Morgunblaðið - 30.03.1943, Blaðsíða 6
6
MORGUN ÖLAÐIÐ
Þriðjudajíur 30. mars 1943.
Idag
verOur lokaO kl. 1-3.30 vegna farOarfarar
Derberlspronl
Békaterol. Sig. Krist|án«fonar
I dag
verOnr lokaO kl. 1-3.30 ve([na (arðarfarar
Verðl. Slella, Bankantr. $
lllkynning
Verslnn mfn er loknO
i dag frá kl. 12-4.
Sígurþór Jónsson úrsmíður
Hafnarstrœtl 4
Minningarorð um Ólaf
r
Arnason prentara
Fyrir dömur:
Fyrír herra
Kápur Frakkar
Pife Föt
Hlacks . Jakkar (stakir) Tv
Shorts Oxfordhuxur
'
VICTOR
Laugaveg 33
Tilkynning
Höfum fyrirlggjandi;
/'
Svefnherbergishúsgögn, ljóst birki, tvær gerðír.
Borðstofuborð, eik og hnota, tvær stærðir.
Skrifborð, eik með rennihurð
Salonstólar ;•*' /; /*' r.. 1"'
Sófaborð, eik og hnota.
Renaissance sófaborð, útskorin íura.
Furustólar. með baki. Stólkollar
Jén Halldórsson & Co. h.f.
Skóiavörðustíg 6 A.
Sími 3107
CELLOPHAN
pappfr
fyrirliggfandl
1. Bryniélfsion & Kvaran
Tilkynnlng frá Loftvainanefnd
Loftvarnafundur verður haldinn í Háskólanum, 1. kenslu
stofu í dag 30. mars kl. 20.30.
Fundarefni: Agnar Kofoed Hansen, lögreglustjóri
talar. Meðlimir úr hverfunum 1—30, alvarlega ámintir
um að mæta.
Ath. Gengið inn um suðurgafl.
I dag verður til grafar borinn
* Ólafur Árnason, prentari.
Hann varð bráðkvaddur að
morgni hins 17. þ. mán.
Ólafur varð aðeins 31 árs
gamall. Hann var fæddur hjer
í Reykjavík 1. september 1911;
yngsti sonur hjónanna Kristín-
ar Ólafsdóttur og Árna Árna-
sonar að Bakkastíg 7. Eru þau
hjónin og stór og mannvæh-
legur barnahópur þeirra göml-
um Reykvíkingum að góðu
kunn.
Ólafur ólst upp með foreldr-
um sínum. Ungur hóf hann að
nema prentiðn hjá mági sín-
um, Herbert Sigmundssyni,
sem þá var prentsmiðjustjóri
ísafoldarprentsmiðju. Lauk
hann námi með góðum vitnis-
burði og starfaði síðan hjá
sama fyrirtækinu til dauða-t
dags.
Ólafur var maður einstaklega
dagfarsgóður og varð gott til
vina. Hann var verkmaður
góður, laginn og smekkvís í
iðn sinni, Hann var iengst af
handsetjari og það veit sá, er
þetta ritar, að margir viðskifta-
menn prentsmiðjunnar, sem
þektu tií vinnubragða Ólafs,
báðu um að hann ynni þau
verk, er þeir þurftu að láta af
hendi leysa í prentsmiðjunni,
þótt völ vasri á öðrum vel fær-
um mönnum. Það lýsir lagni
Ölafs, að fyrir nokkrum mán->
uðum breytti hann til og gerð-
ist vjelsetjari, og náði hann á
skömmum tíma mikilli leikni
í þeirri grein og hefði vafalaust
orðið fyrirtaks verkmaður á
því sviði jafnt og handsetningu.
Við, jafnaldrar Ólafs hjer í
hænum, sem þektum hann frá
barnæsku, vitum, að hann var
göður drengur, fjelagi hinn
bestí og tryggur vinur vina
sinna. Ólafur var í <?<51i sínu
fjelagslyndur maður, en nokk-
uð dulur í skapi og flíkaði ekki
tilfinningum sínum eða skoð-1
unum framan í hvern og einn.
En hann var þó ákveðinn í
skoðun og fastur fyrir í þeim
málum, sem hann tók að sjer
að koma fram.
Fyrir nokkrum árum kendi
Ólafur sjer meins, sem var svo
alvarlegs eðlis, að hann varð
að ganga undir hættulegan
holskurð. Var hontim þá um
tíma vart hugað líf. Lá hann
lengi í spítala, en náði þó heilsu
aftur, að því er talið var, þótt
líklegt sjé, að hann hafi aldreii
fullkomlega borið sitt barr, |
eftir þau veikindi.
Ekki var hægt; að hugsa sjer
betri fjélága, hvort sém var í
gleði eða raun. Það var sama
hvort. heldur var á vinnustað,
í leik, glöðum vinahóp, eða á
erfiðum ferðalögum, altaf þótti
betra að Ólafur væri með, held-
ur en ekki, og þess vegna var
hann eftirsóttur fjelagi.
Við, sem teljum okkur heið-
ur að því að hafa getað kallað
Ólaf Árnason vin okkar, finn-
um að við höfum mist mikið
við fráfall hans. Okkur setti
hljóða við andlátsfregn hans.
Við áttum bagt með að átta
okkur á því, að hann akyldi
vera kallaður burt svo ungur,
en sárastur er harmur kveð-
inn að aldraðri móður og föð->
ur, sem nú verða að sjá á bak
yngsta syni sínum, sem miklar
framtíðarvonir hljóta að hafa
verið bundnar við. Ólafur
reyndist foreldrum sínum góður
sonur, eins og hann reyndist
öllum góður drengur, sem hon-
um kyntust.
Blessuð veri minning hans.
I. G.
Starfsemi Skðgrækt
artjelags Eyiatjafðar
Frá frjettaritara
vorum á Akureyri.
A ðalfundur Skógræktarfje-
^ lags Eyjafjarðar var hald
inn á Akureyri' þriðjudaginn
23. mars. Var þar gefin skýrsla
um starfsemi og fjárhag fje-
lagsins.
AðalstÖrf fjelagsins á síðast
liðnu ári voru þau, að lokið
var við girðinguna á Kross-
staðahálsi í Skíðadal, haldið
var áfram að gróðursetja í reiti
fjelagsins í skógræktargirðing
unni við Akúreyrarpoll. Voru
þar settar um 8000 plöntur. 1
reit i Akureyrarbrekku, sem
fjelagið fjekk til umráða á ár-
inu, voru settar 1700 plöntur,
Þá annaðist fjelagið enn út-
vegun plantna fyrir emetaka
menn. Undirbúin hefir verið
uppeldisstöð í Klauf í Eyjá-
firði. Þá var og veittur lítils-
háttar styrkur til undirbúnings
uppeldisstöðvar í Svarfaðar-
dal. Vinna við þessar fram-
kvæmdir var að miklu leyti
gefin. Fjelagið fekk og á þessu
ári umráðarjett yfir eyðibýl-
inu að Miðhálsstöðum í Öxna-
da!, en þar eru lítilsháttar
kjarrleifar og er ákveðið að
hefjast handa um friðun
þeirra á næsta sumri.
Hrein eign fjelagsins er kr.
16.131.56. Meðlimum á árinu
fjölgaði um 39 og eru þeir nú
190.
Stjórn fjelagsins skipa nú
Árni Jóhannsson, formaður,
Steindór Steindórsson, ritari,
Jónas Thordarson, fjehirðir og
Baldur Eiríksson og Þorsteinn
Þorsteinsson, meðstjórnendur.
Auk þess starfa í fjelaginu
v’innunefnd og nefnd til um-
sjónar í Akureyrarbrekkunni.
Aðalfuíidur Frlkirkju-
safnaOarins
A ðalsaínaðarfundur Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík var
haidinn í Fríkirjcjunni sunnudag
inn 21. mars kl. 3.30.
Hófst fundurinn með sálma-
söng og ávarpi, er sr. Ámi Sig-
urðsson flutti. Fundarstjóri var
Ingimar Jóhannesson kennari,
fundarritari Hannes Guðmunds-
V.
son bankastarfsmaður.
Þá gaf safnaðarstjómin
skýrslu. Formaður safnaðar-
stjórnar, Sigurður Halldórsson
skýrði frá störfum stjóraarinn-
ar. Þakkaði hann þá velvild, sene
margir höfðu sýnt söfnuðinum.
MeðaJ annars höfðu söfnuðinum
borist nokkrar veglegar minning-
argjafir og ýmsar vinagjafir
aðrai*. Fjehirðir safnaðarins,
Bergsteinn Kristjánsson, las og
skýrði safnaðarreikningana, ogr
sýndu þeir að fjárhagur safnað-
arins má teljast mjög góður,
þrátt fyrir verðsveiflur vísitöl-
únnar síðastb'ðið ár. Reikning-
amir höfðu verið endurskoðaðir
óg vom þeir samþyktir í einu
Hljóði. Skýrt var og frá barna-
guðsþjónustum og unglingastarf
semi í söfnuðinum.
Formaður safnaðarstjómar og
tveir safnaðarfulltrúar, þær
frúmar Ingibjörg ísaksdóttir ogr
IngibjÖrg Steingrímsdóttir, vort*
endurkosnar í einu hljóði, svo og
aðrir starfsmenn og aðstoðar-
mehn, er kjósa skyldi.
Þá vom samþyktax, tillögur
síifnaðarstjórnar þess efhis, a&
hækka safnaðargjöld og sum
aukaverkagjöld til samræmis við
sömu gjöld í þj óðkirkj usöfnu ð-
um bæjarins, en þau hafa verið
lítið eitt lægri í fríkirkjusöfnuð-
inum undanfarið ár.
Loks flutti Ásmupdur Gests-
son fagurt og fcugðnæmt erindi.
Var svo fundi slitið, og hafðii
hann farið hið besta fram.
Ægir tekur togara
FRAMH. AF ÞRIÐJU SBDU
á tógaranri sjálfan með kúlum
Fyrsta kúlan hitti togarann i
byrðinginn, rjett við vatns-
borðið framan við stjórnpall-
inn, en togarinn stöðvaðist ekki
enn.
Sendi Ægir þá skeyti til>
stjórnarvaldanna í landi til að
fá frekari fyrirmæli um hvað
gera skyldi, og fjekk skipstjór
inn fyrirskipun um að gera alt j
sem í hans valdi stæði til að
stöðva togarann. Hefst þá hin
alvarlega viðureign.
Als munu fjögur kúluskot
hafa lent í togaranum. Tvö við
vatnsborðið að framan, við
fisklestarnar. eitt í reykháfinn
og eitt í „chasinn“, eða yfir-
bygginguna að aftan. Mún þá
hafa sprungið gufurör og þá
fyrst stöðvaði enski skipstjór
inn skip sitt.
Ægir kom siðan með togar-
ann hingað til hafnar í gær-
kveldi.,
Rjettarhöld munu hefjast í
máli þessu klukkan 10 f. h. £
dag.