótt, t. d. af þeim, sem verið hafa í verslunarskólanum eða samvinnuskólanum, en eiga nú ekki' kost á neinni framhaldsment un. Má sjerstaklega henda þeim á námskeiðin í bókfærslu fyrir lengra komna og rekstrarhag- fræði. Þeir, sem taka vilja þátt í þessum námskeiðum, verða áð til- kynna það háskóiaritara fyrir 15. ágúst, og gefur hann og Gylfi Þ. Gíslason dósent allar nánari upplýsingar. Ef fleiri gefa sig fram í ein- stökum námsgreinum en unt er að taka, ganga þeir fyrir, er fyrstir tilkynna þátttoku sína. Af öllum fæddum böraum 1940 voru ö48 eða 25,6 % óskilgetin. Er það töluvert hærra hlutfall heldur en ánð á undan. En annars hefir hlut- fallstala óskilgetinni barna hækkað mikið síðustu árin og undanfarin 100 ár hefir hún aldrei verið hærri en nú“. Þessi frásögn er tekin úr síð- ustu Hagtíðindum (maí 1942). 1 lok síðasta stríðs, á árunum 1916—1920 voru rúmlega 13 börn af hverjum hundrað fædd- um bömum, óskilgetin. Þetta hlutfall hjelst að mestu leyti ó- breytt þar til árið 1930, en þá fór að halla undan fæti. Á árunum 1931—1935 voru rúmlega 18 af hverjum hundrað fæddum börnum óskilgetin og næsta árabil, frá 1936—1940 voru þau orðin rúmlega 23 af hverjum hundrað. Árið 1940 var svo komið að rúml. fjórða hvert barn, sem fæddist á því ári var óskilgetið. Rjett er að vekja athygli á því, að hernám landsins fór ekki fram fyr en í maí árið 1940. 1012 ára afmæli Alþingis FKAMH. AF ÞRIÐJU *lÐO það er traustara í dag en nokkru sinni fyr“. Þá er í greininni lýst því. er alþinfi var fcrtofnsett |á Þing- ’<-öllum árið 930 cg sagt, að fyrstu alþingismennirnir hafi verið norrænir menn, sem hafi verið æfintýragjarair, og ó- hræddir við válynd^ veður og samtíðarmenn feína“. Þá er í greininni ítarlega rak- in barátta Islendinga fyrir sjálf- stæðinu. Greininni lýkur með þessum orðum: „Island er auðugt að bók- mentum og menníngu og á elstu tungu, sem töluð er í Evrópu, mentun handa öllum og að miklu leyti sjálfu sjer nóg og glæpir eru sárafáir. Eftir 10 alda lýðræði stendur Island eins og hughreystandi viti fyrir þá, sem nú eiga í hættu að frelsið verði af þeim tekið“. Fimtudagur 25. júní 1942. Myndin er af fólki á nýrri gerð björgunarfleka, sem farið er að framleiða í Bandajlríkjunum fyrir ameríska flotann. Björgunar- flekar þessir eru gerðir úr nýrri tegund gúmmís, sem er ljettara en kork. Flekinn getur haldið uppi 30 manns. Það þykir sjer- stakur kostur við fleka þessa, fram yfir aðrar gerðir björgunar- fleka, að auðvelt er að ná taki á þeim í sjónum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiniiri I Bókarfregn | 5 5 vaniuiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Sal( farðar Salt jarðar eftir Gunnar M. Magnúss. Útg. Jens Guðbjörnsson. Gunnar M. Magnúss sýndi það þegar á skólaárum sínum, að honum var mjög sýnt um ritstörf. Slík viðfangsefni voru honum mjög hugleikin. Ekki minnist jeg þess, að nokkur nemandi hafi tek- ið með meiri fögnuði ritgerðar- efni, sem honum þótti girnilegt tii viðureignar. : Síðan ! eru nú liðin allmörg ár, og bækur þ.ær, sem Gunnar hefir látið frá sjer fara, eru líka orðnar margar. Þessi nýja bók mun vera sú tíunda í röðinni. Þó hygg jeg það tvímælalaust, að hann sje í stöðugri framför. Þessi bók ber vott um vaxandi þroska og víkkandi sýn yfir leiksvið lífs- ins og þær margbreytilegu mynd- ir, sem þar birtast. Aðalsögumenn þessarar bókar eru þrír. Undarlega ólíkar per- sónur, en vel mótaðar og ljóslif- andi hver fyrir sig. Konan, Ragn- heiður Loftsdóttir, er mikil fyrir sjer, skÖpuð til þess að standa þar á lífssviðinu, sem eitthvað bæri á henni, en verður að lúta lágt að litlu hlutskipti, að því er í fljótu bragði virðist. En hún lætur ekki bugast af bágum kjör- um. Hún heldur velli og vinnur hin „hljóðu hetjuverk" íslenskrar alþýðukonu, sem vel hefði átt heima í æðri sessi en þeim, sem örlögin bjuggu henni. Maðurinn, Jóakim Jónsson, er ljettur á bár- unni. Hann er glaðlyndur farmað- ur, til í alt og fær í flestan sjó, þegar vel gefur og sjómannsbrag- urinn er á honum. En þegar sund- in lokast og ekki sjer skarða í skerjágarð ; baslsins og fátælftar- ijinar og umkomuleysisins, er hann ekkert annað en maðurinn konunnar sinnar, auðsveipur og undirgefinn. Þriðji aðalmaðurinn er Norðmaðurinn, Herlufsen, framkvæmdamaðurinn, vinnuveit- andinn og skapari velmegunarinn- ar á sögustaðnum. Ef til vill hef- ir höfundur sett sig í nokkurn vanda með þeirri' mannlýsingu, vet þar sem fyrirmyndin mun vera þektur maður úr atvinnusögu landsins á síðari árum. Þeir, seD* ókunnir eru þar vestra, geta v1^ anlega ekki borið söguna saiDaU við veruleikann. En vel finst iöjer höfundi takast að sýna útlend10^ inn, stórmennið, afJ<aRtamannin,í? fullan af framfaramóði og hveru ig hann brotnar niður og bilar’ þegar mest á reynir og óg®^aI1 steðjar að, einmitt af því, að hauU er hjer rótlaus. Hann rotast ^ steinshöggi örlaganna, af ÞV1 hann er ekki sjálfur af íslellS bergi brotinn. Marga fleiri sögumenn n1® nefna, sem Hfa og hrærast * um bókarinnar, svo sem & kaupmannsdóttur. En hjer ver staðar að nema. r Stíll og málblær bókarinnar ^ með nokkrum sjerkennum- undi er ekki aðeins ant nm A r eiuU og persónur sögunnar, heldnr ig um málfarið. Hann hefir an af ýmsum smávægileguU1 « brigðum málsins. Honum er " full-ljóst, að segja má sömn un á marga vegu og notar ^ það víða af smekkvísi. En Þar ^ líka af mörgu að taka. Þeif ekki í geitarhús ullar að leita» s skygnast vel um í launkofn®1 lenskrar tungu. ^t9 Jeg skal ekki fjölyrða um þessa bók. Bæti aðeins Þvl að jeg vildi gjarnan sjá fr®111^.^ ið, hvort sem það verður ^ framhald af þessari bók e^a ur ný frá hendi þessa höfun<iar Freysteiim Gnnnars3011 Gleðjið börnin, sem eru í sveitina. Sendið P bókina í ÚTLEGЕ ^ hafa beðið eftir henni le Bókaverslun ísafoldar’ EKKI ÞA EF LOFTUR GETUR pA&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.