Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 5

Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 5
Sunnudagur 13. okt. 1942. 5 1 Ræða Bjarna Benediktssonar PtoigimWaMft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgíSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. RitstjOrn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 5,00 á mánubi innanlands, kr. 6,00 utanlands. í lausasölu: 30 aura eintakið. 40 aura með Lesbók. Heybrúkarhðttur Framsúknarmanna YRIR fáum clögum stóð fyr- . verand-i forsætisráðherra Hermann Jónasson á Alþingi og !Makkaði yfir því, að afgreiðsla lýðveldisstjórnarskrárinnar hefði tafist. Hann gladdist yfir því, og duldi ekki gleði sína. Hann talaði eins og rjett kjörinn umboðsmað- mr' allra þeirra manna, erlendra og annlendra, lífs og liðinna, sem 3iafa haldið því fram, að við vær- um þess ekki um komuir íslend- ingar að öðlast fult frelsi. Næsti þáttur er svo leikinn í Maði hans. Þar er því nú haldið ■fram, að þingmenn hafi sýnt víta- verðan heigulshátt með því að af- greiða ekki málið til fulls á þessu þingi. Menn taki eftir: Þegar þingi er slitið, þá kveður þannig ■við í skjá þeirra Tímamanna. Meðan þing sat á rökstólum var ekki með nokkru móti hægt að fá að vita, hvað Framsóknar- rnenn yildu að gert yrði í þessu máli. Nema hvað ráða mátti af einu brjefi þeirra að þeir kysu þá leið, sem meirihluti þingsins tók í málinu. Stefna Framsókn^rmanna var áem sje sú eiu, að liafa enga ■stefnu, enga tillögu, engan vilja, ■nema þann, að vera ósamþykkir því, sem Sjálfstæðismenn báru 'fram. Þetta stefnuleysi, þokusjónar- mið kom greinilega' í ljós-, er þeir, seint á þingxnu báru fram tillög- una, frægu „viðvíkjandi“ ríkis- ■stjórninni. Tillagan var ekki van- 'trauststillaga. Hún var nánast yf- Virlýsing um hlutleysi. Þegar hún var borín frarn, var Framsóknar- mönnum vel kunnugt um afstöðu Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- •skrármálinu. Ef Framsókn hefði 'haft snefil af vilja til þess að taka sjálfstæðismálið í sínar hendur, þá gat flokkurinn gert það, með því að beita sjer fyrir ■ myndun nýrrar stjórnab. Meðan sú leið var opin, voru þeir Tíma- menn hógværir og spakir. Og Her- rmann og hans fólk kampagleitt ■;yfir því að málið tefðist — yrði lagt á hilluixa, eins og Tíminn orð- ; ar þáð. En jafnskjött og þingi er slit- ið, rísa Tímamenn upp sem höf- uðkempur sjálfstæðismálsins, er • engar hindranir þykjast sjá, sömu rmenn, er áldrei voru annað en : Stéfnulausar og viljalausar hey- Tbrækur, meðan þeir sátu á þingi. i Glímuf jelagið Ármann heldur ’Mutaveltu í í. R.-húsinu í dag. iHafa Ármenningar vel til hluta- veltunnar vandað og c\' þar margt ágætra muna. Ármenningar, stúlk- ur og piltar, sem ætla að aðstoða við hlutaveltuna, eru beðnir að rmæta í f. R.-húsinu kl. 1.15 í dag. ? PRAjVTH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. Jeg hefi hjer að framan sýnt fram á svo skýrt, að eigi verður um deilt, þetta tvent: í fyrsta lagi, að þau atvik, sem 17. maí 1941 gerðu að verkum, að þá þótti eigi tímabært, að. ganga frá formlegum sambandslit- um og endanlegri stjórnarskipun ríkisins, voru úr sögunni á síðastl. vori, og í þeirra stað kornin sú að- staða, að ætla varð, að einmitt þá væri rjetti tíminn til að taka málið upp til endanlegrar afgreiðslu. í öðru lagi, að Framsóknarflokk urinn átti fyllilega sinn þátt í því, að málið var tekið upp. Forystu- menn lians áttu sæti í stjórnar- skrárnefndinni og lýstu því þar með ótvíræðum orðum, að þeir teldu rjett að afgreiða málið, eftir að sýnt var að kjördæmabreyting- in næði fram að ganga. Framsóknarmenn reyna nú að sanna, að það sje vegna þess, að við Sjálfstæðismenn teljum, að við höfum hlaupið á okkur í málinu, að við leggjum megin áherslu á hin breyttu atvik eftir 17. maí 1941, og á það, að Framsókn hefir alt til þessa viðurkent, hverja þýð- ingu þessi breyting hefði og þar af leiðandi átt sinn þátt í þeim að- gerðum, sem hún nú afneitar. Framsóknarmenn vilja nú halda því fram, að þjóðjn sje vegna þessara aðgerða lent í ófremd og smán og ástæðan til þessa sje sú, að gengið hafi verið á gefin grið við Framsókn og málið tekið upp á móti hennar vilja. Það er satt, að við Sjálfstæðis- menn mótmælum því, að þetta sje sánnleikanum samkvæmt. En við mótmælum því ekki vegna flokks- hagsmuna okkar. Þvert á móti. í innanlands erjun um við Framsóknarflokkinn er varla unt að hugsa sjer betri víg- stöðu en þá, ef hann kýs sjer þann reit, að- halda því fram, að með herverndarsamningunum og öllum afleiðingum þeirra hafi eng- in aðstöðubrevting orðið íslend- ingum til hags í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Sá, sem slíku heldur fram, getur eigi gert það vegna neins annars en þess, að hann vill ekki, að Island verði sem allra fyrst frjálst. Hann vill ekki halda þeim hætti feðra okkar og fyrirrennara að standa ætíð fast á ítrasta rjetti landsins og linna aldrei baráttunni fyrr en síðustu leyfum ófrelsisins er rutt úr vegi. Það kann að vera, að Framsókn- armenn telji, að ef þeir veldu sjer slíkan málstað, þá mundi hann vera vænlegur til fylgis hjá þjóð- inni. Við Sjálfstæðismenn höfurn alt aðra skoðun. Við Sjálfstæðis- menn öfundum Framsóknarmenn sannarlega ekki, ef þeir vilja hverfa frá eigin fortíð og fara nú að halda þvílíku fram. ★ En hjer er alls eigi um að ræða aðstöðu flokkanna í baráttu þeirra inn á við, heldur um hitt, hvernig fara eigi að, til þess að fá fult frelsi þjóðarinnar sem fyrst við- urkent af hinum erlendu þjóðum, er við eigum mest skifti við. Þetta eitt getur nú haft þýðingu og fyrir því verður alt annað að lúta í lægra haldi. Það er vegna þess, að mjer er þetta ljóst sem jeg segi, að> ef Framsóknarflokkurinn ætlar nú, vegna hagsmuna sinna af því að lítillækka Sjálfstæðisflokkinn, að fara að lítillækka sjálfstæðisvið- leitni þjóðarinnar og gera lítið úr fengnum rjettindum hennar og við urkenningu stórveldanna á þeim, þá er það stærsta og geigvænleg- asta syndin, sem þessi flokkur hef ir nokkru sinni drýgt gegn þjóð sinni. Stjórnmálamönnum erlendra þjóða þykir það vissulega harla kynlegt, að svo lítil þjóð í stóru og erfiðu landi, hjer norður á hjara veraldar sem við íslending- ar, skuli ætla sjer þá dul að vera sjálfstætt ríki. Við skulum gera okkur það alveg ljóst, að þessi vantrú hefir við mikið að styðjast og að við getum ekki á henni sigrast nema við leggjumst á það allir sem einn að kveða hana niður. Við skulum aldrei láta okkur falla úr minni, að þeir af erlend- um stjórnmálamönnum, sem af ein hverjum ástæðum hafa talið sig hafa hag af því, að standa á móti sjálfstæðisóskum íslendinga, hafa ætíð lagt á það höfuð áherslu, að það væru einungis fáir Islending- ar, sem í alvöru meintu þá fjar- stæðu, að ísland ætti að vera al- frjálst. Við skulum ekki 'gleyma stjórnmálamanninum erlenda, sem hingað kom og sagði síðan, áð hann hefði einungis hitt einn stjórnmálamann í fremstu röð, sem vildi, að ísland vrði alfrjálst lýð- veldi. Og í framhaldi af þessu var því lætt út, að þessi eini maður væri hálfgert gamalmenni, sem eigi væri mikið mark takandi á. Nei, íslendingar verða, að hafa það hug- fast, að skæðasta vopnið á móti frelsisþrá okkar hefir ætíð verið það, að það væri ekki nema lítill hópur, fáeinir menn, sem áhuga hefðu fyrir fullu frelsi þjóðar- innar. ★ Islehdingar sjálfir vita, að þótt svo virðist á stundum sem furðu hljótt sje um óskir þjóðarinnar í þessurn efnum, þá er það eigi af áhugaleysi heldur af hinu, að hún telur óþarft að eyða orðum að því, hvort til fulls eigi að afmá síðustu trefjar hins aldagamla ófrelsis- bands. í hópi íslendinga hafa úr- tölumennirnir í þessu efni því aldrei verið öfundsverðir. Er það nú sarnt, þrátt fyrir þetta, alvara Framsóknarmanna að skipa sjer í þenna lítt öfundsverða hóp úrtölumannanna f Er það al- vara þeirra, að rangt hafi verið að knýja á dyrna r um það, að íslendingar trygðu fult frelsi sitt á stjórnskipulegan hátt í skjóli þeirrar viðurkenningar sem fengin var? Er það alvara þeirra að gefa erlendum stjórnmálamönnum færi á að segja, að það sjeu einungis sumir íslendingar, sem vilji al- gert frelsi þjóðinni til handa? Ef Framsóknarmenn í alvöru og að athuguðu máli taka sjer þessa stöðu, þá er það eflaust vegna þess, að þeir telja sig þar með auka fylgisvonir sínar við kosn- iögarnar í haust. Jeg er þess full- viss, að í því bregst þeim bogalist- in. En setjum sem svo, að Fram- sókn takist að gera alla hina flokk ana tortryggilega með því að gera lítið úr rjettindum landsins, og ynni á því nokkur atkvæði. Er það þá tilvinnandi fyrir flokk, sem í 15 ár samfleytt hefir átt forsætisráðherra landsins, er enn stærsti flokkur þingsins og annar stærsti flokkur þjóðarinnar, að vimia einhvern óverulegan kosn- ingasigur með því, að ganga í lið við vantrúna á frelsisrjettindi þjóð arinnar f Framsóknarflokkurinn mun svara fyrir sig. En það er víst, að ef einhverjir menn eru til, sem vilja koma í veg fyrir, að íslenska þjóðin fái fult frelsi, þá geta þeir eigi kosið sjer betri banda- mann en þann, sem slíka aðstöðu hefir sem Framsóknarflokkurinn. ★ Talað hefir verið um sterka og veika leið í þessu máli, eftir því hverjar samþyktir Alþingi gerði nú um breytingar á stjórnar- skrá ríkisins. Sannleikurinn er sá, að það skiftir litlu máli, hverjar sam- þyktir við geruin nú. I málinu er ekki til nema ein sterk leið og hún er sú, að allir Islendingar standi saman um það, að við fáum fult frelsi svo f.ljótt sem nokkur kostur er á. Það er alveg víst, að við ná- um ekki frelsinu eða viðurkenn- ingu þess með fjandskap við þau voldugu herveldi, sem lijer eru. Við erum alt of veikir, fáir og smáir, til þess að okkur stoði að beita venjulegum vígvjelum. Eina vopnið, sem okkur er tiltækt, og eina vopnið, sem þær göfugu þjóð- ir, sem hjer eiga hlut að, beygja sig fyrir, er það, ef við Islending- ar berum gæfu til að standa sam- an sem einn maður um rjett okk- ar. Ekki með neinu offorsi, sem leiða kann til þess að við missum það, sem þegar er fengið.^Sjálfs- ákvörðunarrjetti okkar megum við vissulega ekki láta misbjóða. En við verðum að beita honum með 'hófi og stillingu og aðgæslu á öllum atvikum hverju sinni. ★ Þingið nú fer (einmitt svo að með samþykt þeirra stjórnarskipunar- laga, sem fyrir liggja. Með þeim er, eins og fyllilega hefir verið sýnt fram á í þessum umræðum, hægt að ná settu marki nákvæm- lega jafnsnemma og með nokknrri annari leið, sem til álita hefir komið í þessu máli. Því fer þess vegna fjarri, að nú sje lagt á nokkuð undanhald í þessu máli. Þeir menn, sem því halda frarn, hvar í flokki sem þeir eru, hafa gei’samlega misskilið kjarna þessa máls. Misskilið, að það, sem okkur nú ríður á,’ er, að öðlast viðurkenningu stórvelda þeirra, sem öllu geta ráðið um okkar hag, á úrslitaákvörðunum okkar í þessu efni.. Misskilið, hvernig okkar litla þjpð á að ná þessari viðurkenningu. Það verður sannarlega ekki gert með því að loka augunum fyrir því, sem um- hverfis okkur er að gerast. Hitt er fullkomið undanhald, sem getur leitt til algerrar upp- gjafar, ef við sjálfir byrjum á innbyrðis ásökunum og illindum út af þessu máli. Slíkt tjáir sann- axdega ekki, ef við viljum berjast fyrir fullu frelsi, og slíkt er áreið- anlega ekki málum okkar til fyrir greiðslu Iijá þeim, sem sjálfhr þurfa nú að Jeggja sig alla fram í blóðugri baráttu fyrir lífi sínu og frelsi. ★ I umræðum þeim, sem á milli flokkana hafa verið um þetta mál, hefir hvað eftir axxnað verið á það bent, að styrkleiki þeirra xirræða, sem valin væri, færi eingöngu eftir því, hvað; á bak við þau stæði. Alt væi’í xxndir því kornið, að þingið og síðan þjóðin öll stæði saman sem einix maður og sýndi þannig, að við hefðum siðferðis- legan rjett og þroska til að njóta þess ítrasta frelsis, sem nokkur þjóð getur notið. Þessi sannindi hafa allir flokkar þingsins aðrir en Framsóknarflokk urinn látið sjer skiljast. Þeir hafa allir þrír lýst sig reiðubúna til þess að taka saman höndum um það að mynda sterka stjórn, sem gæti komið frarn sém málsvari ein- huga þjóðar í þessxx máli. Framsóknarflokkufinn einn hef- ir engan hlut viljað að þessu eiga. Iljá honum hefir ætxð hið sama kveðið við: Fyi’st kjördæmamálið. Síðan alt annað. Ef kjördæmamál- ið er lagt á hilluixa, þá erum við viðmælandi, en ef svo er ekki gert, þá er ekki hægt að ætlast til þess af okkur, að við tökxim þátt í nokkrxx slíkxx saxnstarfi. ★ Á þessu þingi hafa sanixarlega komið fram óvæixt viðhorf í sjálf- stæðismálinu. Viðhorfið xit á við er að vísa vissulega óvæixt og annað en við höfðum rökstxxdda ástæðu til að ætla. En jeg hefi þá trú, að þær hindranir sexxi þar hafa komið fram hvíli að langnxestu leyti á mis- skilningi. Og jafnvel þótt svo væri ekki, þá eru þær hindranir einung- is til bráðabirgða, og í sanxbandi við þær hefir fengist greinilegri viðurkenning á sjálfsákvörðunar- rjetti íslensku þjóðarinnar á venju legum tínxum eix nokkru sinni fyrr hefir fengist, Út á við hafa því síður exx svo nokkrar óyfirstígan- legar hindranir komið fram. Viðhorfið inn á við er miklu ískyggilegra. Sigi’ar út á við eru engan veginix vonlaxxsir. En vonin til þeirra hlýtur mjög að minka, ef íslendingar kunna ekki að standa saman xxixi þetta mál. Á 'meðan þeir hafa í frammi slíkan málflutning, slík illindi og brigsí- yrði, sem Framsóknarixienn hafa. gert sig seka xxm, bæði í gær og í dag, en þó einkum Hermann Jón- asson í ræðu sinni í morgun, þá horfir ekki vænlega urn framgang hins æðsta áhxxgamáls íslenskn þjóðarinnar. Með því stjórnskipxxnarlagafrv., sem hjer liggur fyrir, er'á mjög einfaldan en áhrifaríkan hátt greitt fyrir því, að sjálfstæðismál- ið geti orðið afgreitt, hvénær sem tímabært þykir. Jeg skal ekki un» það segja, hvort takast megi að , afgreiða það til fullnaðar á næsta þingi. En jeg er sannfærður um, að þegar íslendingar leggja niður innbyrðis deilur, að þegar þeir slökkva það bál hatxxrs og illinda, sem Framsóknarflokkurinn kynti, er skamta átti honum sama rjett og öðrum landsmönnum, að þegar íslendingar skilja, að frelsisþrá FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.