Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 2

Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 2
MlORGUn BLAÐltí Sunnudagur 13. okt. 1942. 2 Stórkostlegar loít- árásir á Stalingrad / Bretar 80 mílur frá Antanarivo höfuð- borg Madagaskar Utlitið hefir heidur versnað fyrir Rússum I , || „ -| - Rússar hefja sékn við Leningrad SAMA HARKAN og áður helst enn í bardögun- um um Stalingrad, en breytingar hafa þar litl- ar orðið síðasta sólarhring. Þjóðverjar hafa nú tel^ið upp þá aðferð til þess að lama þrótt varnarliðsins og borgarbúa, að beina að borg- inni hinni ægilegustu loftsókn, og er svo frá skýrt í frjett- um, að þeir hafi enn fjölgað flugvjelum sínum á Stalin- grad-vígstöðvunum. Láta flugvjelahóparnir sprengjum og vjelbyssukúlum rigna bæði yfir varnarstöðvar Rússa og borgina sjálfa, og einnig flug- velli fyrir austan hana. BARDAGARNIR Á LANDI 1 allan gærdag hafa verið háðar hinar grimmilegustu or- ustur við borgina, og er nú sótt að henni úr öllum áttum, nema að austan, sem sem fljótið Volga rennur fram hjá henni. 1 gær var barist ákaft um hæðir nokkrar fyrir vestan borgina, og veitti ýmsum bet- ur. Þorp eitt, fyrir suðvestan borgina var til skiftis á valdi Þjóðverja og Rússa lengi dags. Árásirnar eru altaf jafnharðar og vörnin stöðugt jafn einbeitt. Þó herma fregnir frá því seint í gærkvöldi, að Rússar hafi orð ið að láta undan síga bæði fyr- ir vestan og suðvestan borg- ina, þar sem óþrevttar þýskar og ítalskar hersveitir hafi sótt á. — KÁKASUS- VÍGSTÖÐVARNAR Þjóðverjar tilkyntu í gærkv., að þeir hefðu náð á sitt vald síðasta virki Rússa á Novoross- iskvígstöðvunum, og sæktu þar fram austur með ströndinni. Við Terekána eru enn háðar hinar grimmilegustu orustur, og verður Þjóðverjum lítt ágengt í sókn sinni þar Frá því var skýrt í frjettum í gær, að í fyrrinótt hefði í fyrsta sinni á þessu hausti snjó- að í fjöll í Kákasus. FRÁSÖGN ÞÝSKU HERSTJÓRNARINNAR Berlín í gærkv. Þýska herstjórnin tilkynti í kvöld, að árás Rússa fyrir norð- an Novorossisk, sem gerð var í þeim tilgangi að ná aftur þýð- ingarmikill hæð, hafi mistek- ist. Stöðvar Rússa i norðvestur- Kákasus voru eyðilagðar með stórskotahríð. / Ákaflega var barist um fjalla skarð þarna í grend, þar sem Rússar höfðu komið sjer fyrir cg hjeldu uppi ákafri skothríð á lið Þjóðverja. — Rardagar stóðu þarna í þrjá daga, og enduðu á þann veg, að skarðið var tekið með áhlaupi, og urðu leyfar verjendanna að hörfa nokkrar mílur, Þá segir herstjórnin frá því, að Rússár hafi gert hörð gagn- áhlaup fyrir norðan Stalingrad og beittu skriðdrekum og ó- þreyttu fótgönguliði. Þó tókst Þjóðverjum á nokkr um stöðvum, er víggirtar voru eftir erfiðustu viðeignir, og vörðust. Rússar víðá meðan nokkur stóð uppi. Gagnáhlaupum Rússa milli Volgu og Don var hrundið, og voru þar eyðilagðir 44 skrið- drekar. — Reuter. SÓKN VIÐ LENINGRAD Stokkhólmi í gær. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Rússneski hershöfðinginin Merezkov, hefir hafið nýja sókn fyrir austan Leningrad, og hafa hersveitir hans nú komist á stað, sem er um fimm- tán mílur frá borginni. Harðir bardagar eru háðir við ána Neva, sem rennur gegn um borgina. Rússneskar her- sveitir halda uppi áhlaupum á varnarstöðvar Þjóðverja 7 míl- um fyrir sunnan hina mikil- vægu borg Schlusselburg. Fregnir frá Moskva segja, að eftir ógurlega stórskotahríð, gangi sóknin að óskum, og Þjóð verjar víki hægt og sígandi. — Reuter. SíOostu f rlettir: ENGIR GÖTUBARDAG- AR í STALINGRAD. MOSKVA í gærkvöldi. ngir götubardagar hafa verið háðir í Stalingrad. Fregnir frá Moskva, sem settu orðróm um þetta af stað, voru um götubar- daga á bygðu svæði fyrir vestan borgina. — REUTER. Bardagar i Nýju-Guinau Miklir bardagar eru nú háðir á Nýju-Guineu, þar sem Japanir leitast við að sækja fram til Port Moresby. Barist er í frum- skógum í ógurlegum hita, sem hef- ir mjög lamandi áhrif á hermenn- ina, og hermir í fregnum, að mann fall hafi verið mikið í liði beggja. Flugvjelar Bandamanna gera Frakkar segfast verj- ast vasklega BRESKU hersveitirnar á Madagaskar eiga nú eftir helming leiðarinnar til höfuðborgar eyj- arinnar, Antanarivo. Aðrar hersveitir, sem sækja frá Diego Suarez, hafa og sótt allmikið fram og tekið borg nokkra, Omboga að nafni. Viðnám Frakka virðist hvarvetna vera fremur lítið, og segir í tilkynningu Breta, að manntjón þeirra sje hverfandi. Þá hafa og Bretar náð á sitt vald þorpinu Lohena á norðausturströndinni og varð þar ekkert um varnir af Frakka hálfu. harðar árásir á birgðastöðvar Japana bak við herlínu þeirra, og skip við strendur eyjarinnar. Fljúgandi virki söktu í gær japönskum tundurspilli og löskuðu annan. Einnig var gerð loftárás á Buna, og kom þar til bardaga í lofti. ÓLAFSVIKA QUISLINGA GEKK ILLA. Olafsvökuhátíð sú, er flokk- ur Quislings stofnaði til að Stiklastöðum í sumar, varð eitthvert ljelegasta fyrirtæki, sem flokkurinn hefir enn lagt út í. Undirbúningur hafði venð hafinn mörgum mánuðum áð- ur, og flokksmenn fengu ó- keypis ferð og dvöl á staðnum. Hátíðin var auglýst mikið í blöðunum, og brauðgerðarhús- in á staðnum höfðu fengið auka skamt af mjöli í þessu tilefni. Árangurinn af öllu þessu umstangi var sá, að 1500 manns komu á hátíðina, og var þar á meðal sveit úr varðflokki Quis lings sjálfs. Þessi þátttaka þótti svo lítil- fjörleg, að Quislingar gátu há- tíðarinnar að engu í blöðum sínum, og yfirleitt hafði enginn gott af henni, nema þeir, sem aukaskamtinn fengu. ERITREA YIÐGERÐAR- STÖÐ. r _________ Eritrea, sem áður var ítölsk nýlenda, er nú mjög þýð- ingarmikil viðgerða- og birgða- miðstöð bandamanna. Eru það aðallega Bandaríkjamenn. sem hafa unnið að því, að koma þess háttar stöðvum upp þar i landi. Maxwell Bandaríkjahers- höfðingi tilkynti þetta í gær, en hann var þá nýlega kominn úr eftirlitsferð um Eritreu. Hann lýsti ánægju sinni yfir hraða þeim, sem verið hefði á öllum framkvæmdum þarna. Skemdar flugvjelar eru þeg- ar fluttar þangað til viðgerðar og ganga þær mjög að óskum. Áætlanirnar um að koma upp þessum stöðvum þarna, voru kunngerðar í Bandaríkj- unum fyrir ári síðan. Norskum kenn urum slept úr haldi Frá Noregi hafa borist frjett ir um það, að mikill hluti þeirra kennara, sem hafðir voru í haldi í Norður-Noregi, hafi nú verið látinn laus. Ekki hafa enn fengist ná-» kvæmar fregnir af þessu, en sagt er að kennarar þeir, sem látnir hafa verið lausir, sjeu milli 130 og 140 að tölu. Áður hefir nokkrum kennur- um verið sleppt frá Grini, og 10 hafa losnað vegna veikinda. Alls hafa þá um 200 kenn- arar fengið frelsi sitt aftur. LOFTÁRÁSIR Á TOBRUK. | fregn frá Cairo segir, að * sprengjuflugvjelar Banda- manna hafi gert harða loft- árás á Tobruk. Voru þar að verki bæði stór- ar og minni sprengjuflugvjelar og var ráðist á skip í höfninni og hafnarmannvirki. Sprengingar sáust, og eldar komu upp við höfnina. bæði að sunnan og austan. Þá rjeðust flugvjelarnar á flugvöll við E1 Gubi og kveiktu þar í olíubirgðum. Einnig var ráðist á veginn milli Tobruk og Sollum. FRÁ INDLANDI. að var tilkynt í Nýu Dehli, höfuðborg Indlands í gær, áð viðgerðir á jámbrautarlín- um og öðrum mannvirkjum, er skemd hafa verið í óeirðunum að undanförnu, væru hafnar og gengju mjög að óskum. Þá var og frá því skýrt, að strandvarnir landsins yrðu mjög efldar m. a. yrðu settir upp fjölmargir loftvarna- belgir, og önnuðust menn úr breska flughernum um upp- setningu þeirra, meðal annara sjerstaklega æfðar sveitir frá London. TILKYNNING FRAKKA í útvarpsfregn frá Antanarivo, höfuðborg Madagaskar segir svo: ,,Frakk'neskar hersveitir veittu í dag breskum hersveit- um viðnám við Betsiboka-ána. Bretar þurfa, segir ennfrem- ur, að yfirstíga miklar torfær- ur, sem á vegi þeirra eru. milli Maevetana fyrir vestan Betsi- boka, og höfuðborgarinnar. — Um miðjan dag í gær hjeldu hersvéitir vorar enn öllura stöðvum sínum við Masavetana. Ástandið er óbreytt við Mor- ondawa og annars staðar á eynni. — Reuter. V ARÚÐ ARRÁÐST AF- ANIR Á AUSTUR- STRÖND U. S. trangar fyrirskipanir til þess að styrkja varnir aust- urstrandar Bandaríkjanna voru nýlega gefnar út af Hugh A. Drumm hershöfðingja. Umferðabannsvæði voru fyr- irskipuð kringurn 950 hergagna verksmiðjur og land- og sjó- hernaðarstöðvar. Enginn má fara um þessi svæði án sjer- staks leyfis. Þá er öllum óbreyttum borg- urum bannað að nálgast sj^v- arströndina milli sólarlags og sólaruppkomu, alla leiðina milli Maine og Florida. Reglur þessar eru svo strangar, að þaér hafa einnig áhrif á þá, sera á þessu svæði kunna að búa. Knattspyrnan í dag I dag verða háðir fjórir kaatt- * spyrnuleikir hjer á Éþrótte,- vellinum. Er það fyrst og fremst leikur Vals og Fram í Walterskeppninni, sem verður bl. 5. Fyrir hádegi verða háðir tveir leikir í 3. flokks 'mótinu. Keppa Víkingur og K. R. II., kl. 9.30 f. h., og Valur og Hafnfirðingar að þeim loknum. Kl. 1.30 keppa svo Fram og K. R. I., og getur það orðið mjög skemtilegur leÍKur, að maður tali nú ekki um leikinn kl. 5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.