Morgunblaðið - 21.01.1943, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1943, Blaðsíða 3
Fimtudagur 21. janúar 1943. MOEfeUNBLAÐIÐ Vísilalan 263 Lækkaði um 9 stig Kauplagsnefnd og Hag- stofan hafa reiknað vísitölu janúarmánaðar og er hún 263. Hefir vísitalan þannig lækkað um 9 stig frá því í desember. Lækkun vísitölunnar staf- ar aðallega frá verðlækk- unum á dilkakjöti, smjöri og eggjum, sem ríkisstjóm- in beitti sjer fyrir. Rælin skammagrein um ísienðinga í Lunðúnablaði ViðskiftaráOtð er nú skipað Bjöm ólafsson fjármála- og viðskiftamálaráðherra kvaddi blaðamenn á fund sinn ádegis í gær og afhenti þeim svohljóðandi tilkynningu: „Samkvæmt lögum um inn- flutning og gjaldeyrismeðferð frá' 16. þ. m. hefir ríkisstjórnin skipað þessa menn í Viðskifta-* ráð: Svanbjöm Frímannsson, aðalgjaldl^era Landsbankans, og er hann formaður ráðslns, Gunnlaug Briem, stjórnarráðs-' íulltrúa, og er hann varafor- maður ráðsins, Jón Guðmunds- son, skrifstofustjóra í Viðskifta- máiaráðuneytinu, Jón ívarsson, fyrv. alþingismann og dr. Odd Guðjónsson, hagfræðing. • Viðskiftaráðið mun taka til starfa einhverntíma nú næstu daga og taka við störfum inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd- ar svoí fljótt sem því verður við komið. Frumvarp til laga um verð- lag verður útbýtt á Alþingi í dag, en í því eru gerðar víðtæk- ari ráðstafanir um verðlagseftir lit en hingað til hefir verið. Er þar gert ráð fyrir að skipaður verði sjerstakur verðlagsstjóri, sem hafi á hendi framkvæmd verðlagseftirlitsins undir eftir- liti Viðskiftaráðs. . Skipun verðlagsstjóra og manns, sem með honum verður í starfi hans, mun fara fram þegar verðlagslögin hafa verið samþykt á Alþingi. : Er ætlast til þess að þessir tveir menn víki úr sæti úr ráð- inu í þeim málum, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Að öðru leyti starfar Við-i skiftaráð óskift að öllum mál- um, sem það á að f jalla um sam- kvæmt lögunum“. ★ Fjármálaráðherra skýrði frá því, að Svanbjörn Frímannsson, Jón Ivarsson og Oddur Guðjóns son hafi allir látið af störfum þeim, er þeir áður höfðu. Hins-* vegar munu þeir Gxfnnlaugur Briero og Jón Guðmundsson gegna áfram störfum í stjórnar- ráðinu. Nýtt stjórnar- frumvarp um verOlag NÝ T T stjórnarfrumvarp Itom fram á Alþingi í gær. Er það frv. til laga um verð lag. Samkræmt frumvarpinu skal skipa sjerstakan verðlagsstjóra, er hafi með höndum fram- kvæmd verðlagsmálanna og geri tillögur til Viðskiftaráðs um verðlagsákvæði. Hann tek- ur og sæti í Viðskiítaráði, þeg- ar teknar eru ákvarðanir í verð- lagsmálum. Aðalefni fi'umvarpsins eru þrjár fyrstu greinarnar. — Eru þær svohljóðandi: 1. gr.: Viðskiftaráð, sem skipað er samkvæmt lögum um innflutning og gjaldeyrismeðferð, frá 16. jan. þ. á., skal hafa eftirlit með öllu verðlagi, og hefir það bæði af sjálfs dáðum og að fyrii'lagi ráðuneytisins vald og skyldu til að ákveða há- marksverð á hverskonar vörur og verðmæti, þar á meðal hámak á- lagningar, umboðslauna og annara þóknunar, sem máli skiptir um verð- lag i landinu. Svo getur Viðskifta- ráð og úrskurðað um aðra kostnaðar liði, sem máli skipta um verðlagn- ingu á vörum. Þá getur og Við- í'kiftaráð ákveðið gjöld fyrir flutn- inga á landi, sjó og í lofti, þar með talin fax-mgjöld og afgreiðslugjöld, ennfremur greiðslur til verkstæða og annara vei’ktaka fyrir alskonar verk, svo sem pípu- og raflagning- ar, smíðar, málningu og veggfóðrun, saumaskap, prentun og því um líkt. Þá getur Viðskiftaráð og ákveðið hámarksverð á greiðasölu, veiting- um, fæði, snyrtingu, fatapressun og aðgöngumiðum að almennúm skemtunum og öðru slíku. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til vöru- tegunda, sem verðlagðar eru sam- kvæmt sjerstökum lögum, nje til vöru ,sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk, sem ákveðin hafa verið með samningum stjettarfjelaga. 2. gr. : Ríkisstjómin skiþár verð- lagsstjóra, sem gerir tillögur til Viðskiftaráðs úm verðlagsákvæði og hefir á hendi framkvæmd þeirra og eftirlit með að þeim sje hlýtt. Hann skipar trúnaðarmenn um land a!t til verðlagseftirlits. Hann hefir á hendi allan daglegan rekstur í sam- bandi við verðlagseftii’litið. Ef upp rís ágreiningur um skilning á verð- lagsákvæðum, sker Viðskiftaráð ur. Þeir, sém með verðlagseftirlit fara samkvæmt lögum þessum, geta krafið hvern sem er allra þeirra upp lýsinga, skýrslna og annara gagna, er þeir telja nauðsynleg í starfi sínu. 3.: Þegar Viðskiftaráð fjallar um FRAMH Á SJÖUNDU SÍÐU. Togarastöðvunin til- efni greinarinnar Nýir samningar í vændum um siglingar skipanna E INHVER illkvltnasta skammargrein; sem skrif- uð hefir verið um íslendinga birtist í Lund- únablaðinu Daily Mail þann 7. þ. m. Greinin er skirfuð vegna fisksölumálanna í Bretlandi og stöðvun íslensku togaranna. Fyrir og eftir áramótin ljetu bresk blöð sjer mjög tíðrætt um ísland og íslendinga í sambandi við fyrgreint mál. Andaði víða köldu í okkar garð, en þessi Daily Mail-grein gekk þá lengst í svívirðingum gagnvart Islendingum og rangfærslum. I sambandi við þessi mál boðaði Vilhjálmur Þór utanríkis- málaráðhen’a blaðamenn á .sinn fund í gær til að skýra frá hvað ríkisstjórnin hefði gert til að fá þetta lagfært. Afhenti ráðhei’ranr. blaðamönnum eftir-fai’andi yfirlýsingu frá ríkisstjórninni: TILKYNNING FRÁ RlKISST J ÓRNINNI. „Svo sem almenningi er kunn ugt af i’æðum ráðherranna um áramótin hefir ríkisstjórnin á- kveðið, að beita sjer fyrir því, að veiðar og siglingar botn- vörpuskipa íslendinga höfjist á ný. Stöðvun siglinganna vakti óþægilega athygli ekki aðeins hjer heima heldur og engu síð- ur í Bretlandi, þar sem fisksins er neytt, og siglingamálið var jafnvel komið á dagskrá breska þingsins um miðjan desember síðastl. Bárust utanríkisráðu- neytinu jafnóðum upplýsingar frá sendiráði íslands í London um ummæli, er sumpart voru Islendingum til lasts, og til þess fallin að spilla vinsemd bxæsku þjóðarinnar til íslendinga. Þá hefir og þann 7. janúar s.l. birst mikil ádeilugrein á Js- lendinga í hinu víðlesna breska dagblaði „Daily Mail“. Hefir sendiherrann í London að sjálf- sögðu verið á verði, bæði með leiðrjettingar og með að sýna fram á skaðsemi ádeilugreina í mjög erfiðu og viðkvæmu máli, og hefir honum verið að því styrkur að ríkisstjórnin hefir falið honum að fullvissa bresku ríkisstjórnina um, að hún hefði allan hug á því að reyna að leysa málið. Hefir hún jafn- hliða sjerstaklega óskað þess, að fulltrúar yi’ðu sendir hingað frá Bretlandi til þess að reyna að finna lausnir, og mun hinn nýi breski sendiherra vera vænt anlegur bráðlega, eftir að hafa kynt sjer rækilega hin bresku viðhorf. Hitt er þó jafnframt vitað, að breytinga mun ekki von á næstunni á fyrgefnum til- kynningum um siglingaleiðir, en því er hinsvegar heitið, að málið skuli tekið til nýrrar vin- samlegrar athugunar, að feng- inni reynslu. Þar eð vænta má, að íslensk blöð vilji skýra lesendum sínum frá aðalefnum skrifanna, er bresk blöð hafa nýlega birt, strax og blöðin berast hingað, vill í’íkisstjórnin að almenningi verði jafnhliða kunnugt um við- leitni hennar til lausnar máls- ins, og rjett er að það verði jafn framt kunnugt, að skömmu eft- ir að áminst grein í ,Daily Mail‘ birtíst, var gefin út opinber til- kynning til breskra blaða af hálfu bresku stjórnarinnai’, með lofsamlegum ummælum, þegar það þá hafði vitnast, að farið væri að búa nokkra íslenska botnvöi’punga á veiðar. Má ráða af breyttu orðavali blaða, hversu fegins hendi sú fregn hefir verið gripin, og enda þótt blaðafullyrðingarnar muni sum part skjóta yfir markið, að svo stöddu, kemur vonandi ekki til þess á ný, að íslenska þjóðin verði fyrir aðkasti í breskum blöðum“. SKAMMARGREININ í DAILY MAIL. Þann 7. jan. birti ,Daily Mail‘ illkvitnislega grein um Is- land undir þrídálka fyrirsögn, sem er á þessa leið: „Það er eng in furða, frú, þótt þjer getið ekki fengið nægan fisk“. Eftir að x’ætt hefir verið í greininni um ásakanir í garð fiskkaup- manna vegna þess að íslending- ar neiti að sigla til hafna á aust urströnd Bretlands, segir á þessa leið: „Það er vafa undirorpið, hvoj’t Islendingar þurfa nokkra hvatningu i þessu efni; þeir neita eða játa eftir sínum geð- þótta og við getum ekkert gert af þeirri einföldu ástæðu, að þeim stendur á sama. Það er það sama fyrir þá, hvort þeir fá greiðslu fyrir fiskinn eða ekki. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Vjeibátur fær 60 þús. krónur i björgúnarlaun U æstirjettur tildæmdi í gær Á-l vjelbátnum „Ársæl“ frá Vestmannaeyjum 60 þús. króna björgunarlaun, fyrir björgun e.s. „Kinaldis“ fx-á Abei’deen í febrúarmánuði 1942. E.s. „Kinaldis“ rakst á Drangasker x dimrnu og brotn- aði skrúfa og stýri skipsins. V.b. „Ársæll“ var að veiðum og sá neyðarljós frá „Kinaldis", fór samstundis á vettvang og tókst að draga skipið til hafnar í Eyjum. „Kinaldis“ var virt með farmi á tæpar 309 þús. kr. Undirrjettur (sjódómur Vest mannaeyja) ákvað tu'örgunar- laun „Ái-sæls“ 50 þús. kr. og málskostnað 5 þús. Hæstirjettur hækkaði björg- unarlaunin í 60 þús. kr., ljet málskostnað undirrjettar hald- ast, en dæmdi auk þess eigenda „Kinaldis“ til að greiða 1500 kr. í málskostnað fyrir Hæsta- rjetti. Sveinbjörn Jónsson hrl. flutti málið fyrir ,,Ársæl“ og Theodór Líndal hrl. fyrir eigenda „Kin- aldis“. Brotist inn í skart gripaverslun Brotist var inn í Skartgripa- verslun Jóhanns Ármanns í Tjamargötu í fyrrinótt og sto! ið þaðan karlmannsúrum og karlmannshringjum. Innbrotsþjófurinn eða þjóf- amir hafa komist inn í verslun- ina með því að fara í gegnum gang, sem liggui* þangað úr birgðageymslu Daníels Ólafs- sonar, stórkaupmanns. Tvær hui’ðir úr krossviði hafa verið brotnar upp, önnur með því að smástykki var skorið úr henni og smekklás síðan opnaður að innanverðu, en hin með því að hurðarspjald var brotið úr og þannig hægt að smeygja sjer inn. Stolið var í versluninni 20— 30 karlmannsúi’um og um 20 karlmannshringjum úr 9 karata gulli. Robert Taylor ekkl fangl HOLLYWOOD í gær: - Þrá- látur orði’ómur hefir gengið um það, að kvikmyndaleikarinn Robexl Taylor væri fangi í Spænsku Marokko í Afríku. — Þetta er ekki rjett. Taylor er við vinnu sína hjer í borginni. — REUTER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.