Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Orustan um Egyftaland Fimtudagur 25. júní 1942. Tangarsóknin Rommel leitar suður fyrir varn- arlínu Breta ILondon er litið svo á, að orustan um Egyftaland sje hafin. í tilkynningum öxulsríkjanna í gær var þó aðeins frá staðbundnum viðureignum nálægt landamærunum. Fregnir frá Kairo í gærkvöldi hermdu, að almenning- ur þar biði með óþreyju fregnanna um það, hvar Rommel reyndi að ráðast inn í Egyftaland. Mönnum er ljóst (segir í fregninni) að kleift er að senda her eftir hinum ófullkomnu vegum í sunnanverðri eyðimörkinni og láta hann ráðast inn í Nílardalinn sunn- anverðan. Er því lögð áhersla á nauðsyn þess, að hafðar sjeu öflugar varnir langt suður í eyðimörkina. Þess hefir orðið vart, að Rommel hefir sent nokku'rt lið, suður á bóginn frá Gambut, og er þess getið til að hann ætli að reyna að komast suður fyrir breska virkið í Sidi Omar og ráðast beint austur til Nilardalsins, eða sækja norð-austur á bóginn í áttina til Sidi Barani. Rykskýin hníga aldrei allan liðlangan daginn fyrir vestan Gambut, þar sem liðflutningar öxulsherjanna fara fram, segir í Reutersfregn frá aðalstöðvum áttunda hersins. Auk liðflutninganna suður á bóginn, hefir miklu liði verið verið safnað nyrst á víglínunni, gengt Sollum og Halfayaskarði. 1 tilkynningu Kairoherstjómar- innar í gær var skýrt frá því að viðureignir milli hraðsveita hefðu átt sjer stað fyrir vestan Sollum. í fregn frá þýsku herstjórn- inni í gærkvöldi var skýrt frá því, að þýskar flugvjelar hefðu g’ert harðar loftárásir á svæðið milli Sidi Barani og Sollum og einnig á svæðið fyrir vestan Soll- um. Breski flugherinn hefir einn- ig haldið uppi loftárásum á her- stöðvar öxulsherjanna í Libyu. EGYFTAR. Forsætisráðherra Egyfta, Nahas Pasha, sagði í egyftska þinginu í gær, að breska stjórn- in hefði lýst yfir því afdráttar- laust, að hún væri staðráðin í því að gera sitt ítrasta til þess að hrinda árás á Egyftaland. Þrátt fyrir örðugleika þá, sem liggja í augum uppi, sagði hann, er hernaðaraðstaðan góð. Að- staða Breta er miklu betri nú heldur en undir svipuðum kring- umstæðum í fyrra. Nahas Pasha sagði að hann gæti fullvissað þingmenn um þetta, eftir að hafa rætt við full- trúa Bandamanna og herstjóm þeirra og haft tækifæri til þess að kynna sjer áform þeirra. Mann mótmælti því að breska stjórnin hefði krafist þess að cgypskirr hermenn yrðu sendir til vígstöðvanna. Stríðsstjórn í Astralíu Sjerstök stríðsstjóm verður mynduð í Ástralíu og verð- ur hún skipuð 7 mönnum, að því er fregnir frá Sydney herma. 33 þúsund fangar Itilkynningu öxulsherstjórn- anna í gær var skýrt frá því, að tala fanganna, sem tekn- ir hefðu verið í Tobruk væri nú orðin 33 þús. Þar með segjast öxulsherirn- ir hafa tekið yfir 50 þús. fanga frá því að sókn Rommels hófst. Yfir 1000 skriðdrekar hafa verið teknir eða eyðilagðir. I Nazistauppþot í Sviþjóð NEW YORK, miðvikudag: — Blaðinu New York Times bár ust í dag fregnir frá Stokkhólmi um að 8 sænskir nasjstar hefðu í gær reynt að halda almennan útifund á torgi einu í Trelle- borg í Suður-Svíþjóð. En áður en þeim tókst að Ijúka fundin- um hröktu yfir þúsund manns þá á flótta og hrópuðu: ,,Niður með svikarana“. Nas- istamir flúðu til lögregluvarð- stöðvar til þess að komast und- an. Alsherjar atlaga Þjððverja að Sebastopel r „Ogtirlcg sókn“ hjá Kharkov T7I regnir frá Moskva í gær gær hermdu, að Þjóðverj- ar væru nú byrjaðir alsherjar- sókn á öllum vígstöðvum við Sebastopol. Á Kharkov vígstöðvunum hafa Rússar orðið að hörfa í nýj- ar vígstöðvar undan „ógurlegri sókn Þjóðverja“, að því er frjettaritari Reuters í Kuibys- hev símar. En hann segir að það sje fjajrri því, að um óskipu- legan flótta sje að ræða hjá rúss neska hernum. Blaðið Rauða stjarnan skýrði frá því í gær til dæmis, um á-, kafa Þjóðverja, að þeir hefðu teflt fram á einum litlum hluta vígstöðvanna 200 skriðdrekum, auk fótgönguliðs. Víða á víg- stöðvunum tefla þeir fram 30 til 40 skriðdrekum. Þýska herstjórnin minnist ekkert á þessa sókn, en á Seba- stopol vígstöðvunum segir hún að síðustu leifum rússneska hersins, sem enn varðist á skaga nokkrum á norðurvígstöövun- um, hefði verið gjöreytt. — A suðurvístöðvunum hafa þýskar og rúmenskar hersveitir tekið með áhlaupi, eftir harða ná- vígisbardaga í torfæru skóg- lendi, virki og hæðadrög, að því er herstjórnin skýrir frá. Herstjórnin segir, að 11 þús. fangar hafi verið teknir hjá Seb\stopol og 158 fallbyssur og auk þess hafa yfir 2 þús. jarð- vígi og steinsteypt virki verið tekin og yfir 65 þús. jarð- sprengjur gerðar óskaðlegar. Kortið sýnir hugsanlegar leiðir, sem Hitler kann að velja ef það verður úr að hann reyni að hefja tangarsókn í Austurlöndum frá Libyu að vestan og frá Kákasus og e. t. v. Tyrklandi að norðan. Ein örin stefnir frá Krít á Suez-skurðinn og er hún sett vegna vitneskjunnar um allöflugt þýskt fallhlífarherlið á Krít. Einnig hafa borist fregnir um að Þjóðverjar hafi safnað all miklu af flatbotnuðum innrásarbátum á Krít og í Tólfeyjum, með árás á Cyprus og e. t. v. Suez fvrir augum. D-LISTINN er listi Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Roosevelt 09 Ctiurctiill ð tundi Kyrrahafs- rððsins Roosevelt forseti hefir kall- að Kyrrahafsstríðsráðið saman á aukafund í Washing- ton í dag. Churchill verður við- staddur á fundinum og Mac- kenzie King forsætisráðherra Kanadamanna var Væntanleg- ur til Washington í gærkvöldi og verður hann einnig viðstadd- ur. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að Roosevelt og Chur- chill hefðu gefið hernaðinum í Kína sjerstakan gaum í viðræð- um sínum. Amertskir hermenn I Vestur-Afiíku 09 Eritreu Mixton, þingmaður óháða verkamannaflokksins í Englandi upplýsti í umræðun- um um f járlög bresku nýlendn- anna í breska þinginu í gær, að amerískir hermenn væru komn- ir til Vestur-Afríku og Eritreu, nýlendunnar í Austur-Afríku, sem Bretar tóku af Itölum í fyrra. 1 umræðunum í þinginu upp- lýsti aðstoðar nýlendumálaráð- heríran að breska heimsveldið hefði mist 60 hundraðshluta af tilframleiðslu heimsins, 90% af gúmmíframleiðslunni auk ann- arra mikilvægra hráefna. Hann sagði að leggja þyrfti megináherslu á að auka fram- leiðsluna í nýlenó.unum og hef- ir sjerstök nefnd verið stofnuð í þessu augnamiði. Forseti Argentlnu segir al sjer Ortega, forseti Argentínu lagði niður embætti sitt í ’gær. Nokkurra æsinga hefir gætt í Argentínu út af árás sem kaf- bátur gerði á argentinskt skip. Var árásin gerð án nokkurrar aðvörunar og skipinu sökt. Háværar raddir hafa komið fram um að Argentínumenn slíti stjórnmálasambandi við öxulsríkin. Aðeins Argentína og Chile halda enn stjórnmálasambandi sínu við öxulsríkin. 20 skíptim sökt — aukatilkynningu, sem þýska herstjórnin birti í gærmorg- un var skýrt frá því, að þýskir kafbátar hefðu sökt 20 skipum ovinanna, samtals 102 þús. smál. í Atlantshafi og undan ströndum Ameríku. Malta: ÖrðugleiKar vegna missis Tobruk-borgar Tlyl' issir Tobruk mun hafa all- -t-’-t- viðtæk áhrif á siglingar Breta til Malta og einnig til Cyprus og Sýrlands, að því er skýrt var frá opinberlega í Lon- don í gær. Alvarlegastar eru þó horfurnar um siglingarnar til Malta. Vegna þess, að flugvjelar Breta hafa færst austur á bóginn, verður tor- velt að senda orustuflugvjelar .með skipaflotunum til Malta og á það einkum við tun síðasta hluta leiðarinnar, þar sem árásir öxulflugvjelanna eru samkvæmt undanfarinni reynslu, ákafastar. Einnig er vakin athygli á því í London, að öxulherirnir muni geta haft mikil not af höfninni í Tobruk. Loftárásir öxuls flugherjanna á Malta hafa haldið áfram undan- farinn sólarhring. í tilkynningum þýsku og ítölsku lierstjórnanna er skýrt frá árásum á flugvelli á eynni og í tilkynningu frá Malta segir, að sprengjur hafi fallið nálægt flugvöllum bæði í fyrradag og í gær. Yfir 2600 loftvarnamerki hafa nú verið gefin á Malta, segir í tilkynningunui.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.