Morgunblaðið - 07.09.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1943, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. sept. 1943. MORGUNBLAÐIÐ Jón frá Brúsastöðum sextugur Vill heldur starfið en peningana — M.JER ER SACIT, að þú s.jert að verða sextugur, sagði jeg á dögunum við Jón frá Brúsastöðum, er hann kom inn á skrifstofu blaðsins. En hann er altaf kendur við Brúsastaði, sem kunnugt er, þó hann hafi þá einstöku virðíngarstöðu, að hafa verið hóteleigandi á sjálf- um Þingvöllum í 25 ár. Jón á sextugsafmæli í dag. Þó hann hafi verið gestgjafi og hóteleigandi í aldarfjórð- ung, þá er hann altaf fyrst og fremst bóndi — og þykir heið- ur að því. Ilann kom að Brúsastöðúm árið 1920, en bjó áður á lleiðarbæ í Þingvallasveit. Ilefir lífstíðarábúð á Brúsa- stöðuni, en í landareign þeirr- ar jarðar er Lögberg sjálft og Almannagjá frá Öxarárfossi niður að Hestagjá. Þá tekur við Kárastaðaland. —• Ilvernig var, þegar Þing- vellir voru girtir og þú hættir að hafa umráðarjettinn yfir því landi, sem innan girðing- ar er, en heyrði Brúsastöðum til? — Jeg var ekkert að vesen- ast í því, Ijet það eiga sig. ■ — Þó þú að rjettu lagi hefð- ir lífstíðarábúð á helgasta stað landsins. - — Þú hefir altaf kunnað vel við þig í Þingvallasveit- inni ? — Já. Nú er jeg orðinn þar rótgróinn að mjer finst. Það er dálítið öðruvísi fjelagslíf þar, en austur í Hreppum, þar sem jeg var framanaf. En eitt hefi jeg gert gott síðan jeg kom þangað. Það var vorið 1920. Það var hart vor, eftir snjóavetur. Þá var jarðlaust um lokin. Þá keyiúi jeg fóðurbæti fyrir 12 þúsund krónur, fjekk víxil í Lands- bankanum og hjál]>aði bænd- um. Annars hefði fjenaður fallið það vor. — Af hverjum keyptir þú Valhöll? — Sigmundur Sveinsson hnfði haft hana á leigu. Hann vildi að jeg leigði. Jeg vildi það ekki. Annaðhvort ekkert eða kaupa. Það var hlutafje- lag, sem átti hana. Tryggvi Gunnarsson hafði þar verið aðalmaðurinn. — Oft hefir þú haft marga gesti. — Á Alþingishátíðinni varð jeg að sjá um mat handa 1000 manns að öllu leyti, fyrir utan alt annað. Þá hafði jeg 100 manns í vinnu. Það.var mesti spretturinn, sem jeg hefi kom- ist í. Þá sofnaði yfirkokkurinn minn ekki í þrjá sólarhringa. Nú hefi jeg haft Valhöll opna í þrjá vetur og oft. tekið á' móti' niönnum hröktum og illa á sig komnum.En mjer þvk ir þeim niun skemtilegra að taka á móti gestum, sem þeir þurfa meiri aðhlynningar við. Annars er ekki vert að skj-ifa neitt hól um mig. Það er oft betra að. skrifaðar sjeu skammir um mann, en eitt- hvað almennilegt. Eða það finst mjer. —• 'Úr því þú vilt ekki að skrifað sje um þig sextugan, þá getum við snúið því við og þú sagt mjer, hvaða umbætur þú vilt að gerðar verði á Þing- völlum. — Það skal jeg segja þjer. Um þau mál héfi jeg mikið hugsað. Á Þingvöllum þarf að mínu viti margt að gera. Sumt af því kostar mikið fje, og vei-ður ekki gert nema á löng- um tíma. En aftur annað eru smávegisumbætur, sem ætti að vera hægt að koma í fram- kvæmd hvenær sem er. Ejtt af framtíðannálunum er það, að reisa veglega kirkju á Þingvöllum. Hún þarf að vera staðnum og þjóðinni til sóma. Þar þyrfti ætíð að vera einn af merkustu kennimönn- um landsins, er Ijeti Ijós sitt skína, til heilla fyrir alþjóð. Þar þyrfti að reisa annað gistihús, þó minna væri en Valhöll, en með öllum nýtísku þægindum, fyrir það ferða- fólk, sem vill greiða fyrir slík- an aðbúnað. Og svo vildi jeg, að reistur yrði bær á Þingvöllum í göml- um stíl, þar sem geyíndir yrðu alskonar gamlir munir. Bær- inn yrði meö einum 5—6 burst- um fram á hlaðið, steinstjett fyrir framan, hestasteini og íiskasteini, með hnöttóttri steinsleggju. Þar yrði, auk aðal bæjarhúsa, skemma, smiðja, hjallur o. fl. Þar mætti hafa margt, er minti á fortíð Islands. liíiga þarf ýmislegt umhverf is Valhöll, t. d. gróðursetja trje, og er jeg byrjaður á því. Ræsa fram mýrina fyrir fram- an hótelið og prýða þann flöt. stækka bílastæðið, og byggja hesthús fyrir hesta ferða- manmi, Vmislegt þarf og að gera, sem ekki kemur Valhöll við. T. d. að koma upp: ræstiklefa. þar sem mönnum er leyft að tjalda, laga götutroðninga, sem eru að myndast, þar sem mest er umferð, t, d. slóðina yiir tættur Snorrabúðar. Og gróðursetja þarf skóg í Þingyaliahrauni. 11 iuu krækl- ótti skógur, sem þar er, veitir nýgraeðingi gott skjól. En hanti vex ekki, syo teljandi sje —. Hefir ekki koniið til orða að ríkið keypti af þjer Val- höll ? — Jú. Satnþykt var gerð á þingi um, að það mál yrði at- hugað. Þingvallanefnd hefir einmitt talað' um þetta við mig. .Teg hefi svarað henni því, að jeg sje reiðubúinn til að halda starf'i mínu áfram á Þingvöllum og verja þar allri orku minni og öllu því fje, er jeg kann að hat'a eða fá um- ráð yfir. Jeg er reiðubúinn til að vinna að því að koma upp góðu húsi nálægt Valhöll og •áða þar til forstöðu fyrsta flokks fagmann. En Valhöll rerður að standa áfram lík og 'iún er, og meðan ekki er hægt iö sýna með skynsamlegum rökum, hvernig hægt sje að reka hana á annan hátt en nú er gert, án of niikils kostnað- ar fyrir ríkið, þá er það mín trú, að þessu máli sje best borgið með því að jeg fái að vinna áfram að áhugamálum uiínum og hugsjónum til um- bóta. Jeg kýs frekar erfiði, umstang og vinnu, en að fá fullar henduj’ fjár, með sölu til ríkisins á hinuin viðsjár- vei-öustu tímum, sem yfir þjóðina hafa nokkru sinni koniið. 60 ara: Jón Norðfjörð skemti Sigl- firðingum í gær í bíóhúsinu með upplestri og gamanvísum. Aðsókn var góð og viðtökur ágætar. (Erjettaritari Mbl. á Siglufirði). uiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiim DISSTON ( Sagir | á 34 kr. | SLIPPFJELAGIÐ. | Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiml Saumur flestar stærðir fyrirliggjandi. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. **♦ ♦%*t**t*^**t* *t**t**i**r**Í* 4* ♦!* Tómas Jónsson kaupmaður Eldfustur . steinn og LEIR fæst nú aftnr hjá BIEBINC Laugaveg 6. Sími 4550. X TÓMAS JÓNSSON, kaup- maður, er 60 ára í dag. — Hann er fæddur í Reykja- vík, 7. sept. 1883, og voru foreldrar hans Jón Þórðar- son sjómaður og kona hans Alfífa Tómasdóttir. Efni voru lítil og varð Tómas að fara að vinna, eins og margir aðrir Reykjavíkurdrengir, þegar hann var 10 ára og hefir unnið margskonar störf. — Hann hefir verið sendi- sveinn, þjónn á es. Reykja- víkin, sjeð um ,.BilIiard- stofu“, verið umsjónarmað- ur með ferðalögum, bílstjóri o. s. frv.' Það má af þessu marka, að Tómas er liðtækur mað- ur, og ekki vantar dugnað- inn. Hann mun hafa verið einn af fyrstu bílstjórum hjer í bæ, og var hann mjög öfundaður af Reykjavíkur- piltunum, er hann ók hin- um fræga Thomsens bíl um bæinn. Tómas gerðist svo deild- arstjóri hjá Thomsens- magasín, og lærði þar margt því við þá verslun unnu margir og prúðir menn, og má rpprka það það í allri framkomu Tómasar, að hann hefir hitt slíka menn og kunnað að læra af þeim. Árið 1909 mun hann hafa stofnað sína eigin matvöru- verslun og hefir rekið hana síðan. Mun þetta hafa verið ein af fyrstu, ef ekki sú fvrsta, sjerverslun í þeirri grein. Tómas hefir tekið upp ýmsar nýjungar á sviði verslunar sinnar, bygt sjer frystihús og reynt að fylgj- ast með tímanum í stai'fi sínu. Kvæntur er Tómas Sig- ríði Sighvatsdóttur alþm. frá Eyvindarholti, er lengi var þingmaður Rangæinga. Heimili þeirra er orðlagt fyrir gestrisni og prúð- mensku. Sigríður er kona góð og vel greind. Börnin eru fjögur, einn sonur og þrjár dætur. Viðskifti Tómasar hafa verið mikil frá því hann byrjaði verslun fyrir sjálf- an sig; hann hefir haft skifti við fjölda bænda og bæjar- búa, og munu þeir allir bera honum vel söguna og veit jeg að fjölda þeirra er mjög vel til hans. Hann þekkir fjölda manna og er oft lengi í ferðum. því Tömas þay± oft að stansa, þegar hann er að skreppa milli húsa, og tala við vini sína og kunningja, eða þeir við hann. Kemur það oft fyrir að við vinir hans segj- um: „Lengi hefir þú veíið á leiðinni, Tómas minn, núna“, en hann brosir bara og segir: „Jeg þurfti að tala við svo marga“. Tómas er kurteis maður, eins og áður um getur, vin- semd og góðmenska er hon um meðfædd. Mun þess jafn an minst, hve vel hann kom jfram gagnvart gömlum hús (bónda sínum, þegar undan fór að halla hjá honum. — ^ Það sýnir trygð hans, sem við vinir hans þekkjum. | En það er eitt, sem sjer- staklega einkennir Tómas, umfram flesta aðra menn og það er skapfestan. Hún er einstök. Og stundum höf- um við sagt við hann, að þetta sje nú þrái, en Tómas heldur fast á sínu máli. þeg ar hann er búinn að mynda sjer skoðun á málum, og lætur ekki hlut sinn. Við vinir þínir og kunn- ingjar sendum þjer kveðjur og hamingjuóskir í dag. Lifðu heill og lengi. 7/9 1943. M. X 4 * 4 4 | x Y 1 T Y í x 4 'k i l ’ i * .•X‘X*x.*:-:-:**:-:**:**:-:-:**x**:-:*x*x* SuðufiUings fyrirliggjandi. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. ♦J. V •X* <*<♦ <• <• ♦> \* <**X*v "X^X^X**!**!* v •!• *: •♦***4Xm****‘**,X**X**X**X*4XhX*X**X**X**X*X**X44X4*XmXhX',*X**X**XmX<*** | Tvær stúlkur X •{• geta fengið atvinnu nú þegar, önnur við skrifstofustöi*f, hin við innheimtu reikninga. ! Bifreiðastöð Steindórs I i $ '•'X*'***X**X*X**X*4XMX**X**X**XMX**í,X****X*****i*,**X,X**X****X*X**X**l**^.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.