Morgunblaðið - 06.11.1942, Page 5
Föstudagur 6. nóv. 1942.
5
fftorgtmMa&ifc
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Pramkv.stj.: Sigffls Jónsson.
Rltstjörar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgTJarm.).
A.ug:lýsinKar: Árni Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og afgreiBsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 5,00 á mánuBi
innanlands, kr. 6,00 utanlands.
f lausasölu: 30 aura eintakiB.
40 aura meB Lesbök.
Verðgildi íslenskra peninga
Hin stærsta fórn
A undanförnum styrjaldar-
árum hafa oss ^íslendingum
æði oft borist svipaðar frjettir
og oss berast í dag. Við höfum
máske staldrað við um skeið,
<ag hrollur voðans farið um sál
jþjóðarinnar. Skip vor, eign þjóð
ar vorrar hverfa í hafi, hverfa
ásamt öllum þeim mönnnum, er
þar lögðu líf sitt í hættu til þess
að oss, sem heima sitjum, mætti
líða vel.
Og vjer stöldrum við og hugs
um: Það er skaði að missa dáð-
líku drengi, skaði fyrir svo fá-
menna þjóð, að vera svift mörg-
um mönnum á besta skeiði. —
JÞeir færðu fyrír oss hina stærstu
fórn, sem færð verður, ljetu
lífið sjálft í hinni friðsömu bar-
áttu sinni fyrir oss.
Um allan heim færa menn nú
slíkar fórnir, án þess að blikna.
JÞeir færa þær vegna þess, að
helgustu rjettindum þeirra er
annars voði búinn. Vjer stönd-
«m ekki í styrjöld, ekki.þar sem
vegist er með vponum, en vjer
stöndum samt í styröld fyrir af-
dcomu þjóðar vorrar, og þar eru
sjónlennirnir fremstir. Og þeir
hika ekki við að leggja á djúpið
til aðdrátta fyrir oss, þótt þeir
viti, að þar getur þeim hvenær
;sem er, verið voðinn búinn, hver
;ferð þeirra getur orðið hin síð-
asta. Þeir hika ekki, því að þeir
finna hjá sjer skylduna við
rfósturjörðina, við þjóðarheild-
ina, §em myndi ,vera í voða
•stödd, ef þeir tefldu ekki á tæp-
■ asta vaðið.
Myndi ekki vera holt fyrir
•nss, sem heima sitjum, og njót-
nm ávaxtanna af striti og.fórn-
«m þeirra, er fyrir oss berjast
•og falla, að hugleiða hvað það
•er, sem þeir leggja í sölurnar,
og hvað vjer leggjum af mörk-
um á móti?
Vjer leggjum það á móti, að
heiðra minningu hinna föllnu,
og sjá eftirkomendum þeirra
farborða? En er það nógu vel
gert? Eigum vjer ekki lika að
gera meira?
Höfum vjer nokkra hug-
.mynd um, hvað það er að yfir-
igefa ástvini sína og halda á haf
út á þessum tímum?
Nei, okkar spor í lífinu eru
liettari enn sem komið er, því
enginn veit, hvað vor 'kann að
bíða, þegar allt er á hverfanda
Jhveli. En oss ber að læra af
:framherjum vorum, sjómönn-
unum, læra að lil þess að stand-
ast það ofviðri sem yfir geisar
nú, án þess að bíða tjón á sálu
sinni, þarf meira en eigingirni
og allsnægtir, til þess þarf einn-
ag þegnskap og fórnarlund. —
Minnismerkið um sjómennina
föllnu á að rísa í hjörtum vor-
um, í verkum vorum í þágu þjóð
ar vorrar, það er eini staðurinn,
sem v ér. því. samboðinn.
(Fyrri greln)
Qamall málsháttur segir, að
það sje ekki hægara verlt að
gæta fengis f.jár, heldur en að
afla þess, og við, sem höfum gert
fjesýsluna að atvinnu okkar, kom
umst ekki hjá því, að sannfærast
um sannindi þessara orða. — Við
kynnustum skoðunum almennings
á fjármálunum á hverjum tíma.
Trausti fólks og vantrausti á fjár-
málastjórn þess opinbera, sem ó-
hjákvæmiléga hefir áhrif á fjár-
mál almennings í landinu.
I byrjun þessa stríðs var það
álit almennings, að ríkisgjaldþrot
væri óumflýjanlegt, og traust
fólks á peningunum var harla lít-
ið, en þegar úr rættist, og al-
menningur græddi fje, atvinnu-
vegirnir græddu peninga, og ríkið
greiddi skuldir sínar og átti auk
þess gilda sjóði, þá hafa viðskifta-
menn mínir ekki spurt mig oftar
annara spurninga en þeirrar livort
peningarnir væru ekki að verða
verðlausir ? Hvort nokkuð þýddi
að vera að halda í þessar feigu
krónur, og livort ekki væri ráð-
legast að kaupa eitthvað fyrir
þær, á meðan eitthvað fengist fyr-
ir þær?
-Jeg hefi undantekningarlaust
svarað þessum spurningum á þá
leið, að ef fjenu er kastað fyrir
fánýta hluti, sem seldir eru á
okurverði, þá sjeu þeir, sem það
gera sjálfir að evðileggja pening-
ana og verðgildi jieirra,, og á-
stæðulaust sje að kasta pening-
unum fyr, en þeir sjeu orðnir
verðlausir af' einhverjum öðrum
orsökum, heldur en þeim sem
maður sjálfur skapar með ó-
hyggni og hræðslu á þeim hlut-
um, sem maður vonandi á ekki eft
ir að upplifa.
★
Þessi hræðsla almennings um
hrun peninganna gefur manni á-
stæðii til þess að athuga nánar
hvað það er, sem sett hefir þennan
óhug í fólk. Jeg geri ráð fyrir
því, að það sje fyrxt og fremst
liin stóraukna dýrtíð, í landinu,
og orðrómur sem géngur frá
manni til manns'.
Ef við leggjum eklti hlustirnar
við orðróminum, en athugum með
skinsemi hvaða verðmæti það eru,
sem gefa peningunum gildi og
varna hruni þeirra, þá sje jeg
ekki' ástæðu til þess að óttast um
afdrif krónunnar okkar, og að
minsta kosti er það fullkomið
sjálfskaparvíti, ef him fer uorð-
ur og niður.
Eins og flestum er ijóst, þá er
engin, eða lítil gulltrygging að
baki pappírskrónunnar okkar, held
ur hefir aðal tryggingin verið,
fram á síðustu tíma, ríkisábyrgðin
ein.
I st.ríðsbyrjun voru í umferð
12—13 miljónir króna í seðlum.
Þá átti seðlabankinn gullforða
sem nam kr. 5.7G miljónum, en
^kuldir hans voru yfir 10 miljón-
ir króna við erlenda banka, í
erlendum gjaldevri, og gjaldeyr-
isvarasjóður var enginn til. Nú
er viðhorfið mjög á aðra luud.
Samkvæmt reikningi seðlabank-
ans þann 30 sept. ’42 kemur í
Ijós, að seðlar í umferð eru um
90 miljóuir ki'óna, eða um 7 sinn-
Eftir Aron Guðbrandsson
um það, sem var í stríðsbyrjun.
Gullforðinn er hinn sami og áður
var, rúmar 5,7 miljónir kr., en
nú á bankinn 12 miljónir kr. í
gjaldeyrisvarasjóði. Inneignir hjá
erlendum bönkum 215,5 miljónir
króna, og erlend verðbrjef kr. 21,1
miljón, eða samtals, varasjóður,
gull og gjaldeyrir kr. 254.3 milj.
Þar dragast að vísu frá skuldir
bankans við útlönd og inneignir
érlendra viðskiftavina í erlendri
mynt kr. 17,2 miljónír. Nettó eign
í áðurtöldum v^rðmætum bankans
því í'úrnar 237 miljónir króna. Auk
þ^ss á svo Utvegsbankinn þann
30. sept ’42 erlendan gjaldeyrir
sem nemur kr. 33 miljónum nettó,
eða samtals hjá báðum bönkunum
kr. 270 miljónir.
Við þessa athugun kemur í ljós,
að þrátt fyrir hina auknu seðla-
xitgáfu Landsbankans, þá standa
nú að haki hverrar íslenskrar
krónu, 3 ki'ónur í erlendum gjald-
eyri og gulli auk ábyrgðar ríkis-
sjóðs:
Þótt gjaldeyrisinnstæðan sje
talin eign bankanna, þá er hún í
eðli sínu einskonar gjaldeyris-
varasjóður ríkisins, þar sem bank-
arnir eru ríkiseign.
Jeg geri ráð fyrir því, að á
þessum tímum eyðileggingarinnar,
sjeu það ekki mörg lönd í heim-
inum, sem geta bent á sambærileg-
ar tölur í þessum efnum, og væri
ekki úr vegi fvrir þá, sem hrædd-
astir eru um framtíð krónunnar
okkar að lesa þessar línur með at-
hygli.
Að vísu fellur einn skuggi á
þetta. Gjaldeyrir sá, sem við get-
um sagt að sje trygging fyrir
krónum okkar, er gjaldeyrir
strýðandi þjóða, og það verður
aldrei sagt með neinni vissu
hversu lialdgóður hann kann að
reynast í framtíðinni.
Ilvað við kémur skrásetningu
íslensku krónunnar gagnvart
pundi og dollar, þá er jeg þeirrar
skoðunar, að verðgildi krónunnar
sje of lágt, og að það, sem kallað
var samræming á gengi krónunn-
ar gagnvai’t pundi, árið 1940, var
fjármálalegt glópskuverk, en það
þýðir ekki að sakast um orðin
hlut.
Jeg byggi skoðun mína á geng-
isskráningunni á því, að lággengi
krónunnar veldur aukinni dýrtíð
í landinu, og ennfremur það, að
með því tökum við á okkur nokk-
urn hluta af herkostnaði þeirra
þjóða, sem nú hafa her í lahdinu,
en það ætti að vera ástæðulaust
%
fy rir okkur að gera slíkt. Enu
fremur á því, að lággengið er
ekki nauðsynlegt vegna útflytj-
endanna, því þeii-ra verslun gefur
góðan arð, þótt þeir fengju færri
krónur fyrir pundin og dollarana.
En hvað þá með gengishækk-
un?
Jeg benti á það í grein í Morg-
unblaðinu þann 23. janúar 1941
að jeg teldi það ranga ráðstöfun
bankanna að kaupa skilyrðislaust
þann gjaldeyi'ir, sem útflutnings
verslunin skapar, vegna þess, að
ef gjaldeyri sá f jelli í verði, mundi
það orsaka tap fyrir bankana og
alla þjóðina, sem orsakað gæti
hrun íslenskra atvinnuvega og
peninga, og það rjettasta í þessu
máli væri, að bankarnir tækju
þennan gjaldeyri til geymslu á
lokaða reikninga og á áhættu
þeirra, sem útflutninginn stunda,
því í tilfelli af gengistöpum, þá
töpuðu aðeins þeir, sem grætt hafa
á útflutningsversluninni, en auð-
vitað var ‘þó nauðsynlegt fyrir
bankana að kaupa það mikið af
þessum gjaldeyrir, sem áfram-
haldandi rekstur atvinnufyrirtækj
anna gerði kröfu til.
Þessi gjaldeyriskaup bankanna
voru stöðvuð skömmu síðar, en
síðan 27. nóv. ’41, hafa ótak-
markaðar yfirfærslur á erlend-
um gjaldevri átt sjer stað, en það
segir aftur á móti það, að bank-
arnir og þar með þjóðarheildin,
liefir tekið.á sig að nýju áliætt-
una af gjaldeyrisinneigninni allri.
Skoðun mín á þessum málum
frá árinu 1941, er enn óbreytt.
Jeg tel enn rjett, að bankarnir
skapi sjer ótakmarkaðan umráða-
rjett yfir gjaldeyrinum, en hefðu
sem minsta áhættu af því að eiga
hann. Ef gengi krónunnar , væri
nú liækkað um 10%, en ef það
væri minni hækkun tel jeg að hún
kæmi að mjög litlum notum, þá
mundi sú aðgerð hafa í för með
sjer um 26,5 miljónir króna tap
fyrir bankana.
Jeg tel því ekld gerlegt, að
grípa til þeirra ráðstáfana, nema
sýnt væri að bönkunum yrði bætt
tjónið, og aðgerðin hefði í för með
s.jer veinlega lækkun til hags-
bóta fyrir þjóðina, á vöruverði
innanlands.
Þá er næst að athuga hvað það
er, sem valdið hefir þessari gjald
eyriseign bankanna.
Það er vitað að mikið af henni
hefir skapast við utaiiríkisversl-
unina, en jeg geri þó ráð fvrir
því, að yfirfærslur vegna. hersins
hafi gert meira til aukningar
gjaldeyriseigninni heldur en marg-
an grunar, og þótt bankarnir hefðu
takmarkað kaupin á gjaldeyrir út j
flyl jenda hefði jió ekki verið hægt
að komast hjá því að stórar fjár-
hæðir hefðu skapast erlendis, sem
innstæður bankanna þar, og ekki
hefði verið hægt að komast hjá
•því, að áhættan af þeirri gjald-
eyriseign hvíldi að öllu leyti á
herðum bankanna.
Þótt jeg hafi verið langorður
um áhættuna af gjaldeyriseign-
inni, þá er það ekki af því, að >essum málum, að því leyti, sem
jeg telji hana sjerstaklega mikla! kemur utam íkisversluninni,
heldur af hinu, að bönkunum ber; afkomu bankannna og öryggi fs-
að sýna þar alla varúð, eins og í ]ensku kónunnar, eftir því, sem
öðru er snertir hag þjóðarinnar. I nlanaðkomandi áhrífa gætir.
Um hina miklu seðlaútgáfu er Bn eins °" ";,t nm 1 ^
það að segja að hún liefir skap- hafi Þessarar ?remar- Þ* er efeki
„c i - • i •• e i,- i 1 minna um vert að gæta gróðans,
ast aí þeirri þorf, rem haar launa- ° & ^
heldur en að afla lians, og við
Islendingar höfum sýnt alveg sjer
stakan vanmátt til þeirra hluta,
og 'einmitt þess vegna er nú upp
verð færist nær hinu rjetta, þá
minkar seðlaflóðið af sjálfu sjer.
★
En hvað Iiefir þá komið á stað
þeim orðrómi, *em mjög gerir
vart við sig hjá almenningi unr
hrun peninganna.
Mjer þykir sermilegt að hin
stóraukna dýrtíð í landinu og hið
afar háa kaupgjald ráði þar öllu
um.
Það er allmenníngi ljóst að k
sumum ínnlendum vörum hefiv
verðið fjórfaldast síðan íyrir
stríð, og allar liafa þessar vörur
stórhækkað í verði, og kaup fólks
er nú komið á það stig, að ungl
ingar á fermingaraldri hafa nú
sama kaup og róðherrarnir höfðu
fyrir stríð, eða yfir kr. 1000.00 k
mánuði.
Það er gömul og gild regla, að
því minna, sem menn hafa í.y r i r
öflun fjár, þeim mun minna gildi
hafa peningarnir, í augum þeirra,
sem afla þeirra.
Þegar litið er á heildarafkomw
þjóðarinnar og bankanna út á viðr
þá mun óhætt að segja, a§ í»
lenska þjóðin hefir aldrei verið
svo vel efnum búin sem nú. Gild*
peninganna ætti þvi að vera trygg
ara nú heldur en nokkurntiman
áður, síðan seðlaútgáfan fluttist
inn í landið.
Reynslan hefir sannað það, að
þegar styrjaldir geysa, þá hækka
allar vörur, og fasteignir í verði,
það er, peningarpír missa lianp
mátt sinn að nokkra leyti, mifeið
eða lítið eftir atvikum. En þegar
styrjöldunum er <okið þá kemst
aftur jafnvægi á viðskiftalífið, og
peningarnir hækka aftur í verði,
en það segir hið sama og minkandi
dýrtíð.
Væri þá ekld gott fyrir þá, sem
í fávísku sinni hafa sóað gróða
stríðsáranna, vegna liræðslu við
það að eiga peninga', að eiga eitt-
hvað í pokahorninu, sjálfum sjer
til öryggis, óg þjóðinni tíl bless-
unar.
Hver einstklingur í landinu er
einn lilekkur í þeirri keðju sen»
slcapar þjóðfjelagið. Það er þvi
þjóðfjelagsleg skylda hvers ein
staklings, að sjá sjálfum sjer far-
horða fjárhagslega, eftir bestn
getu, auk þess. að það er þegn-
skaparskykla, að hlúa að sanv-
eiginlegu afkomuöryggi þjóðar-
heildarinnar.
★
Jeg hefi Iijer að framan gert
grein fyrir skoðunum mínum á
greiðslur og vöruverð gera kröfu
til, og hinnar miklu fjáreignar
og viðskiftaankningar almennings,
að ógleymdu því, að allir þeir. .
... , . . „ ! kommn sa kvittur að pemngarmr
morgu hermenn sem h]er eru hafa i . . ’ .
íslenska peuinga milli handa. Það
er því víst, að þegar hermönn-
unum fækkar og kaup og vöru-
verði verðlausir. Með öðrum orð
um. Það er undir okkur sjálfwm
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.