Morgunblaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 3
/ Fimtudagur 18. mars 1943. Klrakningar Vestf|arQabÁtanna Mann tektir út af bát og draknar Frá frjettaritara blaðs- ins á Isafirði. Iofviðrinu í fyrradag tók einn háseta, Hrólf Guð- mundsson, út af vjelbátnum „Svandís", og druknaði. Aftakaveður skall á fyrir vestan í fyrradag. Var alment róið frá öllum verstöðvum. — Vjelbáturinn „Svandín", eign Matthíasar Ásgeirssonar, fjekk mikið áfall. Einn hásetinn, Hrólfur Guðmundsson frá Hesteyri, fjell útbyrðis og druknaði. Auk þess brotnaði báturinn nokkuð ofanþilja, og varð fyrir míklu veiðarfæra- tjóni. Hrólfur var giftur Soffíu Bær ingsdóttur frá Höfðaströnd. Höfðu þau hjón eignast tvö böm, sem bæði eru á unga aldri, og eru hjónin nýflutt til Isafjarðar. Tveir Hnífsdalsbátárnir, Kveldúlfur og Mímir, komu ekki áð landi fyrr en í gær- morgun. Lágu þeir í Ðjúpinu yfir nóttina. Vjelbáturinn „Garðar" frá Fláteyri tók niðri utanvert við Flateyri, en komst á flot aft-| ur með aðstoð vjelbátsins „Harpa“, 1 • Vjelskípið „Richard“ og tog- árinn „Skutull“ fóru út síðari hluta dags í íyrradag ög fýlgd-* ust með hvað bátunum leið. < Áfli var heldur tregur, en veiðarfæratjón var allmikið. UORGUNBLAÐIÐ S M.s. „Arctic“ strandar aust- arlega á Snæfellsnesi Likur ti! að mann- björg hafi orðið MS. „ARCTIC“, sem var á vegum Fiskimála- m nefndar, strandaði í gær sunnan á Snæ- fellsnesi, austarlega, nálægt Melhömrum. Nákvæmar fregnir af strandinu fengust ekki, vegna þess að ekkert símasamband var vestur, en allar líkur benda til, að skipsmenn hafi bjargast Það var íslenska flugvjelin — flugmeimimir öm Johnson og Bjöm Eiríksson — sem fann hið strandaða skip um kl. 7 í gær- kvöldi. Var skipið þá nálægt landi og sáu flugmennimir menn í fjöru og einnig un» borð í skipinu, en strengur var á milli skips og lands, Skipið virtist óbrotið. Þormáilsiöfnnnin :'3 - '-.-w.-W— —'v .-;=rw— - Kr. 270.762.00 hjá Mbl. Morgunblaðið hefir nú ails tekið á móti kr. 270.762,- 00 i Þormóðssöfnunina. 1 gær bárust þessar gjafir: G. K. Milner 200.00 E. K. 100.00 Þrjár vinstúlkur 30.00 B. S. 10.00 Mæðgur * 50.00 K. Þ. 100.00 Síldin h.f, 500.00 Nini 20.00 Gömul hjón 25.00 E. G. J. L. 60.00 Magga og Sigga 50.00 Ekkja 15.00 Steinunn 50.00 12 ára B„ 75.00 S. 20.00 V. É. 50.00 Verkamenn og bílstjórar hjá Eimskip við höfn ina 1485.00 Skipstjórínn á Sado 100.00 ★ / I'skilagrein f>. 16. mars mís- prentaðist Þ. J., Sandi kr. 20.00 — átti að vera J Þ., Sandi 20.00. M.s. „Arctic" var á leið til Vestmannaeyja og fór hjeðan á þriðjudagskvöld. Um kL 4 á mið- vikudagsmorgun barst skeyti frá „Arctic“ og var þá skýrt frá því, að skipið væri illa statt úti í Faxaflóa; stórseglið væri rif- ið og einnig „skonnortu“-seglið. NEYÐARKALL. Kl. 12.10 barst enn skeyti frá „Arctic“ og var það þá neyðar- kall, en heyrðist mjög óglögt. Var sagt 1 kallinu, að skipið væri að reka á land, en ekki var hægt að greina hvar skipið væri statt. Hélst var að heyra, að skipið værí að reka á land annaðhvort á Garðskaga eða Skipaskaga. LEITAÐ AÐ SKIPINU. Slysavamaf j elagið gerði þeg- ar ráðstafanir til að leita að skjp- inu á þessum tveim stöðum, sem neyðarkallið virtist benda til að það væri. Einnig var leitað á Mýrunum. En hvergi sást til skipsins og var þó bjart veður milli jelja. ISLENSKA FLUG- VJELIN FER AÐ LEITA. Á fimta tímanum í gær fóru, Fiskimálanefnd og Slysavama- fjelagið þess á leit við Flugrfje- lagið, að flugvjelin yrði send til þess að leita að skipinu. Kl. 18.20 fór flugvjelin af stað í þenna leiðangur og voru þeir flugmennimir öm Johnson og Björn Eiríksson báðir með. Þeir flugu norður yfir Akra- nes, meðfram Mýrunum. Er þeir komu norður að Snæfellsnesi komu þeir auga á skipið, þar sem það var strandað undan Stakkhamri í Miklaholtshreppi. SAMTAL VIí) ÖRN JOHNSON. Tíðindamaður Morgunblaðsins átti tal við örn Johnson flug- mann í gærkvöldi og skýrði hann þannig frá: Skipið virtist mjög nálægt landi. Við sáum menn í fjörunni og einnig um borð í skipinu. Lína var milli lands og skips og senni- legé, að björgun skipsmanna hafi þá staðið yfir. Var ekki FRAMH Á SJÖUNDH SÍÐU. Mjólkurlaus bær I tíap? P kki, var útlitið gott með *-* mjólkina í gærkvöldi. Mjólkurbílar Flóabúsins fóru af stáð að austan í gærmorgun. Þeir komust til Þingvalla. Þar strönduðu þeir og biðu fram eft- ir degi. Síðdegis. í gær, eða um 6-leyt- ið lögðu bílamir upp frá Þing- völlum áleiðis til Reykjavíkur, en hvort þeir hafa komist til bæjarins í nótt er leið, veit blað- ið ekkí. Átti að gera alt sem unt var, til þess að koma bílúnum áfram. Mokstursmenn voru á veginum, snjóplógar o. s. frv. En ef austanbílamir skyldu hafa strandað á heiðinni verður lítil sém engin, mjólk fáanleg í dag. Láxfoss komst ekki til Borgamess í gær. Eldsvoði f Hornafirðl Kefnd skipuQ (ii að rannsaka fjelagileg öryggi i lramfíðinni Fyrst og fremst athuguð þau mál er falía undír alþýðutryggíngarnar Tilkynning frá fjelagsmálaráðuneytinu. FJELAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir falið þeim Jóni Blöndal hagfræðing, Guðmundi Kr. Guð- mundssyni tryggingafræðing og Klemenz Tryggvasyni hagfræðing að gera rannsókn á því, hversu best megi tryggja fjelagslegt öryggi á sem flestum svið- um hjer á landi í framtíðinni. Verkefnið er í fyrsta lagi fólgið í því, að rannsökuð sje fjárhagsleg geta þjóðarheildarinnar, með tilliti til atvinnuhátta og afkomu landsmanna. 1 öðru lagi er ætlast til^ að undirbúnar sjeu tillögur um heildarfyrirkomulag löggjafár, er tryggi sem best fjelagslegt öryggi landsmanna í framtíðinni á Öllum þeim sviðum, þar sem almannatryggingum verður kömið við. I fjrrradag um klukkan 18 * kviknaði í húsi öskars Guðna sonar í Höfn í Hornafirði. Þegár að 'var kömið, Vár þekj- an alelda. Mikill mannfjöldi safn- aðist þá á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins eftir um klukkustund. Skemdir urðu miklar. Þekjan, sem var úr torfi, brann öll ogi innanstokksmunir skemdust mikið af eldi og vatní. — Talið er að kviknað hafi út frá reyk- háf. Hindsley kaidínáli látinn Lundúnafregnir herma, að Hindsley kardínáli, yfir- maður katólsku kirkjunnar í Bretlandi, hafi andast í fyrra- kvöld í London, 77 ára að aldri Fyrst og fremst eru það þau svið, er nú falla undir alþýðu- tryggingarnar: Slysatrygging, sjúkratrygg- ing, örorkutrygging, ellitrygg- ing og atvinnuleysistrygging, Ennfremur ýmiss konar trygg- ingar, er lítt hefir gætt í ís- lenskri löggjöf til þessa, svo sem ómagatryggingar, ekkna- styrkir og jarðarfararstyrkir. Skal leggja áherslu á að' tryggingarnar geti, að svo miklu leyti sem fjárhagsleg geta þjóðarinnar leyfir, skap- að hverjum einstaklingi rjett til viðunandi lífskjara ef hann vill vinna. Ætlast er til þess, að sam- tímis fari fram athugun á lög- gjöf um framfærslu sveitarfje- laga og framfærslu ríkisins og þess.gætt, að samræmi sje milli slíkrar loggjafar og væntan- lega tryggingakerfis. í sambandi við aðgerðir gegn atvinnuleysi og forsjá atvinnu- lausra manna, sje gerð grein fyrir öllum helstu aðferðum, er beita má af -hálfu hins opin- bera til að vinna gegn atvinnu- leysi manna á starfsaldri. Einn ig sje gerð grein fyrir, hvernig hentugast sje að haga opinber-* um framkvæmdum í því skyni að þær geti orðið til þess að skapa sem stöðugasta og jafn-* asta atvinnu. Einnig sje gerð athugun á því í sambandi við örorkutrygg ingar, á hvern hátt vinnugeta þeirra, er hafa skerta starfs- orku, verði best gerð arðbær fyrir þá sjálfa og þjóðfjelagið. Eigi er það ætlunin, að til- lögurnar um þessi mál verði lagðar fram í frumvarpsformi, en megináhersla lögð á, að öll efnisatriði sjeu svo vandlega undirbúin sem auðið er og kapp kostað að kynnast löggjöf og fyrirætlunum Norðurlanda- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Ólafur Árnason prenfari, látinn jr * / A lafur Árnason, prentarí i Isafoldarprentsmiðju h.f., andaðist í gærmorgun. Hann varð bráðkvaddur. Ólafur var liðlega þrítugur að aldrí, ókvæntur, en átti aldraða foreldra á lífi, Kristínu Ólafsdóttur og Árna Árnason á Bakkastíg 7. ólafs mun verða nánar getiö síðar hjer í blaðinu. . Vonast tilað sllirbátar iiati náð IðDdi i óveðrinu Vonaat er til, að allir bátar, sem voru á sjó á þriðjudag í ofviðrinu, hafi náð landi. Vit- að er, að allir bátar úr verstöðv- unum hjer við Faxaflóa óg viðs ísafjarðardjúp, náðu landi, en sumir komu ekki að fyr en í gær- morgun. Klukkan 9 í gærmorgun vant- aði enn einn bát frá Grundar- firði, Svan, en heyrst hafði í tal- stöð hans. Eftir kl. 9 í gærmorg- un var sambandslaust vestur ogf því ekki hægt að fá vitneskju um, hvort báturinn hafði komið að landi. Símasambandslaust var í gær- dag við Vestmannaeyjar, en loffc- skeyta- og talstöðvarsamband. Ekki frjettist, að neitt tjón hefði orðið á bátum eða mönn- um þar. ★ Seint í gærkvöldi var blaðinu tjáð, :ið vjelbáturinn Svanur væri kominn að landi. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.