Morgunblaðið - 20.07.1943, Qupperneq 4
4
MORGUNBþAÐID
Þriðjudagur 20. júlí 1943.,
Islensk húsagerð. Vfirlit og samanburður
HVERvJUM íslendingi, er
ferðaðist um Norðurlönd
nokkru fyrir aldamótin,
hlaut að renna það til rifja
hve húsakynni íslenskrar
alþýðu voru bágborin í sam
anburði við það, sem gerð-
ist í nágrannalöndunum.
í Danmörku voru flestir
sveitabæir sambygðir, kjall
aralausar húsalengjur með
hvítkölkuðum múrsteins-
veggjum og risháu þaki úr
rauðum múrsteinshellum
eða hálmi. Þar voru saman
komjn öll hús á jörðinn fyr
ir menn og skepnur, korn
hlaða, vjelahús o. fl. Húsa
lengjunum var skipað utan
um ferhyrndan húsagarð,
og var ein lengjan íbúðar-
hús. Það var venjulega 20
—30 m. langt, og voru 6
.—8 stofugluggar á hverri
hlið. Þar voru mörg og
rúmgóð íbúðarherbergi og
öll með ofnum, húsmunir
nægir og oft góðir gripir.
Að sjálfsögðu var minna
um að vera á kotunum. —
Salerni var á hverjum bæ.
í Svíþjóð var skipulagið
víðast svipað, þó að oft
stæði íbúðarhúsið fyrir sig,
en þar voru húsin allajafna
bygð úr timbri, máluð rauð
að utan, en gluggar hvítir.
Þökin voru oftast múr- eða
steinhellur, en þó sáust ris
lág torfþök á næfrum.
í Noregi voru húsin oft-
ast meira sundurgreind og
húsagarðurinn (,,túnið“) ó-
reglulegri. Húsin voru ým-
ist bjálkahús, og veggir
hlaðnir úr plönkum eða trjá
bolum, eða grindarhús. —
Oft voru þökin klædd þak
hellum, en torfþök á næfr-
um,, með fremur lágu risi
voru þó algeng. Oft vovru
húsin tvílyft og byggingin
víðast mikil, og var ekki
laust við að bændum væri
það metnaðarmál að byggja
sem mest.
Það var eins og að koma
í aðra álfu að koma til Is-
lands, eða öllur heldur aft
ur í miðaldir. Húsakynni
alþýðu voru víðajt dimm-
ir, saggafullir, óhitaðir
torfbæir með lítt vatnsheld
um torfþökum. Herbergin
voru óþiljuð, reft upp og
með moldargólfi, — nema
baðstofan og stofan, ef
hún var þá nokkur. Sjald-
an var þó moldargólf í bað
stofunni. Innanstokksmunir
voru svo fáir og lítilfjör-
legir, að þess voru dæmi,
„að enginn stóll væri til
Það má ef til vill segja,
að íslensku torfbæirnir
hefðu nokkra kosti, er bet-
ur var að gáð. Eigi að síður
komust þeir ekki í neinn
samjöfnuð við erlendu
sveitabæiria.
Háuþstaðir vórir bg kaúþ
tún voru betur á vegi stödd
— Lítilfjörleg voru þó flest
timburhúsin þar í saman-
burði víð skrauthýsi er-
lendu borgaranna.
k
Ósjálfrátt vakna ýmsar
spurningar 'við þennk sárri
anburð. Höfum vjer ætíð'
verið slíkir eftirb/.tar ann-
ara þjóða? Hvenæf höfurn
Eftir Guðm. Hannesson, prófessor
Lengsti kaflinn í hinni miklu nýútkomnu Iðnsögu
íslands er um íslenska húsgerð, eftir Guðmund
Hannesson prófessor. Er þessi húsagerðarsaga
hans mikið og vandiað verk og mjög skemtileg
aflestrar. Síðasti kaflinn, er hann nefnir ,,Yfir-
lit og samburð“, er hjer prentaður lesendum
blaðsins til fróðleiks og ábendingar um að kynna
sjer þetta merkilega rit.
vjer dregist svo geysilega
aftur úr? Er ’ það þá ekk-
ert, sem vjer höfum unnið
oss til ágæltis í húsa- og
híbýlagerð ?
Þessum spurningum er
að nokkru svarað hjer að
framan, en til glöggara yf
irlits skal hjer minst á hið
helsta.
Framan af landnámsöld
eða lengur mun munurinn
hafa verið lítill á húsakynn
um vorum og í norsku hjer
uðunum, heimkynnum
landnámsmanna. Á báðum
stöðum var bygt úr torfi og
grjóti, því að svo virðist
sem Norðmenn hafi þá lítt
kunnað að höggva bjálka
hús saman, eða veitt erfitt
að telgja við til húsa. —
Annars hefðu þeir tæpast
bygt úr torfi. En þess var
ekki langt að bíða, að þeir
lærðu þessa list, því að eft-
ir kristnitökuna (um 1000)
var mikið bygt af timbur-
kirkjum og síðar steinhús-
um (Hákonshallen í Berg-
en um 1250).
Hjer skildi með oss og
nágrannaþjóðunum. Þær
fóru að byggja úr timbri,
steini og múrsteini. — Vjer
áttum þess ekki kost og
bygðum úr torfi. Vjer urð-
um auk þess að spara við
oss sem auðið var, því að
hjer var sífeldur viðar.
skortur.
fslensk byggingarlíst lá
öldum saman undir grænni
torfu.
Það kemur þó fleira til
greina en byggingarefnið.
Stærð bæjarhúsa, tala
þeirra og niðurskipun, inn
ansmíði og hagnýting,
skifta einnig miklu máli.
Elstu híbýlin á Norður-
löndum voru óskiftur elda
skáli. í öðrum enda hans
var fjósið, í hinum heim-
ilisfólkið, og' þar brann
eldur á arni. Þessi siður
hefir haldist í Suðureyjum
og Saxlandi fram á vora
daga og líklega alllengi á
Suðurjótlandi. — í Noregi
voru kýrnar horfnar úr
skálanum og fluttar í sjer
stök fjós þegar á landnáms
öld, því að hvergi verður
þess vart, að kýr hafi verið
í 'eldaskálum landnáms-
manna.
Að þéssu leyti stóðum
vjer framarlega frá önd-
verðu.
*
Þótt farið væri að byggja
úr timbri, voru Norður-
landabúar furðu fastheldn
ir við gamla híbýlaháttu.
Þeir hjeldu áfram að
byggja einfalda eldaskála
(reykstofur) með eldstó á
' gólfi eða hækkuðum grjót
bálki og ljóra á þaki. —
Ekki voru aðrir gluggar á
húsum þessum. Fletin með
| fiatsængunum lögðust að
vísu smám saman niður og
fastarúm voru gerð vlð hlið
arveggi, en annars ægði
mörgu saman í skálanum,
því að ekkert var búrið
annað en útibúr eða
skemma. Sjerstök innibúr
voru sumstaðar ekki gerð í
Noregi fyr en á 19. öld.
Engin gagngerð breyting
varð á skálanum á dögum
Ólafs kyrra (um og eftir
1100), er farið var að gera
grjótofn í einu stofuhorn-
inu í stað arins á miðju
gólfi. Þar var bæði svæla
og súgur, eins og að und-
anförnu. Gólfið var oftast
flórað með smásteinum í
Noregi og Svíþjóð, en úr
eltum leir í Danmörku, því
að brunahætta var ætíð af
eldstó og reykofnum. Að
sjálfsögðu voru • hús þessi
einlyft, meðan öll birta
kom að ofan, úr Ijóranum,
og engir gluggar voru ‘á
veggjum, þó að glerglugg-
ar væru víða í borgunum.
Öld eftir öld lifði sveita
fólk á Norðurlöndum í þess
um eða þvílíkum húsakynn
um og í afskektum sveitum
fram á 18. öld og jafnvel
19. öld. Það var ekki fyr
en á 16. öld, sem farið var
að gera reykháfa í sveit-
um, sem náðu upp úr þaki.
Þessi mikla uppgötvun
breytti smám saman öllum
híbýlunum. Reykjarsvælan
hvarf, Ijórinn á þakinu varð
óþarfur, grjótofninn varð
að ,,Ijósofni“ (kamínu), og
nú var unt að legoja loft
yfir stofuna eða gera húsið
tvílyft, því að glergluggar
á veggjum fóru að breiðast
| út. Þessi mikla breyting var
þó hægfara. — íl Noregi
ihjeldust reykstofurnar fram
j á 17. öld, og hurfu ekki
með öllu fyr en um 1850:
\ Glergluggar voru þar fá-
j gaatir í sveitum fram á
miðja 18. öld.
Þessi fastheldni við
fornar venjur og einföld-
ustu híbýlahætti í ná-
igrannalöndunum ( gegpir
[furðu, ekki síst vegna, þess
að oftast voru borgirnar
langt á undan sveitunum,
og þar gátu bændur
snernma sjeð ýmsar álit-
legar framfarir, reykháfa,
glerglugga o. fi. íbuðarhús-
ið 'í sveitunúm vár ein áll
stór reýkstofa eða elda-
slcáli, og það var ekki fyr
en á 16. öld, sem farið var
að þilja af tvö smá hpr-
bergi í öðrum enda henn-
ar: forstofu (Frlammers)
og klefa eða svefnherbergi.
Eldhúsið var þá stundum
flutt út í forstofuna (Dan-
mörku). Þar voru þá gerð
ar hlóðir inst í forstofunni
og var þá stundum ösku-
gróf í gólfinu framan henn
ar.
*
í samanburði við þessa
löngu kyrstöðu erlendis
voru Aslensku torfhúsin á
flugi og ferð, ýmist aftur
á bak eða áfram. Það var
eins og þau væru að leita
eftir, hvað best hentaði
landi og þjóð á miklum
breytinga og byltingatím-
um. Þegar á- landnámsöld
voru sumir landnáms-
menn vaxnir upp úr því að
láta sjer nægja óskifta eldá
skála. Skálar þeirra voru
ekkert smásmíði og voru
oft tví eða þrískiftir. Má
t. d. minna á skála Ingi-
mundar gamla. Hann var
um 45X7,5—8 m. og var
þrískiftur. Herbergin hafa
sennilega verið eldhús,
stofa og svefnskáli. — Við
þessi herbergi bættist
snemma sjerstakt búr í
sjálfum bænum, auk úti-
búra. Þó að ekki sje fleira
talið, voru þessi húsakynni
miklu stærri og að ýmsu
leyti fullkomnari en reyk-
stofurnar erlendis. Og hús-
unum, sem innangengt var
í, hjelt áfram að fjölga. —
Þau voru ekki færri en 10
—12 á Flugumýri 1253. -
Að þetta var ekki eingöngu
hjá höfðingjum, sjegt best
á gangaskipulagi sveita-
bæja, sem hófst þegar á
13. öld. Jafnvel á minstcj
kotum voru ekki færri en
3 herbergi: baðstofa, búr
og eldhús, en víðast voru
þau 5, auk bæjardyra og
ganga, að minsta kosti áð-
ur langir. tímar liðu.
Að þessu leyti vorum
vjer langt á undan ná-
grönnum vorum, jjafn vel
jfram á 18. öld. Og það er
I ekki víst, að baðstofur vor
ar hafi verið öllu verri vist
i arverur en arin eða reyk-
j stofurnar. Hins vegar voru
i íslensku torfhúsin óásjáleg
! og endingarlítil í saman-
! burði við timbur og stein-
hús.
cár
Vjer fórum að dragast
algerlega aftur úr, þegar
] kom fram á 16. og 17. öld
I og enn meira síðar. Þetta
stafaði af því, að reykháf-
ar, ofnar og glergluggar
tóku að ryðja sjer til rúms
í sveitum á Noorðurlöndum
og jafnfnimt. fjölgaði íbúð
arherbergjum. — íslensku
bændurnir höfðu enga
múrsteina til þess að hlaða
reykháfa úr, enda skorti
þá eldsneyti , til þess að
hita húsin sín með ofnurn.
íslénski mórinn var ljelegt
eídsneyti til þess að h.ita
ofna, og flestum veitti fúll
erfitt að hafa nægilegt af
honura til þess að elda mat.
Það var ekki fyr en á 19.
öld, að bygð voru í sveitum
timburhús, sem þoldu nokk
urn samanburð við erlenda
sveitabæi, og þó nutu þau
sín ekki til hálfs, vegna
þess, hve hitun þeirra var
af skornum skamti.
Það var eins og vjer ætt
um oss ekki viðreisnarvon.
En þá vildi oss það happ
til, að vjer lærðum að
„fljetta reipi úr sandi“ og
farið var að byggja úr
steinsteypu. Þar riðu þeir
á vaðið, Sigurður Hansson
og Jóhann Eyjólfsson. —
Nóg var hjer víðast af möl
og sandi, þó að kaupa þyrfti
sementið.
Vjer höfum nú glímt við
þetta viðsjála byggingaefni
í 40 ár, og enn hefir oss
ekki alls kostar tekist að
ráða við það.
Fyrst rákum vjer oss á,
að steypan var lítt vatns-
held. — Vjer gerðum hana
vandaðri og sterkari, og
það næ;gði.
Þá reyndist hún svo köld
að til vandræða horfði. .—
Oss tókst að bæta úr því
með einangrun útveggja,,
áður en aðrar þjóðir gerðu
sjer það mál fyllilega ljóst.
Framan af gátum vjer
ekki bygt eldtraust hús, því
að loft og gólf voru úr
timbri. — Kunnáttumenn
kendu oss að nota járn-
benta steypu, nota hana í
stiga, loft og gólf, og síð-
ar í útveggi. Húsin urðu
þá eldtraust og rottutraust
og stóð jafnvel lítil hætta
af jarðskjálfum.
Þá þótti það leitt, hve
yfirborð og litur útveggja
var ljótt. — Vjer höfum
fundið ráð við því.
Vjer gátum nú bygt hlý,
endingargóð og lagleg hús
en það þurfti að hita þau.
Bestu miðstöðvar voru til
lítils, ef ekkert var elds-
neytið.
Vjer rjeðum að nokkim
fram úr þessu með hvera
hitun. — Þar vorum vjer á
undan öllum öðrum.
Hverir voru óvíða, en ár
og lækir víðast hvar Vjer
sóttum eldsneytið þangað
og hituðum víða nýju húsin
með rafmagni. Vjer stönd
um þar framar nágrönnum
voi’um.
'k
Eftir er að rækta bæjar
skóga á þeim býlum, sem
hafa hvorki jarðhita nje
vatnsorku, og sækja elds-
neytið í þá
Þegar breytt var um
byggingaefni, yarð ekki
komist hjá því að breyta
herbergjaskipun, bygginga
stíl og ýmsu öðru, .jafnvel
að breyta flestum lifnaðar
háttum. — Vjer hqfum
reýnt að ráða fram úr þeasu
vandamáli með því að hlíta
forsögn húsameistara rík-
isins um opinberar bygg-
ingar og húsaméistárá
sveitanna um svéítábaéi, én
kaupstáðarbúár eiga nú
kdst á forsögn margra
'lærðra húsameistará. fs-
lensk húsagerðarlíst héfir
iosnað úr álöguni og
Framh. á 8. síðu.