Morgunblaðið - 11.09.1943, Síða 4

Morgunblaðið - 11.09.1943, Síða 4
'4 L MO R G UNBLAÐIÐ Laugardagur 11. sept. 1943 AKUREYRARBRJEF Hvað tekur við? Ekki er annað fyrirsjáan- legt en að atvinna verka- fólks hjer fari mjög mink- andi næstu mánuði. Setu- liðsvinnan er þegar úr sög- unni og horfur á að bygg- ingavinna dragist mjög saman vegna efnisskorts. — Jafnframt er gert ráð fyrir hækkuðu verði á ýmsum helstu lífsnauðsynjum manna, a. m. kjöti og kart- öflum. Þegar ríkið hefir svo i hyggju að minka framlög sín til opinberra fram- kvæmda, er síst að furða, þótt nokkurn kvíða setji að verkamannin’um um af- komu sína. Nýlega hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja framleiðendum landbúnað- arafurða ákveðnar árstekj- ur er miðast við 14,500 kr. á þessu ári. Er sú upphæð bygð á heildartekjum nokk- urra stjetta síðastliðið ár, er atvinna þeirra var meiri en nokkurn tíma fyr eða síðar, þ. á. m. mikil eftir- vinna og helgidagavinna. — Hjer í bæ munu að vísu tæplega finnast dæmi slíkra tekna hjá verkamanni, og því síður hjá fastlaunuðu iðnaðar- og verslunarfólki. En hið fastlaunaða fólk hef ir þó, eins og framleiðand- inn, tryggingu fyrir stöð- ugri atvinnu, sem verka- maðurinn hefir ekki, og er á því reginmunur. — Ef ganga á út frá 14,500 króna meðalkaupi hjá einhverri vinnustjett í landinu, er sýnilega verið að skrúfa dýr tíðina upp og halda í öfuga átt við það, sem allir hugs- andi menn eru sammála um að beri að stefna. Flestir telja það hið mesta óráð að kaupa dýrtíðina nið ur með framlögum úr ríkis- sjóði, þar sem þegar er sýnt að til þess þarf óhemju mik- ið fje. Mundu þau framlög þó stóraukast, ef halda á áfram á þeirri braut með haustinu. Hinsvegar er sýnt að eigi kjötverðið að hækka svo sem vísitölunefndin tel ur þurfa, mun lítið verða um kjötkaup í haust hjá verkafólki og láglaunafólki bæjanna, en þar sem fyrir- sjáasrtlegt er, að slátrun verð ur með mesta móti, horfir ekki vel um kjötsöluna. Er hjer um mikið vandamál að ræða, sem Alþingi mun reynast fullörðugt að leysa. Fyrirlesari á ferðalagi. * Undanfarnar vikur hefif Sigurður Einarsson docent verið á ferð um landið og haldið fyrirlestra í sjóþorp- úm og kaupstöðum, er hann hefndi:.‘,,Sjálfstæði landsins —■ lífsöryggi komandi daga“ *— Hann kom m.. a. hingað til Akureyrar og fjekk um 30 hræður í Samkomuhúsið til að hlýða á boðskap sinn. Hvert innihald hans hefir verið, gefa ummæli ,,A1- þýðumannsins“ hjer í bæ bestar upplýsingar um. Seg- ir blaðið, að erindið hafi ver ið „fróðlegt og snjalt og þá um íeið gerólíkt þeim sjálf- stæðisvaðli, sem fólk hefir haft af að segja í blöðum landsins undanfarið“. Gerir blaðið síðan tilraun til að skýra efni erindisins, sem af lýsingunni að dæma hef- ir fallið vel í kram undan- haldsmannanna í Sjálfstæð ismálinu. Segir það, að fyr- irlesarinn hefi gefið ýmsar upplýsingar um hvað hugs- að væri, ritað og rætt er- lendis um sjálfstæði íslands í framtíðinni og færi ekki hjá því, að „þeim myndi þykja þessar upplýsingar athyglisverðar, sem halda, að sjálfstæði vort í fram- tíðinni velti eingöngu á því hvort við slítum formlega sambandinu við Dani 17. júní næskomandi eða síð- ar á næsta ári“. Þar sem gera verður ráð fyrir, að túlkun blaðsins á erindi dócentsins sje nærri lagi, þá verður erindið að skoðast sem einn liðurinn í baráttu Krata og Þjóðveld- issinna fyrir því, að íslend- ingar leggi sjálfstæðismálið á hilluna fyrst um sinn. — Getur verið, að kvis hafi verið komið á það, áður en fyrirlesarinn hóf prjedikun sína hjer í samkomuhúsinu og þessvegna hafi hann orð- ið að tala yfir tómum stól- um. Vakningin 1874. Hvergi munum við eiga samankomið jafngott yfir- lit um hátíðahöld þjóðar- innar árið 1874 og í Annál 19. aldar, yfir það tímabil, sem nú er nýlega kominn á bókamarkaðinn. í öllum sýslum landsins var þá efnt til fjölbreyttra hátíðahalda, og er þeim öllum skilmerki lega lýst. Það hlýtur að vekja athygli lesandans hversu mikil vakning og framfarahugur er þar ríkj- andi, því ^ð víðast er efnt til umræðna um atvinnu og menningarmál og sjóðir stofnaðir til að hrinda fram nytjamálum fyrir þjóð eða hjerað. Meðal annars segir^ svo frá fundunum í Skafta- fellssvslu: ,,A Kleifafundinum kQmu bændur sjer saman um að hefjast handa um jarðabóta vinnu í fjelagi. í Dyrhóla- j hreppi var stofnaður fram- farasjóður fyrir hreppimp j og lofaði einn efnaður bóndi að leggja til hans 500 rd. með þeim skildaga, að aðrir hreppsbúar legðu fram all- ir til samans aðra 500 rd.1 Einn ómagamaður, en þó vel bjargálna, lofaði 50 rd. og vinnumaður nokkur öðr- um 50 rd“. j Sjálfsagt' hefir stjórnar- skráin, sem konungur færði þjóðinni í afmælisgjöf það ár, lyft undir vorhug og at- hafnavilja hennar, og hefir svo jafnan reynst við hvern áfanga hennar á leiðinni til fullkomins sjálfstæðis. Erfitt sumar. Höfuðdagur er liðinn hjá, nýtt tungl og Egidiusmessa, án þess að brygði til batn- aðar um tíðarfar, svo að nokkru næmi. Að vísu hefir hlýnað, en þurkarnir eru stopulir, svo að hey liggur undir skemdum. Ber öllum saman um, að sumar þetta sje eitt hið erfiðasta, fyrir landbúnaðinn, sem komið hefir hjer um slóðir. 6/9 1943. Jökull. Vfir 20. þús. fjelagar í sambands- fjel. Í.S.Í. Ný sambandsfjelög. Þessi fjelög hafa nýlega gengið í sambandið: U. M. F. Grundfirðinga, fjelagsmenn 68, form. Guðmundur Run- ólfsson. Nú eru sambands- fjelög í. S. í. 157 að tölu, með yfir 20000 fjelagsmenn. íþróttanámskeið: Á vegum sambandsins hafa þessi íþróttanámskeið verið haldin: Námsskeið í sundi í Bolungarvík í tæp- an mánuð. 71 nemandi tók þátt í pámskeiðinu. Kenn- ari var Guðmundur Þórar- insson. - Þá hefir Axel Andrjesson, knattspyrnukennari, haldið námskeið á ísafirði í júlí- mánuði í knattspyrnu og handknattleik. Námskeiðið stóð yfir í rúman mánuð og tóku 73 stúlkur þátt í hand- knattleik, en 121 þátt í knattspyrnu úr Herði og Vestra. Þá hjelt hann 3ja vikna námskeið hjá íþrótta- fjelaginu á Patreksfirði. — Þátttakendur voru 60 stúlk ur í handknattleik og 67 piltar í knattspyrnu. Er mikill áhugi þar fyrir að fá góðan leikvöll og enn- fremur að byggja þar sund- laug. Þá hefir Hermann Stef- ánsson, íþróttakennari, hald ið námskeið hjá Má^na í HÖfðallvárfi. Þátttak. voru 47 og hjá Knattspyrnufje- lagi Siglufjarðar tóku 44 þátt í knattspyrnu, en 28 stúlkur í handknattleik. Þá tóku og 7 piltar þátt í dóm- aranámskeiði í knattspyrnu og handknattleik. Námskeið inu lauk með kappleik í handknattleik stúlkna og pilta. Brjef: Selskerjavitinn Herra ritstjóri! HJERUMBIL tvær sjó- mílur norðaustur af nesi því. er lengst gengur til hlafs milli Ófeigsfjarðarflóa og Trjekyllisvíkur, og Vet- urmýranes nefnist, liggjai Selsker eða Sælusker, eins og þau voru kölluð hjer um slóðir alt fram á þessa öld. Ekki veit jeg hvort 4. nafnið er rjettara eða upp- runalegra. Selveiði vpr stunduð við skerin alt fham til 1618 eða þar um bil, að mig minnir, en aldrei mun hún þó hafa verið mikil, eðá v-art rmeiri en 15—20 kópar á ári, enda mjög örðugt að stundia þar veiði vegna brims og stormia, því skerin liggja mjög fyrir opnu hafi. Það mun líka. æði oft hafa hent, að sela- netin töpuðust með veiðinni í. Ekki virðist ólíklegt, að Sælusker sje eldra nafn á skerjunum, því sæla mátti það kalliast, fyrir menn á opnum árabátum, að kom- ast í var við skerin, þegar fljótlega gerði vestan storm og engin tök voru að ná landi og ekki lá annað fýr- ir en láta reka til hiafs, enda sannar sagnir um, að bátar hafi legið við skerin, er svo bar undir, og mpnn- irnir sennilega bjargað þannig lífinu, þótt vistin væri köld. Á skerjum þessum er nú nýlega lokið við byggingu á myndlarlegum vita. Er hann gerður úr járnbentri steinsteypu, undirbygging- in (sökkullinn) er 4 metra há og veggir 2 metrar á þykkt, an|ars eru útveggir vitans 0,35—0,50 m. á þykkt. Ljóshæð vitans verð ur 14,80 metrar. Óvíst er hvenær hægt verður að taka vitann í notkun, vegna ö'rðugleika um útvegun ljóstækja. Byrjlað var á byggingu vitans í lok maímánþðar og var verkinu lokið í endað- an júlí, eftir aðeins tveggja mánaða tíma. Má það telj- ast mikið afrek tað ljúka við þesqa byggingu á svo skömmum tíma, þegar þess er gætt, hve aðstaða öll er erfið, alt efni varð að sækja til lands og var sumt af því flutt :alla leið frá Hólmavík. Mjög brima- 11)5; 1 i ' i i n , samt er við skerin, sem fyr er frá sagt, og þau ekki hærri en svo, að yfir þau gengur í öllum meiri sjó- görðum. Tíðarfar mátti teljast mjög hagstætt mest allan tíman, þó viar oftast töluverð undiijalda og köld veðrátta allt fram til 20. ijúní, og undruðumst við, semi í landi vorum, oft og tíðum, að „skerjakarlarn- ir“ skyldu geta komið að sjer byggingarefni í svo miklu brimi. Eftir 20. júní gerði blíðviðri og stóð það svo að segja óslitið til laug árdagsins 23. júlí. Þá um kvöldið gekk í norðaustan stórviðri með mikilli úr- komu og stóð veðrið til næsta fimtudags. 'Mest var veðurhæðin og sjógangur- inn á mánudag og þriðju- dag, úrkoma mikil og kuldi svo lað snjóaði niður í miðj- ,ar hlíðar. Þegar á aðfara- nótt sunnudags var hafður maður á verði, og á mánu- dagsmorgun var farið að flytja fólk og farangur úr verkamannaskýlinu í vit- ann, enda var þá farið að ganga yfir skerið, og um kvöldið brotnaði verka- mannaskýlið. Á miðviku- dlag fór veðrið að lægja, en ekki var hægt að ná fólkinu úr skerinu fyr en á fimtudag. Var það þá flutt til Eyrar í Ingólfs- firði. Þegar veðrið skall á. voru matarbirgðir mjög af skornum skamti í skerinu, og var matarskömtun þeg- ár upp tekin og ekki neytt nerpa einnar máltíðar á dag meðan veðrið stóð yfir. Að endingu vil jeg, fyr- ir hönd okkar allra, sem væntanlega njótum góðs af þessari vitabyggingu,þakka öllum þeim, er lað henni' hafa unnið á einhvern hátt, og þá fyrst og fremst verk stjórianum Sigurði Pjeturs- syni og verkafólkinu, sem auk rösklegrar framgöngu við verkið, hafa lagt líf sitt í hættu við fram- kvæmd þpss. Er það ósk mín og von, að land okkar skorti 'aldrei slíka menn til að vinnja þau nauðsynja- störf, sem hug og dug þarf til. StrandamaSur. Handavinnunámskeið Heimilisiðnaðarfjelags íslands hefjast 6- okt. n.k. Kenslu verður hagað eins og að undanförnu. Allar upplýsingar gefur frú GUÐ- RÚN PJETURSDÓTTIR, Skólavörðustíg 11 A. — Sími 3345 kl. 2—5 daglega-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.