Morgunblaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1843, Rússar taka Chermkowsk Tilkynntu fall Mozdok í fyrradag Harðir bardagar á öllum víðstöðvunum AUKATILKYNNING var gefin út í Moskva í gærkveldi og var á þá leið, að Rússar hefðu tekið í gær járnbrautarstöð nckkra og bæ, er nefnist Chernikovsk. Er bær þessi um 160 km. fyrir vestan Stalingrad. Þá segir í tilkynningunni, að þarna hafi verið tekið mikið af skotfærum herfangi og jafnvel flugvjelar. í fyrra- dag tilkynntu Rússar, að þeir hefðu tekið Mozdok í Kák- asus, en um þá borg hefir mikið verið barist, og hafa Þjóð- verjar ekki tilkynnt töku hennar áður, svo vitað sje. NýársræOa Hákonar Noregs konungs Hjer fer á eftir ræða Hákonar Noregskonungs, sem hann flutti á nýársdag s.l., og útvarpað var um útvarpsstöðvar í Banda-* ríkjunum. EGAR forsætisráðherra Breta, herra Churchill ávaypaði bresku þjóðina á hin* um dimmu dögum ársins 1940, lofaði hann engu nema „blóði og svita“. Og þegar hann tal- aði um það sem gerast myndi á árinu 1941, gaf hann í skyn, að langt stríð myndi vera fyrir höndum. Flestu fóiki fjell miður að heyra að það yrði að þola ógn- ir styrjaldarinnar máski árum SáWn.-. ■> ■- rA Á4 dag vitum vjer allir, að Churchili hafði á rjettu að standa, og gerði rjett í því að búa þjóð sína undir það, sem koma átti, og vjer höfum sjeð hvernig hinar sameinuðu þjóðir voru reiðubúnar að taka á móti hinum þungu höggum, sem þær urðu fyrir á fyrstu stríðsárun- um, og jafnframt búa sig und- ir lokasigur. Bandaríkin fóru í stríðið, eftir sviksamlega árás Japana1 á Pearl Híobour. En vegna framsýni Roosevelts forseta vöru Bandaríkin vel á veg kom in til þess að ganga út í bar-> áttuna, þegar þeim var ógnað, þar sem þau höfðu bæði veitt efnisle^an og siðferðislegan stuðnittg til bandamanna, jafn- vél áður en þau fóru í stríðið. Mig langar til að leggja áhérslu á það, hve mjög sú staðreynd hefir haft áhrif á oss, að Bandaríkin hafa þeg- ar á árinu 1942 verið fær um að taka virkan þátt í styrjold- inhi í Evrópu. Og oss þykir þetta þeim mun mikilsverðara, vegna þess að vjer vitum að Ameríkumenn, sem berjast á vígstöðvum Evrópu og Afríku, gera það ekki til þess að leggja undir. sig lönd, heldur vegna þess að þéir Vilja berjast fyrir bétri sambúð þjóða í millum og til þéss að frelsa þær þjóðir, sem undirokaðar eru, og af-> nema í eitt skifti fyrir öll það stjórnmálalegá hugarfar , sexn bygt ér á villimannlegri undir- okun annara þjóða og kyn- flokka.1 Á árunum sém liðin eru lærð ist oss að meta og vera þakk-< látur fyrir hina stórkostlegu framleiðslu Bandaríkjamanna, sem gerir breska heimsveldinu fært jafnt og bandamönnum þess, að halda áfram stríðnu. Möndulveldin hafa allsstaðar sömu stefnu, og hinn friðsami og lýðræðissinnaði Noregur varð fyrir óvæntri árás, við átt- urrt okkar Pearl Harbour þann 9. apríl 1940. og síðan heldur norska þjóðin áfram biturri baráttu móti óvini sem kemur FRA*tH. Á SJÖTTU SÍÐU TUNIS Áhlaup Þjóð- verja é stððvar Frakka Reuterfregn frá aðalbæki-i stöðvum bandamanna I Norður-Afríku, skýrir frá því í gærkveldi, að vjelahersveitir bandamanna hafi farið könnun- arferðir í nánd við Mejez el Bab án þess að mæta mikilli mótspyrnu. Þá segir tilkynningin, að ekki hafi verið um aðrar viður- eignir að ræða á landi, nema í suðurhluta landsins. Þá skýra Frakkar frá því, að Þjóðverjar hafi þann 3. jan. hafið mikla stórskotahríð á stöðvar þeirra við Fondouck, og síðan ráðist á þær með 30—40 skriðdrekum. Eftir að Þjóðverjar höfðu sótt nokkuð fram þarna, tókst Frökkum að hrinda áhlaupinu. Gerðu ljettar sprengjuflugvjel- ar bandamanna árásir á vjela-i hersveitir Þjóðverja. Annars var lítið uro að vera í lofti, én aðfaranótt suunu- dags voru tvær sprengjuflug- vjelar ítalskar, skotnar niður. Frönsku hersveitirnar fyrir vestan Kairouan hafa nú feng- ið amerísk vopn gegn skriðdrek um. Ein flugvjel bandamanna var skotin niður, en flugmað* urinn bjargaðist. LoftðrðsirðRuhr og Hull Bréskar sprengjuflugvjelar fóru til árása á Ruhr- hjeraðið í Þýskalandi, að því er sagt er í tilkynningu breska flugmálaráðuneytisins í gær. — Þrjár flugvjelanna komu ekki aftur úr árásarför þessari, sem farin var í fyrrinótt. Þjóðverjar segja í frjettum sínum, að þeir hafi gert mikla loftárás á hafnarborg í Eng-< landi, og mun vera átt við Hull. Bretar segja, að aðeins tvær flugvjelar hafi gert árás þessa, og hafi önnur verið skotin nið- ur, en af árásinni hafi hafi orðið nokkrar skemdir, en ekk-t ert manntjón. Bretar missa tundiursplBll Reuterfregn skýrir' frá því í gækveldi, að breska flotamálaráðuneytið hafi til- kynt missi tundurspillisins Fire-i drake, sem var átta ára gamall. Áhöfn hans var 145 menn. Hin venjulega tilkynning Rússa í gærkveldi var á þá leið, að herir þeirra væru í sókn á Donvígstöðvunum, fyrir sunn- an og suðvestan Stalingrad, á miðvígstöðvunum og í Kákasus og hjeldu herirnir áfram sókn- inni í sömu stefnu og áður. Lundúnafregnir seint í gær- kveldi skýrðu svo frá, að það væri álitið, að Chemikowsk hefði verið umkringd nokkuð lengi, þar sem vitað sje, að Rússar sjeu komnir lengra á þessum slóðum. — Ennfremur hermdu Lundúnafregnir að Rússar væru nú að reyna að yfirbuga mjög harða mót- ijipyrnu Þjóðverja í Donbugð- unni. ' t Þýska herstjórnin skýrir frá því, að nokkrir rússneskir skæruflokkar að baki víglínu Þjóðverja hafi verið yfirbug-> aðir. Annars segir herstjórnin frá harðri vamarbaráttu þýska hersins víðast hvar á Austur- vígstöðvunum, en þó einkum í Velikie Lukie, sem Þjóðverjar segjast enn halda, og einnig í Kákasus. Bardagar byrja við Zam Zam ár sjeu nú byrjaðir við Zam Zam, og hafi áttundi herinn breski dregið að sjer skrðdreka á þem slóðum, tl þess að rjúfa vamir Rommels. Ekki hefir henn verið tilkynt frá Cairo, að orustur sjeú hafnar, en frjettaritarar segja að svo sje. Lofthernaður hefir verið nokkur yfir bardagasvæðinu og sprengjuárásir gerðar. Lang- fleygar amerískar sprengju- flugvjelar hafa gert árásir á ýmsar stöðvar möndulveldanna þar á meðal á flugveHi á eynni Krít. Eru þar sagðar hafá orðið skemdir miklar. k Frjettir frá Svíþjóð Stockholmstidningen hefir rætt möguleika á því að bjóða ti) Svíþjóðar kahadiskum íshock- eyflokki, til þess að keppa við sænsk íshockeyfjelög. j; Brick Lihdquist frá Sociáldémö- kraten mun fara til Ilússlands. og er hann fyrsti sænski stríðsfrjetta- ritarinn, er þángað fer. Hánn 1111111 háfá bækiétöð sína f Moskva. Gunnar nokkur. Thoren, sem ákrifaði árgsargrein á Berggraf biskup I blaðið Göteborgs Stífts- tidning, hefir fyrirfarið sjer. Alla- handa heldur ]dví fram, að það sje vegna samviskubits. Skýrsla frá Prins Oarl um hjálp sænska Rauða Krossins til Grikkja sýnir, að 76.000 smálestir af hveití og 3,000 smálestir af öðrum mat- vörum hafa þegar verið sendar af Svíum til Grikklands, og hafa stundum um 600.000 manns matast í almenningseldhúsum, sem sett hafa verið upp að tilhlutun Rauða krossins. Vísitalaii hækkaði um tvö stig í nóvember s.l., eða í 195 stig úr 111 stigum í ágúst 1939. Áfengisinnihald öls í Svíþjóð verður minkað mikið, til þess að ur í Eyrarsundi. Dagens Nyheter skýra frá því, að um 168.000 Svíar sjeu nú hú- settih i öðrum lönduxn, flestýr, eða um 107.000 í Ameríku Þýskt kaupskip stöðvað á Atlantshafi Bx-eska flotamálaráðuneytið tilkynti í dag, að þýsk 10 þús. smál. skip hefði verið stöðv- að á Atlantshafi. Ekki er vitað hvert það vár að fara. Skipverjar sökktu skipinu og voru teknir til fanga. Itðlsk hafskip f slglingum SANTA CRUZ í gærkv. IN miklu ítölsku hafskip, Duilio og Giulio Cesare, sem hafa innanborðs 2200 og 2073 ítalska þegna frá Abyss- iniu, bæði menn, konur og börn komu hingað frá Port Eliza-< beth í dag með breska eftirlits- menn um borð. Eftir að hafa tekið vistir og vatn, halda skip- in áfram- ferð sinni til Genúa Gegnum Gíbraltai'sund. Hafskip þessi voru í förum milli Genúa og New York fyrir stríð. — REUTER. Bættar tryggingar I Bandarlkjunum WASHINGTON í gærkv. ITT af því, sem Roosevelt forseti mun minnast á í boðskap sínum til Bandaríkja- þings á fimmtudaginn kemur, verður, að því er góður heim ildir segja, áætlun til enn stór- kostlegri almenningstrygginga, en felast í uppástuxigu Sir Bev- erige hins enska (sem getið hefir verið hjer í blaðinu). — REUTER. ’• — m , i Stefna Lavals skýrð Lundúnafregnir skýra frá því í gær, að Marcel Deat, sem er hægri hönd Lavals, hafi fyrir nokkru ritað grein í blað sitt, L’Oeuvre, og haldið því1 þar fram, að taka bæri allar éignir þeira Frakká, sem flúið hafa til Noi'ður-Afríku, e'ða tekið þár upp samvinnu við bandamenn. Ennfremur segir Deat, að taka bæri alla vanda- menn þesara mann sem gisla og hafa þá í haldi. Þá sagði Deat einnig, að það væri stefna Lavals, að hreinsað yrði svo til meðal embættismanna frönsku þjóðarinnar, að þar yrði enginn eftir, sem ekki vildi samvinnu við Þjóðverja. Sprengfutilræðl í MarseiIIes VICHY í gækveldi. lvarlegur atburður varð í Marseilles, er sprengj- um var varpað að gistihúsi einu þar sem þýskir liðsforingjar dvöldu, og inn í veitingahús nokkurt, sem Þjóðverjar sækja mikið. Beið eigandi gistihúss- ins bana, en kona þýsks embætt ismanns særðist. Umfei'ðabann hefir vex'ið sett í borginni milli kl. 2 og 6 að morgni og verða allir gluggar að vera lokaðir. — REUTER. regnir frá LíByu i skýra frá því, að bardag-i spara korn. i Kýðgerð er byggmg mikds ís- brjóts, sem mixn kosta um 25 mxlj %'ær ónir króna, og verður hann notað t i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.