Morgunblaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 7
MORGU N BL A ÐJÐ Fimtudaffur 18. mars 1943. T ' Minningarorð um Þórð Þorstemsson skipstjóra D inn þeirra góðu drengja, sem ^ fjellu fyrir örlög fram í helför vjelskipsins „Þormóður" þann 17. febr. síðastliðinn, var svili minn og vinur, Þórður Þor- steinsson skipstjóri frá Patreks- firði. Hann var að kveðja Pat- reksfjröð í þessari síðustu för eftir 10 ára veru þar og flytja búferlum hingað suður. Daginn áður átti hann kost á ferð með öðrum bát, sem komst leiðar sinn ■ar heilu og höldnu. En hann kaus heldur seinni ferðina, til þess að hann gæti verið einum deginum lengur heima hjá ástvinum sín- um, áður en hann færi í næstu veiðiför. Hraustur, glaður og reif ur eins og ævinlega steig hann um borð sem farþegi á sinni síð- ustu sjóferð, þessi þaulreyndi far maður, sem stýrt hafði margan krappan sjóinn og borið ábyrgð á skipi og mönnum. Og skamt upan ströndinrd, þar sem hann hafði leikið sjer sem bam og fest órjúfandi trygð við Ægi, færði hann nú þessum vini sínum líf sitt að fóm. Þórður var fæddur að Meiða- stöðum í Garði 26. okt. 1903. Voru foreldrar hans merkishjón- in Þorsteinn Gíslason útvegs- bóndi á Meiðastöðum og kona hans, Kristín Þorláksdóttir. Var Kxistín af merkum bændaættum á Kjalamesi, en Þorsteinn af hinni góðkunnu Ilúsafellsætt í Borgarfirði, sonur Gísla bónda á Augastöðum Jakobssonar smiðs á ílósafelli, Snorrasonar hins sterka prests þar og skálds BjÖmssonar. Þau Meiðastaða- hjón áttu 14 börn, sem upp kom- ust. Voru þau öll hvert öðru mannvænlegra. Ileimilisbragur á Meiðastöðum var til fyrir- myndar, og hin mörgu börn ól- ust upp við vinnu og góða siði. Hefir oft verið glatt á hjalla í þeiiií fjölmenixa hóppi systra og bræðra, sem óíust.þar upp sam- an, og þá verið tengd þau bönd kærleika og tryggðar milli syst- kinanna, sem ekkeit gat slitið nema dauðinn. Jeg þekti ekkei't •dæmi um slíka tiyggð og sám- heldni milli svo margra systkina, ■eftir að þau di'eifðust og hurfu ag hinum margvíslegu störfum lífsins, senx milli Meiðastaðasyst- kinanna. Meðal yngstu bræðr- anna fimm var Þórður eða Dóri, eins og hamx var kallaður heima. Vár hánö þegar á unga aldri augasteinn systkina sinna, síkát- ur og glaður, hjálpfús og góð- viljaður, jafnt við skylda sem vandalausa. Þegar Þórður var á fermingar- aldri, fluttust foreldrar hans til Reykjavíkur. Gísli, bróðir hans var þá orðinn skipstjóri, og rjeð- ust nú yngri bræðurnir hver af ■oðrum til hans og byi'juðu að siglá með honum, Þorsteinn, er síðast var skipstjóri á „Skúla fógeta“ og fórst með honum, Þórður og Snorri, og luku allir stýrhnannaprófi. Þórður útskrif- aðist af Stýrimannaslíólanum 1924. Skömmu síðar gerðist hann stýrimaður og gengdi því starfi á ýmsuro togurum, þar tiþ hann varð skipstjóri á togaranum Þórður Þorsteinssön. „Baldri“ frá Bíldudal haustið 1941, og hafði hann það starf á hendi síðan. Sjálfur þekkti jeg ekki sjó- mannsstarf Þói’ðar af eigin reynd, en ýmsir þeir, sem siglt hafa með Þórði fyi*r og síðar, hafa sagt mjer, að hann hafi ver ið afburða góður sjómaður, vík- ingur að hverju sem hann gekk, enda hið mesta hraustmenni, mikill vexti og rammur að afli eins og margir þeir, sem komnir eru af síra Snorra. Hann var vinsæll mjög af undii’mönnum sínum og ljet ævinlega jafnt yfir sig og menn sína ganga, hress og í’eifur, hvað sem að höndum bar, glaður og uppöxvandi. Hann var aflasæll mjög og farsæll í skip- stjórastarfi og í öllu hinni merku stjett sinni til sóma. Hirm 31. maí 1929 kvæntist Þórður eftirlifandi konu sinni, Kristínu Pálsdóttur frá Nesi í Selvogi Grímssonar, og eignuð- ust þau tvö börn, sem bæði lifa. Haustið 1932 fluttust þau til Patreksfjarðar vegna atvinnu Þórðar og bjuggu þar síðan, en voni nú að flytja sig til Reykja- víkur, eins og áður er sagt. — Hjónaband þeirra var hið ástrík- ’asta, og áttu þau indælt heiinili, sem þau bæði hlúðu að með mik- ilii* uiphyggtu. Þangað, heiin til konu lians og baxma, mun hugur Ixans oft hafa leitað, er hann dyaldist fjarri þeim á hafi úti, og dýnnætur var honum hver dagurinn, sem hann gat verið heima. Jeg veit, að sama má segja um margan sjómanninn, en ekki um marga í jafnríkum mæli sem Þói'ð. Ilann unni heim- ili sínu mikið, og því uppskar hann þar líka mikla hamingju. Það er mikill sjónarsviptir að Þórði, skaði stjett hans og þjóð, sem eigi verður bættur. En sár- astur verður söknuður þeirra, sem næst honum stóðu, systkina hans, eiginkonu og barna, sem best vissu, hvílíkur drengur hann var. Góðar minningar urn horfinn ástvin eru nú huggun þeirra og harmabót. Guð blessi þig, kæra mágkona mín og fi'ænka, og börnin ykkar bæði. Guðni Jónsson. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Erla Beck, Víðivöllum við Sundlaugaveg og Haraldur Gunnlaugsson, Laufás- veg 10. „AíctiC-stranðið PKAMH. AP ÞBIÐJU BÍÐD annað sjáanlegt, en að alt væri í lagi. Skipið virtist heilt, eða ekki var annað sjáanlegt. Veður fór batnandi og þar sem útfall var, þykir mjer ekki ósennilegt, að skipig hafi staðið á þurnx um fjöru. ★ Þessar upplýsingar örns flug- manns gefa vonir um, að hjer hafi mannbjörg orðið. En mikil mildi má það vera, að skipið skyldi einmitt reka upp á þessum stað, því að kunnugir telja, að hvar sem var annarsstaðar á þessum slóðum hlaut skipið að rekast á sker eða hamrabjörg, og það gat ekki haft nema ein endalok. Nánai'i fregnir af strandinu ættu að berast hingað í dag. — Skipstjóri á „Arctic“ er Jón Sig- urðason, er lengi var hjá Eim- skip. Úr daglega lífinu FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU íhlutun erlendra ríkja um innan- ríkismál okkar. Skömmu eftir að þessi grein kom hjer á prenti, hitti jeg Banda- ríkjanna, sem jeg ar svo mál- kunnugur, að jeg get leyft mjer að glettast við hann, ef svo ber undir. Jeg skal taka það fram, að mjer hefir virst þessi maður bera einkar hlýjan hug í garð okkar íslendinga. Jeg sagði við hann eitt- hvað á þessa leið: „Jæja, þá þarf maður nú ekki að kvíða, úr því herrarnir í Was- hington hafa tekið að sjer að leysa úr dýrtíðarmálunum á íslandi". Ameríkumaðurinn tók þessu, eins og jeg bjóst við, brosandi. Hann taldi að við værum full næmir fyrir því, sem um okkur væri sagt, sjerstaklega í þessu tilfelli, þar sem um væri að ræða óstaðfesta frjett, jafnvel þótt hún væri í blaði, sem er í góðu áliti. Við rjöbbuðum um þetta fram og aft- .ur, en að lokum sagðr Bandarílcja- maðurinn })e3sa setningu, sem fest- ist í mjer og satt að segja kom heldur illa við mig: „Annars finst mjer ekkert und- arlegt þótt við Bandaríkjamenn vildum hafa einhverja hönd í bagga með dýrtíðinni hjer á landi. Því það kemur þó á okkur að bórga brúsann". Jeg hafði ekki svar á reiðum| höndum við þessari skyndilegu ‘ „árás“. En mjer finst jeg skilja! betur en áður hvað Ameríkumenn | hugsa um okkur íslendinga. Við1 erum í þeirra augum — sumra að minsta kosfci — einskonar sveitar- ómagar og þeir „borga brúsann". Við íslendingar vei'ðum svo sjálf- ir að gera það upp við okkur, hvort við höfum gefið ástæðu til að þannig sje á okkur litið. Dagbók 1. O. O.F. 5 =s 1243l88l/* = Næturlæknir: Kjartan Guð- mundsson, Sólvallagötu 3. Sími 5351. Norræna f jelagið heldur skemti fund að Hótel Borg í kvöld kl. 8.30. Þar mun sjera Bjami Jóns- son tala um kirkjur Noi'ðurlanda og Friid blaðafulltrúi flytur, stutta ræðu, er hann nefnir! 21.10 Hljómplötur: Göngulög. „Norðurlöndin í dag“. Auk þess1 21.15 íþróttaerindi Ii-jSí 1:i Lík- , syngja ,Jvátir fjelagar" og dans amleg áreynsla (Halldór IHáni- 18.30 Dönskukensla, i. flokkur. 19.00 Enskukensla, 2. flokkur. 19.25 Þingfrjettiri 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- ai'inn Guðmundsson stjómar): a) Forleikur að óperunni „Töfraflautan" eftir Mozart. b) Lag úr Vínarskógi, vals eft- ir Joh. Strauss. c) Sefenade eftir Mar Brilch. 20.50 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). verður stiginn að lokum. IJtvarpið í dag. 12.10—13.00 Iládegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. sen dr. med.). r' i>:, ‘ 21.35 Spurningar og svör um ís- lenskt mál (Björn Sigfússon magister). .. v, FRANCO KVEÐUR SAMAN ÞING. London í gærkvöldi. C'ranco hefir kvatt samaxyráð- * gefandi þing á Spáni. IJjelt hann ræðu við það tækifæri og sagði, að hann vænti sjer mikils af samkundu þessari, til þess að gera Spán betra land en nú væri. Sonur okkar ÓLAFUR ÁRNASON prentari andaðist í gærmorgun. Kristín Ólafsdóttir, Árni Ámason, Bakkastíg 7. Konan mín, móðir og amma GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Mýrargötu 5, andaðist á Vífilsstöðum 16. mars 1943. Guðmundur Sveinsson og börn. Móðir okkar og tengdamóðir SIGRlÐUR SÍMONARDÓTTIR andaðist I sjúkrahúsi að kvöldi 16. mars. Andrea Guðmundsdóttir. Anna Guðmundsdóttir. Sveinjón Ingvarsson. Ragnar Guðmundsson. HÖSKULDUR GUÐMUNDSSON andaðist 17. þ. m. í Blindraheimilinu Ingólfsstræti 16. Vandamenn. Móðir mín SIGRÍÐUR JÚLlANA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Isafirði, andaðist í sjúkraHusi 16. þ. m. Fyxár mína liönd og annara vandamanna , Jóhanna Bjaxvædóttir. Hjartkær sonur minn og bróðir okkar ÓSKAR Þ. V. SVEINBJÖRNSSON bakari andaðist að heimili sínu Bergþórugötu 31 hinn 17. þ. mán. Sveinbjöm Erlendsson. Elinborg Sveinbjömsdóttir. Matthías Sveinbjömsson. Minningarathöfn mannsins mins ÞORVALDAR JÓH ANNESSON AR skipstjóra og f jelaga hans GUÐMUNDAR S. SIGURJÓNSSONAR, PJETURS Á. SUMARLIÐASONAR, TRAUSTA GUÐMUNDSSONAR, er fómst með m.b. Ársæl frá Njarðvíkum 4. þ. m., fér fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. mars kl. 3 e. hád. Fyrir mína hönd og allra hinna aðstandendanna Stefanía Guðmundsdóttir, Grund. Innilegar þakkir fæii jeg öllunx, sem við andlát og jarð- arför heiðruðu minningu konunnar minnar og móður olckar GUÐRÚNAR SIGRÍKSDÓTTUR. Sjerstaklega þakka jeg skipshöfxiinni á b.v. Sviða. Fyrir mína hönd og dætra minna Guðrn. Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.