Morgunblaðið - 21.01.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1943, Blaðsíða 6
0 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. janúar 1943. \ Nýkominn Tvinni, CLARKS — COATS — SYLKO ,pg fleiri tegundir- fyrir verslanir og iðnað. : G. Helgason & Melsted h.f. ÓOOOOOOOOOO^^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ Skrifstofustarf Karl eða kona óskast til útgerðarfyrirtækis. Umsókn sendist í pósthólf 336 í Reykjavík. ■ *\ Oooooooooooooooooooooooooooooooooooo Iðnnemi | ♦ Handlaginn og áhugasamur piltur, ekki yngri en 16 | ára, getur komist að sem iðnnemi nú þegar. ** Breiðfjörðs blikksmiðja og tinhúðun. ;l; Sími 3492. | Skrifstofumaður vanur allskonar skrifstofustörfum óskar eftir fram- í tíðarvinnu hjá góðu fyrirtæki eða opinberri stofnun. Tilboð óskast sent blaðinu fyrir 23. þ. m., merkt 777. niufMitiufuiuiiiiimiiiiitiiHiHMiiMmiiiiiiiiMiiuiiimimiiimiiiiiiMimHmiMiiHMiMtiiiiimiiuiMiiMiiiiiuiiiiuuiiiiiiiiiiis Prjónagarn, m Br od ergarn, -ö'jhikhb’ÆI | t» ■!*m Uá v~- m\ -2 Heklugarn er nú aftur fyrirliggjandi. Erl.*Blandon & Co., h.f. Sími 2877. 1 ; ' £ UUItlUIIIIIMIUIUUMMMMIIUMIMMMlMIUMIUMIMIMMIIUlUMMMMMMIIMIMMMUMMnMimMMIIIIIIMHIUUIIIIUMUMIMIinillt Dökkir Herrafrakkar jt teknir upp í dag. Verð kr. 233.00. Nýtísku snið. Koma ekki aftur að sinni. Ingólfsbuð, Hafnarstræti 21. Hafnarstúdentar riAMH. AJf FIMTU SlÐO ina, var að mörgu leyti betra en frumvarp dr. Valtýs frá 1897, þó að enn sem fyrr væri til þess ætlast, að ráðgjafinn sæti í Kaupmannahöfn. Áður en lok- ið var meðferð málsins á alþingi, bárust hingað frjettir um stjórn arskifti í Danmörku. Konungs- valdið hafði loksins látið und- an síga fyrir þjóðþinginu. Hægri menn höfðu slept völdum og vinstrimannastjórn var komin. Ándstæðingar valtýskunnar lögðu nú til, að ekki skyldi sam þykt stjórnarskrárfrumvarp á því þingi, heldur reynt, hvort vinstrimenn vildu ekki unna oss innlendrar stjórnar, en valtýing ar neyttu meirihluta síns til þess að fella allar tillögur í þá átt og samþykkja frumvarp sitt. Minni hlutamenn sendu Hannes Haf- stein á fund stjórnarinnar með kröfur sínar. Hann var heiðurs- gestur á fundi stúdentafjelags- ins í Höfn 12. sept. þá um haust ið, og samþykti fjelagið að senda hinum nýja fslandsráð- gjafa, Alberti, ávarp um stjórn- arskrármálið. Þessa ávarps get- ur ísafold 12, okt. í greininni Yfiralþingi lætur til sín heyra. Sú grein er síðasta skeytið, sem ísafold sendi Hafnarstúdentum út af stjórnarskrármálinu, en svo mörg og hvöss höfðu þau verið, að blaðið hefir bersýni- lega ekki talið þá með öllu mein lausa andstæðinga. Enda van- ræktu þau blöð, sem fylgdu þeim að málum, ekki þá skyldu sína að geta um alt, sem kom frá stúdentunum í Höfn. LANDVARNAR- STEFNAN Svo sem kunnugt er, lauk stjórnarskrárdeilunni þannig, að á aukaþingi 1902 var sam- þykt í einu hljóði frumvarp frá stjórninni, sem raunar var val- jtýska frumvarpið frá 1901 með þeirri mikilvægu breytingu, að ráðherra íslands og stjórnarráð skyldi sitja í Reykjavík. Þessari breytingu tóku báðir ílokkar fegins hendi. En sá böggull fylgdi skammrifi, að nú var beinlínis ákveðið, að ráðherra vor skyldi bera upp í ríkisráð- inu lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir, en um það var ekk- ert sagt í valtýsku frumvörpun- um, heldur gert ráð fyrir því steinþegjandi eins og í stjórnar skránni frá 1874. Brátt mynd- aðist flokkur, sem ekki vildi sætta sig við þetta ákvæði. Hann nefndi sig landvarnar- flokk og fjekk mikið fylgi með- al Hafnarstúdenta. Á fundi í fjelagi þeirra 18. apríl 1903 voru landvarnarmenn svo marg- ir, að tillaga frá þeim um að skora á alþingi að fella ríkis- ráðsákvæðið burt úr stjórnar- skránni fjekk 25 atkvæði, en þeir, sem felldu hana, voru 26, og á meðal þeirra allir eldri mennirnir í fjelaginu. Sá fund- pr hefir verið allheitur, og nefndu landvarnarmenn and- stæðinga sína albirtinga eftir Alberti, en við hann kendu menn oft ríkisráðsákvæðið. — Álþingi 1903 samþykti stjórnar- skrárfrumvarpið frá 1902 óbreytt með öllum atkvæðum gegn einu (landvarnarmánns), og samkvæmt því fengum vjer heimastjórnina 1. febr. 1904. En landvarnarstefnan fjekk inn ah skamms yfirhönd í stúdenta- fjelaginu, og í febrúar 1905 tóku þeir stúdentar, er fylgdu hinum gætnari stefnum, sig út úr því og stofnuðu nýtt fjelag, er þeir nefndu Kára. Það starf- aði til 1913. SKRÆLINGJA- SÝNINGIN Seint á árinu 1904 kom á dag skrá fjelagsins nýtt mál, sem olli miklum hita. Kvenfjelag eitt í Kaupmannahöfn undir forustu aðmírálsfrúar Emmu Gad hafði áformað að halda í skemtigarðinum Tivoli í Kaup- mannahöfn sumarið 1905 sýn- ingu frá þeim löndum, er Danir kölluðu hjálönd sín og nýlend- ur: Islandi, Færeyjum, Græn- landi og Vesturheimseyjunum, sem þeir áttu þá. Emma Gad var einhver fínasta hefðarfrú í Dan mörku, og fyrir bænastað henn ar gerðist krónprinsessan vernd ari sýningarinnar. Af íslenskum konum mun frú Helga Vídalín frá öndverðu hafa unnið að und irbúningi hennar með Emmu Gad. Mörgum íslendingum leitst vel á þetta í fyrstu, og þegar boðsbrjefið að sýningunni vár sent út, voru þar undirskrifaðir sem meðlimir forstöðunefndar Hannes Hafstein, ráðherrá, dr. Valtýr Guðmundsson, Finnur Jónsson, prófessor, og Thor E. Tulinius, stórkaupmaður, en Hannes Hafstein sagði sig úr nefndinni með brjefi til frú Emmu Gad dags. 17. des. 1904. í Reýkjavík vár sett á stofn sjer stök undirneínd, er safna átti sýningarmunum hjeðan, og ekkí verður vart neinnar andúðar gegn sýningunni, þangað til stúdentafjelagið í Kaupmanna- höfn tók að berjast gegn þátt- töku í henni af íslands hálfu, einkum vegna þess, að þar átti að sýna oss ásamt svertjngjum og eskimóum, enda hluut hún brátt nafnið Skrælingjasýning- in. Þá baráttu hóf fjelagið í nóvember með því að skora brjeflega á stúdentafjelagið í Reykjavík að vinna á móti þátt- töku hjeðan. Fjelagið varð fljótt og vel við þessari áskorun, og á sömu sveif hölluðust öll ís- lensk blöð. En Hafnarstúdentar stóðu í ströngu út af þessu máli. Á fundi 7. des. voru samþykt andmæli gegn því, að fsland yrði við sýninguna brugðið, og birtust þau bæði í dönskum og íslenskum blöðum. f febrúar og mars 1905 hjelt fjelagið hvern fundinn eftir annan um sýning- armálið og hvern öðrum heitari, skoraði á sýningarnefndiná í Reykjavík að leggja niður störf, gekst fyrir almennum andmælá- fundi meðal íslendinga í Höfn og sendi Matthías Þórðárson tvíVegis á fund Emmu Gad til þess.að skýra málið fyrir henni frá íslensku sjðnarmiði. Stúd- entar rituðu einnig greinar um málið í dönsk blöð, en lítt munu þær hafa breytt skoðunum Dana. Þó var kunnur auðmað- ur í Kaupmannahöfn, gyðing- urinn Móses Melchior, sömu skoðunar og stúdentafjelagið. Barátta stúdentanna hafði þau áhrif, að íslensk þátttaka í sýn- ingunni varð miklu minni en ella mundi, og var það vel far- ið, því að ef hjeðan hefði orðið veruleg þátttaka, mundi hún hafa styrkt þá hugmynd sumra útlendinga um oss, að menning vor væri sambærileg við menn- ingu eskimóa og svertingja, sein komu fram á þessari sýningu. Stúdentafjelagið í Höfn hjelt enn um nokkurt árabil áfram afskiftum sínum af sjálfstæðis- málinu. En fundabækur þess um árin 1908—1913 munu með öllu týndar, og yngri fundabækur eru ekki aðgengilegar hjer sem stendur. K. F. U. K. U. D. heldur út- breiðslufund í dag kl. 8.30 í húsi fjelagsins, Amtmannsstíg 2 B. * Eftir Walt Disney. „En hvað gerir þú á meðan verið er að hefja hlassið?" spyr Mikki vinnumanninn. „Jeg geri ekkert“, segir vinnumaðurinn. „Það myndi spara mann, ef þú stjórnaðir hestunum“, segir Mikki. „í stað þess að gera ekki neitt“. — Vinnumanninum finst þetta góð hugmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.