Morgunblaðið - 21.01.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.1943, Blaðsíða 7
Fimtudagur 21. janúar 1943. MORGUNBLAÐIÐ Skammagreinin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU Verðið, sem boðið er, þótt það sje geySihátt á friðartímamæli- kvarða, er ekki nægilegt til þess að fá þá til þess að leggja neitt í hættu, hve lítilf jörleg sem hún kann að vera. Ástæðan er fyrst og síðast sú, að Islendingum er ekkert úm okkur gefið. Hvers 'vegna? í fyrsta lagi vegna þess, að þeir hafa andúð á öllum út- lehdingum. Sem kynþáttur eru þeir eins hátt upp hafnir og kuldalegir og hinir eilífu jökl- ar“. I . 1*1 i • ' ' : * '■ . Síðan segir, að þetta eigi sjer staklega við Reykjavík, einu fiskborgina, bændur sj.eu ekki eins fálátir og hafi sýnt her- námsliðinu vinsemd í maí 1940. Slíkt hafí hinsvegar verið mjög fjarri bæjarbúum, sem var illa við veru okkar í landinu frá upp hafi. Því næst er lýst afstöðu Breta til íslands eftir hernámið: „Við gerðum, að því er við hjeldum, alt sem í okkar valdi stóð, til þess ^ð gera ísiendinga ánægða. Okkur hefir mistekist þetta hraparlega, og það er ein ástæð an til þess, að þig og mig skortir fisk til morgunverðar, að ekki sje minst á kvöldverðinn“t Til frekari sjkýringar þessu segir greinarhöfundur frá samtali á aðaltorgi Reykjavíkur við ís- lending, sem álasar Bretum fyr- ir hræsni þeirra. Þeir þykist þapgað komnir til þess, að vernda landið, þegar eini til- gangurirm hafi verið sá, að ná þar fótfesijú til eigin nota. Is- lendingurixm . er síðan látinn segja heilmikinn þvætting, til þess að snnna hve miklu hærra menningartstigi við stöndum á en Bretar. „Slíkur hugsunarháttur get- ur verið háfleygur eða hlægi- legur, en hann er staðreynd, sem vjer gáfum ekki gaum, eða reyndum að bæla niður, með ráðum, sem ekki verða nefnd öðru nafni en mútur. „Borgið þeim nóg, og þeim mun þykja vænt um okkur“, virðist hafa verið kjörorð okkar“, Þetta tvöfaldaði dýrtíðina, sem enn er vaxandi, síðan Ame- ríkanar komu. „Aðalauðsældarmerkið er skipsfarmur af sex-cylindra bif- reiðum, Cadillac og Paekard, sem fara áttu til Kaupmanna- hafnar, en komu til Reykjavík- ur í apríl 1940 og hafa stöðugt gengið kaupum og sölum síð- an“. Verð þeirra hefir fjórfald- ast. Greinin endar: „Amerískur her er nú í landinu, en hvað okk ur viðvíkur, þá lítur út fyrir, að í óefni sje komið. Við höfum „drepið“ tslendinga með ein-f tómri góðmensku, og þeir eru ekkert þakklátir“. NlræOisafmæil ur níutíu ára í dag. Þórey er fædd 21. janúar 1853 að Eyri í Kjós. Dóttir hjónanna Hinriks og Þóreyjar, er þar bjuggu. Þórey giftist aldrei, en eign- aðíst eina dóttur, Ágústu Guð- laúgu Þórðardóttur. Þórður sá fór svo til Ameríku. Þórey Hinriksdóttir var vinnu kona alla sína æfi, þar til hún settist í bú dóttur sinnar. Lengst v^r Þórey 22 ár á Syðri-Brú í Grímsnesi. Enginn nema hún veit hljóm þess strengs, sem í brjósti henn- ar brast, er hún ung með sína lítlu dóttur varð að ganga undir ok vinnuhjúsins og missa af kónustöðunni og heimilisforráð- um, sem er konunnar helgasti rjettur. — Þórey skóp sína gæfu upp úr einstæðingsskap og Vinnuhörku hins liðna tíma og ber merki móðurkærleikans hátt, því að hún skildi aldrei dóttur sína við sig og ól hana upp með sjer, og hlutyerk Þór- ‘éyjar gegnum lífið var æfinlega fórnin. Þórey hefir altaf verið heilsu góð, en er nú orðin mjög bogin í baki og fótaveik og á því erf- itt um gang. Hún hefir góða heyrn og sjón, en minni er far- ið að dofna mjög mikið. Þrátt, fyrir sinn háa aldur vinnur Þórey sífelt við prjóna- vinnu, en síðastliðna viku hefir hún legið rúmföst sökum elli- lasleika. Þórey er góðleg kona og ber elli sína vel. Eins og áður er getið fylgd- ust mæðgurnar æfinlega að og hafa aldrei skilið, og er Ágústa giftist Þorleifi Halldórssyni, bónda í Einkofa á Eyrarbakka, fjekk Þórey fyrst sitt eigið heimiji hjá dóttur sinni og tengdasyni. — Nú hugsar dótt- irin um sína öldnu móður af sannri ást og þakklæti, því að djúp og einlæg var ást og fórn hinnar einstæðingssömu móður, sem fyrir móðurkærleikann bar vel erfiði og sorg hvers komandi dags hins liðna tíma. — Og þær munu aldrei skiljast að. Lárus Salómons. V{elaf¥ístur | fyrlrllggjandl Y | O- Helgason & Melsted h.f. $ 00<><X>0<X><X><X><XX>00<>0<><><>0<X><><X><><><>0<><>0<>< Stjórnarfrumvarp um verðlag FIÁMH. AF ÞRIÐJU BtÐU verðlagsmáj, skulu tveir nefndar- menn jafnan víka úr ráðinu sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í skip unarbrjefum þeirra og skulu í þeira stað koma verðlagsstjóri og annar maður er ríkisstjórnin skip- er, með atkvæðisrjetti um verðlags- ákvarðanir. í Viðskiftaráði ræður afl atkvæða og eru úrskurðir þess og álykiamr fullnaðarúrslit verðlagsmála. Þó má taka mál til meðferðar að nýju, ef ástæður hafa breyst eða nýjar skýrslur komið fram er máli skifta. Viðskiftaráð er ekki ályktunarfært um verðlagsmál nema það sje full- skipað. Eins og sjest á niðurlagi 1. gr. nær verðlagseftirlitið ekki til innlendra afurða, svo sem kjöts, mjólkur og mjólkuraf- urða. jarðepla o. fl. Dagbók Stuart 59431217 R, I. O. O. F: 5 =1241218»/» = Næturlæknir er í nótt Úlfar Þórðarson, , Sólvallagötu 18. — Sími 4411. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunni. Sjötug varð í gær Sólveig Jónsdóttir, Vindási, Rangárvöll- um. Jarðarför frú Guðrúnar J. Briem fór fram frá Dómkirkj- urlni í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sjera Þorsteinn Briem prófastur flutti húskveðju, en síra Bjarni Jónsson vígslubiskup talaði í kirkjunni. Frændur og vinir báru kistuna. Námsmeyjar Kvennaskólans í Reykjavík gengu fylktu liði á undan kist- unni og skipuðu sjer í raðir við hlið kirkjugarðsins, meoan kist- an var borin inn í garðinn. Fjöldi blómsveiga bárust frá ýmsum fjelögum kvenna og stofnunum. Nesprestakall. Börn, sem eiga að fermast í vor, af svæðinu vestan og sunnan Hringbrautar og Hafnarfjarðarvegs, og sem eru í Þjóðkirkjunni, komi til við- tals í Háskólanum (norðurdyr) 4 laugardaginn kemur, 23. janú- ar, kl. 4.15 síðdegis. Afmælissjóði Fjelágs Ísí. stú- denta í Kaupmannahöfn. Afh. Morgunbl. frú R. og Þ, 50 kr. Sjera Jón Auðuns biður spum ingabom sín í Reykjavík að koma til viðtals í Austurbæjar- skólann næstk. föstudag kl. 6 síðdegis. Tvær villur voru í frásögn blaðsins af framsöguræðu borg- arstjóra við fyrri umræðu fjár- hagsáætlunar bæjarins á bæjar- stjórnarfundi í gær. — 1 saman- burði á gjöldum við löggæsluna var sagt, að í fyrra hefði verið áætlað til hennar 1.712 þúsund kr„ en átti að vera 713 þús. kr., í stað 1.815 þús. kr. nú. — Þá var þess getið að setuliðið bæri hálfan kostnað loftvama á móti bænum, en átti að vera, að ríkis- sjóður bæri kostnaðinn móti bænum. Útvarpið í dag: 20.50 Erindi: Hafnarstúdentinn 21.20 Stúdentasöngvar (plötur(. n Heröatrjen eru komln V // / <1^, l/etjUwatfelaqid, Garðastræti 2. Sími 5333. Sími 5333. Fasteignaeigendafjel.Reykiavlkur heldur fund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8.30. Fundarefni: ,, Frumvarp að nýjum húsaleigulögum og nauðsyn húsaleiguhækkunar, og rýmkunar á ráðstöfunar- rjetti húseigenda. Þingmönnum Reykjavíkur og formönnum stjórnmálaflokk anna er böðið á fundinn. Fjelagsmenn fjölmennið. Nýir fjelagsmenn geta innritast í fjelagið fyrir fundarbyrjun á fundarstaðnum. — Lyftan verður í gangi-. Stjórnin. Okkur vantar Geymslupláss fyrir ca. 100 tunnur af smurningsolíum. GOTFRED BERNHÖFT & CO. H.F. Sími 5912. — Kirkjuhvoli. Hðmarksverð á kolum Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ákveðið, að með nu- verandi verðlagsvísitölu skuli útsöluverð kola í Reykjavík vera kr. 169.00 per smálest, afhent í porti á útsölustaðnum. Reykjavík, 20. jan. 1943. Dómnefnd í verðlagsmálum. Jarðarför konunnar minnar, JÓNÍNU GUNNLAUGSDÓTTUR, fer fram frá Fríkirkjunni, föstudaginn 22. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili mínu, Framnesveg 16. kl. 1 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.. Fyrir hönd mína, harna minna og annara vandamanna. Lárus Hansson. Jarðarför mannsins míns, BRYNJÓLFS SIGHVATSSONAR, fer frarn laugardaginn 23. þ. nu, kL 1 frá heimili okkar, Bergstaðastrætí 43. Fyrir mína hönd og ænnara vandamanna. Þórunn Benediktsdóttir. Systkini og aðrir vandamesnn SIGURÐAR EINARSSONAR frá Háhóli, þakka innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát hans og jarðarför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.