Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 3
Sunimdagur 13. okt. 1942.
MC3GUNBLAÐIÐ
3
Ræða Bjarna Benediktssonar (Síðari hluti)
Geigvænlegasta synd Framsóknar:
Að gera lítið úr íengnum rjettindum
þjóðarinnar
Jeg hefi lijer á undan rak-
ið afstöðu Framsóknar
tií stjórnarskrármálsins, tví-
skinnung flokksins í því
máli, er flokkurinn flytur
tillögu um að skipa milli-
hinganefnd í málið, en vildi
hó, vegna kjördæmamálsins,
láta allar stjórnarskrár-
breytingar bíða.
Þetta kemur glögglega fram
Yið athngun á tillögu þeirri, er
Framsóknarmenn fluttu um skip-
un milliþinganefndar.
En það rsjest einnig af því,
kvernig Framsóknarmenn brugð-
ust við breytingartillögu þeirri,
sem Sjálfstæðismenn og Alþýðu-
fíokks báru fram við þéssá till..
en þréytingartillagan hljóðaði svo.
með leyfi hæstvirts forseta :
„Alþingi ályktar að kjósa 5
nianna milliþinganefnd til þess að
gera tillögm' um brevtingar á
síjórnarskipunarlögmn ríkisins í
samræmi við ' vfirlýstan vilja Al-
þingis um, að lýðveldi verði stofn-
að á íslandi, og ískili néfndin áliti
nógu snemma til þess, að málið
geti fengið afgreiðslu á næsta
Alþingi. Nefndin kýs sjer sjálf
formann. Nefndarkostpaður greið-
ist úr ríkissjóði“.
Þessi breytingartillaga var sam-
þykt með 25 atkv. gegn 19, þ. e.
öllum Framsóknarmönnunum. Með
þessu var ákveðið að skilja í sund-
ur kjördæmamálið og sjálfstæðis-
málið. Á móti því var Framsókn.
En kinu var hiin þá alls ekki and-
víg, að sjálfstæðismálið væri tek-
ið upp, ef kjördæmabreyting þeg-
' ar í stað varð eigi með neinu
móti umflúin. Þegar búið var að
breyta hennar upphaflegu tillögu,
þá sátu þingmenn hennar þess
vegna. hjá og greiddn ekki atkvæði
um till. svo breytta. Og Framsókn
sýndi stjórnarskrárnefndinni, sem
undirbúa átti sjálfa frelsis-stjórn-
arskrána, hina mestu virðingu,
þar sem hiin kans í nefndina tvo
sína fremstu menn, þótt ótíkir
sjeu, þá Jónas Jónsson og Her-
mann Jónasson.
★
Störf þessara tveggja ■ forystu-
manna Framsóknar í nefndinni
sýna það og óumdeilanlega, að
það var breyting á stjórnarskránni
vegna kjördæmaskipunarinnar,
sem þeir voru á móti en alls eigi
breyting, sem eingöngú væri,
vegna lokaákvörðunar í sjálfstæð-
ismálinu.
Fundargerða bók st j órn árskrár-
nefndarinnar, sem þegar hefir
raunar verið svo rækilega vísað
til, að jeg get látið mjer nægja
að drepa á hana, sannar þetta ótví-
rætt. Þa^ kemur fram, að alger
breyting verður á afstöðu Fram-,
sóknarmanna eftir, - að alþingis-,
kosningarnar í sumar vorn búnar
að sýna, að kjördæmamáíið yrði
eigi stöðvað.
Á meða)i Framsóknarmenn von-
uðu, að þeir gætu fengið stöðvun-
arvald gegn kjördæmabreyting-
unni, þá lýsti Jónas Jónsson yfir
því, að hann teldi mjög tvísýnt hag
nýti þeirrar ráðstöfunar að ætla
að afgreiða sjálfstæðismálið á því
þingi, sem nú stendur yfir. Þessu
lýsti hann yfir eitthvað um 20.
maí.
En nokkrnm dögum eftir kosn-
ingarnar, þegar vonin um stöðvun
á kjördæmamálinu var rokin út í
veður og vind, þá lýsir hann því
óhikað yfir, að hann telji, að sjálf
stæðismálinu beri að ráða til lykta
á þessu þingi. Og Hermann Jónas-
son tók undir þessa yfirlýsingu
flokksformanns síns. —;■ Strax á
fyrsta fundi, sem hann kom á, eft-
ir að sú yfirlýsing var gefin, þá
notaði hann fyrstu orðin, sem hann
ljet bóka, til þess að lýsa yfir, að
hann væri þessu sammála.
Hermann Jónasson vill nú láta
líta svo út sem hann hafi gert
þetta, vegna þess að bann hafi
talið víst, að ríkisstjórnin hafi lát-
ið einhverjar eftirgrenslanir fara
fram hjá erleádum ríkjum, sem
sýndu, að óhætt væri að taka
málið upp. Jeg var á öllum fund-
uni stjórnarskrárnefndarinnar. Og
jeg fullyrði, vegna þess að jeg
heyrði það með mínum eigin eyr-
um, að ekkert slíkt vakti þá fyrir
Hermanni Jónassyni. Ilann var þá
alveg jafn sannfærður um það
eins og við hinir nefndarmennirn-
ir, að af hálfu annara ríkja væri
eigi framar um að ræða örðngleika
í þessu máli, heldur væri það ein-
göngu undir vilja okkar sjálfra
komið, hvenær við stigum í því
fullnaðarsporið.
Hermami Jónasson gerði marg-
ar athugaáemdir í nefndinni. Það
er i*jett. Sumar þeirra eru bókað-
ar. En öll haiís málfærsla var í
þá átt, að rangt hefði verið að
taka kjördæmamálið út úr og gera
þyrfti enn frekari breytingar á
stjórnarskránni, en af sjálfri lýð-
veldisstofnuninni leiddi. Kjósa
bæri forseta, sem hefði einskonar
einræðisvald í málefnum ríkisins,
gæti sjálfur valið sjer ráðherra
og annað slíktv Hann taldi, að
langan tíma tæki að .koma sjer
niður á, hvernig þessu yrði best
fyrir komið, og sú stjórnarskrár-
breyting, sem nú ætti að gera
vegna sjálfstæðismálsins gæti því
ekki orðið nema til bráðabirgða.
Enda væri þegar til stjórnarskrár-
frv., sem til slíkrar afgreiðslu
nægði, og A^æri starf nefndarinnar
því nánast óþarft, þar sem iiiálið
væri full undirbúið til þvílíkrar
skyndilausnar. En aldrei nefndi
hann það einu orði, að vegna að-
stöðunnar til annara ríkja væri
varhugavert að hreyfa sjálfu sjálf-
stæðismálinu nú.
FEAMH. Á FIMTU SÍÐU.
Færeyskíim togara sökt
fyrir stmnan land
Aðeins 3 af 21 komust lifs af
Frásðgn skip«t|éra togarans
FYRIR nokkrum dögum var færeyskum togara
sökt með tundurskeyti við suðurströnd Is-
lands, aðeins 70 mílur frá landi. Af 21 manns
áhöfn, sem á skipinu var, björguðust aðeins þrír, skip
stjóri, 1. vjelstjóri og háseti.
Þessir þrírimenn komust í björgunarbát og náðu landi á Is-
landi eftir sólarhrings siglingu. Þeim leið illa í bátnum, bví þeir
voru illa klæddir, einn var á nærklæðum einum.
Björgvin Vigfússon
andaðist i gsr
Björgvin Vigfússon fyrv. sýslu-
maður Rangæinga andaðist
að heimili sínu Efra Hvoli í gær,
75 ára að aldri.
Hann hafði undanfarin ár verið
heilsuveill. Fjekk hann gulu fyr-
ir nokkru og hefir Íegið rúmfast-
lir um skeið. En í fyi’rinótt fjekk
hanti lungnabólgu, er varð hon-
um að bana.
Björgvin heitinn var mætur
maður, er með sívakandi áhuga
vann að velferðarmálum hjeraðs-
ins meðan honum entist. heilsa.
Gísli Ólafsson
„Golfmeistari
Reykjavíkur
1942"
Ragnheiður Guðmunds-
dóttir golfmeistari kvenna
Gísli Ólafsson stud. med. vann
Jakob Hafstein í úrslita-
kepni um golfmeistaratitil Reykja
víkur í gær með 4:3 eftir að leik-
urinn hafði verið framlengdur
tvisvar og vann til eignar fagran
bikar.
Frú Ragnheiður Guðmundsdótt-
irt stud. med. vann Ólafíu Sigur-
björnsdóttur með einni eftir.
BIFREIDANOTKUN
TAKMÖRKUÐ I
NEW YORK.
New York í gær.
riðji hluti allra leigubif-
reiða verður tekinn úr
notkun þ. 20. þ. m., til þess að
spara bensín og gúmmí.
New York borg hefir 22 af
hundraði af öllum leigubílum
Bandaríkj anna.
| FRÁSÖGN SKIPSTJÓRA
I Skipstjóri togarins er dansk-
ur maður. Hann hefir sagt svo
frá hvernig togaranum var
sökkt og hvernig þeir þrír fje-
lagar björguðust.
— Það var í Ijósaskiftunum
um kvöldið, að alt í einu kvað
við ógurleg sprenging. Tundur
skeyti hafði hæft skipið og sökk
það á svo að segja sama augna
bliki -—- sennilega hálfri mín-
útu. Tundurskeytið kom við-
vörunarlaust og sáum við aldrei
til kafbátsins, en líkindi eru
til að hann hafi elt okkur góðá
stund áður en hann skaut að
okkur tundurskeytinu. Klukk-
an þrjú um da^ginn urðum við,
sem á stjórnpalli vorum, varir
við rák á sjónum. Hjeldum við
að það væri kjölrák eftir hrað-
skreitt skip, sem farið hefði
þarna um, en sennilega hefir
það verið kafbáturinn. Kaf-
bátsmenn hafa- svo beðið eftir,
að skygði til að ráðast á skip-
ið.
Það var töluvert slæmt í sjó-
inn og 7—8 vindstig.
Jeg vissi næst af mjer eftir
sprenginguna, að jeg var á
sundi í sjónum og skipshöfn
mín alt í kringum mig. Við höfð
um tvo björgunarbáta. — Þeir
flutu báðir í sjónum skammt
frá. Tveir menn voru á kili
hvors bátsins. Jeg komst að
öðrum þeirra. Þar var fyrir 1.
vjelstjóri. Okkur tókst í sam-
einingu að^koma bátnum á rjett
an kjöl og rerum síðan að hin-
um bátnum.
Á kili bátsins var einn há-
seti, en báturinn var allur brot
inn og engin von til að hann
gæti flotið, þó okkúr tækist að
koma honum á rjettan kjöl. —
Báturinn, sem 1. vjelstjóri og
jeg vorum í, var fullur af sjó
og fór jeg yfir til hásetans og
hjelt mjer í bátinn til að ljptta
okkar bát svo vjelstjórinn gæti
ausið bátinn.
Við sáum fimm af fjelögum
okkar í sjónum, enginn tök
voru á að bjarga þeim vegna
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
„í þessum ætla jeg heim“.
Útför Magn-
úsar Jónssonar
frá Fjalli
IVT orður í Skagafirði fer í
^ dag fram útför með sjer-
kennilegum hætti. Skagfirð-
ingur á tíræðisaldri, Magnús
Jónsson á Fjalli í Sæmundar-
hlíð, andaðist vestur í Ameríku
í vor. Hann hafði fyrir mörgum
árum mælt svo fyrir, að lík
hans yrði brent, a&kan flutt
heim og jarðsett að Reynistað.
En síðar var gerður ættar-
grafreitur að Hafsteinsstöðum
og bændaöldungurinn Jón Jóns
son jarðsettur þar. Þeir voru
bræður Magnús og Jón, og-
breytti Magnús þá fyrirmælum
sínum. Skyldi aska hans grafin
í reit þessum.
Magnús gerði og ráðstafanir
til þess, að haldin yrði erfis-
drykkja að Hafsteinsstöðum að
fornum sið. Verður að öllu leyti
farið eftir fyrirmælum hans. —
Aska hans borin í kirkju að
Reynistað, en síðan jörðuð að
Hafsteinsstöðum.
Magnús heitinn var fæddur
að Hóli í Sæmundarhlíð þ. 17.
júlí 1851. Hann rak myndarbú
að Fjalli í sömu sveit. Var
hann stórhuga framfaramaður
og rjeðst í miklar framkvæmd-
ir. En í harðindaárunum eftir
1880 lenti hann í nokkrum fjár
hagskröggum og kaus þá að
hverfa til Ameríku. Hann fór
af landi burt 1887. Um skeið
var hann einn af fremstu bænd
um í Skagafirði. Hann var einn
af helstu forgöngumönnum að
stofnun Hólaskóla.
Öll þau 55 ár, er hann dvaldi
vestanhafs, fylgdist hann mjög
náið með öllu því, er gerðist
hjer heima og.hafði ávalt mik-
il brjefaskifti við ýmsa máls-
metandi menn. Magnús heit.
íekkst við sagnagerð og hafa
komið út eftir hann skáldsög-
ur. Á síðari árum fekkst hann
við heimspekilegar hugleiðing-
ar. Hann var blindur síðustu ár
æfinnar.
Fyrir nokkrum árum kom
maður hjeðan að heiman í heim
sókn til hans. Sýndi Magnús
honum stokkinn, sem átti að
geyma ösku hans. í honum þess
um ætla jeg að fara heim, þeg-
ar jeg er dauður, sagði hann.
Þessari heimferð hans lýkur í
dag.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki.