Morgunblaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. des. 1942. ^Kí jOoreKaamaup ;Hörð gagnáhiaup Þioöveria i Tunis i Þjóðverja Mikið barist nálægt Tebourba V«t8 ' : mT* - T? regnir frá Tunis í gær- kveldi skýra frá því, að bardagar hafi verið mjög harð ir píf,g«r í nánd við Tebourba. Reuierfregn frá Marokko herm ir, að vjelahersveitir Þjóðverja haldi uppi skæðum áhlaupum, en framsveitir fyrsta breska hersins verjist vel.. — Fylgir fregn þessari, að Þjóðverjar hafi byrjað áhlaup sín með steypiflugvjelaárásum í dögun í gærmorgun, en siðan hafi skriðdrekar sótt fram. Þá segir, að svo virðist, sem Þjóðverjar hafi hvorki nægilegt fótgöngulið nje stórskotalið til þess að fylgja sókn vjelaher- sveitanna eftir. Á hinn bóginn er landslagi þannig háttað þarna, að ekki verður komið við miklum herstyrk, en smá- sveitir geta haldið uppi harðri vörn. í tilkynningum frá aðalbæki stöðvum bandamanna í Norður Afríku segir aðeins, að Þjóð- verjar geri árásir með vjela- hersveitum. — Lundúnafregnir skýra frá því, að miðið sje um loftbardaga, og sje landher bandamanna studdur af flug- liðinu, sem hafi í gær skotið niður 3 orustuflugvjelar og 2 flutningaflugjelar. Reuterfregn segir, að tals- maður þýsku herstjórnarinnar, Dietmar hershöfðingi, hafi í út- varpi í gærkveldi gefið í skyn, að Þjóðverjar myndu alls ekki leggja meigináherslu á að verj- ast í Norður-Afríku. — Hann sagði að þær vígstöðvar væru ekki álitnar mjög þýðingar- miklar í Berlín. Aðalerfiðleika bandamanna sagði hann vera á samgöngusviðinu, og hefði hernarur þeirra þar, aukið erf-- iðleika þeirra hvað siglingarn- ar snerti. Reuterfregn hefir það eftir Yichy-útvarpinu í gærkveldi, að Anderson hershöfðingi fyrsta hersins breska hafi feng ið liðsauka, bæði fótgönguliðið og stórSkotaliðið. Þýsk skríðdrekaáhöfn gefst upp r f t t t t t I v r t * | I y r r I r r Engar breyt- íngar á að- stöðunní Pyrstu myndirnar frá bardögunum í Egyptalandi og Libyu eru nú að berast hingað til lands. Myndin hjer að ofan var tekin er áhöfn skriðdreka gafst upp. Fótgönguliðsmaður breskur sjest á hlaupum með brugðinn byssusting. r 25 ðra fttilveldl Finnlands Finnska þjóðin minntist 25 ára fullveldis síns á sunnudaginn var, og var mik- ið um hátíðahöld í landinu af því tilefni. — Ryti forseti flutti ræðu, þar sem hann fór hörð- um orðum um kommúnismann og hættu þá, sem af honum stafaði. * Mannerheim marskálkur gaf út dagskipan til hersins, og sagði, að mikils hefði verið krafist af honum að undan-t: förnu, en við meir fórnum1 mætti búast í framtíðinni. í Svíþjóð var fullveldis: Finna einnig minnst, og kom þar í ljós mikil vinátta Svía í garð Finna. Finnski sendi-, herrann í Stokkhólmi hafði inni boð mikið. Saiðarlkin Dala mist . 58,307 manns Washington í gærkveldi. Afyrsta ári styrjaldarinnar misstu herir Bandaríkjanna alls 58.307 manns, þar með talda fallna, særða, fanga og þá sem saknað er, segir í opinberri tii- kynningu, sem gefin var út hjer í dag. Þar af var manntjón land- hersins <35.078 manns. — Reuter. Síðnsta frjettir: Bandamenn fá flugvelli I Vsstur-Afrfku D euterfregn seint í gærkveldi skýrir frá því, að samkomu- lag hafi orðið um það milli Eisen- howers hershöfðingja og Boisson, landsstjóra í frönsku Yestur-Af- ríku, að bandamenn fái afnot af flugvöllum þar. EINNIG DAKAR. Þá er sagt, að í samkomulaginu felist, að bandamenn fái líka af- not af flotahöfninni í Dakar. Darlan hættu- tegur banda- mðnnum — segir Catroax Lundúnafregnir í gærkveldi hermdu, að Catroux hers- höfðingi, sem er í flokki stríð- andi Frakka, og hefir haft á hendi landsstjórastörf í Sýr- landi, hafi haldið ræðu í Lond- on í gær, en þar er hann nú staddur, og fordæmt Darlan flotaforingja, og talið hann hættulegan bandamönnum. Catroux sagðist leggja til, að öll völd yrðu tekin af Dar- lan, og sagðist segja þetta af hernaðarlegum ástæðum, því að Darlan væri hættulegur mað ur. Hann sagðist ekki vilja hafa hann að baki sjer, eins og her bandamanna sem berðist í Tunis. ,,Jeg þekki Darlan“, sagði Catroux, og sagði einnig að Darlan hefði aldrei látið í ljósi, hvað hann eiginlega vildi enda myndi það síst vera hag- stætt bandamönnum og mál- stað þeirra. Stórskolahríð wlð E1 Agbella herstjórnartilkynningunni * frá Cairo í gær, var þess getið, að einungis væri um stór skotahríð og framvarðaviður- eignir að ræða við E1 Agheila. Nokkuð var einnig um átök í lofti. Háskólafyrirlestur Símons Agústssonar fellur niður í dag vegna lasleika. Arásin 4 Pearl Harbour: Átta orrustuskip Baadarlkjamanna voru skemd eða eyðitögð Heflr werið gerl við flesf affur pv lotastjórn Bandaríkjanna *■ tilkynti í gær, 7. desem- ber, þegar ár var liðið frá árás Japana á flotastöðina í Pearl Harbour, nákvæmlega hvernig árás þessi hafði farið fram, og hvaða tjón hefði orðið í henni. Söktu Japanar þar fimm or- ustuskipum, eða löskuðu þau syo mjög, að þau voru ekki fær til hernaðar um alllangan tíma. Skipin voru: Arizona, Oklan homa, California, Nevada og West Wirginia. Þá löskuðust ór ustuskipin Pensylvania, Mary- land og Tennesee minna. Sökt var tundurspillunum Shaw, Cassin og Downes, hinu gamla orustuskipi Utah, Alls mistu Bandaríkjamenn 177 flugvjelar í árásinni, en það tjón var fljótlega bætt upp. Bandaríkjamenn mistu þarna alls 3343 menn úr her og flota, sem fjellu eða ljetust af sárum sínum. 1272 menn særðust, en hafa verið græddir aftur. Japanar mistu í árásinni 48 flugvjelar og 3 litla kafbáta. Að lokum segir flotastjórn- in: „Skaði sá, sem Kyrrahafs- floti Bandaríkjanna beið í árás inni á Pearl Harbour var mjög alvarlegur, en viðgerðum er nú því nær lokið. Og vegna dugn-- aðar þeirra, sem að þessu vinna verður tjón þetta bráðlega af máð með öllu“. P regnir frá Rússlandi herma *■ að gagnáhlaup Þjóðverja fari stöðugt harnandi, og hafí Rússar sótt lítið fram í gær. Verða þeir a@ verjast árásum ÞjóSverja, og einnig að tryggja aðstöðu sína á stöðum þeim, sem þeir hafa náð á sitt vald. Lundúnafregnir herma, að harð lega sje nú barist í Don-bugð- unni, þar sem þýskur her er að mestu innikróaður, og sjeu Þjóðverjar þarna vel vopnaðir- og mótstaða hörð. Þá er einnig sagt í Lundúnafregnum, að I Stalingrad hafi verið um viður- eignir smáflokka að ræða. Einnig segja Lundúnafregn-t ir, að Þjóðverjar safni nú miklu liði til þess að hrekja Rússa yfir Donfljótið aftur, og komi það lið frá svæðinu umhverfis Rostov. Á hiiðvígstöðvunum ér mót- spyríia Þjóðverja einnig gífurlega hörð, að því er Lundúnafregnir segja, og virki Þjóðverja mjög ramger. Rnssár segjast hafa tekið þorp nærri'Veliki Lukie, en það höfðu þeir misst í hepdur Þjóð- verja í fyrradag. — Fyrir suð- vestan Stalingrad halda Rússar uppi könnunaraðgerðum, og tryggja aðstöðu sína. Þá segja Russar aðstöðu þýskrar bersveitar nærri Tuapse orðna mjög erfiða. Þjóðverjar segjast hafa hrundið ■ áhlaupum Riissa á þessum slóð- ^ um og fari veður þar enn versn- andi. í Þá segja Þjóðverjar frá hörð- ; um. áhlaupum Rússa á Tereksvæð- ! inu, en segjast einnig hafa hrund- ið þeim, og hafi Rússar þar beðið 1 allmikið tjón. ; Fyrir norðvéstan Stalingrad 1 segjast Rússar hriuda hörðum ' gagnáhlaupum Þjóðverja, og hafi þeir eyðilagt þar marga skrið- dreka fyrir þeim. Miklar loft- , árásir bandamanna Flugmálaráðuneytið í Lond- on tilkynti í gær, að flugvjelar Breta og Bandaríkja manna, sem bækistöðvar hafa í Englandi, hafi gert margar og miklar árásarferðir um helg ina. Bandaríkjaflugvjelar gerðu árás á Lille í fyrradag, en breskar orustuflugvjelar voru þeim til verndar. — Þá gerðu breskar flugvjelar árásir á skip við Frakklandsstrendur í gær, og voru tvö skip löskuð. Tvær [flugvjelar komu ekki aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.