Morgunblaðið - 30.01.1943, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. janúar 1943
MORGUNBLAÐIÐ
Gróa GuOmundsdóttir,
lif 85 ára
Attatíu og fimm ára er í dag
ekkjan Gróa Guðmunds-
dóttir, ljósmóðir, Austurkoti á
Vatnsleysuströnd.
Hin góðkunna og duglega
kona er búin að liggja rúmföst
í 15 ár, og er það langur tími,
en guð hefir gefið henni sálar-
þrek. Þó líkaminn sje hrumur,
þá er lífsgleðin mikil. Hún á
marga andvöku nóttina að baki
sjer, er hún gengdi ljósmóður-'
störfum í Sandgerði og Garði.
Hún varð að fara fótgangandi
allar þær ferðir, en guð gaf
henni þrek. Sjálf er hún búin
að eiga 10 börn og eru 8 af
þeim á lífi. Hún á 28 barna-*
böm og 9 barnabarnabörn. Nú
dvelur hún hjá yngstu börnum
sínum, er hugsa vel um sína
góðu móður, sem lagt hefir sig
í sölurnar fyrir börn sin. 1 dag
mun mörg móðirin hugsa með
jþakklæti pg. blíðu , 'tíí hinnar
duglegu og góðu konu, sem svo
; mörgum hefir hjálpað. Jeg vil
sjerstaklega þakka yngstu
hörnunum fyrir þá miklu um-r
ijnnun er þau hafa látið henni í
,tje og bið guð að Iauna þeím
, það. Það mætti minnast á margt
fleira um hina merku ljósmóð-
;ur. En hjer læt jeg staðar num
ið og bið guð að gefa henni æfi
kvöldið bjart og hlýtt.
í>, V. H.
Atkvæðagreíðsla
am átvarpíð
FRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐD
atkvæði allra einstaklinga, sem
atkvæði hlutu. En honum voní
greidd atkvæði sem þulur, leik-
ari og upplesari.
Fara hjer á eftir nokkrar nið-
urstöðutölur: 1502 kjósendur
greiddiíalls 34.904 atkv. Fjellu
16.284 atkv. á málefnin, en
18.620 atkv. á einstaklinga og
sveitir. Atkvæði fengu 14 þulir,
67 éirisöngvarar, 13 karlakórar,
10 kvartettar, 13 hljómsveitir,
11 blahdaðir kórar, 7 barnakórar,
3 lúðrasveitir, 9 orgelleikarar, 11
fiðluleikarar, 23 píanóleikarar,; 5
cellóleikarar, 36 harmonikuleiki
arar, 31 leikarar, 86 rithöfund-
ar, 99 upplesarar, 38 tvísöngv-
arar og 97 ræðumenn.
Eftir landshlutum skiftust at-
kvæðin þannig hlutfallslega:
Sveitirnar greiddu 48%. Þorp
•og kauptún 18%. Kaupstaðir,
aðrir en Reykjavík 17.33%.
Reykjavík 16.67%.
Elgur Hallesby
apptœkar
Frá norska blaðafulltrúanum:
Hin svokallaða norska ríkis-
lögregla hefir gert eigur
Hallesbya prófessors og tveggja
presta, upþtækar. Ástæðan til
þess er bráðabirgða nýársboð-
jskapur kirkjustjórnarinnar, er
lesinn var upp í öllúm kirkjum
Jandsins 17. janúar.
Hæstirjettnr
SlldarverksmiOjur
rikisins greiði 30 þús.
kr, siysabætur
IIJ æstirjettur dœmdi í gær
*--¦- Sfldarverksmiðjur ríkisins
til þess a& greiða 30 þúsund
króna slysakœtur til verka-
manns, er vann hjá verksmiðj-
unum og slasaðist í vinnutíma.
Haustið 1937 var Jón
Björnsson stúdent í vinnu hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins á
Siglufirði. Hann vann ásamt
öðrum manni að því, að skrapa
og mála reykháf á suðurhelm-
ingi S. R. N. verksmiðjunnar
svonefndu. Til þess að komast á
vinnustað urðu þeir fyrst að
íara upp stiga, sem reistur var
upp með norðausturhorni verk-
smiðjunnar; síðan urðu þeir að
skríða upp á mæni þaksins og
þaðan eftir mæninum að svo-
nefndu „skeletti" (rimluð upp-
bygging á þakinu —- loftræst-
ing) og fikruðu sig með fram
þyí, að reykháfnum. ,
1 einni ferðinni frá yinnustað
misti Jón Bjömsson taks á
„skelettinu" og rann niður þak-i
ið og niður á skúrþak, ca. sex
metrum neðan yið þakbrún. Við
fallið brotnuðu bæði hælbein
Jó^is og lá hann lengi. Eftir
leguna var orka hans metin
-45%..,/
Jón krafðist skaðabóta af
hálfu Síldarverksmiðjanna og
studdi kröfuna á því, að út-
búnaðurinn við vinnuna hefði
verið óforsvaranlegur. Krafðist
hann 45 þúsund króna bóta.
Lögmaðurinn í Reykjavík
dæmdi málið í undirrjetti. Hann
dæmdi Síldarverksmiðjurnar til
að greiða 30 þúsund króna stysa
bætur.
HæstirjettUr staðfesti dóm
lögmanns og dæmdi auk þess
Síldarverksmiðjur ríkisins til
að greiða 4000 kr. í málskostn-
að fyrir báðum dómum.
í forsendum dóms Hæstarjett
ar segir m. a.:
„Telja verður, að óverjandi
hafi verið að láta gagnáfrýj-
anda framkvæma starfa þann,
er í málinu greinir, án nokkurs
öryggisútbúnaðar. En hinsveg-
ar sýndi . gagnáfrýjandi ekki
fulla aðgæslu, er hann fór til
starfans án þess að kvarta und-
an öryggisskortinum".
Einar B. Guðmundsson hrl.
flutti málið fyrir Síldarverk-
smiðjurnar og Sveinbjörn Jóns-t
son hrl. fyrir J6n Björnsson.
KAUPÞINGIÐ
föstnd. 29. jan. 1943. Birt án ábyrgðar
Veðd. 13. H.
- 'WÍZ n.
^- 11. fl.
— 10. fl
9. fl.
4. fl.
4
5
5
$.,.
5
41/»
4Ví Rikisv.br. '41
5'/j Ríkísv.br. '38
5Va Jarðr.br. 3. D.
5Vs Kreppubr.
5 Nýbýlasj br.
4Vs Sildarv.br.:
4 Hitaveitubr.
3'/2 Hitaveitubr.
106
103
103'/«
100
100
101
105'/»
105Vs
196
106
102
101»/*
103
107
1077»
100
133
40
••¦••••••••¦¦i
Dagbóh
••••»•«¦»•««»•
Til Strandarkirkju: Tveir sjó
menn 50 kr. OVL Ó. 20 kr. S. J. J.
20 kr N. N. 10 kr. Ingibjörg
Guðmundsd., Selnesi, Breiðdals-
vík 20 kr. Gamalt áheit 10 kr.
Gamalt áheit 5 kr. Nýtt áheit 5
kr. Þ. V. S. 10 kr. S. M. 25, kr
Strandamaður 5 kr. Gamalt á-
heit 10 kr. Gamalt áheit 15 kr.
S. G. 10 kr. S. S. 20 kr. Ó. J 18
kr. Sigga 10 kr. R. 10 kr. N. N.
60 kr. Vestfirðingur 10 kr. J. S.
25 kr. N. N. 10 kr. H. H. 25
kr. G. H. (gamalt áheit) 100
kr. S. G. 30 kr. N. N. 10 kr.
Kona 20 kr. E. J. 10 kr.
D Edda 5943227 — 1. Atkv.
Ungling vantar til að bera
Morgunblaðið til kaupenda á
Framnesveginn.
Næturlæknir er í nótt Björg-
vin Finnsson, Laufásvegi 11. —
Sími 2415.
Næturvörður er í Ingólfs apó-
teki.
Messur í dómkirkjunni á
morgun: kl. 11 síra Friðrik
Hállgrimsson, kl. 1.30 Barna-
guðsþjónusta (sr. Fr. Hall
grímsson), kl. 5 síra Bjarni
Jónssoh.
Hallgrímsprestakall. Á morg-
un: KI. 11 barnaguðsþjónusta í
bíósal Austurbæjarskólans, síra
Sigurbjörn Einarsson. Kl. 14;
messa á sama stað, síra Jakob
Jónsson. Kl. 10 f. h. sunnudaga-
skóli í gagnfræðaskólanum við
LindargÖtu.
Nesprestakall. Messað í kap-
ellu Háskólans kl. 2.30 á morg-
un.
Laugarnesprestakall. Messað í
Laugarnesskóla á morgun kl. 2
Sr. Bjöm O. Björnsson prjedik
ar. — Barnaguðsþjónusta I
Laugarnesskóla á morgun kl. 10
árd.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kl. 2
messa, sr. Árni Sigurðsson. Kl.
11 Unglingaf jelagsfundur í kirkj
unni. Ingimar Jóhannesson kenn-
ari talar o. fl. Fjölsækið! Nýir
fjelagar velkomnir.
Frjálslyndi söfnuðurinn. Mess
að á morgun kl. 5, síra Jón Auð'
uns.
1 kaþólsku kirkjunni í Reykja
vík hámessa kl. 10 og bæna
hald kl. 6y2 síðd. I Hafnarfirði
hámessa kl. 9 og bænahald kl. 6
síðd.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mess
að á morgun. kl. 2. síra Jón Auð
uns.
Ólafur Eyvindsson húsvörður
Landsbankans verður 65 ára í
dag. Hann fer austur að Arnar-
felli, sveitasetri Matthíasar Ein-
arssonar læknis og mun dvelja
þar fram yfir helgi.
títvarpið í dag.
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.
19.00 Enskukennsla 2. flokkur.
19.25 Hljómplötur: Samsöngur.
20.00 Frjettir.
20.30 Kvöld Slysavarnafjelags Is
lands: Ávörp og ræður. — Ein
21.50 Frjettir.
söngur. — Tónleikar.
22.00 Danslög.
Islensk fyndni nýjasta bókin
er komin út. Fæst á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
RAT0X1N
ROTTUEITUR
HeUdsölubtrgðli
¥DIÁ ííF,
; i'- » íi
I
3EST AÐ AUGLTSA 1 MORGUNBLAÐINIX
'¦
Hjer með tilkynnist vinuni ofe ættingjum. að
CUÐM. HELGI PJETURSSÖN prentari
andaðist í spítala fimtudaginn 28. janúar 1942.
Ragnheiður Jónsdóttir. Pjetur Hafliðason.
Það tilkynnist vinum ög vandamömwim, að
JÓSEFÍNA WAAGE
andaðist á Eluheimilinu Grund 29. þ. m. Jarðarförin verð-]':!
ur auglýst síðar,
Fyrir hönd vandamanna
Ólafur Teitsson.
Móðir okkar
JÓHANNA ELtN ERLENDSDÓTTIR
andaðist 27. janúar á heinúli sínu, Vesturgötu 3, Eeflavfls.
Marin Jónsdóttir. Erlendur Jónsson.
Svafa Jónsdóttir. Ólafur Jónsson.
Jarðarför konunnar minnar
VALGERÐAR KAPRASlUSDÓTTUR
frá Akranesi, fer fram frá Lambastöðum á Seltjarnarnest
miðvikudaginn 3.,febrúar og hefst kl. iy2 e. hád.
Fyrir hönd mina og annara vandamanna
Ólaf ur Magnússon.
'.•- ¦»«2
Kveðjuathöfn konu minnar
SVÖVU EINARSDÓTTUR
frá Sandi fer fram á Elhheimilinu Grund W. 5 í dag.
Fyrir hönd mína og barna minna
Guðgeir ögmtutdsson.
Þökkum hjartanlega öllum nær og f jær, sem auðsýndu
okkur samúð og margskonar aðstoð við fráfall og jarðarför
DAGBJARTAR BENÓNÝSDÓTTUR,
Sellátrum.
Aðstandendur-
Jeg þakka öllum þeim, sem sýndu mjer og minum sam-
úð og vinsemd í tilef ni af f ráf alli og jarðarf Ör mannsins míns
ÁRNA ÓLAFSSONAR.
Guðríður Jónsdóttir,
Hlíðarendakoti.