Morgunblaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1942, Blaðsíða 5
In-iðjudagur 8. des. 1942, ■Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 6.00 á mánuði innanlands, kr. 8.00 utanlands í lausasölu: 40 áura eintakið. 50 aura með Lesbðk. EkKert samstarf Erlingur Páls«on: Sundlaugadalurinn framtíðar útibaðstaður Reykvíkinga T tfvallnn fyrir leikvellt og lullkomlnn fþróttale <vaffp ÞÁ er svo komið, eftir rúm-i lega mánaðar þjark, að jþingflokkarnir hafa tilkynt rík-, isstjóra, að þeir sjái enga mögu leika til þess að mynda ríkis- stjórn, sem allir flokkar standi að. Það mun hafa verið 3. nóv. sem Ólafur Thors forsætisráð- herra tilkynti ríkisstjóra, að ráðuneyti hans myndi biðjast lausnar strax er þingið kæmi saman. Sama dag kvaddi ríkis- stjóri formenn allra þingflokk- anna á sinn fund og bar fram við þá þau tilmæli, að flokk- arnir reyndu að mynda ríkis- stjórn, er þeir gæti allir staðið að. Því er ekki að leyna, enda hefir þess einhvers staðar ver- ið getið opinberlega, að það var samkvæmt ábendingu frá formanni Sjálfstæðisflokksins, að gerð var þessi tilraun, um samstjórn allra flokka. Því miður bar tilraunin eng-) an árangur. Ekki er vafi á því, að það sem þjóðin þarfnast nú fyrst og fremst, er sameigin- legt átak í dýrtíðarmálunum. j En frumskilyrði þess, að beitt yrði sameiginlegu átaki í lausn dýrtíðarmálanna var samstarf allra stjórnmálaflokka, bæði á Alþingi og í stjórn landsins.1 Því miður gat sú gæfa ekki fylgt flokkunum, að slíkt sam- starf mætti takast. Hugmynd Sjálfstæðisflokks- ins var frá upphafi sú, að sam starfið beindist að höfuðverk-, efninu: lausn dýrtíðarmálanna og þeim málum öðrum, sem, stæðu í sambandi við þau. Af þessu leiddi, að Sjálfstæðis-1 flokkurinn lagði til hliðar öll sjermál sín, svo að þau yrðu, ■ekki Þrándur í Götu fyrir sam-> starfinu. Aðrir flokkar fóru hjer öðru vísi að. Þeir fóru að gefa út starfsskrá eða stefnuskrá fyrir hina væntanlegu samstj^rn og drógu þar fram mörg sjermál flokkanna, mál sem áttu ekkert skylt við höfuðviðfangsefnið, lausn dýrtíðarmálanna. Þetta hlaut að torvelda mjög starf , átt-menninga nefndarinnar og hefir að lokum orðið þess vald- andi, að samstarf tókst ekki. Sennilega er alveg óreynt ennþá, hvort ekki er finnanleg lausn í dýrtíðarmálunum, sem allir flokkar geta staðið að. Hingað til hefir ekkert reynt á þetta, þar sem tilraunir um myndun samstjórnar strandaði á alt öðrum málum. Þetta verð-i ur að telja mjög illa farið, því að flokkarnir hefðu engu tap- að þótt þeir hefðu látið sjer- mál sín hvíla um stund, meðan verið var að leysa höfuð verkn ..efnið, dýrtíðarmálin. Ollum, sem sundíþrótt unna og heilnæmu baðlífi og titi- vist, þótti það hin bestu tíðindi, þegar hreyfing komst á það í blöðunum og hæjarstjórn Reykja- víkur að gera endurbætur á Sundlaugunum, þessum vanrækta heilsubótarbrunni Reykvíkinga, og byggja þar einnig opna sjó- laug. Áður en hafnar eru fram- kvæmdir í jafn merku máli sem þessu virðist nauðsynlegt að gjör- athuga það frá öllum hliðum og skipuleggja strar alt, sem þarna á að koma af mannvirkjum í framtíðinni. Eins og kunnugt er, þá eru Sundlaugarnar orðnar alt of litlar fyrir þá gífurlegu aðsókn, sem að þeiin streymir, og algerlega ó- fullnægjandi fyrir sundþjálfun. Þær eru því af framangreindum ástæðum og mörgu öðru, sem benda mætti á, algerlega ófull- nægjándi útibaðstaður fyrir bæj- arbíia. Það þarf því að byggja annan útibaðstað, sem fullnægir öllum þeim kröfum, sem gerðar eru til slíkra staða að stærð og öllu fyrirkomulagi. Þó tel jeg rangt að rífa gömlu laugarnar, beldur tel jeg rjett að gera þær að barnasundlaugum. Þarf þá að grynka þær og gera upp úr gamla laugarstæðinu fal- lega sundþró með tilheyrandi endurbættum böðum, hreinlætis- útbúnaði og sólskýlum, yrði þá vel sjeð fyrir hollu baðlífi æsku höfuðstaðarins fyrst um sinn, ef þeim væri ætlaður þarna góður baðstaður útaf fyrir sig. Því á þessu sviði eiga böirn eigi sam- stöðu með fullorðnu fólki, og þó síst eins og nú er ástatt. Því á baðstaðnum þurfa þau að njóta næðis og frjálsræðis út af fyrir sig, undir stjórn góðra kennara og umsjónarmanna. Eins og margur mun minnast hafði -Jón Þorláksson í hyggju að láta byggja inn við Sundlaugar mjög glæsilega sundlaug með öll- um nýtísku útbúnaði. Eftir ná- kvæma athugun og í samráði við áhugamenn á þessu sviði, hafði honum helst hugsast að velja hinni nýju sundlaug stað nokkru fyrir sunnan gömlu laugarnar á túninu austanvert við lækinn, og þar tel jeg að hinn nýi baðstað- ur eigi að vera. Fyrirkomulag baðstaðarins þyrfti í höfuðdráttum að verða þetta: Sundlaugin þarf að vera hvort tveggja í senn fullkomin til sund- kenslu og þjálfunar og kepni í sundi og sundknattleik 50x20 metrar. Grunn til beggja enda, svo sundkensla geti farið þar fram, en með halla til miðju. Samskonar fvrirkomulag er á sundlauginni í Sportpalatzet í Stokkhólmi og hefir þótt Iientugt. Út frá miðjunni þarf að koína sjerstök laug fyrir dýfingar ea. 12 X 15 metr. fyrir 4 dýfingaborð, 2 eins meters, 1 þriggja og 1 fimm metra hátt. Dýfingar eru mjög að fara í vöxt meðal sundiðkenda. Þær eru glæsileg íþrótt og er því sjálfsagt að afla þeim viðeigandi skilyrða á þessuui stað. Rjettast mun að láta laugina snúa frá austri til vesturs, og láta dýfingaþróna ganga til suðurs út frá henni miðri. Rúmgott áhorfendasvæði þarf að vera tilheyrandi lauginni, og rúmgóða sólbaðskýli fyrir konur og karla. Sundþróin þarf að vera gler- húðuð eða flísalögð, með hliðar- rennum og ölluin hinum fullkomn- asta hreinlætisútbúnaði, svo sem vatnshreinsunarv jelum. Það fyrirkomulag verður að hafa eins og í Sundlaugunum, að leið baðgestanna í laugina liggi um baðherbergi, þár sem þeiua er skylt að baða sig án sundklæða áður en þeir fara til sunds. Hins- vegar er sjálfsagt að hafa, eins og nú á sjer stað við Sundlaug- arnar, sameiginleg, heit sturtu- böð fyrir baðgesti. Eru slík sturtu böð t.il stórra þæginda og heilsu- bótar og hafa hlotið almennar vin- sældir. Koma þarf upp í sambandi við laugina gufubaðstofum fyrir kon- ur og karla, rökum og þurrum eftir því sem fólk kýs sjer. Er slíkt auðvitað alveg tilvalið á slíkum stað. í húsi því, sem að sjálfsögðu verður að byggja í sambandi við hina nýju sundlaug, yfir klæða- skála o. fl., væri nauðsynlegt að byggja hvíldarherbergi fyrir bað- gesti, þar sem þeir gætu hvílt. sig á þægilegum bekkjum, vafðir í ullarteppum. Að njóta slíkrar hvíldar eftir bað í hlýju og næði er sjerstaklega liolt öllum þeim, sem eru eitthvað lasburða og þeim, sem leggja á sig harða þjálf- un. í sambandi við baðstað þann, sem jeg nú liefi lýst, sem yrði til notkunar alt árið, þarf að byggja annan baðstað, baðströnd, seni eingöngu yrði notuð sem sumarbaðstaður. Baðströndin á að vera suður af sundlauginni, út af fyrir sig, en þó innan sömu girðingar. Baðströndin á að vera eins og grunn skál í laginu, með sandi og sjávarmöl alt í kring og steypt um eða hlöðnum byrgjum um- hverfis fyrir sólböð. Hæfilega stærð baðstrandarinnar tel jeg 100x50 metra. í baðströiulinni þarf að vera sjerstakt áhald, sem mjög tíðkast á slíkum, stöðum erlendis, en það er áliald, sem með snöggri hreyf- ingu orsakar bylg.jur á vatnið og kemur lífi og hreyfingu á bað- staðinn og minnir fólk á, að það s.je statt út við sjálfa hafströnd- ina, þar sem ekkert er gert af manna böndum. Baðströndin á að vera almenn- ingur, þar sem t. d. fjölskyldan öll getur komið í frístundum sín- um, afklæðst í sínu sólbyrgi und- ir berum himni, synt í vatni, þar sem aldan vaggar og notið svo sólbaðs á eftir í fjörunni, líkt og Reykvíkingar voru farnir að iðka í stórum stíl á Nauthólsvík og Shellvík fyrir hernámið. Ein- hver.jum mundi nú koma til hugar áð spyrja, Því þá ekki að láta þá gömlu sjóbaðstaði nægja þegar styrjöldinni er lokið og alt verð- ur gefið frjálst aftur? Þeir örðugleikar fylgja sjóböð- um hjer við land, að kuldinn er til óþæginda, nema á bestu sól- skinsdögum að sumarlagi, einkum fyrir unglinga o'g þá, sem veiklað- ir eru á heilsu, sem þó sjerstak- lega þurfa sjóbaða með. En þar sem í ráði er að leggja sjóleiðslu inn í Sundlaugar og byggja þar sjerstaka sjólaug, þá er auðvitað sjálfsagt að nota hann til hins ítrasta og leiða liann einn- ig í baðströndina, vel upphituð- um við hin góðu skilyrði, svo menn geti synt I vel hlýjum. sjó, að minsta kosti yfir sumartím- ann, þar sem aldan fellur við ströndina, og tekið svo sólbað á eftir á hlýrri og saltri sjávar- mölinni. Alt baðsvæðið þarf að vera af- girt með góðri gírðingu til skjóls og öryggis, og prýtt með falleg- um trjálundum og blómum, líkt og baðstaðirnir í úthverfum Lund- únaborgar, sem gerðir hafa verið samkvæmt hinni nýju, ensku íþróttalöggjöf. Slíkt umhverfi laðar að sjer baðgestina, livílir þá og endurnærir, einkum þá, sem verða að fórna inniverunni heilsu sinni mestan hlufa æfinnar. Jón Þorláksson kynti sjer mjög rækilega útibaðstaði í hinni síð- ustu utanför sinni 1933, og taldi hann, að baðströndin þætti full- komnasta útibaðstaðsfyrirkomu- lag, og kvaðst hann mundi beita sjer fvrir því, að hún yrði gerð í sambandi við hina glæsilegu sundlaug, er hann vildi láta byggja. Efalaust tel jeg það, að bæj- arstjórn Reykjavíkur mundi fá I mikið þakklæti fyrir, ef hún tæki i þetta balstaðsmál með víðsýni og j röggsemi, og ljeti gera í sund- i laugadalnum fyrirmyndar bað- stað, sem vissulega mundi ekki 1 eiga neinn sinn líka vegna þeirra I dásamlegu skilyrða, * sem heita ' vatnið skapar. I Því fullkomnari sem baðstaður- inn yrði, því meiri skilyrði hefði hann til að bera sig fjárhagslega, ' en þó er hinn óbeini arður miklu meiri, því góð heilsa er dyrmæt- asta eign hvers einstaklings. j Það virðist heldur eigi óviðeig- andi, að þessum stað verði sýnd meiri ræktarsemi en verið hefir hingað til, þar sem sundíþróttin, „íþrótt íþróttanna“ er aðallega upp sprottin við hin frumstæðr* skilyrði í Laugalæknum, en tókst að þroskast upp í það á nokkrtrm áratugum að verða alviðurkeiid þjóðaríþrótt. Áður en jeg lýk máli mfnu kemst jeg ekki hjá því að rnini* ast örfáum orðum á SundlaugA- dalinn í heild. Eftir að hið glæsilega íþrótta hverfi í, S. 1. var tekið til hen>- aðaraðgerðá, svo að það getur aldrei orðið nema svipur hjá sjón hjer eftir, þá virðist mjer Sund- laugadalurinn vera hinn eini sta> ur í nágrenni Reykjavíkur, sem komið gæti til mála sem framtíð- ar íþróttahVerfis og útivistarstað- ur bæjarbúa. Auk baðstaðarins virðist þar á- gætt svæði f.yrir leikvelli, tenni-t- velli, æfingavelli og fnllkominn íþróttavöll (Station),- en fyrir hann tel jeg sljettuna suðvestujr af Þvottalaugunum mjög athyglrv verða. Sundlaugadalinn ætti því ek’ i að byggjá meira en orðið er milfi Sundlaugavegs og Múlavegs, Reykjavegs og Laugarássvegs. Dalurinn liggnr vel við sól, og veðursæld^er ]tar í besta lagi, mfð- að við nokkurn annan stað í n.'t grenni bæjarins, sem völ er á, og veitir það bonum mikið gihli sem útivistar og íþróttastað, og ein * ig þau ágœtu skilyrði, sem þar eru fyrir hendi fyrir hlómarækt og skógrækt. Með hægfara þróun virðist Reykjayíkurbær verða samfelt bygður iun að Elliðaám eftir nokkra áratugi. Hjer er að rísa upp margskonar iðnaður, sem vo>* andi á eftir að þróast i'ramtíð- inni á heilbrigðum grundvelli og veita mikla atvinnu. Það er því aðkallandi nauð- synjamál að tryggja nú þegar þennan ágæta stað sem friðhelg- an reit fyrir íþrótta og útivistar svæði höfuðstaðarins. Vil jeg beina því til forráðamanna hæjar- ins og allra, sem íþrótjum unua, að taka þetta mál til rækilegrar íhugunar. Að sjálfsögðu tel jeg að leita beri álits stjórnar íþröttasaxa- bands íslands nm slíkar íþrótta- framkvæmdir og fið framan get- ur, og hyggjnm við þai gott til samstarfs við hinn nýja íþrótta- ráðunant bæjarins, sem tengiliðs milli íþróttamanna og bæjar- stjórnarinnar, og einnig tel jpg, að leita beri aðstoðar um slílct stórmál sem þetta ti íþrótta- nefndar ríkisins, því ótvírætt virð ist að styrkja. beri slíkar fram- kvæmdir sem þessar með ríflegu framlagi úr íþróttas.jóði, þar sem þetta er eltki eingöngn sjermál Reykvíkinga, heldnr menningar- mál allrar þjóðarinnar. Erlingur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.