Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 7

Morgunblaðið - 13.09.1942, Side 7
Sunnudagur L‘>. okt. 1942. MORGuNBLAÐIÐ 7 Færeyiski togarino FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU sjógangs og er við höfðum lok- ið við að ausa heila bátinn, sá- um við fjelaga okkar ekki lengur, enda var þá komið myrkur. Við lögðum af stað kl. 11 um kvöldið frá þeim stað er skipi okkar hafði verið sökt. SLÆM LÍÐAN í BÁTNUM Við rerum alla þá nótt í átt ina til lands. Líðan okkár var slæm í bátnum. Við vorum alL ir illa klæddir og einn okkar var á nærfötum einum klæða. Matur var lítill í bátnum. Kex sem í bátnum var, hafði blotn- að af sjó og var nærri óætt. -— Einnig hafði komist sjór í vatn ið. Allan næsta dag hjeldum við áfram og lentum um kvöldið á Islandi, sólarhring eftir að skipi okkar hafði verið sökt. ★ Færeyingar hafa orðið fyrir miklu og tilfinnanlegu skipa- tjóni í ófriðnum. Mun vera bú- jð að sökkva fyrir þeim 6 eða 7 togurum af 10. sem þeir áttu í ófriðarbyrjun. Sumardvalar- heimili Hafnfirð- inga hættir störfum C umardvalarheimili þau, er ^ sumardvalarnefnd Hafnar fjarðar hefir rekið í sumar, í Þykkvabæ, undir stjórn Guð- jóns Sigurjónssonar kennara- skólanema og að Ásum undir stjórn Páls Sveinssonar kenn- ara, eru nú hætt störfum og eru börnin komin til bæjarins. Heilsufar barnanna er með ágætum, enda virðist aðhlynn- ing öll hafa verið svo sem best var á kosið, eftir öllum aðstæð- um. — RÆÐA BJARNA BENE- DIKTSSONAR. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU sína verða þeir að setja öllu öðru ofar, þá er skemra að markinu en margur hyggur. Og þá munu ekki verða um það skiftar skoðauir, að með samþykt þessa frv. er stig- ið markvert spor í sjálfstæðissögu þjóðarinnar. Dagbók LO.O.F. 3= 1249148 = 8021. Næturlæknir er í nótt Karl S- Jónasson, Kjartansgötu 4. Sími 3925. Helgidagslæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. — Næturlæknir aðra nótt: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12. — Sími 2234. Laugarnesprestakall. Messað í Laugarnesskóla í dag kl. 2, síra Garðar Svavarsson. Prentarar, munið fundiím í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 2 í dag. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Svavarssyni Þórunn Stefanía Hjálmarsdóttir og Jónas Jónas- son skósmíðameistari. — Heihiili þeirra er á Hverfisgötu 125. íþróttamótið, sem fara átti fram s.I. fimtudag, en fresta varð sök- um veðurs, verður haldið á morg- un. Náttúrufræðifjelagið efnir til Viðeyjarfarar í dag. í förinni verða menn, sem geta leiðbeint þátttakendum í grasafræði, dýra- fræði og jarðfræði. Lagt verður af stað frá Lækjartorgi með stræt- isvögnum kl. 1% miðdegis. Allir velkomnir að taka þátt í förinni, en tilkynna verður þátttöku á af- greiðslu blaðsins fyrir hádegi. Leiðrjetting. í hjónabandstil- kynningu í blaðinu í gær misrit- uðust nöfn brúðarinnar og brúð- gumans. Rjett eru nöfn ungu hjón anna svona: Hnlda Heiðrún By- jólfsdóttir og Halldór B. Ólason. Mentamál. Janúar — ágústheftið er nýkomið út. Efni þess er þetta: Jakob Kristinsson fræðslumála- stjóri sextugur eftir Gunnar M. Magnúss. Avarp til norskra kenn- ara. Ilandíðaskólinn eftir Gunnar M. Magnúss. Námsstjórarnir. Eru landsprófin að spilla lestrarkunn- áttunni? eftir Hannes J. Magnús- son. Dómarnir um börnin eftir Margrjeti Jónsdóttur. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eftir Gunnar M. Magnúss. Með lögum skal land byggja eftir Hannes’ J. Magnússon. Innanlands námsferðir kennara eftir Marinó L. Stefáns- son. Grímur Grímsson sextugur. Guðjón Guðjónsson. íslenskar námsbækur eftir Hlöðver Sgurðs- son. Unglingáreglan eftir Hannes J. Magnusson. Á víð og dreif. —- Ritið er vandað að efni og frá- gangi. Útvarpið í dag. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisónleikar 19.25 Hljómplötur: Tónverk eftir Sehumann og Ravel. 20.30 Útvarpstríóið: „Novelletten“ eftir Gade. 20.35 Erindi: Ferð til Gtímsvatna (Steinþór Sigurðsson, magister). 21.00 Hljómplötur: íslensk kórlög. 21.10 Upplestur; Úr kvæðum Step- hans G. Stephanssonar (Sigurð- urður Skúlason magister). 21.25 Hljómplötur: Gamlir dansar Útvarpið á morgun. 19.25 Hljómplötur: Ljett lög leik- in á píanó. 20.30 Hljómplötur: Einleikur á harmóniku. 20.45 Sumarþættir. 21.04 Hljómplötur: Vínarvalsar. 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslensk alþýðulög eftir Sigfús Einars- son. Einsöngur (Hermann Guð- mundsson): a) Elín Einarsdótt- ir: Hallfreður vandræðaskáld. b) Sigv. Kaldálóns: Máninn. r) Schubert: 1. Við sjó. 2. Óró. 3. Maríubæn. Frð Laugarnesskólanum I>au 7—10 ára börn, sem stunda eiga nám í Laugarnesskólanum í haust og n.k. vetur, eiga að mæta í skólanum sem hjer segir: FIMTUDAGINN 17. sept., kl. 1—4 e. hd. öll 7 ára börn (fædd 1Í35). FÖSTUDAGINN 18. sept., kl. 10—12, öll börn fædd 1934, 1933 og 1932, sem ekki voru í skólanum s.l. vetur. SAMA DAG kl. 1—2 e. hd. mæti öll þau börn 8, 9 og 10 ára (fædd 1934, 1933 og 1932), sem stunduðu nám í skólanum 1941—42. Geti börnin ekki mætt, eru foreldrarnir beðnir að gera grein fyrir fjarveru þeirra. Athygli skal vakin á því, að Höfðaborg og nýja bygðin á túnunum austan Hjeðinshöfða eiga skólasókn að Laugarnesskóla og einnig bygð öll við Bústaðaveg austan Mjómýrarvegar. Laugarnesskóla, 12. sept. 1942. SKÓLASTJÓRINN. oooooooooooooooooooooooooooooooooooo O A Mæðm! | Aukið hreysti barna yðar með dag- <> legri notkun <> KELLOGG’S | ALL-BBAN eOa l % o RICE KRISPIE8 | FÁST I NÆSTU VERSLUN. <> Heildsölubirgðir 0 H. Benediktsson & Co. I Sími 1228. Pyrlrliggfaod!: Maccaronur, Sagó og Búðingsduft i pökkum Eggerl Krlsffánsson & Co. h.f. ?RICE_ KRISPIES Góð stevpuhrærivjel með spili óskast. Vjelin ætti helst að vera rafmagns drifin. Til mála getur komið skifti a lítilli vjel með bensínmótor og spili, í góðu standi. Uppl. í síma 5831 — 2692 — 1981. H/F KEILIR. SIF LOFTUR GETUR ÞAD EKKI - - f»Á HVEET Umbúðapappír Smjörpappír í rúllum 40 og 57 em. í rísum 51x71 cm. og 71x102 cm. Sulphitepappír í rúllum 20, 40 og 57 cm. fl. teg. Kraftpappír í rúllum 110 og 120 cm., brúnn., í rísum 61x91 cm. HEILDV. GARÐARS GÍSLASONAR. Sími 1500. Það tilkynnist að PÁLL JÓNSSON, fyrr á Klapparstíg 40, andaðist að heimili sínu, Karlagötu 5, lað morgni þess 12. sept. 1942. Fyrir hönd aðstandenda. Soffía EinarBdóttir. Jarðarför föður okkar, HANNESAR JÓNSSONAR frá Sæbóli, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju, mánu- daginn 14. þ. m., kl. 2 síðdegis. Böra hins látna. Móðir mín SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR verður jarðsungin frá dómkirkjunni þriðjudaginn 15. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili okkar, Vesturgötu 21, kl. 1 síðdegis. Kransar og blóm afbeðið. Sigurður Þóröareon. Jarðarför föðursystur minnar, VIGDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR, matsölúkonu, fer fram miðvikudaginn 16. þ. m. og hefst að heimili hennar, Bjargarstíg 7, kl. 10 árd. — Kveðjuathöfn fer síðan fram í Dómkirkjunni. Jarðsett verður frá Kálfatjarnar- kirkju kl. iy2 sama dag. Fyrir mina hönd og annara vandamanna. Gnðríður Kgilsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARKÚSAR EINARSSONAR stórkanpmanns. Málfriður Ólafsdóttir, Tiinar Markússon, Ólafur Markússon. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlat og jarðarför móðnr minnar, tengdamóður og ömmu ÞORGERDAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Guðmundína Gnðmundsd., Bjarai Bjarnason og böra. Innilegar þakkir til hjeraðsbúa Dalasýsln og annara okk- ar mörgu vina fyrir samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, BJARNA hreppstjóra JENSSONAR í Ásgarði. Vandamenn. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.