Morgunblaðið - 30.01.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1943, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ WEZ3ZZJ*- Jí-Í' ¦ *:. v<*r 'k: Laugardagur 30. janúar 1943 juuuinmiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiimimii.....iiHiiitiiiiiiiiiiiiiimniiiiuiiinin. tor: * ..*.......¦ ¦_- o&Cr daateaa uéi? B iiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiii Ómakleg árás á blaðamenn. LAÐAMENN höfuðstað- arins hafa orðið fyrir ó- maklegri árás í nýút- komnu hefti Sjómannablaðsins Vík- öngsr Þar eru þeir bornir þeim sök- jumJ jað þeir hylmi yfir með óhæfu og I ofbeldisverkum setuliðsmanna. Þeir iáti herstjórnina mulbinda sig og jbanna sjer að segja frá atburð- umis *em hjei* gerast. Þeim farist því ekki að hneykslast á því, að dönsk blöð fái ekkert að segja nema það sem herstjórn Þjóðverja leyfir að birksja,....... .... Það íná ganga út frá þvi, að grein þessi áje .fremur skrifuð af þekk- ingarleysi heldur en rætni í garð okkar blaðamannanna, en vegna þess að slíkar raddir hafa heyrst fyr, er rjett áð gera í eitt skifti fyr ir öll hreint fyrir dyrum íslenskra blaðamanna í þessum efnum. Hvorki breska eða ameríska setuliðsstjórnin hefir gert minstu tilraun til að koma á ritskoðun hjá íslensku blöðunum. Þeim er leyfi- legt að segja hvað sem þeim sýnist. JSnttérstfórtiirnar hafa farið þess á leit við bloðin, að þau birtu ekki jaeitt, er gefið gæti óvinum þeirra tapplýsingar um hernaðarviðbúnað •þeirra hjer á landi, hernaðartjón, jeða skipaferðir. Ritstjórar blaðánna gengu fús- lega inn á samkomulag í þessum efn um, því þeim skildist, að öryggi Isetuliðsins hjer er um le^ð öryggi jíslenskra borgara. Um önnur mál er blöðunum frjálst að birta hvað, sem þeim sýnist og þau hafa gert það. Öll blöðin und- Jantekningarlaust hafa birt gagnrýni á setuliðið, þegar þess hefir talist tþörf. Þetta ætti höfundur Víkings- ! greinarinnar að víta, ef hann fylg- ist með í dagblöðunum. Blððin birta einnig þráfaidlega frásðgur af árekstrum, sem orðið hafa milli setuliðsmanna og ís- lendinga. Munu þau yfirleitt öll í fylgja þeirri reglu, að birta það eitt, j sem þau fá frá opinberum heimild- j um, þ. e. aj s. frá fulltrúa sakadóm- I ar% sfijpi, venjulega gefur blöðunum upplýsingar strajx og rannsókn mála j er lokið, eða óyggjandi sannanir liggja fyrir um atburði þá, sem | um ræðírr - Blöðhr bírfCPfyrst í stað frjettir af árekstrum samkvæmt upplýsing- um „sjónarvotta". En þær fregnir reyndust oft ekki sem ábyggilegast- j ar. Gagnrýhi 'hefir heldúr eiki skort. :Ai'-::.r; ¦*¦. -. Það er;at!3étt»jlega frato tefeið í Vík :. nu i lUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlfl ingsgrein þessari, að almenningi stendur stuggur af hinum tíðu á- rekstrum, sem orðið hafa af völdum setuliðsmanna, en Iítið myndi það bæta úr sambúðinni við hið er- lenda setulið, ef blaðamenn gerðu sjer far um að hlaupa eftir hverri slúðursögu, sem gengur um hitt og þetta í bænum. Eitt ráð mætti og gefa Víkings- greinarhöfundi, sem virðist ráða yfir rúmi í víðlesnu blaði. Hann ætti ekki að láta „múlbinda" sjálf- an sig, heldur skýra sjálfur frá því sem hann veit betur um árekstrana heldur en blaðamenn dagblaðanna; Það væri honum til meiri sóma held- ur en að fara með staðlaust fleipur og dylgjur, sem engan eiga sjer stað. Seinagangur á Ameríkupósti ÞEIR, sem viðskifti hafa við Ameríku, — og þeim fer stöðugt fjölgandi — höfðu gert sjer vonir um, að úr myndi rætast með Ameríkupóstinn eftir að leyfi fekkst fýrir því, að senda mætti hann beint, í stað þess áð hann færi um Bretland eins og lengi tíðkaðist. En menn hafa orðið fyrir vongbrigðum. Það er síður en svo að póstsendingar gangi greiðar síðan að farið var að flýtja póstinn beint. Nýlega eru komin tvö íslensk skip frá Ameríku. Hvorugt þeirra flutti póst. Hjer virðist sleifarlagi Ameríku manna um að kenna og ekki vanþörf að bera fram kvartanir: á rjettum stöðum til að reyna að fá greiðari póstsamgöngur. Umferðaskilti ekki láttin í friði NÍLEGA hefir lögreglan látið setja upp mikið af umferðarmerkjum í bænum. Umferðarmerki gefa öku- mönnum til kynna hvað eru aðal- brautir. Skemdarvargar hafa ekki getað sjeð skiltin í friði og rifið þau niður víða. Menn, sem verða varir við þessi spellvirki, ættu að kæra það til lögreglunnar og hjálpa til að hafa heridur í hári skemdar- varganna. Upplausnarstarfsemi kommúnista Þýskir hermenn reyna að flýfa Frá norska blaðafulltrúanum: Atján Þjóðverjar, þar af margir yfirimenn, hafa verið drepnir í Kristiansund fyrir að gera tilrauna til þess að flýja og fyrir að hafa haft samband við ,,óvinina". FEAMH AP ÞRIBJU SÍÐU manna nefnd settist á ráð- stef nu! Samtímis þessu fóru komm únistar að vinna að því, meðal vinstri flokkanna í þinginu, að gera hinni nýskipuðu stjórn sem erfiðast fyrir. Þegar frurn-^ varp stjórnarinnar um Við skiftaráðið var til meðferðar 1 þinginu, voru kommúnistar svo langt áVeg komnir í þessari iðju sinni, að litlu munaði að stjórn in fjeíli. Sjálfstæðisflokkurinn bjargaði þástjórninni. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn væri frá upphafi því mjög and vígur, að skipuð yrði ríkisstjórn með þeim hætti, er raun varð á, tók flokkurinn strax þá af-1 stöðu, er stjórnin var skipuð, að styðja öll nýtileg mál, er hún bæri fram. Þeirri stefnu hefir flokkurinn fylgt. FJÁRLÖGIN En kommúnistar hafa haldið v pplausnarstarfinu áfram. — Næsti þáttur gerðist í meðférð fjárlaganna. Tími vanst ekki til að af- greiða fjárlögin fyrir áramótin. Varð því að afgreiða skyndilög um bráðabirigðagreiðslur í byrj un þessa árs. Ríkisstjórnin hefir ekki enn lagt fyrir þingið dýrtíðarfrum- vörp sín. Meðan svo er, verða allar áætlanir fjárlaga mark-< leysa. Fjárveitinganefnd tók því þá ákvörðun, að fresta til þriðju umræðu að leggja fram tillögur sínar um ýmsar verk- legar framkvæmdir, Hafði og stjórnin ákveðið lofað nefnd-i inni því, að frumvörp hennar í dýrtíðarmálunum yrðu komin fram fyrir 3. umræðu. Þessi skynsamlegu vinnu- brögð — eins og á stóð — gátu kommúnistar með engu móti að hylst. Þegar svo f járlögin komu til 2. umræðu á Alþingi í gær, íóku kommúnistar upp óstöðv-/ andi málþóf um þetta. Þeir kröfðust þéss, að fjárlögunum yrði vísað aftur til fjárveitinga- nefndar! Fór allur fundurinn í gær í þjark um þetta. Þegar svo tillaga kommúnista (að vísa málinu aftur til nefndarinnar) var borin undir atkvæði, var hún feld með 32:10 atkvæðum; hjer stóðu kommúnistar einir. Bersýnilegt er, að hjer vakti það eitt fyrir kommúnistum, að koma á glundroða og upplausn. Vafalaust halda þeir þessum leik áfram gegnum alla aðrá umræðu, f j'érlaganna. \ DREGNIR Á EYRUNUM Alþýðuflokkurinn og vinstri öflin í Framsókn eiga mikla sök á yfirgangi og frekju kommún-i ista. Þessir flokkar hafa látið kommúnista draga sig á eyrun-. um. Þeir gleyptu strax við ágni kommúhista, um skipun nefndar til þess að reyna að koma á vinstri stjórn. —! Þessi nefnd situr enn, en ekkert heyr ist frá henni. Kommúnistar höfðu ákveðið í huga, er þeir báðu um þessa nefnd. Þeir vissu, að ef hinir flokkarnir yrðu við þessum til- mælum, myndu þeir verða leiði-* tamari. Og hjer ályktuðu kom-. mar rjett. Þetta hefir greinilega komið í ljós í meðferð ýmsra mála í þinginu. Einkum eru það vinstri öflin í Framsókn, sem vilja með engu móti styggja kommana. Hve lehgi þessum skrípaleik verður haldiið áfram, veit eng- inn ennþá. En kommúnistar halda áfrám snakkinu um vinstri stjórn, þyí það gerir hina leiðitama. Á meðan vinna þeir dyggilega að því, að skapa glundroða og upplausn í þing- inu. Mesta undrun vekur, að Al- þýðuflokksmenn og vinstri menn í Framsókn skuli láta sjer koma til hugar, að mynda stjórn með kommúnistum, með-i an þeir halda áfram upptekn- um hætti. Mislit shipsliöfn á bresku varðskipi »E r þetta leynivopn Breta?" skrifar Wade Caulfield varaflotaforingi í brjefi til The Times. „Gamall skipsfjelagi minn (skipstjóri, sem kominn var á eftirlaun), hefir skrifað mjer og sagt mjer frá því, að hann sje nú skipstjóri á velbáti, sem er i þjónustu flotastjórnar7 innar. Skipshöfn hans eru eftir- táldir fimm menn: Fyrsti stýrimaður — var áður vátryggingamaður, vjelstjórinn var auðmaður, sem lifði á eign- um sínum. Annar hásetinn var sveitamaður, en hinn sælgætis- sali. Matsveinninn var fyrir stríð auðugur klúbbeigandi". Leikfjelag Reykjavíkur sýnir Dansinn í Hruna annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Ralvirklun I Vestur- Skaftafellssýslu Gísli Sveinsson flytur svo- hlj óðandi þingsályktun- artillögu í Nd.: „Neðri déild Alþingis álykt- ar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara hið fyrsta ræki- lega athugun á því, hvernig best megi koma í framkvæmd áílsherjar rafvirkjun í sveitum Vestur-Skaftafellssýslu, ög hvort hagkvæmara muhi, áð þessi sýsla verði tengd við að*> alvirkjunarstöðvar Suðurlands- ins eða fallvötn virkjuð til al- menningsþarfa í sjálfu hjerað- inu eða í nánd viði það". I greinargerð segir: Eins og kunnugt er, fer ná fram í milliþinganefnd og hjá rafmagnseftirliti ríkisins rann- sókn á tilhögun á allsherjar raf virkjun í landínu, einkanlega miðað við, hvernig leiða megi rafmagn frá hinuni'stóru fall- vötnum, sém þegar er byrjáð áð virkja, svo sem Söginu Suiihán- lands og Láxárfossúm norðán- lands. Er eðlilega ennþá óvíst, hversu víðtækt slíkt kerfí gæti orðið eða hvernig sjeð yrði fyr ir fullnæging raf orkuþarfá, sein flestra landsbúa yfirleitt, sam- kvæmt tilgangi þeirrá ákvæða, er Alþingi samþykti á síðasta I Vestur-Skaftafellssýslu ér,. eins og margir vita, fyrir löngu byrjað á einstakiingsvirkjun. fallvatna til heimilisþarfá fyrir þau býli. er aðstöðu hafa haft til slíks, sem sjerstaklega er Í uppsveitum (fjallasveitum) sýslunnar. En eftir eru þó f jöl- mörg býli og einnig framsveit- irnar austan Mýrdalssands, Meðallandið og Álftaverið, þar sem eigi eru fallvötn tiltæk til stærri virkjunar, eða a. m. k. möguleikar til henhar órann- sakaðir. Sama er að segja um Mýrdalssveitirnar að miklu leyti, því að fossar eru þar af næsta skornum skamti, en sá hluti hjeraðsins er landfræði- lega áframhald af Eyjafjalla- sveitunum, með hinum alkunnu fossum, Skógafossi og Selja- landsfossi, og liggj> auk þess næstar sjálfu Suðurláglendinu, sem mun vera í ráði, að nóti að mestu leyti Sogsvirkjunar. Er mjög áríðandi, að allt þetta sje athugað í samhengi, svo að vel og haganlega verði komið fyrir öllum framkvæmdum hjer að lútandi, þegar í upphafi. Til þess að stuðla að þvi, að svo mætti verða, er tillaga þessi bor in fram. Eftir m Walt Disney tVrtitö Bóndi er vantrúaður á hugmynd Mikka, en er Mikki hefir útskýrt mál sitt verður bóndi haria glaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.