Morgunblaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 4
4 MOR.GUNBL AÐIÐ Fimtudagur 13. mars 1943. THkvnning Á fundí bæjarstjórnar Reykjavíkur 4. þ. mán. var sam- þykt eftir tillögu heilbrigðisnefndar: Að banna öllurn mjólkursölubúðum að nota trektir við mælingu mjólkur og rjóma, og krefjast, að mjólk og rjómi sje einungis afhent í ílát, sem ekki þurfa að snerta mjólk- urmáiin. Að fyrirskipa, að afgreiðslustúlkur í mjólkur- og hrauðabúðum noti kappa, sem skýli hárinu til fullnustu meðan á afgreiðslu stendur. Ákvæði þessi ganga í gildi 1. apríl n.k. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem reka mjólkur- og brauðsölubúðir hjer í bænum. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Við tökum að okkur að hreinsa notaða smurningsolíu fyrir skip og frysti- hús. Kaupum einnig notaða smurningsolíu frá skip- um og frystihúsum. Seljum hreina smurningsolíu. Öll sú olía, sem hreinsuð er, er rannsökuð á Rann- sóknarstofu Háskólans. Olíiihreinsunarsffinio Sætún 4. Sími 2587. •y ♦% f 1 I Tökum upp í dag margar tegundir af amerískum h Karlmannaskóm þar á meðal hina góðkunnu JARMAN-SKÓ. Skóverslun Þórðar Pfel«ars8«oiiar Bankastr. 4. <^^í_í^„j..»x«:«:-:-x-x-x-x-x-x-:-:-x-x-x-x-:-X“X-x-x-x-fr««^««H SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliforð’s Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD MólaHmbur Nýtt eða notað timbur óskast keypt. TSlboð merkt: „Mótatimbur“ sendist afgr. Morgunblaðsins. Hin mannskemmandi áhrif styrkjastefnunnar II. grein Sigu ðar á Laugabóli T eg er ekki hrifinn af þeirrj " styrkjapólitík, sem rekin hefir verið, meðal annars fyrir bændur og tel hana meira og minna mannskemmandi. Það er ekki vegsauki fyrir sjálfstæða og hrausta menn að láta greiða sjer fje fyrir að koma upp húskumbalda fyrir sjálfa sig eða fyrir að sljetta túnblett sem endurgreiðir sig sjálfur á stuttri stund. Slíkir styrkir skapa minnimáttar kend og lítilmannlega vantrú á eigin mátt og röskleika. Þeir skapa virðingarleysi annara fyrir svo lágsigldri stjett, er slíks er álit- in að þarfnast og veita pólitísk- um flokkum aðstöðu til hvers- konar vansæmandi íhlutunar um málefni þeirra manna, er frjáls- astir gætu verið allra íslenskra þegna, stórlátra, fjársterkra og gersamlega óháðra óðalsbænda, er engum stjórnmálaflokki væri fært að nota sem viljalaus verk- færi, svo sem verkalýðurinn hef- ir verið misnotaður. 17. gr. jarðræktarlaganna á að fá hinn hræðilegasta dauðdaga, hún á að verða sjálfdauð á þann hátt, að enginn bóndi leyfi mæl-1 ingar á framkvæmdum sínum eða taki við styrk fyrir þær. Og nú er eitt allra glæsilegasta afkvæmið að fæðast, frumvarp Hermanns Jónassonar um ferða- styrk fyrir sveitamenn, sem ekjki má vera minni en tíu krónur á heimili. Eruð þjer ekki stoltir bændur !yfir rausninni og væntanlegu lögfestu mati á stórlæti yðar inni á sjálfu Alþingi? Haldið þjer1 ekki að þjer verðið svolítið hnakkakertir í söðlinum á kom- andi sumrí, er þjer hafið fleygt frá yður orfinu eða sláttuvjelinni, stigið á bak færleiknum og hleyp ið eins og hvirfilbylur milli hjer- aða, með tíu króna ávísun frá' ríkissjóði í pyngjunni? Nei, þótt aðrar stjettir hafi orðið sjer til skammar á þennan hátt, þurfa bændur ekki að verða það líka. Það á engum manni að greiða kaup fyrir að skemta sjer, hann á að bera þann kostnað sjálfur. Þessi ókarlmannlega, siðspill- andi og skríðandi kjósendaversl- un á að hverfa þegar í stað. Hún er andstyggileg og ósamboð- in íslenskum mönnum. Það er verið að reyna til þess að ala upp kynslóð, guðsvolaða aum- ingja, sem á endanum trúi því að þeir megni ekki að ganga örna sinna, nema þeir fái til þess „styrk" eða „kjarabætur“. , Það á að þurka út allar ónauð- synlegar styrkveitingar en ekki auka þær. Einn er sá gróður í þessu | landi, er hefir náð skjótari og hærri verti en annarsstaðar á jörðinni. Það eru skattarnir. Stendur þar líklega engin stór- þjóð oss á sporði ef hún á ekki : í ófriði. Hjer er alt skattlagt nema andrúmsloftið, Það hefir verið skattfrjálst til þessa dags. , Dæmi munu vera til þess að all- ar nettotekjur duglegra fjáröfl- unarmanna hafi ekki hrokkið til þess að greiða með þeim saman- , lögð gjöld til ríkis og bæjarfje- laga og er þá lítið eftir fyrir öðrum nauðsynjum þeirra manna I Getur það heitið rjettlæti, að taka það fje er nauðsynlegt þyk- ir að krefja inn með slíkri hörku og nota það eins og hálfgerðar mútugjafir til heilla stjetta? Bændur eru keyptir til þess að húsa og bæta jarðir sínar og verkalýðurinn er keyptur til þess að gera ekki neitt. Það er sótt um fyrir hann og veittur*atvinnu leysisstyrkur þegar verð það sem honum hefir verið skipað að taka fyrir vinnu sína er orðið svo hátt, að framleiðslan í landinu getur ekki greitt það, enda þótt h.ann mundi fá næga vinnu fyrir lægra gjald. Jeg efast um að bændur eða verkamenn hafi ósk- að eftir þessari hringrás ríkis-[ fjár. Jeg veit að fjölmargir mennj í báðum þeim stjettum hafa ekki skap til þess að þiggja þetta fje þótt að þeim kreppi. Hitt er svo annað mál að það mun þykja vænlegt til kjósendafylgis fyrir suma stjórnmálaflokka að við- halda slíku öfugstreymi. Og því Yniður hefir sá reikningur reynst rjettur. Það verður ekki komist fram hjá því lengur að færa stórlega niður vinnulaun og verð á inn- lendum neysluvörum, hvað sem hver segir við því. En það á að finna út rjettlát hlutföll milli kaupgjalds og verðlags, þótt það kosti fyrirhöfn, svo að hvorugur aðili þurfi að grípa til örþrifa- ráða til þess að rjetta hlut sinn. Verði þetta ekki gert, þá er oss öllum augijóst hvert leiðin ligg ur. — Jeg vil svo ljúka máli mínu aS sinni með eftirfarandi, vinsam- legum bendingum til forustu- manna hinna vinstri flokka, í sambandi við ölmususkraf það er þeir tileinka bændum einum. Það þykja eigi hæfilegir manna siðir, að fjölyrða um snöru í hengds manns húsi. Það eru víð- ar ölmusumenn en í bændastjett, ef því skai skipta. Það er ölmusa, þegar verka- lýðnum er greitt fje fyrir að stinga höndum í vasa. Það er ölmusa, þegar bæði þeim mönnum oð öðrum er greitt f je fyrir að skemta sjer, ekki tekju- lægri en menn eru yfirleitt nú. „Kjarabæturnar“ eru að nokkru leiti ölmusa, þó hún sje ekki greidd úr ríkissjóði. Það er öl- musa, þegar maður fær styrk af ríkisfje, sem varið hefir aliri æfi sinni til þess að skrifa heil- ar bækur af ótrúlegum kynja- sögum um alþýðu manna í sveit- um landsins, sem helst lítur út fyrir að verið sje að gera til- raun til að selja fyrir peninga með því að gera hana á pappírn- um að aumasta úrkasti veraidar, kallar sjálfan sig skáld og þessa framleiðslu skáldskap, enda þótt hún sje ekki fullkomnari verslun- arvara en það, að það þurfi að verðbæta hana eins og t. d. dilka kjöt. En það er stærsta og dýr- asta ölmusan, sem þjóðfjelagið hefir ennþá veitt, að leyfa komm únistaflokki tilverurjett í þessu landi, í stað þess að leysa hann upp með lögum. ★ En við yður bændur vil jeg segja þetta: Þjer eigið að eins að eignast einn einasta styrk, en hann er ekki veittur úr ríkis- sjóði. Það er andlegur styrkur til þess að hrinda af yður hvers- konar socialisma 'og hverjum þeim manni, er til yðar kann að koma í bónorðsför í hans nafni, hvort heldur hann birtist yður ógrímuklæddur og nakinn og læt- ur skína í tennurnar, eða íklædd- ur yfirhöfn sauðkindarinnar, — gærunni. 15. febr. 1943. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOí Sútunarverksiniiðjaii h.f. Veghúsastíg 9. Sími 4753. Seljum í heildsölu og smásölu: Gærur (hvítar og mislitar). Svefnpoka, kerrupoka, vesti og sokka úr sútuðum gærum. Höfum einnig lambskinn og kan- ínuskinn o. fl. Kaupum lambskinn, kanínuskinn, selskinn og gærur. Menn naga sig off ■ handarbökin góða bók meðan hún fæsf Sfðustu eintðkin af bðkinni Vinsældir og áhrif, i bandl ern nú í bókabútluua. Bókln er elnnltf A þrofum óbundln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.