Morgunblaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 3
Þrlðjudagur 8. des. 1942. MORGUNBLAÐIÐ 3 Vonlaust um tjögra flokka stiórn Endurreisn blla- einkasðlunnar Frumvarpið komið til 2. umræðu og nefndar T7> ndurreisn bflaeinkasölunn- ar, þ. e. frumvarp þeirra Sigrurðar Þórðarsonar og Finns Jónssonar kom til 1. umræðu í Nd. í gær. Sigurður Þórðarson fylgdi frumvarpinu úr hlaði með ræðu þar sem hann lofaði mjög rekst ur einkasölunnar sálugu og taldi að fjármálaráðherrann hefði traðkað yfirlýstan vilja Alþingis (frá sumarþinginu) með því að leggja einkasöluna niður. Jakob Möller fjármálaráð- herra kvað það algeran mis- skilning hjá S. Þ., að Alþingi hafi í sumar látið í ljós nokk- urn vilja um það, að þessi einka sala skyldi rekin áfram. Hið Tilkynning frá ríkisstjóra Greinargerð Sjálfstæðis- flokksins S KRIFSTOFA RÍKISSTJÓRA sendi blöðraram svohljóðandi tilkynningu laust eftir hádegi í gær: „Nefnd skipuð 2 fulltrúum frá hverjum . þingflokkanna, sem setið hefir á rökstólum síðastliðinn mánuð út af nýrri stjómarmyndun hefir nú tjáð ríkásstjóra að hún telji ekki mögulegt að svo stöddu að mynda samstjóru allra flokka. Ríkisstjóri hafði samfund með formönnum allra þingflokkanna, mánudaginn 7. desember f. hád. Eftir ítarlegar viðræður um viðhorfið tjáði hann formönnunum í fundarlok að eins og nú væri komið málum mundi hann reyna aðrar leiðir til myndunar nýrrar stjómar“. ar gætu tekist milli flokkanna, heldur ganga til þess móts með þeim einum ásetningi að freista til hins ítrasta að ná viðunandi samkomulagi um ráðstafanir gegn dýrtíðinni og það annað einkasalan starfaði. Rísisstjórníhlutaðist til um að hafnar yrðu in hefði og að sjálfsögðu fylgt þessu, en þegar til kom tókst ekki samkomulag milli nefnd- arinnar og ráðherra. Því þegar ráðherra benti nefndinni á, að fyrir lægju skuldbindingar, bæði frá einkasölunni og ráð- herra til einstakra manna um bíla, vildi nefndin ekkert til- lit taka til þessa. Vitanlega gat ríkisstjórnin ekki unað slíku. Ráðherrann benti á að það væri algerlega á valdi ríkis- stjómarinnar að ákveða, hvort einkasala á bílum væri rekin eða ekki. Upphaflega hafði heimildin náð til raftækja, auk bíla. 1939 hefði ríkisstjórnin upp á eigin spýtur ákveðið, að leggja niður raftækjaeinkasöh una. Ráðh'errann kvaðst hafa talið heppilegt, að leggja bíla-1 einkasöluna niður nú, vegna þess að vörur þær, sem hún verslar með væru ófáanlegar. Það væri aðeins eyðsla á fje, að vera með slíkt fyrirtæki, ef það hefði ekkert að versla með. Viðvíkjandi því sem Sig. Þ. ■agði um óánægju yfir úthlut- un bílanna hjá ráðherra, svar- aði ráðherrann því, að slík óánægja hefði verið ríkjandi áður en hann varð ráðherra, enda ógerningur að gera svo öllum líkaði í þeim efnum. Frumvarpinu var að lokum ▼ísað til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar. þá þegar samningaumleitanir Af hálfu Sjálfstæðisflokksins unnu að samningaumleitunum þeir Ólafur Thors forsætisráð- herra og Jakob Möller fjár-! málaráðherra. Hjer fer á eftir greinargerð þeirra: Samkvæmt ákvörðun flokks- ráðs Sjálfstæðisflokksins til-er steðjaði og enga bið kynti forsætisráðherra ríkis- Þoidi. stjóra hinn 3. nóvember síðast- . Sjálfstæðisflokkurinn hefir liðinn, að ríkisstjórnin myndi þá einnig í þessum samninga- eina sem Alþingi gerði var, að'biðjast lausnar þegar í stað ^umleitunum lagt áherslu á, að fyrirskipa að nefnd skyldi ann- jer Þing kæmi saman, og stakk aðrir flokkar fylgdu sömu meg- ast úthlutun bílanna, meðan! jafnfyamt upp á að ríkisstjóri in stefnu. Varðandi dýrtíðarmálin lýsti flokkurinn sig fúsann til þessa: 1) Að verja fje úr ríkissjóði til þess að lækka vísitöl- una. 2) Að afla ríkissjóði nýrra tekna í þessu skyni, með- al annars með því: a) að hækka skatta, éink um á hátekju'm. b) að draga úr skatta 1- vilnunum hlutafjelaga. c) að fella niður vara-. sjóðshlunnindi útgerðar- ínnar, að öðru leyti en því, sem beint snerti end- urnýjun skipastólsins. d) að innheimta eignai skatt af eignaaukningu stríðsáranna í eitt skifti. e) með öðrum ráðum, sem tiltækileg þættu. 3) Að skerpa eftirlit með skattaframtali. Vegna viðleitni annara flokka til þess að draga. inn í sainningana önnnr mál, sem að dómi Sjálfstæð- isflókksins ekki standa í beinu sambandi við dýrtíðarmálin, þ. á. m. ög ekki síst verslunarmálin tjáði Sjálfstæðisflokkurinn sig reiðubúinn til þess að taka þátt í að koma því til leiðar: 1) Að ríkið sæi um að altaf yrðii fyrirliggjandi nægar birgðir nanðsynja í landinu eftir því sem föng stæðu til. 2) Að ríkið -í þessu skyni trygði forgangsflutning slíkrar vöru til landsins. 3) Að ríkið hefði þau afskifti af innkaupum og sölu, nauðsynja er þurfa þætti vegna hags- muna almennings. 4) Að ríkissjóði yrði trygður mestur hluti alls verslnnar- ágóðans. FRAMH. 1 SJÖUNDU SÍÐU Dómur í „for- setamálinu" Ritstjórar Tímans og Þjóðviljans dæmdir í sektir JBridgekeppnin. Næstsíðasta um ferð fer fram í kvöld í Vonar- stræti 4 og hefst kl. 8. Keppir þá flokkur Sigurhjartar Pjeturs- sonar við flokk Ingólfs Ásmnnds- sonar og flokkur Benedikts Jó- hannessonar við flokk Lúðvíks Bjaimasonar. um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar, er nyti stuðnings allra flokka þingsins. Að tilhlutun ríkisstjóra skip- uðu þingflokkarnir skömmu síðar tvo menn hver, til þess, af þeirra hendi, að taka þátt í slíkum samningaumleitunum. Nefnd þessi hefir nú tilkynt ríkisstjóra niðurstöðuna, og verður að telja, að tilraun þessi hafi mistekist, a. m. k. að svo stöddu. Út af þessu þykir okkur, er af hálfu Sjálfstæðisflokksins tókum þátt í þessumt samninga- umleitunum rjett að taka fram það er hjer fer á eftir: Sjálfstæðisflokknum var þeg ar í öndverðu Ijóst, að frum- skilyrði þess að jákvæður ár-t angur næðist af slíkum umleitn unum væri, að allir flokkar sættust á, að láta að sem allra mestu leyti niðurfalla kröfur um að ný og eldri 'stefnumál þeirra næðu nú fram að ganga, en einbeittu hins vegar hugan-> um að því, að leita að sam-i eiginlegri úrlausn þeirra vanda ; mála, er að undanförnu hafa jsteðjað að þjóðinni, og þá eink- j um að því að stöðva vöxt dýr- tíðarinnar og draga úr þeirri dýrtíð, er þegar er í landinu. Frá þessu sjónarmiði taldi Sjálf stæðisflokkurinn nauðsynlegt að leggja í bili á hilluna önnur áhugamál sín, er hann bar fram við síðustu kosningar og hjet að koma í framkvæmd, ef flokkurinn fengi til þess þingfylgi og skyldi flokkurinn engin slík mál bera fram við samningaborðið, er gæti orðið því til hindrunar að samning- Dómur er nú fallinn hjá sakadómara í máli því, sem rjettvísin höfðaði gegn rit- stjórum Tímans og Þjóðviljans, þeim Þórarni Þórarinssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, út af ærumeiðandi ummælum þeirra um úrskurð forseta sameinaðs Alþingis, Gísla Sveinssonar, á síðasta sumarþingi (val þing- manna til efri deildar). Urðu málsúrslit þau, að ritstjóri Tím ans var dæmdur í 600 króna sekt til ríkissjóðs (eða 30 daga varðhald) og málskostnað, en ritstjóri Þjóðviljans í 500 króna sekt (eða 25 daga varðhald) og söníuleiðis málskostnað. Brotist inn í kjötbúð A ðfaranótt sunnudagsins var ÁA brotist inn í kjötbúð á Hofsvallagötu 16. Eigandi búð- arinnar er Hjalti Lýðsson. • Stolið var nokkrum sviða- hausum og skiftimynt. sem í peningahirslu verslunarinnar var, en það voru um 20 krónur. Innbrjótsþjófurinn, eða þjóf- arnir komust inn í búðina með því að brjóta glugga. Rannsóknarlögreglan hefir málið til rannsók-nar. Vörubifreið stolið Ifyrrinótt . var brotist inn í bílskúr í Kveldúlfsporti og stolið þar vörubifreiðinni R. 1274. í gærkveldi var bifreiðin ó- fundin. Eru þeir, sem kynnu að hafa orðið hennar varir beðnir að gefa rannsóknarlögreglunni upplýsingar um það. Mesta orustuskip heimslns regnir frá Washington í gær- •*- kveldi segja frá því, aS í gær hafi verið hleypt af stokkun- um í Bandaríkjunum mesta orr- ustuskipi sem nokkru sinni hafi verið smíðað. Hlaut það nafnið New Jersey og er 52.000 smálestir að stærð, búið 40 cm. fallbyssum. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Áslaug Kristinsdóttir, hárgreiðslu- kona og Elías Dagfinnsson bryti, til heimilis á Vífilsgötu 1. íslenskar afurðirskulu oreiddar I peningum Qísli Jónsson flytur frum- varp um greiðslu ísl. afurða. Segir svo í 1. gr.: „Hver sá, sem kaupir íslensk ar afurðir, hvort heidur er sjáv arafurðir, landbúnaðarafurðir eða íslenskát íðnaðarvörur, skal greiða þær í peningum, þégar seljandi krefst þess og má eigi greiða þær með skulda- jöfnuði, nema svo háfi áður verið um samið“. í 2. gr. segir svo: „Sjeu afurðir seldar á fast- ákveðnu verði, skal það verð greitt að fullu á þann hátt, er 1. gr. kveður á um. Sjeu þær hins vegar seldar á óákveðnu verði, með rjetti til verðupp- bótar síðar, eða í umboðssölu, hvort heldur er af kaupfjelög- !um, samvinnufjélögum eða öðr- um aðilum, skal að minsta kosti .helmingur af gangverði afurði anna greitt samkvæmt ákvæð- um 1. gr., en afgangurinn á sama hátt eigi síðar en 2 mán- uðum eftir að lokasala og greiðsla andvirðisins hefir far- ið fram“. f greinargerð segir: Mikill hluti afurða lands-i manna er nú venjulega seldur annaðhvort í umboðssölu af sölusamlögum og samvinnufje- lögum eða á föstu verði með rjetti til verðuppbótar síðar. Þar sem svo er háttað, að umboðssalar eða kaupendur hafa aðeins á hendi sölu ís- lenskra afurða, er framleiðanda ávalt greidd varan í peningum, og megin hluti hennar þá lang- oftast skömmu eftir að varan hefir verið afhent,. þótt stund-, um dragist um of endanleg upp gerð, einkum á landbúnaðar- afurðum. Sjeu umboðssalar eða kaupendur hins vegar jafn- framt verslunarrekendur, svo sem kaupmenn og kaupfjelög, vill verða á því allmikill mis-< brestur, að afurðirnar sjeu greiddar út í peningum, eða reikningsskil gerð jafnskjótt og varan er seld, heldur vanalega látin dragast til næstu ára- móta. Gengur þetta svo langt í sumum hjeruðum dreifbýlis- ins, þar sem lítil eða engin samkepni er í verslun, að fólk- ið sjer aldrei eða sjaldan pen- inga. Með þessu fyrirkomulagi er framleiðandinn háður þeim aðila, sem hann selur afurðir sínar, meira en holt ér, ekki einasta um öll vörukaup, held- ur og um margt annað, er út-» gjöld hefir í för með sjer, og eins fyrir það, þótt það miði að bættum lífskjörum og betri af-t komu. Frumvarp þetta miðar að því að breyta hjer úreltu og óheppilegu greiðslukerfi og koma á meira frjálsræði og meiri sanngirni í viðskiftum á milli smáframleiðenda og versl unaraðila. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.