Morgunblaðið - 25.07.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1942, Blaðsíða 6
MORG v, NBLAÐIÐ Laugardagur 25. júlí 1942, UR DAGLEGA LÍFINU AW á óvild. Víðförull skrifar: Fatt ér eins illa gert í litlu þjóð- fjelagi eins og það, að ala á óvild Milli stjetta. Mjer þótti því leitt að sjá það í síðasta tbl. Tímans, seip mun vera víðlesið blað í sveitunum, að „Búandkarl“ nokkur reynir að ala á óvildi milli sveitamanna og kaupstaðarbúa með því, að súna út úr klaufalegu orðalagi í dómtilkynn ingu frá sakadómara, um að telpa nokkur hafi verið „dæmd í sveit“. í þessum hugleiðingum sínum segir „Búándkarl“ m. a. „En orða- lagið á dómstilkynningunni „dæmd í sveit“ speglar svo dæmalaust vel það hyldýpi fyrirlitningarinnar (feit- letrað hjer), sem er að myndast á meðal sumra kaupstaðarbúa á sveit- unum og öllu, sem til þeirra heyrir". ★ ‘Öi’jéttmiEt ummæli. Ummælin eru algerlega órjettmæt ©g hafa ekki við nein rök að styðj- ast. Jeg, sejn þessar línur skrifa, er uppalinn í Reykjavík, en síðastliðin fimm ár hefir atvinnu minni verið þannig háttað, að jeg hefi mikið ferðast um sveitir landsins og dval- ið í mörgum kaupstöðum. Aldrei hef jeg orðið var við það „hyldýpi fyr- irlitningarinnar" frá kaupstaðarbú- ans hálfu í garð sveitamannsins, er greinarhöfundur í Tímanum .talar um, nje hins, að sveitamenn fyrirlíti þá sem við sjóinn búa, því sem bet- ur fer, er hugsunarháttur almenn- , ings hjer á landi heilbrigðari en svo, að slík óvildi milli þessara etjetta, sem eiga afkomu sína svo mikið undir gagnkvæmum skilningi og viðskiftum komið, geti þrifist. ★ Æfilöng vinátta. Margan bóndann hefi jeg heyrt dást að þeirri greiðvikni, sem þeir ættu að mæta meðal unglinga jafnt sem fullorðinna, er þeir t. d. spyrðu til vegar í Reykjavík, eða bæðu veg- faranda um einhyerjar upplýsingar vegna ókunnugleika síns. Ávalt hefi jeg og heyrt bændur tala með vel- vild og skilningi um kaupstaðafólk það,, sem leitar til sveitanna í sum- arleyfum sínum, og ekki er það óal- gengt að æfilöng vinátta skapist á milli sveitamannsins og kaupstaðar- búans, eftir stutta kyningu í sum- arleyfi. Þótt atvinnuhættir í sveitum og kaupstöðum sjeu ólíkir og okkur kaupstaðabúunum þyki dýrt smjör- ið og bóndanum dýrt vinnuaflið úr kaupstöðunum (einkum á þessum „ástands tímum“), þá ættu blöðin síst að ala á óvild milli þessara stjetta með óverðskulduðum ásökun- um, eins og sá, er nefnir sig „Bú- andkarl“, gerir í Tímanum. ★ Það er alveg víst, að flestir víðsýn- ir menn í kaupstöðum og sveitum eru á sama máli og Víðförull um þetta efni. ★ Kommúnistar og húsnæðismálin. Verkamaður skrifar blaðinu um kommúnista og afskifti þeirra í hús næðismáluhum: Kommúnistar hafa gert mikið að því að ala á óánægju hinna húsviltu án þess að gera nokkra tilraun til úrbóta. Jeg hefi ekki heyrt að þeir hafi neinstaðar þrengt að sjer til að hjálpa húsviltum um dvalarstað. Ekki hafa þeir heldur bygt íbúðar- hús handa húsnæðislausum. En þeir hafa verið í húsabraski sjer til fjár- gróða og jafnframt breytt íbúðar- húsnæðí í skrifstofur, að sögn. ★ Yfirgangur Kron. Kaupfjelagið Kron, sem kommún- istar eru sagðir ráða miklu í, hefir líka verið frekt að sölsa undir sig húsnæði í nýjum húsum, þar sem hið dýrmæta byggingarefni heíir verið notað sem betur væri varið til íbúðarhúsabygginga. í stórhýs- inu á horni Vesturgötu og Garða- strætis hefir Kron trygt sjer stórt vei slunar og iðnaðarþláss. — Húsið Grettisgata 3 átti víst uphaflaga að vera íbúðarhús, en það hefi. Kron iengið að mestu íyrir vinnustofur og sölubúð. Á Skólavörðustíg 12 er verið að reisa viðbótar störhýsi Þ>ið er sagt að Kron eigi að fá mikinn hluta fyrir skrifstofur og sölubúð, til viðbótar því, sem það áður hefir. Það situr því illa á kommúnistum að gera sig breiða yfir öðrum í hús- næðismálunum. Húsvilta menn varðar ekkert um löngun ráðamanna Kron til að sölsa undir sig húsnæði. Og það er vitað mál, að kommún- istar vilja ekkert gera til að bæta úr húsnæðisvandræðunum. — Þeir óska þess einmitt, að þau yrðu sem mest, til að geta alið á óánægju meðal manna. Áttræðisafmæli A ttræð er í dag frú Vilborg **■ Einarsdóttir, Baldursgötu 31 hjer í bæ. Frú Vilborg er dóttir Einars oddvita Einarssonar á Strönd í Meðallandi og Rannveig- ar konu hans Magnúsdóttur í Skaftárdal. Hún var gift, Sveini Olafssyni; bjuggu þau í Ásum í Skaftártungu, á Höfðabrekku og Hvammi í Mýrdal, en fluttu til Reykjavíkur 1920. Sveinn andaðist 1934. Synir þeirra á lífi eru Gústaf hæstarjettarmálafærslumað ur og dr. Einar Ólafur. Frú Vil- borg hefir átt við langa vanheilsu að stríða, en er þó nú við sæmi- lega heilsu. Mörgum, bæði Reyk- víkingum og Skaftfellingum, er hún að góðu kunn. Reykjavíkurmót- Ingólfur Gunnlaugsson Íð hefst 6. águst — I n m em oriam — Knattspyrnumenn vorir eiga frí.frá kappleikjum um þess ar mundir. Þeir þurfa þess, engu síður en aðrir. Þó munu þeir enn æfa af krafti undir næsta mót, sem hefst 6. ágúst, Reykjavíkur- mótið. Sumir taka og þátt í hand- knattleiksínótinu, sem nú stend- ur yfir, og er gaman að sjá, hvað þeir, sem venjulega nota fæturna, geta með höndunum. Reykjavíkurmótið ætti að geta orðið skemtilegt, eigi síður en ís- landsmótið var. Valsmenn hafa auðvitað fullan hug á að verða bæði íslandsmeistarar og Reykja- víkurmeistarar, og eðlilega lang- ar öll hin fjelögin í titilinn. Valur er Reykjavíkurmeistari sem stend ur, Víkingur hlaut heiðurinn í hitteðfyrra. Það sje langt frá mjer, að fara að spá nokkru um Reykjavíkur- mótið fyrirfram, að mínu áliti get ur hvert fjelagið sem er unnið það. En jeg hefi mikla tilhneig- ingu til að halda það, að Valsmenn reynist nú sem fyr keppinautum sínum erfiðir. Víkingur mun reyna að gera miklu betur en á Islandsmótinu, Fram á mikils að hefna, og K. R. vill sjálfsagt ekki láta þetta sumar líða hjá án þess að fá bikar í meistaraflokki. Svo menn mega af þessu sjá, að ekki verður eftir gefið nje undan látið á þessu móti. Mjög væri æskilegt, að úrslita- leik Reykjavíkurmótsins yrði út- varpað. Það hefir verið venja að útvarpa úrslitaleik íslandsmótsins, en fórst fyrir síðast vegna stjórn- málaumræðna. En meðan knattleikavinirnir bíða Reykjavíkurmótsins, geta þeir skemt sjer á vellinum við haudknattleiksmótið og frjálsar íþróttir. Þ,að kemur varla fyrir, að jeg heyri nokkurn mann minnast á 'vorn tilvonandi grasvöll. Þykir mjer það að vonum harla leitt, en sjálfsagt ber margt til þess. Ekki þó fjárskortur alment, en hins- vegar skortir átakanlega vinnuafl. Og þótt knattspymumenn vorir væru fullir af áhuga og stórhug, og vildu vinna að þessu sjálfir. þá hafa þeir ekki tíma. En málið má þó ekki falla í gleymsku. Jeg hefi oft sagt það, og segi það eun, að meðan við keppum á mal- arvelli, getum við ekki vænst þess árangurs í íþróttinni, sem gras- völlur gefur. J. Bn. Indverskir Múham- eðstrúarmenn á ráð- stefnu innah, leiðtogi Múhameðstrú armanna í Indlandi, hefir kallað framkvæmdanefnd flokks síns á fund. Verða rædd- ar kröfur Kongressflokksins, er birtar voru fyrir skemstu, en þær voru á þá leið, að Bretar hyrfu á brott úr Indlandi með herafla sinn. Skoraði Jinnah á flokksmenn sína, að bíða rólegir átekta uns íramkvæmdanefndin hefði tek- ið ákvarðanir sínar. „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir“. Mjer komu þessi orð í hug er jeg frjetti lát Ingólfs Gunn- laugssonar frá Setbergi. Mjer komu þau ekki í hug vegna þessa, hve oft þau heyrð- ust, eða eru munntöm, heldur vegna hins, hve mjer fundust þau eiga vel við einmitt hjer. Enginn getur verið guðunum —- hinum góðu öflum lífsins — kærari en æskan — von fram- tíðarinnar. Mjer er hann hugstæður morguninn, sem hann kvaddi æskustöðvar sínar, Fljótsdals- hjerað. Það ér fagurt. að kveðja æsku- stöðvar sínar á slíkum morgni, sem í hreinleik sínum og heiði er hafinn upp yfir hverfulleik jarðlífsins. Slíkur morgun gefur íyrir- heit, og hann getur vel, þar sem hann umlýkur landið í mjúkum faðmi sínum, sam- rýmst þeim hugmyndum, er menn gera sjer fegurstar um framhald lífsins. Þannig getum við hugsað okkur framhald lífsins — ekki hins forgengilega jarðlífs, held ur þess lífs, er við vonum að sálin, hinn ódauðlegi arfur kyn- slóðanna, eigi fyrir höndum. Ingólfur var óskmögur lífs- ins. Hann hafði þá frjóu eigin- leika til að bera, sem eru skil- yrði þess, að allt sje vel gjört. Það er sárt að sjá á bak slíku ungmenni, sem glæsilcgustu vonir ættmenna og sveitarfje- lags eru tengdar við. Líf hans var eins og fagurt ljóð, sem við hcíum aðeins heyrt upphafið að. Þessu Ijóði á íslensk æska að Ijúka — ljúka því með þeim snildarbrag, sem höfundur lífs- ins hefir, með lífi þessa æsku- manns, sýnt, að hann ætlist til að því verði best lokið. Við eigum oft bágt með að sætta okkur við það, þegar glæsilegum æskumönnum er kippt á brott. Við gætum þess ekki, að þótt missir okkar sje stór, þá hefir forsjónin þó borið klæði á sárustu eggina. Innst inni í helgidómi hjart- ans eigum við fagra minningu. Hún kemur til okkar á hljóð- um stundum og hvetur okkur til dáða þá dagur rís. Minningin um slíkan mann, sem Ingólfur Gunnlaugsson var, er fagurt fordæmi. Eins og blikandi stjarna bend ir hún fram á veginn, er halda skal. Hún hvetur æskuna til starfs og gifturíkra verka fyrir land og þjóð. — Slíkur er töframátt- ur góðra minninga um glæsi- lega syni fósturjarðarinnar. En jafn vel og jeg minnist þess dags, er Ingólfur kvaddi æskustöðvar sínar, minnist jeg dagsins, sem hann var borinn til hinstu hvílu. Á þeim degi kom Vetur kon- ungur fram í aílri tign sinni og veldi. — Það var, eins og hon- um fíndist ekki annað sæma. Það var þróttur í stormi og hríðum þess dags, en það gat líka verið djúp sorg. Það var á þessum degi, sem æska Fellanna hyllti fallinn foi’- ingja og sýndi honum virðingu sína á óbrotinn en fagran hátt. Það var fagurt, að sjá þá standa eins og styrka stofna, veðurbitna og klökuga með drúpandi fána við gröf glæsi- legs merkisbera, og mjer þætti ekki ósennilegt, að hugir þeirra hafi þá bundist heiti um, að grípa merki hins fallna for- ingja og bera það fram til sig- urs. Við erum þess ekki álltaf megnug að reisa háa mirinis- varða á leiðum látinna vina, en við eigum þess alltaf kost að starfa í anda þeirra og sýna með því þeim og málstað þeixra holl- ustu. Og þegar andi okkar l'eitar sjer hvíldar á landi minning- anna, þá beygjum við huga okkar í þökk fyrir gjöfina góðu, sem okkur virtist þó allt of snemma frá okkur tekin. Við blessum minninguna, sem blikar fyrir okkur í fjölþættri lífs'baráttu, og við minnumst þess, að þrátt fyrir allt erum við rík eftir slíka viðkynningu, því hún er f jársjóður, sem aldrei vei’ður frá okkur tekinn — okk- ar skærasta leiðaidjós — helg- ur dómur. Hinrik Thorlacius, Rússland FRAMH. AF ANNARI SÍÐTJ. áhlaupum Rússa og hættunni, sem af þeim stafaði. Snemma í þessari viku hóf von Bock gagnáhlaup úr ýms- um áttum. Það er athyglisvert, að Þjóð- verjar spöruðu skriðdreka sína í áhlaupum þessum, en tefldu fram fótgöriguliði, sem vaiáð var flugvjelum, en áður höfðu Þjóðverjar haldið uppi miklum loftárásum á stöðvar Rússa. — Þjóðverjar hafa sennilega verið orðnir þreyttir á hinum traustu vörnum Rússa gegn skriðdreka- áhlaupum. En það kom Þjóð- verjum ekki að gagni að breyta um bardagaaðferðir. Áttunda þýska herfylkið, er flutt hafði verið til austurvíg- stöðvanna frá landamærum Spánar og Frakklands í byrj- un þessa árs, tók nú í fyrsta sinp þátt í orustunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.