Morgunblaðið - 18.05.1943, Síða 2

Morgunblaðið - 18.05.1943, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1943. Bretar sprengja stíflugarða í Þýskalandi Sókn gegn Japönum í vændum Lundúnafregn hermdu seint 1 gærkvöldi, að Roosevelt forseti hefði gefið í skyn, að bráðlega yrði hafist handa um sókn gegn Japönum. Þýsku skipl sokt mfllli íslands og Grænlands London í gærkvöldi. BRESKA flotamálaráðuneyt- ið hefir tilkynt, að fyrir nokkru hafi breska beitiskipið „Glasgow“, sem var á verði á sundinu milli íslands og Græn- lands, stöðvað þar þýska skipið l.Regensburg“, sem mun hafa verið að reyna að komast með birgðir frá Japan heim til Þýskalands. Þegar er feerskipið gaf hinu þýska skipi stöðvunarmerki, fór sk-ipshöfn „Regensburg“ að yf- irgefa skip sitt, og nokkru síð- ar hevrðust í því miklar spreng ingar, og sökk skipið fljótt. Vegna íss og illviðris tókst „Glasgow“ ekki að bj.arga nema sex mönnum af áhöfn þýska skipsins, sem mun hafa verið allfjölmenn. Annað þýskt skip var stöðv- að af breska beitiskipinu „Ad- venture“ suður af Finisterre- höfða. og sökti áhöfnin því einnig. Það mun líka hafa ver- ið að koma frá Austur Asíu. Allri áhöfn skipsins var bjarg- að. —Reuter Barist við Veliki Lukie London í gærkvöldi. K ÝSKA frjettastofan skýrði * frá því í kvöld, að harðír hardagar væru háð'ir á Veliki Luki svæðinu, þar sem áhlaupa sveitir Þjóðverja hefðu gert á- rásir méð góðum árangri, og tekist að brjótast inn í vamar- stöðvar Rússa á nokkru svæði. — Var gagnáhlaupum Rússa hrundið. Víða annarstaðar um Aust-' urvígstöðvarnar hafa bardag- ar blossað upp, að því er frjetta ritarar í Moskva segja, og eru ' e7in háðir harðar orustur á Ku banvígstöðvunum, en þar hefir aðstaðan ekkert breyttst að undanförnu. Loftárásum beggja aðilja heldur einnig áfram og sumir frjettaritarar segja, að þær sjeu tilraunir til þess, að hindra birgðaflutninga til sóknarað- gerða, sem muni Iíklega hefj- ast bráðlega. —Reuter HafUmnerki i Londoii London í gærkv.' Merkí um loftárásarhættu voru gefin hjer seint í kvöld. —Reuter Fjöldi manna fórst 1 flóðum sem urðu Árásir á London og Berlin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BRESKAR Lancaster-sprengjuflugvjelar, búnar tundurduflum, fóru í nótt sem leið til Þýska- lands og vörpuðu tundurduflum sínum á hina miklu stíflugarða Þjóðverja í Ruhrhjeraði, garðana við Moehne og Eder. Rofnuðu skörð i garðana og varð af ægi- legt vatnsflóð. Þýska herstjórnin tilkynti í dag, að flóð þessi hefðu valdið ógurlegu manntjóni og eigna. Varnir Þjóðverja voru afar öflugar og voru átta sprengju- flugvjelarnar skotnar niður. í lónunum, sem stíflurnar voru við, voru geysilegar vatnsbirgðir, eða að því er áætlað er, meira en miljón smálesta á öðrum staðnum, en yfir tvær miljónir í Eider-lóninu. Ávarp Ólafs krónprins Norð- manna OLAFUR krónprins Norð- manna ávarpaði norsku þjóSina í gær, og sagði meðal annars, að því meira ofbeldi, sem Norðmenn væru beittir, því meiri væri frelsisþrá þeirra. Ríkiserfinginn sagði enn- fremur, að hátíðisdagurinn, er haldinn væri 1 minningu feng-r ins frelsis, hvetti alla Norð- menn erlendis til dáða, jafn- framt því, sem hann laðaði fram minningar og fylti menn heimþrá. „Fullvíst er það, að Norð- menn þeir, sem heima eru, halda daginn hátíðlegan í kyr- þey, þótt engir fánar blakti við hún, og 17. maí skal aftur verða það, sem hann áður var“ Ríkiserfinginn gat þess, að hann væri nýkominn frá Banda ríkjunum, og að Bandaríkja-' menn væru reiðubunir að hjálpa Norðmönnum, sem þeir dáðust mjög að. Ræddi krón- prinsinn mikið um vinarþel Bandaríkjamanna til nörsku þjóðarinnar, og sagði að þeir myndu líka rjetta Noregi hjálp andi hendur á öllum sviðum, þegar búið væri að reka óvin- ina úr landinu. Að lokum sagði Ólafur rík- iserfingi: „Frá frjálsu landi, sem málsvarí allra Norðmanna úti um heim, sendi jeg kveðjur öllum heima, er standá fast á grundvelli 17. maí, og þegar þeir í dag verða að minnast! dagsins í kyrð, þá munu þeir í kyrðinni með djúpu þakklæti minnast allra þeirra, er hafa verið bandamenn vorir og gef- ið líf sitt fyrir þann Noreg, er byggir á stjórnskipuninni í'rá 1814, og sem hvorki vilja nje geta sætt ,sig við framandi stjórnarhætti. Látum svo dag- inn veita oss nýja von og trú, stæla afl vort til þess að end- urreisa það frelsi, sem er sögu- legur rjettur vor“, (Frá norska blaðafHlltrúanum) Jflpnnar «aMk9«fe harf i Kiv««fe IREGN frá Chungking seg- ir frá því, að sókn Japana í Honanfylki og á landamærum þess sje mjög hörð, en sjálfir segja Japanar, að þeir hafi á þessum slóðum innikróað 20 þúsund manna kínverskan her, og að annar kínverskur her hafi gefist upp, ásamt yfirfor- ingja sínum. Þá segja Japanar að bardag- arnir á landamærum Honan og Chansifylkjanna gengi þeim í vil, og taki hersveitir hinnar svonefndu Nankingstjórnar þátt í þeim Japana megin. Tilkynning flugmálaráðuneyt- isins breska um þenna atburð er á þessa leið: — „Snemma í morgun fóru Lancasterflugvjel- ar úr sprengjuflugvjelasveitun- um undir forustu Gibson flug- foringja, og rjeðusf með tund- urduflum á fyrirhleðslurnar viö Moehne og Sorpe. Eru þarna tveir þriðjuhlutar af vatns- birgðum Ruhrhjeraðsins. Síðar kom i ljós við könunarflug, að Moehnestíflan hafði fengið um 60 metra skarð, og að aflstöð- inni fyrir neðan hefði verið sópað burtu af vatnsflóðinu.' Eder-fyrirhleðslan, sem bygð er fyrir árnar Weser og Fulda, er og aflgjafi margra rafstöðva — Komu einnig skörð í hana, og sáu könnuharflugmenn, að vatnið floði um mikio svæði fyr ir nfeðan stífluna. Árásin var gerð gegn snarpri mótspyrnu. Átta flugv.jelar komu ekki aft- ur.“ DAGÁRÁSIR Þýská frjettastofan sagði í kvöld, að breskar og amerísk- ar sprengjuflug\rjelar hefðu ráðist á ýmsa staði á Atíaiits- háfsströndinni 1 björtu í dag. Þýskar orustuflugvjelar rjeðust á sprengjuflugvjeíarnar, sem nutu öflugrar fylgdar breskra orustuflugvjelá, og gerðu þeím miklar skráveifur, áður en þær kæmust 'til ákörðunarstaða sinna. 17 flugvjelar handa- manna voru skotnar niður. — Þjóðverjar mistu þrjár orustu- flugvjelar. HÆTTUMERKÍ í LONDON OG BERLÍN í fyrrinótt voru gefin hættu merki í Loondon og Berlín, og stóðu þau lengur í London, en komið hefir fyrir í marga mán uði. Sprengjum var varpað á Lundúnasvæðinu og víða þar í nánd, og urðu nokkrar skemd- ir og manntjón. Þrjár þýskar flugvjelar voru skotnar hiður, en alls munu um 20 hafa tekið þátt í árásinní. Nokkrar Mosquitoflugvjelar gerðu árás á Berlín í fyrrinótt, og var sprengjum varpað á út- hverfi borgarinnar. Árásiíl stóð ekki lengi, og er kölluð smá- vægileg i tilkynningum Þjóð-. verja. Finnskur „hermannadagui" FREGNIR frá Helsingfors skýra frá því, að hinn svo nefndi finski hermannadagur hafi verið haldinn hátíðlegur þar í borg og víðávegar um Finnland í fyrradag. Hjelt Mannerheim marskálk- ur ræðu, og sagði, að minning þéirra manna, sem gefið hefðu líf sitt fyrir frelsi Finnlands, yrði best heiðrað með því, að berjast, uns frelsi Finnlands væri fullkomlega öruggt. Þeir„ sem fallið hefðu sýndu veginn,, sem bæri að fara, veg fórnar- innar og haráttunnar. Blómsveigar voru lagðir á gröf hins óþekta finska her- /manns í Helsingfors. Bresikar flugfvielar yfir Róm rn ILKYNT var í gær í bæki- stöðvurn bandamanna í Norður Afríku, að enn væri haldið uppi loftárásum á ýms- ar stöðvar Ítala, og hefðu breskar sprengjuflugvjelar m. a. flogið yfiv Róm í fyrrinótt. Voru þetta Wellington- sprengjuílugvjelar, og gerðu þær árás á sjóflugvjelastöð eina skamt frá Róm. Eftir á- j rásina ílugu þær svo yfir borg-. ina, sem flugmennirnir segjast hafa sjeð vel, þótt myrkvuð væri, þar sem glaða tunglskin var á. Engum sprengjum var varpað á borgina. , Orustuflugvjelar frá Malta voru yfir Sikiley í fyrrinótt, og enn aðrar flugvjelar banda- manna rjeðust á staðí á Sikil- ey. Landgöngusveitir breska flot ans náðu lítillí ey, sem er nærrí Bonskaga, og tóku þar höndum nokkra möndulveldahermenn, er þangað höfðu komist frá Tunis. Hjónaefni. Trúlofun síria oþin- Irevuðu s.l. sunnudag ungfrú Sig- ríður Björnsdótt.ir verslurrarmær, Baldursgötu 15 óg Þórarinn Þor- ‘kels.son húsgagnasui., Flókagötu 12 von Arnim og Messe koxnnir til Bretlands London í gærkvöldi. firhershöfðingjar möndul- herjanna í Tunis, von Arn- im hershöfðingja og Messe mar skálkur hinn ítalski, eru nú komnir til Bretlands, þar sem þeir verða hafðir í haldi. AIls tóku bandamenn tuttugu og sex hershöfðingja í Tunis, voru 16 þýskir en 10 ítalskir., Messe marskálkur gafst upp fyrir 8. hernum, eftir að hann hafði neitað að gefast upp fyr- ir öðrum herdeildum banda- manna. —Reuter. Mifcið barist á Atta Washington í gærkv. lotamálaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynti í kvöld, að bardagar væru harðir á Attueyju í Aleuteneyjaklasan- um, þar sem Bandaríkjamenn settu lið á land fyrir skemstu. Sjerstakt vald Hitlers framlengt London í gærk veldi. ýska frjettastofan tilkyntií kvöld, að völd þau, sem foringjanum hefðu verið fal- in, og sem væru lögum æðri, hefðu verið framlengd. Völd þessi voru veitt Hitler með sjerstakri tilskipan hans sjálfs þann 24. mars s. 1. og áttu að ganga úr gildi þann 10. maí. Tilskipuninni er svo hátt- að, að hún verður að fá stað- festingu ríkisþingsins til fram- lengingar. — Reuter. Frá aðal- fundi S.I.F, \ ðalfundi S. í. F. var lokið kl. ** 12 aðfaranótt sunnndags. Fundurinn samþykti einróma að halda fjelagsskapnum áfram, þótt, verkefnið sje lítið eins og stendur, þar sem enginn saltfiskur er til. Starfsfólk sambandsins verður að- eins skrifstoí'ustjóri, aðalbókari og vjeíritunarstúlka. Framkvæmda stjórarrúr verða á hálfum launum til áramóta. Samþykt; var tillaga frá Jóni A. Jónssyni o. fl. þess efnis, að stjórn S. í. F. leitaði fyrir sjer hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, hvort ekki væri inögulégt að þessar tyær Stofnanir hefðu sameiginlegt skrif- stofuhald. ý")ll stjórn S. í. h’. yar endur- kosin. Stjórn S. I. I’. hafði boð fyrir fulltrúa á aðalfundinum og gesti í OddíeHowhúsinu á sunriudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.