Morgunblaðið - 07.09.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1943, Blaðsíða 1
Vikublað: Isafold. 30. árg., 201. tbl. — Þriðjudagur 7. september 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. FYRSTU ÁTÖKIN A ALÞIINIGI: STJÓRNIN FÆR STÓRFELDAN TEKJUAUKA Churchill heiðursdoktor við Harvard ('11 UR( 'IIILL forsætisráð- herra Breta var í dag gerður heiðursdoktor í löguni við hinn fræga Ilarvard-háskóla í Bandaríkjunum, og flutti for- seti háskólans við það tæki- færi ræðu, þar sem hann hrós- aði Churchill mjög og sagði hann vera sögulega persónu og björgunarmann frelsisins, þegar verst hefði horft. Churchill svaraði með ræðu, og var hún einkum um sam- band og samvinnu Breta og Bandaríkjamanna, og lagði Churchill áherslu á það, að samvinna þessi yrði að halda áfram um stríðið, annars myndi ekki takast að vinna bug á ofbeldinu í heiminum. „Bretland og Bandaríkin verða altat’ að standa samein- uð og reiðubújn að rísa gegn sjerhverjum, sem hefir á- gengni í huga“, sagði Churc-' hill, og bætti við, að ráðstefn- ur Breta og Bandaríkjamanna væru svo árangursríkar, að undrum sætti, og' ættu að halda áfram. Ilann sagði, að ekkert svipað þeim hefði þekst í síðasta stríði, og væri þessi samvinna nú orðin svipuðust öflugri og ganggóðri vjel, sem mesta heimska væri að stöðva. Þá vjek Churchill að ófriðn- um og sagði, að hann væri nú að líkindum að komast á það stig, sem dýrkeyptast yrði fyrir bandamenn, sem nú væru þannig' á vegi staddir, að ekki dygði annað en að halda á- fram til leiðarloka án nokkurr ar hvíldar. Ræðu Churchills var tekið með miklum fögnuði i Mikilvægur kardinálafundur London í gærkveldi. ÍTALSKA frjettastofan sagði í dag', að allir kardínál- ar í Vatíkanborginni hefðu verið kvaddir á fund af Mag- lione kardínála, forsætisráð- herra Páfaríkisins. Forsætis- ráðherrann sagði, að þessi fnndur væri álitinn hafa verið hinn þýðinarmesti. Iiann stóð yfir í tvær klukkustundir. — Renter. FLUGVIRKI NAUÐ- LENDA í SVISS. Bern í gærkveldi. FJÖGUR amerísk fljúg- andi virki nauðlentu í Sviss- landi í clag, ep hið fimta hrap- aði í Constanz-vatn, að því er opinberlega er tilkynt hjer. — Reuter. Vildi fá óbundnar hendur um ráð- stöfun fjársins en Ed. synjaði Sjö kafbáum sökkt Breska flug- og floba- málaráðuneytið gaf út sam eiginlega tilkynningu í kvöld, þar sem sagt er frá því. að nýlega hafi 7 þýsk um kafbátum verið sökkt í Biskayaflóa. Voru þarna að verki skip úr breska flotanum, strandvarnlar- flugvjelar og flugvjelar úr flugher Bandaríkjamanna. — Þessir kafbátar voru annaðhvort á leið heim til herferð eða heiman til hernaðaý. Reuter. Verð á tóbaki og áfengi hækkar stórlega t i i ______ MIKLAR OG Á ÝMSAN HÁTT MERKILEGAR um- ræður fóru fram á Alþingi í gær í sambandi við nýtt stjórnarfrumvarp, sem ríkisstjórnin bað um afgreiðslu á í skyndi. Frumvarp þetta var um heimild til að hækka hámarks- álagningu á tóbaki úr 50 í 150%. En talið er, að ríkis- stjórnin vilji með þessum skattauka — og einnig með verðhækkun á áfengi, sem ekki þarf lagabreyting til — fá auknar tekjur í ríkissjóð, sem nema hvorki meira nje minna en 9 — níu miljónum króna! En til hvers á að nota þetta mikla fje? Um það var spurt á Alþingi í gær, án þess að greið svör fengjust. búast víðo við innrús Bretar taka 10 þorp á Kalabria London í gærkveldi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÞÝSKA FRJETTASTOFAN sagði ‘í kvöld, ,„*að all- ar líkur bentu til þess, að Bretar og Bandaríkjamenn myndu í náinni framtíð gera aðra mikla innrás ein- hversstaðar á Miðjarðarhafssvæðinu, eða jafnvel fleiri”, mintist frjettastofan meðal annars á líkindi þess, að ráðist yrði á Sardiniu, Korsiku, eða eyjar við Grikk- land. á var sagt svo, |að „Bandamönnum myndi finnast Korsika hin ákjósanlegasta bækistöð til árásar á Suð- ur-Frakkland. Á Kalabríuskaga heldur áttundi herinn hægt á- fram sókn sinni, og eru miklar torfærur í vegi hans. Hafa Þjóðverjar og ítalir eyðilagt alla vegi, lagt sprengjur í jörðu, og auk þess er landið fjöllótt. Átt- undi herinn hefir tekið bæinn san Stefano og 10 þorp, meðal þeirrja eru San Roberto, Fiumare og Santa Lucia. Þjóðverinr Mannheim Ráðist á - Ludwigs- hafen London í gærkveldi. BRESKA R sprengjuflug- vjelar hjeldu áfram loftsókn sinni gegn Þýskalandi í nótt sem leið, og var að þessu sinni ráðist á borgirnar Mannheim og Ludwigshafen, sem standa sín h’vorum megin Rínarfljóts, en í báðum þessum borgum er mikill iðnaður, og hafa hinar heimsfrægu efnasmiðjur, I. G,- Farben, aðsetur sitt í Mann- heim, en þær smiðjur hafa framleitt marga hluti, sem þarflegir eru til hernaðar. Varnir Þjóðverja voru mjög öflugar. Var fjöldi orustuflug- vjela þeirra á sveimi alla leið- ina og sífelt ráðist á sprengju flugvjelarnar, enda fórust 34 þeirra. í ferðinni. Tjón af á- rásunum er álit-ið allmikið. -— Reuter. London í gærkveldi. ÞING breska verkalýðsfje- lagasambandsins var sett í dag', Er það mjög fjölment, og mæta þar fulltrúar frá Rúss- landi, Bandaríkjunum, Sví- þjóð, Póllandi- og Tjekkósló- vakíu, auk breskra fulltrúa. — Reuter. Þýska frjettastofan sagði í kvöld, að bandamenn hefðu í dag gert tilraun til þess að setja lið á land bak við varn- arlínur Þjóðverja á Kalabríu- skaga, en að þessi tilraun hefði mishepnast. Sagði frjettastof- an, að landganga þessi hefði verið gerð til þess að um- kringja varnarlið Þjóðverja. LITLIR BARDAGAR. Frjettaritarar með áttunda hernum og herjrnn Kanada- manna segja," að bardagar á Kalabríuskaganum sjeu yfir- leitt mjög litlir enn sem kom- ið er, og' bendi allar líkur til þess, að Þjóðverjar og Italir hafi komið sjer upp varnar- kerfi norðar á skaganum, vinni að því að treysta það, og geri Bretum förina sem erfið- asta með eyðileggingum og sprengingum á meðan. Alls hafa Bretar enn sem komið er tekið 3000 fanga, og eru það nærri alt ítalir. MESSINASUND HREINSAÐ. Bretar hafa nú sótt svo langt norður á skagann Sikil- eyjarmegin, að möndulherirn- Framh. á 2. síðu. Að loknum hinum venju- lega deildafundi í neðri deild í gær (sem stóð fáar mínútur), skýrði forseti frá því, að nýr fundur yrði sett ur svo að segja strax og þá tekið til meðferðar mál, er ríkisstjórnin óskaði að fá skyndiafgreiðslu á í báðum deildum. Þegar svo nýr fundur var settur í deildinni, var út- býtt fyrnefndu stjórnar- frumvarpi, um heimild til að hækka stórkostlega álagn ingu á tóbak. Greið afgreiðsla í Nd. Málið fekk tiltölulega greiða afgreiðslu í Nd. Að- eins tveir þm. (Sigf. Sigur- hjartarson og Sig. Krist- jánsson) andmæltu frum- varpinu, en að öðru leyti gekk það viðstöðulaust á- fram. Felt var með 17:7 at- kvæðum, að láta fjárhags- nefnd fjalla um málið, en fjármálaráðherra hafði ósk- að þess, að málið fengi að ganga nefndalaust í gegnum deidina. Fyrirspurnum var beint til ráðherra varðandi það, til hvers ætti að nota þetta fje, en ráðherra skaut sjer undan að svara. Var svo málið afgreitt með afbrigð- um gegnum allar umræð- urnar og sent Ed. Þungur róður í Ed. Kl. 5 síðd. hófst fundur í Ed. Framh. á 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.