Morgunblaðið - 05.01.1943, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. januar 1943»
Yfirlýsing
frá
Fjelagi fslenskra botnvorpuskipaeigeiida
Að gefnu tilefni oe í sam-
bandi vð erindi atvinnu*
málaráðherra, Vilhjálms Þórs,
1 nýársboðskap hans til þjóðar-
innar í útvarpinu 3. þ. m., þar
sem rætt var um stöðvun á
siglingum botnvörpuskipanna
til Englands, er virðist hafa1
váldið þeim skilningi meðal
manna almerrt, að stöðvun skip-
anna væri eigendum þeirra
einum að kenna, viljum vjer
fyrir fjelags vors hönd lýsa yfir
þýí, að slíkt á eigi við rök að
styðjast, og að eigendur ís-
lenskra botnvörpuskipa verð-
skulda ekki slíkan frjettaburð.
Jafnframt teljum vjer rjett
að minna á það, að á sama
tíma sem ráðherrann hafði
ummæli þessi um hönd, hafði
rfkisstjórnin meðtekið brjef frá
fjelagi voru, dags. 30. des.
S,i,, þar sem svo er að orði
kyeðið, að „útgerðarmenn hafi
fullan skilning á því, að það
sje þjóðarnauðsyn að togara-
flotinn geti hafið siglingar sem
allra fyrst, og muni þeir því
fúsir til að senda skip sín til
veiða og siglinga á austur-
strandarhafnir Englands, þótt
þeir sjái mjög alvarlega ann-
marka á því, strax og „full'6
skipshöfn er reiðubúin til að
sigla þangað, án þess að setja
fram nýjar kröfur, og hinsveg-í
ar að tryggt sje, að skipin geti
borið sig í þessum ferðum, en
samkvæmt upplýsingum, séih
fyrir liggja, er ljóst, að ekki
eru líkur fyrir að önnur en
stærstu skipin geti siglt til
austurstrandarinnar án tap-
reksturs, nema að unt sje að
lækka útgerðarkostnaðinn að
verulegu Ieyti, eða að hækka
verð fisksins“.
Við viljum taka það fram,
að þetta hefir ætíð verið hið
ríkjandi sjónarmið fjelags
vors frá upphafi, er deilur hóf-
ust um austurstrandarsigling-
ar, og að bæði breskum og ís-
lenskum stjórnarvöldum mun
hafa verið það Ijóst frá önd-
verðu.
Okkur þykir einnig rjett að
geta þess, að þegar fyrir skip-
anir komu um það frá breskum
stjórnarvöldum, að austur-
strandarsiglingar skyldu hefj-
ast, voru skipshafnirnar á vel-
flestum togurunum spurðar að
því af skipstjórunum, fyrir til-
mæli eigenda skipanna, hvort
þær vildu sigla þessa leið, og
voru svörin því nær undantekn-
ingarlaust á þá lund, að ekki
væri hægt að fá ,,fulla“ skips-
höfn til siglinganna.
Að lokum þykir oss varhuga-
vert, vegna öryggis sjómann-
anna, að upplýsingar sjeu gefn-
ar um siglingar íslenskra fiski-
skipa út um víða veröld, á þess
um alvarlegu tímum, þegar öll-
um hlutaðeigendum er fyrir-
skipuð hin fylsta varúð I þess-
um efnum.
Stjórn Fjel. ísl. botnvörpu-
skipaeigenda.
Kjartan Thors. Ásgeir G. Stef-
ánsson. Halldór Kr. Þorsteins-
son. Ólafur H. Jónsson. ólafur
Tr. Einarsson.
Á gamlársdag opinberuðu trú-
lofun sína Bjarni Helgason sjó-
maður frá Norðfirði og Elísabet
Þórhallsdóttir, saumakona, frá
Litlu Brekku, Skagafirði.
Frá Ameriku:
Tek að mjer innkaup fyrir kaupmenn og heildversl-
anir á allskonar: Kvenna- og Bamafatnaði. — Vefn-
aðarvöru og smávöm. Hefi einnig bestu sambönd
í öllum Snyrtivörum frá þektustu verslunarhúsum.
Ingibjörg (Stella) Briem
General Motors Buldíng Room 722 — 1775 Broadway
New York.
Örnólfur
Valdemarsson
íimtugur
Ornólfur Valdemarsson, út-
gerðarmaður og kaupi
maður á Suðureyri í Súganda-
firði verður fimtugur í dag.
Örnólfur er öllum af góðu kunn
ur heima fyrir og um Vestfirði
og mörgum öðrum um land alt.
örnólfur hefir jafnan verið
stórhuga og bjartsýnn og haft
mikið umleikis. Hefir hagur út-*
gerðarinnar verið með ýmsu
móti um hans daga, og versl-
unin jafnan háð afkomu al-'
mennings. En örnólfur hefir
mætt örðugleikunum með dug
og drengskap, og er enn þann
dag í dag hugrakkur og fram-
takssamur eins og ungur væri.
örnólfur hefir komið mjög
við opinber mál í sveit sinni og
hjeraði, verið oddviti hrepps-
r.efndar, í sóknarnefnd, sýslu-
nefnd og formaður hjeraðs-
skólanefndarinnar á Núpi. —
Við þessi storf hefir hann
reynst eins og við önnur störf
og verið ant um almennings-
hag. Framfaramál sveitar og
hjeraðs eiga öruggan forgöngu
mann þar sem hann er. Það
hafa margir veitt því eftirtekt,
að íbúar Suðureyrarhrepps
standa flestum framar um fje-
lagslíf og góða sambúð, og er
Örnólfur einn þeirra manna,
sem stærstan hlut eiga í því
að svo er.
örnólfur hefir um dagana
eignast marga vini meðal þeirra
sem við hann hafa skift, með
honum hafa unnið að opinbern
um störfum eða notið annál-
aðrar gestrisni á heimili hans
og hinnar ágætu konu hans,
Ragnhildar Þarvarðardóttur.
Munu örnólfi berast margar
þakkarkveðjur og heillaóskir á
þessum tímamótum.
XXX
LOGTAK
Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að undan-
gegnum úrskurði, uppkveðnum í dag, með tilvísun til 88.
gr. Iaga um alþýðutryggingar nr. '74, 31. des. 1937, sbr. 86.
gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29, 16. des. 1885, verð-
ur án frekari fyrirvara lögtak látið fram fara fyrir öllum
ógreiddum iðgjöldum Sjúkrasamlagsins, þeim er fjellu í
gjalddaga 1. des. 1942 og fyr, að átta dögum liðnum frá
birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan
þess tíma.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 4. jan. 1943.
Fyrirspurnir á Alþingi
FRAMH. AT ÞRIÐJTJ BlÐU
stjórnarinnar, en tel nauðsynlegt,
til góðrar samvinnu við þingið, að
stjórnin upplýsi þessi atriði.
Forsætisráðherra, dr. Björn
Þórðarson kvað rfkisstjórnina ekki
við því húna, að svara framkómn-
um fyrirspurnum, enda hefði hún
ekki vitað, að þær myndu verða
fram bornar nú og hefði stjórniu
því ekki undirbúið sig með gögn.
En forsætisráðherra kvað stjórn-
ina reiðubúna að svara fyrirspurn
unum strax á morgun .
Rœða Hákonar
konungs
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
fram með meiri grimmd, en
þekst hefir í sögunni. — Við
Norðmenn erum Bandaríkja-
þjóðinni mjög þakklátir fyrir
alla samúð, sem hún hefir
sýnt oss og alla hjálp, sem hún
liefir veitt oss í þessari bar-í
áttu Upp á líf og dauða.
Oss er öllum ljóst, að mönd-
ulveldin berjast gegn öllum
grundvallaratriðum kristin-i
dómsins, og hinar nýju árásir
þeirra á alla Gyðinga, sýna oss
að þau ætla að byggja nýskip-
an sína á hatri og grimd. Vjer
vonum að Bandaríkin muni
einnig í framtíðinni standa með
öðrum bandamönnum, og að
samstarfið í styrjöldinni verði
eftir hana samstarf allra
frjálsra þjóða.
Norska þjóðin er með mörg-
um böndum tengd hinu mikla
vestræna lýðræðisríki, og lítur
með trausti og áhuga á vax-
andi framlag Bandaríkjanna til
hernaðarins.
Jeg gríp þetta tækifærj til
þess að færa Bandaríkjaþjóð-
inni mínar hjartanlegustu þakk
ir fyrir alla samúð og hjálp á
liðnu ári, og lýk máli mínu með
því að láta í ljósi að ekki verði
langt þangað til bandamenn
hafa unnið sigur, og að eftir
þessi eymdar ár megum vjer sjá
rísa nýjan heim, sem bygður
er á kristnum meginatriðum,
góðvilja milli manna og þjóða“.
Minningarorð:
Indiana Svala
Ólafsdótir
Ahlaup Bandamanna
v;ð Buna
Bardagar við Buna á Nýju-
Guinea halda enn áfram,
að því er segir í tilkynningum
frá aðalbækistöðvum Mac Art-
hurs hershöfðingja. Er nú aðal-
lega barist við stað nokkurn
nærri Buna, á nesi einu. Gerðu
bandamenn þar árásir á stöðvar
Japana, og brutust í gegnum þær
á einum stað.
Japanar verjast enn á flugvell-
mum við Buna, eru þeir þar í
nokkrum steinsteypuvirkjum.
Æskan er tími hins blómstr-
andi lífs, vona og bjartra
drauma. Þessvegna er harmurinn
beiskur, þegar dauðann ber þar
að garði. Indíana Svala Olafsdótt-
ir, sem í ,dag verður til mohlar
borin, var fædd 11. júlí 1924 og
var því aðeins rúmra 18 ára, er
hún Ijest skömmu eftir jólin.
Labba — en svo var hún köll
uð í daglegu tali— var ímyud
hinnar fegurstu æsku, hraust og
falleg stúlka með bai-nslega góða
og glaða lund. Lífið virtist blasa
við henni á hinn ánægjulegasta
hátt. En enginn skýrir gátuna þá,
hver er tilgangur lífsins, þegar
vaknar hin fegursta rós, til þess:
eins að hníga útaf aftur. Labba,
sem aldrei hafði fundið sjer meins,
lagðist alt í einu mikið veik. Hinn.
hvíti dauði hafði á óskiljanlegan
hátt gripið hana heljartökum,
Skömmu síðar var hún flutt á
sjúkrahús.
Lífslöngunin hjelt henni uppi
Um skeið, og mikilí lífsþróttur.
Hrin talaði altaf um að verða
heilbrigð og komast heim fyrir
jólin. Þegar kunningjarnir heim-
sóttu hana og hún var orðin mest
veik, beit hún á jaxlinn þegar
kvalaverkir fóru um líkamann, og
brosti til þess að leyna kvölum
sínum og hryggja ekki í nærveru
sinni þá, sem voru henni góðir.
Síðustu orð hennar vpru: „Nú er
jeg að fara heim“.
Ástvinirnir geyma ,um hjerveru /
hennar fagrar endurminningar.
H. J
Askorun
lil kanpmanna kaupffelaga
Meðan erlent smjör sem pantað hefir verið er ókomið
til landsins, skorar ráðuneytið á alla þá, er selja smjör í
smásölu, að selja engum einstökum kaupanda meir en eitt
kíló af smjöri í einu.
Viðskiptamálaráðuneytið, 4. jan. 1943.
Húseignin
Guðrúnargata 1 er til sölu. ;Húsið er hornhús, 125 fermetr-
ar, 2 hæðir og kjallari. Á hvorri hæð er 5 herbergi, bað og
eldhús og 5 herbergi í kjallara. Stórt þurkloft. Alt laust til
íbúðar. Húsið er mjög vandað. — Upplýsingar gefur
FasleXgna- & Verðhrfefasalan
(Lárus Jóhannesson, hrm.).
Suðurgötu 4. Símar: 3294. 4514.