Morgunblaðið - 07.09.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 7. sept. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði _____ innanlands, kr. 10.00 utanlands. ' I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hin nýju viðhorf ÁRIÐ 1918 SÖMDUM við íslendingar við Dani um það, að þeir færu með utanríkismál okkar í umboði okkar, að þeir gættu íslensku landhelginnar og að samskifti land- anna skyldu á ýmsan hátt vera samtvinnuð fram til árs- loka 1943, en þá skyldi hvor aðilinn um sig segja til um það, hvort hann vildi, að þessi samningur þjóðanna hjeldi áfram að gilda lengur en þessi 25 ár. ★ I IVIorgunblaðinu fyrir 25 árum Sænaðra ein mikil gekk ljós- um loga við strendur Svíþjóð- ar og Noregs. 5. sept. „Á hverju sumri hafa gengið tröllasögur um það í Svíþjóð, að sænaðra hafi sjest þar innan skerja. Hafa margir verið van- trúaðir á þessar sögur og talið þær „Skipperlögn", en aðrir hafa svarið og sárt við lagt, að þeir hafi sjeð sænöðruna hlykkjast í sjónum og stendur mönnum hálf- gerður stuggur af þessum fárán- lega og furðulega sjódýri. En nú er sænaðran komin til Noregs. Skipstjórinn á mótor- skipinu ,Ullanhaug“ frá Staf- angri .... segist hafa sjeð hana .... hefir hann sagt „Haugesunds Avis“ frá þessu merkilega fyrir- íslendingar hafa oft og ítarlega á þessu tímabili með- an sambandslagasamningurinn var að nálgast tímatak- mörk sín, látið Dönum ótvírætt í tje, að þeir ætluðu ekki að framlengja samninginn eftir árslok 1943, heldur láta hann þá hætta, eins og samið var um. Við yfirstandandi styrjöld hefir samband landanna slitnað öðru vísi og fyr í reyndinni, en ella var ráð fyrir gert. Við höfum tekið í okkar hendur meðferð allra okk- ar mála, — gæslu landhelginnar og auk heldur kosið okkar eigin innlendan ríkisstjóra. Þegar líður að áramót- um næstu, mætti því síður en svo ætla, að lamast hefði fyrri ásetningur okkar um það, að láta sambandslaga- samningnum verða lokið. Það hafa þó verið á stjái ein- staka raddir um það, að framkvæmd þessa samnings- bundna áforms okkar væri ókurteisi gagnvart Dönum, eins og nú standa sakir, og í því kæmi fram ótilhlýðilegt tillitsleysi við Dani, sem nú eiga í örlagaríkum bágindum og stríði við erlenda áþján. ★ Síðast á laugardag birtist forustugrein í Alþýðublaðinu um það, að einmitt vegna síðustu atburða í Danmörku, væri okkur óviðurkvæmilegt að hreifa uppsögn sam- bandslagasamningsins. Með öðrum orðum, þegar nasism- inn hefir sest að valdastóli í Danmörku í nafni kúgunar, ofbeldis og ofríkis, — þá á okkur íslendingum að vera óviðurkvæmilegt að segja við hina núverandi nasistisku kúgara: Sambandslagasamningi, sem við vorum jafnvel ákveðnari í að segja upp gagnvart frjálsri og vinveittri frændþjóð okkar, Dönum, ætlum við sannarlega að segja upp þegar þið hafið kúgað þessa þjóð með ofbeldi og heraga. Alþýðublaðið ætlar sjer svo göfugt hlutverk að gera slík „ný viðhorf“ að vatni á myllu þeirrar stefnu, að haf- ast ekki að í sjálfstæðismálinu. Það þarf enginn að ætla, að Ásgeir Ásgeirsson hafi brostið nokkra samúð í garð Dana, þegar hann ritaði í fyrra eftirfarandi orð í Alþýðu- blaðið, 13. júní: „Þjóð okkar verður það til sóma, að hafa leyst sjálfstæðismálið á þessum viðsjártímum í öruggri von um að frelsi og jafnrjetti haldi velli í heiminum. En fari alt á annan veg en við vonum, þá verða þó þessar ákvarðanir okkar samskonar leiðarljós og uppörvun og Eiðsvallafundurinn var Norðmönnum í nærfelt heila öld“. Sjerhver athöfn okkar íslendinga í þá átt, að segja upp sambandslagasamningnum við Dani mun, eins og nú standa sakir, rúma fylstu samúð með frelsisbaráttu Dana — og því meiri samúð, sem barátta þeirra verður harðari. — Hin nýja nasistiska kúgun í Danmörku skapar ekki „ný viðhorf“ hjá okkur í þá átt, að dreyfa okkar eigin frelsisþrá, nema síður sje. En hún fyllir okkur enn meiri samúð og löngun til þess að eiga öll okkar skifti við Dani sem óháðir aðilar við óháðan aðila, frjálsan og sjálfstæð- an í einu og öllu.. ★ Það er mikill misskilningur að blanda tímabundnum til- finningum inn í samningsbundin áform okkar íslendinga í okkar eigin fullveldismálum. Verður ekki heldur sjeð, hverjum væri með því greiði gerður. Dönum hefir löngu verið vitað, hvað við hygðumst fyrir í sambandsmálinu. Og ekkert er ólíklegra en að hin hörmulegu kjör þeirra í dag, geri þeim erfiðara að skilja, að við viljum halda okkar eigin götur, jafnframt því, sem við höfum fylstu samúð með Dönum í frelsisbaráttu þeirra. brigði. Sagði hann að sænaðran hefði komið svo nærri skipinu og hlykkjast áfram í vatnsskorp unni með 5—6 mílna hraða. — Hausinn bar hún hátt, og var á honum löng trjóna, en augun eins stór og undirskálar og kol- svört. Segir skipstjórinn að hún hafi verið um 150 metra löng, og kveðst hafa talið 13—21 hlykk á henni upp úr sjónum og var hver kryppa eins stór og væn heysáta. Skipstjóri sagði að þrír menn hefðu verið á þiljum auk sín og allir hefðu þeir sjeð furðuskepn- una. Af þessum þremur mönn- um voru tveir íslendingar og segir skipstjóri að þeim hafi ekki orðið rótt í skapi er þeir sáu ófreskjuna. Annar þeirra varð svo hræddur, að hann flýði upp í reiðann, en hinn náði sjer 1 heljar mikla öxi og bjóst til að taka á móti skepnunni, ef hún skyldi ráðast á bátinn“. ★ _ Svo seg'ir um hámarksverð og sölu á íslenskum kartöflum: 5. sept. „Islenskar kartöflur, sem seld- ar hafa verið hjer í bænum að undanförnu, hafa kostað 30—40 aura pundið. Eru það auðvitað dýr matarkaup og enginn hefir keypt þær öðruvísi, en sem ó- hófsvöru eða sælgæti. ' I fyrra var sett hámarksverð á íslenskar kartöflur — 30 krónur tunnan og 35 aura kg. í smásölu. Það hámarksverð var felt úr gildi um sumarmánuðina, en gekk aft ur í gildi hinn 1. þ. mán. Og nú má ekki selja kartöflur hærra verði. Þetta vita víst mjög fáir. Að minsta kosti hefir átt að selja kartöflur þessa dagana fyrir 35 til 40 aura pundið, eða með öðr- um orðum taka helmingi hærra verð fyrir þær heldur en leyfi- legt er. Það er auðvitað mönnum verst sjálfum, ef þeir hafa tekið mikið upp af kartöflum svona snemma, til þess að geta selt þær við geypiverði áður en hámarksverð ið kæmi eins og gert var í fyrra. Nú hefir hámarksverðið komið eins og þjófur á nóttu“. ★ Læknablaðið, 1. tbl. 1943 or komið út. Efni: DigitaÍis: Með ferð við organiska hjartasjiik- dóma, eftir Theodor Skúlason iækni. Ritdómar nm „Röntgen- diagostik". Úr erl. læknarit- 'um. Frá læknum. Merkilegar til- raunir í Svíþjóð. NÝLEGA rakst jeg á frjetta- pistil fi'á Svíþjóð. Þar er m. a. getið um, að Svíar muni á næsta ári spara um 2,5 miljónir króna á því, að láta eingöngu framleiða fáar tegundir hurða , stað þeirra hundruð og jafnvel þúsunda teg- unda, sem nú eru framleiddar í landinu. Það er talið, að í Sví- þjóð sjeu smíðaðar um 400.000 hurðir árlega og samanlagt verð þeirra sje 10.000.000 sænskar krónur.. Með því að fækka teg- undum verulega verði hægt að spara 25% af verðinu. Sænska stjórnin skipaði nefnd fyrir nokkru til að rannsaka hvort ekki væri hægt að fækka tegundunum í ýmsum fram- leiðslugreinum til að lækka verðið. Hefir nefnd þessi unnið merkilegt starf og bent á marg- ar leiðir til að lækka framleiðslu verð ýmsra nauðsynjavara. Er ekki hjer á ferðinni athygl- isverð tíðindi fyrir okkur íslend- inga í baráttunni við dýrtíðina og efnisskort á ýmsum sviðum. @ Prakkaraskapur. PRAKKARASKAPUR ungl- inga og hrekkjir á götum bæj- arins ber leiðinlegan vott um slæmt uppeldi sumra barna í höfuðstaðnum. En atvik, sem jeg var vitni að á sunnudaginn var í Túngötunni, finnst mjer taka út yfir. Allmargt fólk var á Túngöt- unni um 5-leytið. Tveir eða fleiri piltar 14—15 ára komu niður götuna og voru með „toilett"- pappírsrúllur, sem þeir köstuðu upp í loftið og yfir vegfarendur. I hvert skifti vafðist töluvert af rúllunum og flæktist í fólkinu, sem fyrir þessu varð, en strákarn ir hlupu til og tóku rúllurnar upp af regnblautri götunni og svo hjelt „leikurinn" áfram. T. d. urðu þrjár miðaldra konur fyrir því að löng pappírsræma flæktist í regnhlífum þeirra, en strákarnir skríktu af ánægju er þeir sáu vandræði þau, sem hlut- ust af prakkarahætti þeirra. Það, sem mjer og vafalaust fleiri vegfarendum, blöskraði mest var, að forsprakki pörupilt ana bar skólahúfu eins af fram- haldsskólum bæjarins og mátti sjá að hann var ekki nýr nem- andi í mentastofnun þeirri, sem hann bar svo fagurt vitni með framkomu sinni, því húfan bar þess merki að hann hafði gengið lengi með hana. © Ljóti vörubíllinn við inngangs- dyrnar. EINN lesandi minn kvartar yf- ir „herfilega ljótum vörubíl" sem stendur við dyrnar hjá honum og segir: „Sá er siður hjer í landi, sem lagfæra þarf. Á jeg við þann leiða hátt, að vjelaflutningatæki eru látin standa á ganstjettum dögum saman. í húsi því sem jeg bý í er mikill fjöldi fólks en einar dyr á byggingunni. Við þær dyr er komið fyrir herfilega ljótum vörubíl, sennilega af stærstu gerð, frá því kl. 6 á kvöldin, næturlangt, svo nærri dyrunum að jafnaði, að fólk sem erindi á í húsið verður að snið- ganga ferlíkið til að komast leið- ar sinnar. Þar sem jeg er leigj- andi en bílstjórinn sem einnig býr í húsinu, eitthvað tengdur eigandanum, hefi jeg ekki treyst mjer til að átelja þennan ófögn- uð, og svo mun um aðra íbúana. En það er meðfram af því að mjer skilst að viðkomandi sjái ekkert athugavert við þetta fram ferði. Langt er síðan jeg hafði tækifæri til að gista erlenda bæi, en þess minnist jeg ekki að hafa veitt því eftirtekt að bílar tækju sjer hvíldarstöðu á götúm og gangstígum næturlangt. Sjálfsagt er slíkt með öllu óheimilt. En meðal annara orða, er hjer ekki um hið landlæga hirðuleysi að ræða? Eða hafi eigendur slíkra tækja geymslu- pláss fyrir þau sem sjálfsagt ætti að vera, má þá ekki ætlast til þess. af bílstjórum, eins og öðru fullfrísku fólki, að þeir gangi til vinnu sinnar eins og flestir aðrir verða að sætta sig við. Ekki veit jeg, hvort aumkva beri svo mjög þá, sem fyrir gúmþjófnaði verða sökum hirðu- leysis sjálfs sín“. • Gamla Akureyrar- kirkjan. FYRIR nokkru birti jeg frá- sögn sjónarvotts, sem skýrði frá því, að hann hefði sjeð, að ver- ið var að flytja grunnsteina úr gömlu Akureyrarkirkjunni um borð í skip, sem kjölfestu. Nú hefir „Akureyringur“ skrifað mjer um þetta. Hann segir: j,Sóknarnefnd Akureyrar seldi gömlu kirkjuna til niðurrifs. Er lokið var að rífa grunninn Und- ir kirkjunni, sem var hlaðinn úr sprengdu grjóti, var eftir hrúga af möl og móhellu, sem tekin hafði verið úr brekkunni fyrir ofan kirkjuna, þegar hún var bygð„ til uppfyllingar undir gólf kirkjunnar. Þessa malar og móhelluhrúgu þurfti óhjákvæmilega að flytja eitthvað burtu og var nokkur hluti hennar látin í kjölfestu í skip, en engir steinar úr grunn- inum. Er ósennilegt, að nokkr- um finnist saknæmt þótt þessi malarhrúga væri notuð í þessu augnamiði. Tilhöggnir steinar voru engir í grunninum og kirkjan sjálf bygð úr timbri“. o Velta. LESANDI Morgunblaðsins hringdi til mín í gær og sagðist vera að velta því fyrir sjer síð- an bandamenn gerðu innrás á ,,tána“ á Italíu, hvort nokkuð sje hæft í því, að áttundi herinn breski sje að taka Ítalíu á löpp. BIEGÐABÁTUM SÖKT. London í gærkveldi. BRESK liei'skip og flugvjel- ar hafa nýlega sökt tveim þýsk um kafbátum, sem Þjóðverjár notuðu til þess að byrgja upp kaíbáta sína aðra, þá er herja um úthöfin. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.