Morgunblaðið - 25.07.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐíÐ Laugardaffur 25. júlí 1942. Þjóðverjar segja Rostov fallna Loftárásir á Þýskaland úr austri og vostri Loftárásir voru gerðar á Þýskaland í fyrrinótt, úr vestri og austri. Margar br^skar sprengju- flugvjelar fófu til árása á stöðv ar Þjóðverja í Ruhrhjeraði og Rínarbygðum. Aðalárásinni var beint gegn Duisburg, sem er mikilvæg samgöngumiðstöð. — Var þetta önnur árásin, er gerð er á þá borg á þrem dögum. Þrjár þýskar nætur-orustu- flugvjelar voru skotnar niður, en 7 flugvjelar Breta komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Þjóðverjar skýra frá því, að rússneskar spreng j uf lugv j elar hafi gert árásir á staði á strönd Austur-Prússlands. Breskar flugvjelar fóru einn- ig til skyndiárása á flugvelli í Hollandi og Belgíu og fleiri staði í hcrteknu löndunum. Loftárásir á Ituhr. í Reutersfregn segir nánar frá loftárás Breta í fyrrinótt á Rínar- bygðir og Ruhr-hjeraðið. Segir þar, að flugvjelarnar, sem Bretar sendu til Þýskalands, hafi verið mörgum sinnum fleiri en þær, sem Þjóðverjar sendu til Bretlands. Veður var óhagstætt, en áhafnir margra flugvjelanna skýra frá því, að árásirnar hafi gengið að óskum. Meðal annars var varpað niður tveggja smálesta sprengjum og mátti gerla sjá leiftrin af sprengingunum. Margar stærstu flugvjelar Breta tóku þátt í árásunum, svo sem •Halifax, Lancaster og Wellington- flugvjelar. Yfirmaður einnar Hali fax-vjelarinnar segir svo frá, að tvær þýskar flugvjelar af Junk- ers 88-gerð, hafi ráðist tvívegis á Halifax-vjelina. Önnur var hrakin á brott með vjelbyssuskothríð, en hín var skotin niður, og sást, að hún stóð í báli, er hún hrapaði til jarðar. Tvær aðrar þýskar flugvjelar af sömu gerð voru einnig skotnar nið ur. Loftárás Þjóð- verjaáBretland ¥ fyrrinótt komu um fjörutíu þýskar sprengjuflugvjelar til árása á staði í Austur-Eng- landi og Miðlöndum. Tjón varð mokkurt, bþeðá á mönnum og eignum. 7 flugvjelanna voru skotnar niður.Þaraf skaut flugsveit Max Aitkens, sonar Beaverbrooks lá- varðar niður fimm.Aitken skaut sjálfur niður tvær flugvjelanna. Á kortinu sjást nokkrir þeir staðir, sem mest hefir verið barist um á suðurhluta austurvígstöðvanna að undanförnu. Auchinleck trygg- ir aðstöðu sína IEgyptalandi vinna hersveitir Auchinlecks að því að tryggja aðstöðu sína og búa sig undir frek- ari átök. Segir í fregnum frá Kairo, að menn geti ekki búist við mikilli sókn Breta nú, heldur hafi unnist nokkuð á, og því verði að halda og tryggja sig sem best gegn árásum, sem Rommel kunni að gera. FLUGHERINN ATHAFNASAMUR Ljettar sprengjuflugvjelar Breta Hafa verið athafnasamar og gert margar árásir á stöðvar óvinanna, birgðalestir og vopnabúr. Nokkrar steypiflugvjelar möndulherjanna gerðu tilraunir til árása á stöðvar Breta. Voru fjórar þeirra skotnar niður og ein orustuflug- vjel af Messerscbmitt-gerð, sem var þeim til varnai*. Á miðhluta vígstöðvanna var sprengjum varpað á bifreiðalestir fjandmannanna og varð mikið tjón af. Árásir voru einnig gerðar á fallbyssustæði. ÁRÁS Á r~- MERSA MATRUH. Bresk herskip hafa enn skotið úr fallbyssum á Mersa Matruh. Skygni var slæmt, og varð því ekki sjeð, hver árangur varð. Vit- að er, að mikið tjón varð í fyrri árásum breskra herskipa á þessa höfn, bæði á hafnarmannvirkjum og byggingum. Skip, hlaðið skot færum, var sprengt í loft upp fyr- ir utan Mersa Matruh, svo og skip, sem hafði fullfermi af beu- síni. Hafa bresk herskip nú gert 6 árásir á höfnina á fám dögum og skotið alls 2000 sprengikúlum á borgina. í bardögunum á fimtudag bar mest á stórskotaliðinu. Binnig voru minniháttar skriðdrekaorust- ur háðar. En áttundi herinn hjelt öllu því landsvæði, sem hann hafði tekið, segir Williams frjetta- ritari, sem er með áttunda hernum Enn hefir ekki komið til átaka milli þýskra og breskra vjela- hersveita. Hlje það, sem, var á fimtudag, var sennilega notað til undirbúnings af beggja hálfu. Aðstaða áttunda hersins við El Alamein er engan veginn óvænley og hann hefir enn frumkvæðið. Á norðurvígstöðvunum halda Ástralíumenn ennþá velli. Þeir erli komnir fram fyrir hina upphaf- legu víglínu sína. Suður-Afríkumenn halda einnig landsvæði því, sem þeir tóku af PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐTJ, lorðmen eru ósamfinnoþfðir jóðverjar kvarta yfir því, að Norðmenn sjeu mjög ósam- vinnuþýðir og þrjóskufullir. Dóms málaráðherra Quislings hefir látið svo um mælt, að eðlilegt væri, að Þjóðverjar hertu á tökunum vegna þessa, og í svipaðan streng taka norsku blöðin, sem eru á valdi quislinga. Til dæmis skrifar blaðið Stavan ger Aftenblad, að þess sje ekki að vænta, að Þjóðverjar horfi á inótspyrnu Norðmanna með hend- ur í vösum. Segir blaðið, að það sje undarlegt, að Norðmenn sýni slíka ándúð þeirri þjóð, sem vilji færa henni frelsi og betri kjör. Loftárás á Mðlti Sprengjum var varpað á Möltu í gærmorgun. Var árásinni beint gegn flugvelli á eynni. Skotið var á óvinaflugvjel- arnar úr loftvarnabyssum og or- ustuflugvjelar Breta rjeðust gegn þeim. Nokkrir óbreyttir borgarar biðu bana og nokkrir særðust. Nokkurt eignatjón varð. Þrjár þýskar sprengjuflugvjelar voru skotnar niður og eiu orustuflugvjel. von Bock gerir gagn- áhlaup við Voronezh Þjóðverjar hafa tilkynt, að Rostov sje á valdi þeirra og hafi þýskar og slóvakiskar hersveit- ir brotist inn í borgina eftir harða bardaga. Rússar hafa ekki staðfest þetta. Við Voronezh hefir von Bock byrjað gagnárásir, sem Rússar segjast hafa hrundið. Hersveitum Timosjenkos hefir tekist að afstýra því, að Þjóðverjar kæmu fjöl- mennum liðsveitum yfir fljótið. Rússar hafa hinsvegar játað, að ástandið sje mjög ískyggi- legt við Rostov og að harðar orustur geisi við Novo Cherkask. — Útvarpið í Mosku hefir þirt ávarp til Rauða hersins, þar sem skorað er á hvern og einn að gera sitt ítrasta til þess að hrekja fjandmennina á brott. Segir í ávarpinu, að nú verði fyrir hverst mun að stöðva sókn Þjóðverja. Júgóslafar fá Iáns- og leigu- kjör Tilkynt hefir verið í Wash- ington, að láns- og leigu- samningur hafi verið undirrit- aður milli Júgóslafíu og Banda- ríkjanna. Samkvæmt honum munu Bandaríkin aðstoða Júgó slafa og hafa samvinnu við þá meðan á styrjöldinni stendur, og eins að henni lokinni. Bandaríkjamenn auka herafla sinn i trlandi Tilkynt hefir verið, að geysi- mikil skipalest sje nýlega komin til Norður-írlands með Bandaríkjahermenn og hergögn. Eru þetta bæði fótgönguíiðar og flugmenn, búnir öllum nýtísku vopnum, þar á meðal skriðdrek- um. Hertogftnm m,f Gloucesfteir i Eriftren Hertoginn af Gloucester, bróð- ir Bretakonungs, sem verið hefir á ferðalagi í Indlandi, hefir heimsótt Eritreu, ítölsku nýlend- una við Rauðahaf. Hertoginn skoðaði sjúkrahús og verksmiðjur, og átti tal við ítali, búsetta þar í landi. Spreogjum varp- að á sænskt land Stokkhólmi í gær. TP vær flugvjelar flugu yfir Öland, sem er í Eystrasalti, skamt undan landi, og vörpuðu sprengjum. Komu þær niður í skógi, skamt frá Borgholm. Mynd uðust þar miklir gígir, og hús skulfu í Borgholm. Plugvjelarnar hurfu síðan á hrott, og er ókunn- ugt um, hvaðan þær komu. GAGNÁHLAUP VONBOCKS Denis Weaver, frjettaritari Reuters í Stokkhólmi, símar, að von Boek tefli fram miklu liði á 160 km. breiðri víglínu, frá Tsi- mlyansk í norðri til Rostov í suðri. Við Tsimlyansk reyna Þjóðverja að brúa Donfljót og sækja svo áfram til KákasúS. Engin staðfesting hefir feng- ist á þeirri fullyrðingu Þjóð- verja, að Rostov sje á valdi þeirra, en það er augljóst mál, að lokaorustan um borgina er að hefjast. Talið er, að megin- her Þjóðverja hafi enn ekki brotist í gegnum varnir borgar- innar, heldur smærri áhlaupa- flokkar. Þykja hinir hörðu bar- dagar við Novo Cherkask og Tsimlyansk benda til, að svo sje. I Moskvufregnum segir, að áhlaupum Þjóðverja norður af Rostov hafi verið hrundið. Að frátalinni sókn Þjóðverja við Rostov og þar fyrir norðan, má segja, að litlar breytingar hafi orðið á öðrum hlutum suð- urvígstöðvanna í Rússlandi, seg ir frjettaritari Reuters í Stokk- hólmi að lokum. Harold King, frjettaritari Reuters í Moskvu símar í gær um bardagana á austurvígstöðv unum: Þýski hershöfðinginn vo» Bock hóf mikla sókn til að reyna að koma í veg fyrir árangur af gagnárásum rauða hersins, e» sókn hans hefir ekki boðir ár- angur. Hann var að gera tilraun til að bjarga vinstri fylkingar- armi hers síns, sem var í hættu við Voronezh, fyrir vestan Don fljót. NÝ SÓKN RÚSSA VIÐ VORNESH Það lítur út fyrir, að Rússar sjeu í þann veginn að hefja sókn araðgerðir við Voronezh. Þjóð- verjar hafa átt í vök að verjast á þessum slóðum síðan 10. júlí, en frá þeim degi hafa skrið- di'ekasveitir og fótgöngulið Rússa haft sig mjög í frammi. Þjóðverjar sendu öflugar skrið- drekasveitir, fótgöngu- og stór- skotalið og flugvjelar til þess að reyna að stemma stigu við gagn FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.