Morgunblaðið - 07.09.1943, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.1943, Side 2
2 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 7. sept. 1943. Frá þinginu Framh. af 1. síðu. Eftir að fjármálaráðherra, hafði reifað málið í stuttri ræðu og óskað þess, að deildin afgreiddi það »í sk; ndi og án þess að vísa því til nefndar, risu þing- menn upp hver af öðrum og beindu fyrirspurnum til ráðherra. Spurt var, hvað stjórnin áætlaði að tekjurnar yrðu miklar samkvæmt frum- varpinu. Spurt var, til hvers stjórn in ætlaði að nota fjeð. Ráðherra vjek sjer altaf undan, að gefa greið svör. í\"ar þá þess óskað, að ráð herra lýsti yfir því, að stjórnin tæki ekki ákvörð- un um ráðstöfun fjárins nema í samráði við Alþingi. Enn skaut ráðherra sjer undan að svara nema óbein- línls. Kuupa niður dýrtíðina? Oft var að því vikið í um- ræðunum í Ed., hvort stjórn in ætlaði að nota fjeð til þess að halda vísitölunni niðri, með framlagi úr rík- issjóði. Jafnframt var dreg- ið í efa, að ríkisstjórnin hefði heimild til slíks í gild andi lögum. Sumir þing- menn fullyrtu að slík heim- ild væri ekki til í dýrtíðar- lögunum. Aðrir litu hið gagnstæða á það mál. A§ kjarna málsins. Þegar hjer var komið, beindi Lárus Jóhannesson til ráðherra tveim alveg ákveðnum fyrirspurnum, sem sje: 1. Telur ráðherrann sjer heimilt að nota þenna tekju auka til þess að lækka verð landbúnaðarvara samkv. 4. grein dýrtíðarlaganna? 2. Ef svo er, vill ráðherra þá lýsa yfir því, að hann noti ekki heimildina án sam þykkis Alþingis. L. Jóh. lýsti yfir því, að hann teldi stjórnina ekki hafa heimild í dýrtíðarlög- unum, að nota annað eða meira fje til verðlækkunar neysluvara en það, sem 1. gr. þeirra laga heimilaði (þ. e. verðlækkunarskatt- inn). Vildi hann fá afdrátt- arlaust úr því skorið, hver væri skoðun ríkisstjórnar- innar á þessu. Fjármálaráðherra kvaðst ekki geta svarað fyrri fyr- irspurn L. Jóh., því hann myndi leita álits lögfræð- ings um það atriði. — Síð- ari fyrirspurninni svaraði ráðherra þannig, að stjórn- in mynda skýra þingnefnd- urn frá fyrirætlunum sín- um varðandi ráðstöfunum tekjuaukans. Væri það svo á valdi þingsins að stöðva eða breyta þeim heimildum, sem stjórnin teldi sig hafa og ætlaði að nota. Málið sent í nefnd. Að fengnum þessum svör um fjármálaráðh. kvaðst L. Jóh. l^ggja til, að frv. yrði vísað til fjárhagsnefnd ar með það fyrir augum, að gleggri skýrgreining feng- ist á fvrirætlan ríkisstjórn- arinnar. Var það samþykt með 9 gegn 5 atkv., að vísa málinu til fjárhagsnefndar. Yfirlýsing ráðherra. Funaur hófst að nýju í Ed. kl. 9,15 í gærkvöldi. Fjárhagsnefnd hafði rætt málið á tveim fundum og skilaði sameiginlegu áliti en nefndin var þó klofin. Fjórir nefndarmenn (M. J., P. Magn., Bernh. Stef., Har. Guðm.) lögðu til, að frv. yrði samþykt, en einn nefndarinanna (Br. Bj.) vildi fella frumvarpið. Magnús Jónsson hafði framsögu f. h. meirihlutans. Hann gat um ágreining fþann, er risið hafði í deild- inni varðandi meðferð þessa tekjuauka. En með því, að íjármálaráðherra hefði gef- ið nefndinni (og myndi einnig gefa deildinni) á- kveðna yfirlýsingu varðandi þetta atriði, legði meirihluti til. að frumvarpið yrði sam- þvkt. Fjármálaráðh. (Bj. Ól.), gaf þvínæst svohljóðandi yf irlýsingu: „Jeg vil lýsa yfir því, að ríkisstjórnin mun skýra fjár hagsnefndum þingsins frá þeim ákvörðunum, sem gerðar verða um ráðstöfun þeirra tekna, sem hjer um ræðir, og ráðstafanirnar verða því aðeins látnar koma til framkvæmda, að trygt sje, að meirihluti þingmanna sje þeim fylgj- andi“. Var frumvarpið því næst samþykt með 14 gegn 3 ’ (Sósíalistar á móti) og af- greitt sem lög frá Alþingi. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU. - ITALIA Framli. af 1. síðu. ir haf'a okki lengur aðstöðu tiJ þess að skjóta á Messinasund- ið af fallbyssuni, og er um- ferð um sundið nú orðin hættu lítil, því flugvjelar mönduJ- veldanna s.jást varla. — Fru stöðugt íluttar birgðir yfir sundið, og bresk herskip eru þar altaf á ferli. ITALIR, SPYRJA. ítalska útvarpið var með ýmsar hugleiðingar í útsend- ingum sínum í dag, viðvíkj- andi fyrirætlunum Breta og Bandaríkjamanna varðandi Italíu. Var þar sagt meðal ann- ars: „Vjer erum reiðubúnir að horfast í augu við staðreynd- irnar. Vjer spyrjum yður, Bretar og Bandaríkjamenn: Ætlið þjer að virða sjálfstæði og þjóðlega samheldni vorrar ógæfusömu þjóðar? Ef ekki, hversvegna segið þjer það þá ekki? Eru það hernaðarmark- mið yðar að láta Italíu halda þeim löndum, sem hún átti 1919? Eða á að skera enn meira af landinu?“ Landganofa n i j bandamanna við Lae. London í gærkveldi. ÁSTRALSKAR hersveit- ir, þaulæfðar í bardögum, gengu s.l. laugardag á land eigi allfjarri bænum Lae á Nýju-Guineu. þar sem Japanar hafia mikla bækistöð. Síðan hafa her- sveitir þessar sótt fram um 16 km. og nálgast nú bæ- inn Lae, Ekki hefir mót- spyrna Japana verið mikil til þessa, en búist er við að bardagar harðni er nær dregur staðnum. Ef Lae fellur, hafa Japanar enga möguleika aðra til þess að koma birgðum; til Sala- maua, en að flytja þær yfir sjó. — Landganga ást- rölsku herveitanna gekk vel, og studdu Bandaríkja- herskip hana með stór- skoþahríð mikilli. Mac Art- hur er sjálfur sagður hafa stjórnað landgöngu þess- ari. Reuter. Skrifstofur vorur eru fluttar í vestur- enda Slipphússins, efstu hæð. Járnsteypan h.f Stálsmiðjan h.f. Dunir hufu unnið tvöfuldun sigur Endurheimt sjálfstraust sitt DANIR HAFA unnið tvens konar míkilsverða sigra, sagði Fr. de Fontenay sendiherra við blaðamenn, er hann kallaði á sinn fund í gær. Við höfum bætt fyrir okk- ur eftir uppgjöfina 9. apríl 1940. En mörgum Dönum gramdist að svo skyldi fara þá. Úti um heim hefir Dön- um verið niðrað fyrir þá frammistöðu. Ýmsir litu svo á frá upp- hafi, og í þeirra hóp var jeg, að hernaðarmálum dönsku þjóðarinnar á undanförnum árum, hefði verið stjórnað Iþannig, og lega landsins væri þannig, að uppgjöfin 9. apríl var óumflýjanleg. En við litum jafnframt svo á, að yfirráð Þjóðverja í Danmörku myndu, fyr eða síðar leiða til slíkra atburða sem nú hafa þar gerst. Nú hefir danska þjóðin endurheimt sjálfsvirðing sína, og álit út á við. Danir komu í veg fyrir að Þjóð- verjar næðu danska flotan- um á sitt vald, með því að þeim skipum var sökt — er komust ekki undan. Var þetta þáttur í hinum pólit- íska sigri þjóðarinnar. Ann- ar var sá, að herliðið danska í setuliðsborgunum, snerist til vopnaðrar and- stöðu gegn Þjóðverjum, af mikilli hreysti. En hinn sigurinn, sem Danir hafa unnið er innfal- inn í því, að þeir hafa af- hjúpað nasismann og sýnt heiminum vanmátt sinn. — Fyrst í kosningunum þ. 23. júlí. En síðan með því, að leiða í ljós, að eftir þriggja ára hernám landsins, er að heita má enginn nasisti til í landinu, sem nokkurs er megnugur. Þetta sjeskm. a. á því, að Þjóðverjum hefir ekki tek- ist að fá setta á fót neina leppstjórn í landinu. Svo óviðbúnir voru þeir and- stöðu þjóðarinnar, að þó þeir ljetu hernaðarástandið skella yfir á sunnudags- morgni, þá voru þeir ekki tilbúnir að tilkynna um- heiminum hvað gerst hefði fyr en á sun udagskvöld. Að þeim tíma liðnum hafa þeir ætlað sjer, að vera bún ir að koma sjer upp lepp- stjórn. En það tókst ekki og hefir ekki, svo vitað sje, tek- ist enn. Hversvegna nú? Hversvegna reis danska þjóðin gegn Þjóðverjum einmitt nú? spyrja menn. Svarið tel jeg í stuttu máli vera þetta: Þolinmæði Dana var þrot in. Við eigum nú 3% miljarð króna hjá Hitlerstjórninni og fáum naumast nokkurn eyri af þeirri skuld endur- greiddan. Yfirhershöfðingi Þjóð- verja í Danmörku, Henne- ken, sagði eitt sinn, að þeg- ar þýskir hermenn ættu við Dani, þá væri framkoma Þjóðverjanna altaf óaðfinn anleg. Danska þjóðin hefir komist að annari niður- stöðu. Þegar svo langt var gengið, að Þjóðverjar ákváðu að þverbrjóta nor- rænar rjettarvenjur, og láta dæma danska menn við þýska dómstóla, gat stjórn Scaveniusar ekki setið við völd. Og enn mun það hafa (haft sín áhrif, er Svíar sögðu upp samningnum við Þjóðverja um herflutning- ana um Svíþjóð, en flutn- ingar herliðs og norskra fanga fóru um Jótland svo Danir sáu, m. a. hvernig meðferð Norðmenn sættu af hendi Þjóðverja. Afstaða sendiherranna. Jeg hefi, sem kunnugt er, sagði sendiherrann, gefið út yfirlýsingu um það, að fram vegis, meðan ástandið í Danmörku er, eins og það er, mun jeg ekki taka á móti fyrirskipunum frá stjórnarvöldum í Höfn. En þá er spurt: Hver er afstaða mín og starfsbræðra minna. Sendiherrar eru fulltrú- ar stjórna sinna, og vinna í samræmi við viija þeirra. Eins og glögt kemur fram í tilsvari Bernhöfts fyrver- andi sendiherra Dana í Par- ís, er hann var spurður um afstöðu hans gagnvart mál- efnum Suður-Jótlands, um það leyti, sem Versalasamn- ingurinn var á döfinni. —• Hann sagði: „Skoðun mín á þessu máli er á leiðinni að heirnan". Þegar engin lögleg stjórn er í landinu, þá verðum við að fara eftir því umboði, er við höfum fengið frá konungi á sínum tíma, og að öðru leyti far í hverju máli, sem við telj- ust rjettast, á eigin ábyrgS. Iiöfum við ákveðið að gera svo í þessu tilfelli, og hefi jeg haft um það samráð við starfs bræður mína. FRJÁLSIR DANIR. . Misskilnings verður vart, sagði sendiherrann að lokum, við hvað er átt með naíninui „frjálsir Danir“. Jljer er ekki um að ræða neina allsherjar stofnun, sem nær um lönd Bandamanna, þó Danir víða um lönd hafi bundist samtök- Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.