Morgunblaðið - 25.07.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1942, Blaðsíða 7
Laugardagnr 25. ;úlí 1942. MOEGUNBLAÐIÐ I Frásðgn Holts práfessors FRAMH, AF ÞRIÐJU SÍÐU. öngvit og þá er sparkað í þá aílvána og varnarlausa. — Hafa fangar ekki látið líf- ið eftir slíka meðferð? Prófessorinn þegir við eitt augnablik. Auðsjeð að hann vill ekki að neitt orð komi út yfir bans varir, sem hann hefir ekki fullar sannanir fyrir. — Það hafa margir dáið í fangelsunum, segir hann. — Qg maður kann að geta látið sjer detta í hug, að meðferðin hafi ílýtt fyrir dauða þeirra. Það er einkennilegt að hugsa til þess, heldur prófessorinn á- fram, að undanfarna áratugi hefir verið mikið samband milli norskra og þýskra vísinda- manna. — Þýskir vísindamenn gerðu sjer far um að bjóða norskum vísindamönnum heim og þáðu með ánægju boð okkar. Þegar þröngt var í búi hjá Þjóð verjum eftir fyrri styrjöld, kept- ust norskir mentamenn að taka börn þýskra mentamanna á heimili sín. Og svo eru þessi fósturbörn okkar send til Nor- egs sem leiðsögumenn þýska innrásarhersins með vopn í hönd. Jeg hitti marga þýska hermenn, sem teknir voru til fanga við Gjövík og lágu særð- ir á norsku sjúkrahúsi, er töl- uðu eins góða norsku og væru þeir Norðmenn í húð og hár. En aldrei hefir um það heyrst síðan Þjóðverjar gerðu innrás í Noreg, að nokkur þýskur menta maður hafi hreyft nokkrum and mælum gegn framferði Þjóð- verja í Noregi. — Hvernig var útlitið í Nor- egi er þjer fóruð þaðan fyrir ári síðan? — Það leyndi sjer ekki, að á- standið fór að öllu leyti hríð- versnandi. Eins og kupnugt er, reyndu Þjóðverjar fyrst í stað að koma sjer sæmilega við norsku þjóðina. En þeir vildu strax skifta sjer af öllu, croða sjer inn á heimili okkar, eyði- leggja alt, sem snerti norska menningu, umturna öllu, breyta hugsunarhætti þjóðarinnar. — Þegar þeir fundu andstöðuna gegn þessari „nýskipan“ menn- ingar sinnar, espuðust þeir meira og meira. Matvælaskorturinn var ekki orðinn mjög tilfinnanlegur fyr- ir ári síðan. En eftir síðustu fregnum að heiman má búast við hungri næsta vetur. Og hætt er við að börn og unglingar líði þann skort þessi árin, að af því hljótist æfilöng vanheilsa eða að minsta kosti minni lífsþróttur en annars hefði verið. Síðan barst talið að heilbrigð is og spítalamálum Norðmanna, þeirra sem eru landflótta.Skýrði prófessorinn svo frá: Spítala- og læknamál okkar Norðmanna, sem dveljum utan Noregs, eru sameiginleg fyrir herlið og aðra. Við höfum aðal spítala okkar í Edinborg og í ná grenni þeirrar borgar. í aðal- spítalanum í borginni eru 100 rúm, en viðbót verður brátt gerð við þann spítala, svo þar verði 200 sjúkrarúm. Þar er skurðlæknadeild, lyf- læknadeild og röntgendeild. í sambandi við þann spítala, er sjerstakur spítali fyrir sjóliðið með 40 rúmum, hressingarhæli með 70 rúmum og berklahæli með 80 rúmum. Auk þess er norskt sjúkra- og hjúkrunar- heimili í London, annað hress- ingarhæli í Skotlandi og her- mannaspítala við aðal herstöðv- ar okkar í Skotlandi. Hvergi er gerður greinar- munur á hermönnum og öðrum, enda koma fleiri menn til okkar særðir, sem eru utan hers, en hermenn, þegar sjómenn okkar eru ekki taldir í hernum. En í raun rjettri eru þeir á þessum tímum ekki síður hermenn en hinir, sem klæddir eru einkenn- isbúningum. Aðal viðfangsefni okkar eru, að lækna særða, og hafa hemil á útbreiðslu berklaveikinnar. — Unnið er ötullega að því, að gera alla, sem hafa smitandi 'berkla, smitfría. En það reyn- ist vera hægt með handlæknis- aðgerðum, að gera 80% af berklaveikum smitfría. Haft er mjög strangt eftirlit með út- breiðslu berkla innan herliðsins með því að skoða alla hermenn á ákveðnum fresti. Allir eru bólusettir fyrir þeim næmu sjúk dómum, sem hægt er að verjast a þann hátt. Þetta snýr að heilbrigðismál- unum á meðan við erum laud- flótta, segir prófessorinn. Eu auðvitað verðum við líka að gera undirbúning sem mestan og bestan undir ,,heimkomuna“ hvenær sem hún verður, safna saman lyfjum, hjúkrunargögn- um og öllu, sem til þarf til þess að hjálpa sjúkum og særðum er þar að kemur. ★ Holst prófessor kvartaði yfir því, hve margir læknar hjer í Reykjavík væru í sumarfríi, og fjarverandi úr bænum þessa ■daga. Hann hefir kynst ýmsum íslenskum læknum, er komið hafa á læknafundi í Oslo und- anfapin ár, og hefði hugsað sjer að hitta þá að máli. Hann er ákaflega viðkunnan- legur maður í tali, hefir þessa stiltu, mjúku framkomu, sem einkennir mikilhæfa lækna, er hafa haft umsvifamiklum vandasömum störfum að gegna. — Það er einkennilegt að koma hingað til lands, sagði hann, að því leyti að manni finnst nærri því, sem maður vera kominn heim. Fólkið, sem maður sjer og mætir er yfirleitt svo líkt norsku þjóðinni á svip og í framgöngu. — Og þeg- ar jeg heyri íslensku talaða án þess að heyra orðaskil, finnst mjer hreimur málsins líkur og norskan. En því miður var jeg svo hirðulaus á mínum ungu ár- um að jeg lærði lítið í okkar forna máli. Þó get jeg altaf skilið svo mikið í blöðunum, að jeg kemst að efni frjettgrein- anna. BlygQaoarleysl Jénasar FRAMH. AF FIMTU SÍÐU unnt er að flvtja stónnál til sig- urs, án þess að nota lygar og róg að vopnum. Jónas ætti að íhuga vandlega, hvað felst í orðunum sannleikur og rjettlæti. Honum ætti að veíða ljóst, hvert stefnir um framtíð íslensku þjóðarinnar, ef forystumönnum í stjórnmálum á að leyfast að bera slík vopn og hann hefir leyft sjer á sínum langa stjórnmálaferli. Honum ætti að verða Ijóst, að íslenska þjóðin er í hættu stödd, ef þéssu heldur áfram. Einhverntíma kemur að leiðarlokum og þá gæti það orð- ið honum nokkur ljettir að hafa á síðustu árum æfi sinnar lagt nið- ur vopn ódrengskapar og samið sig að háttum siðaðra manna. Særði mafiurinn á Landsspitalanum FRAMH. AF ÞRIÐJU Sfi)U. sem er særður og þarfnast hjúkr unar. Það er viðurkend mannúð arregla, jafnvel þar sem óvinir berast á banaspjót, að veita sjúkum og særðum alla þá að- hlynningu, sem unt er að veita. Á það má og minnast í þessu sam bandi, að oft og mörgum sinn- um hafa særðir íslendingar, er orðið hafa fyrir slysum, verið fluttir á hermannaspítala hjer á landi, þar sem tekið hefir verið við þeim og þeim veitt öll sú hjúkrun og umönnun, sem í tje hefir verið hægt að láta. Morgunblaðið keyndi í gær að ná tali af Guðmundi Thor- oddsen yfirlækni spítala'ns til að spyrja hann hver gæti verið afsökun fyrir slíku framferði, sem hjer hefir átt sjer stað, en hann er ekki staddur í bænum þessa dagana. En sennilega geta yfirvöld spítalans gefið einhverja skýringu á því hvern- ig slíkt getur komið fyrir sem hjer er frá sagt. Egyptaland FRAMH. AF ANNARI Sfi)U. Þjóðverjum á þriðjudagskvöldið. Á miðvígstöðvunum standa Ind verjar og Ný-Sjálendingar föstum fótum, þrátt fyrir ákafar gagn- árásir Þ.jóðverja. Þeir hafa hrakið Þjóðverja af hinum mikilvæga Ruweisat-ás. Á þessum slóðúm standast og vjelahersveitir bandamanna vjela- hersveitum Þ.jóðverja fullkomlega snúning. Á Suðurvígstöðvunum hafa breskar fótgönguliðssveitir sótt all la.ngt fram. Ferðafjelag íslands ráðgerir að fara gönguför á Botnssúlur næst- komandi sunnudag. Lagt verður á stað ld. 10 árdegis og ekið til Þingvalla, og að ' Svartagili, en gengið þaðan á hæstar Súlur (1995 m.) Til haka verður gengið á Þingvöll og ekið heimleiðis. Far- miðar seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs. Túngötu, í dag kl. 3 til 12 f. h. og 6 til 8 e. li. Mýfaf slldav- veiksmið|ar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍBU. magni en það er nú, þá er það augljóst mál, að hjer hafa svo stórkostleg verðmæti farið for- görðum, að óverjandi er að láta það viðgangast áfram eftir að nægir peningar eru til bæði hjá ríki og einstaklingum til þess að ráða bót á því. En það verður ekki gert svo, að það komi að verulegu gagni nema með byggingu nýrra síldarverk- smiðja. Ekki aðeins með 10 til 15 þúsund mála afköstum á sólar- hring, eins og Finnur Jónsson hefir stungið upp á, heldur með auknum afköstum um 60 þúsund mál á sólarhring. Af þeirri stækkun ætti ríkið að framkvæma helminginn. En það verður ekki gert nema samþykki alþingis komi til. Stjórn síldar- verksmiðjanna ætti að greiða fyrir því, en ekki að spilla, eins og meirihluti hennar hefir nýlega gert gagnvart byggingarleyfi fyr- ir nýrri verksuiiðju, sem Óskar Halldórsson vill reisa á Siglufirði, að aðrir aðilar gætu komið upp hinum helmingi aukningarinnar. Öll aukningin þjrrfti að fram- kvæmast strax og vjelar og bygg- ingarefni fengist. Afköst síldar- verksmiðjanna í landinu myndi þá komast upp í ca. 100 þúsund mál á sólarhring, í stað ca. 40 þús- und mála, sem þau eru nú. Nýjar verksmiðjur með þessum afköstum myndu hafa kostað um 24 miljónir króna fyrir stríð. Gter- um ráð fyrir að þær vrðu alt að þrefalt dýrari nú, myndu þær samt ekki vera ólíkt betri eign að ófriðnum loknum, ef hægt væri að koma þeim upp, en pappírs- peningar þeir, sem nú fylla hirsl- ur bankanna ufanlands og innan og altaf eru að falla í verði. Næsta alþingi verður að sam þykkja að bygðar sjeu nýjar rík- isverksmiðjur með 30 þúsund mála afköstum á sólarhririg og ríkisstjórnin að leyfa öðrum aðil- um að byggja nýjar síldarverk- smiðjur með sömu afköstum. Þetta væri besti búhnykkurinn sem al- þingi og ríkisstjórn gætu gert þjóðinni og drjúgt spor í áttina til þess að hagnýta þann milljóna auð, sem síldarmergðin við strend- ur landsins léggur upp í hend- urnar á oss íslendingum. Sveinn Benediktsson. Setuliðsstjórnin tilkynnir: Skot- æfingar fara fram nálægt Auðs- holti í Hvalfirði 25., 26. og 27. júlí daglega klukkan 10.00—19.00. Dagbók Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6B. SÍHii 2614. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Messa í dómkirkjunni á mörg- un kl. 11, sjera Friðrik Hállgríms- son. HalLgrímsprestakall, Messa 11 í bíósal Austurbæjarskólans á rnorg un kl. 2 e. li. Sjera Jakob Jónsson. Laugarnessókn. Messað á morg- un í Laugarnessskóla kl. 2 e. hf Sjera Gai’ðar Svavarsson. Lágafellskirkja. Messað>á morg- un, sunnudag 26. júlí, kl. 12,30 e. h. Sjera Halfdán Helgason. Sjera Eiríkur Brynjólfsson á Út skálum messar í Keflavík kl. 2 á sunnudag. í Landakotskirkju: Lágmessákk 6y2 árd. Hámessa kl. 10 f. h. í kaþólsku kirkjunni í Iíafnar- firði: Hámessa kl. 9 f, h. 80 ára er í dag Jóhann Gísla- son, fiskimatsmaður, Kárastíg 5. Ekkjan Sigurbjörg Sigurðardótt ir, Hverfisgötu 89, verður 86 ára í dag. 45 ára hjúskaparafmæli eiga 26. júlí Guðrún Magnúsdóttir og Odd- freður Oddsson. Bröttugötu 3B. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af sjera Jóni Thorarensen, ungfrú Ágústæ Björnsdóttir, Sólvallagötu 21, og Loftur Ámundason, járnsmiður, Barónsstíg 27. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband Ásta Björns- dóttir Leví og Þorsteinn Finn- bjarnarson, gullsmiður. Heimili briiðhjónanna er á Bergþórugötu 32. Sveinsbrjefin. í blaðinu í gær voru taíin upp nöfn þeirra iðn- nema, sem fengu afhent sveins- brjef sin í fyrrakvöld. En riöfn þessara iðnnema fjellu niður. Hár- greiðslukonur: Ánna Vigfúsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir og Bertha Karlsdóttir. Skósmiður: Jóhann Ingibergsson. Húsgagnasmiðir: Auðunn Þorsteinsson, Hauknr Björnsson og Óskar L. Ágústsson. Útvaroið í dag. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Frjettir. 20.30 Hljómplötur: Vatns-svítan eftir Hándel. 20.45 Upplestur: „Signýjarhárið“, ræða eftir síra Magnús Helga- son (frú Rósa B. Blöndals). 22.10 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 21.20 Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur. 21.50 Frjettir. 22.00 Danslög til 24.00. Faðir minn. JÓN JÓNSSON, fyrv. hreppstjóri, andaðist að Munaðarhóli á Snæfellsnesi þ. 22. þ. m. Jarðförin er ákveðin laugardaginn 1. ágúst. Jarðað verður að Ingjaldshóli. Fyrir mína hönd, systkina minna og annara vandamanna. Kjartan Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.