Morgunblaðið - 19.09.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. ,sept. 1943 (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Ola. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði ________ innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 ' í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Merkilegt umbótamál A I Morgunbfaðinu fyrir 25 árum Sýn'ing var þá haldin á garðávöxtum. 26. sept. „Fyrir forgöngu Jarðabótafje- lags Bessastaðahrepps hjeldu Álftnesingar garðávaxtasýningu síðastliðinn laugardag á Bjarna- stöðum. Viðstaddur sýninguna var Einar Helgason garðyrkju- fræðingur. Jón H. Þorbergsson bóndi á Bessastöðum setti sýn- GRUNDVÖLLUR fjárhagslegrar afkomu hverrar þjóð- ar byggist á því, að framleiðsla hennar sje sem mest og arðgæfust. Þess meiri útflutningsverðmæti, sem þjóðirn- ar skapa með starfi sínu, því meiri er þróttur þeirra til athafna og umbóta innanlands. Þannig er þessu varið með okkur íslendinga eins og aðrar þjóðir. Afkoma þjóð- arinnar er því betri, sem hún framleiðir meira af verð- mætum til útflutnings. Meginhluti útflutningsverðmæta íslensku þjóðarinnar kemur frá sjávarútveginum. Þess vegna hlýtur það að skifta miklu máli, að unt sje að skapa útgerðinni sem best skilyrði. Fyrir Alþingi hefir nú verið lagt frumvarp, sem miðar að stórfeldum átökum í þá átt að skapa aukna framleiðslu- möguleika við sjávarsíðuna. Er það frumvarpið um hafn- arbótasjóð, er þeir flytja í Neðri deild, Sigurður Bjarna- son, Sigurður Kristjánsson og Jóhann Þ. Jósefsson. Með þessu frv. er lagt til að stofnaður verði á þessu ári sjóður með 3 milj. kr. framlagi úr ríkissjóði. Auk þess leggi rík- issjóður sjóðnum 300 þús. kr. á ári framvegis. Tilgangur þessa sjóðs á að vera sá, að gera kleifar hafnarbætur á þeim stöðum á landinu, sem sjerstaklega vel liggja við fiskimiðum og búa yfir miklum framleiðslu- möguleikum. Skal veita styrk úr sjóðnum til hafnarbóta á slíkum stöðum til viðbótar framlögum, er veittir eru úr ríkissjóði til slíkra mannvirkja, samkvæmt almenn- um hafnarlögum eða lögum um lendingarbætur. Til þess ber brýna nauðsyn, að skapa útgerðinni í landinu bætta aðstöðu. Og um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að hafnar- og lendingarbætur eru frum- skilyrði þess að sjór verði sóttur. Góð og fullkomin skip koma ekki að haldi ef þau ekki geta tekið land og búið við öryggi í höfnum. í frumvarpinu um hafnarbótasjóð er lögð á það megináhersla. að styrk úr sjóðnum eigi eingöngu að veita til hafnarbóta á stöðum, sem liggja sjerstaklega vel við fiskimiðum. Á slíkum stöðum eru möguleikarnir til þess að auka framleiðsluna mestir og því skynsamlegast, frá þjóðfjelagslegu sjónarmiði, að verja auknu fje til hafn- argerða þar. Margir þessara staða hafa hinsvegar ekki bolmagn til slíkra framkvæmda á þeim grundvelli, sem markaður er með almennum hafnarlögum. Því mikla fje, sem nú er tekið af borgurum landsins í geysiháum skött- um, er áreiðanlega ekki betur varið á annan hátt en þann, að skapa þeirri atvinnugrein, sem drýgstan þátt á í fram- leiðslu útflutningsverðmæta þjóðarinnar, bætta aðstöðu og möguleika til þess að verða þjóðinni enn arðgæfari. / óþökk allra FRAMKOMA Alþýðublaðsins í stórmálum þeim, sem á dagskrá eru, verður ömurlegri með hverjum degi sem líður. Dýrtíðarmálin eru erfiðustu og vandasömustu mál- in, sem þingið hefir nú til meðferðar. S. 1. vor komst þing- ið loks að þeirri niðurstöðu, að frumskilyrði þess að tak- ast mætti að sigrast á dýrtíðinni, væri, að þær stjettir, sem hjer hafa mestra hagsmuna að gæta, launþegar og framleiðendur landbúnaðarvara, gætu komið sjer saman. Með þetta fyrir augum var sex manna nefndin skipuð og henni falið að revna að ná samkomulagi um einn við- kvæmasta þátt dýrtíðarmálanna. Þetta bar tilætlaðan árangur. En þá kemur Alþýðu- blaðið til sögunnar og reynir að spilla öllu, sem unnist hefir. Vegna þess, að kommúnisti átti sæti í sex manna nefndinni — ekki þó sem fulltrúi flokksins, heldur Al- þýðusambandsins — reynir Alþýðublaðið á allan hátt að gera starf nefndarinnar tortryggilegt. Allir, sem nokkuð vilja hugsa um þessi mál, sjá og skilja, að samkomulagið í sex manna nefndinni getur ver- ið lykillinn að lausn dýrtíðarmálanna, ef vel og viturlega er á haldið. Útúrboruháttur og nart Alþýðublaðsins er því í óþökk allrar þjóðarinnar. inguna og bauð menn velkomna. Eftir það skoðuðu aðkomendur garðjurtirnar, og að því loknu flutti E. H. erindi um garðrækt. 15 búendur tóku þátt í sýning- tínni. Sýnd voru 7 afbrigði af kartöflum, 2 af gulrófum, 2 af fóðurrófum og 1 af næpum. Engin verðlaun voru veitt; var það fyrirfram ákveðið .... Töluverður fróðleikur og hvöt •er í slíkum sýningum. Sýnend- unum þykir eins vænt um kart- öflulúkurnar, sem þeir sýna, eins og það væri búpeningur, og kappið er hið sama og á búpen- ingssýningum“. ★ Það börðust margar þjóði r og þjóðflokkar gegn Þjóðverj- um í styrjöldinni 1914—18. 26. sept. „Þeir eru nú orðnir æði marg- ir þjóðflokkarnir, sem til Frakk- lands hafa komið á þessum ár- um til þess að bera vopn á Þjóð- verja. Þar hafa verið .Indverj- ar, Sikhar og Gurkhar, móbrún- ir Malayar, tinnusvartir Negrar frá Algier og Sudan, Egypta- landsmenn, írar, Skotar, Engend ingar, Kanadamenn, Portúgalar, Italir, Kínverjar, Ástralíumenn, Bandaríkjamenn, og nú eru Síamsbúar komnir þangað“. ★ Þá var sýning á blöðum í skemmunni hjá Ilaraldi. 26. sept. „Viðskiftafjelagið hefir nú sýn ingu í skemmunni hjá Haraldi á breskum blöðum, tímaritum og bókum, sem það útvegar“. ★ Þá voru Tjörneskol komin á markaðinn. Um þau segir: 26. sept. „Tjörneskol er nú farið að selja hjer í bænum. Eru þau úr námu landsjóðs, og kosta % á móts við útlend kol. MisjSfnir eru dómar manna um kol þessi, og fyrir mörgum árum — löngu áður en nokkrum manni kom til hugar að reka námugröft í stór- um stíl á Tjörnesi — kvað eitt þingeyska skáldið svo: Illa loga Ýmis bein utan úr Tungufjörum. Nú hefir þó verið vandað bet- ur til kolatekjunnar heldur en áður, og má búast Við því, að margur verði feginn að fá þessi kol“. ★ Húsnœðiseklan var þá, eins og' sjá má á þessari klaustt: 27. sept. „Stofa var auglýst til leigu í Morgunblaðinu í fyrradag og komu um 100 menn að spyrja um hana. Fjöldi manna á eigi víst þak yfir höfuðið eftir mánaðar- mótin næstu“. Misnotkun símans. TALSÍMINN er eitt af þeim þarfatólum tækninnar, sem menn eiga bágt með að vera án. Allir ^vilja hafa síma sjer til hægðar- auka, en þó eru margir menn hjer í bæ, sem stundum óska þess, að enginn talsími væri til. Þetta stafar af því, hve síminn er misnotaður. Sumir menn geta aldrei feng- ið að vera í friði fyrir símahring- ingum hvar sem þeir eru1 stadd- ir. Það má segja, að það sje eðli- legt, að menn, sem eru í mikils- verðum stöðum og margir þurfa að tala við, verði fyrir ónæði í síma, þegar þeir eru á skrifstofu sinni eða vinnustað. Það er starf margra manna að tala við aðra menn og þá kemur síminn oft- ast að góðum notum fyrir báða aðila. En málið horfir öðruvísi við, þegar menn eru komnir heim til sín. Þá eru þeir komnir inn í friðbelgi heimilisins og eiga rjett á því að vera látnir í friði af ókunnugu fólki. En það er nú langt frá því, að svo sje hjer í bæ. Fólki finst það sjálfsagt að hringja heim til manna seint og snemma, jafnvel í smávægilegum erindagerðum, sem vel geta beðið úrlausnar næsta dags, þar til viðkomandi maður er aftur kominn á vinnu- stað. Mann þekki jeg, sem nýlega var skipaður í opinbera stöðu, þar sem hann hefir aðstöðu til að ráða allmarga menn í vinnu. Þessi maður óskar þess stund- um, að hann hafi aldrei hlotið núverandi starf sitt, vegna þess, að síðan það var tilkynt, að hann hefði tekið við hinu nýja starfi, hefir hann ekki stundlegan frið heima hjá sjer fyrir símanum. Fóik, sem hann hefir aldrei heyrt eða sjeð, hringir til hans í matmálstímum og á kvöldin, þegar hann er kominn heim, þreyttur eftir erfitt dagsverk. Hann verður að taka það ráð að láta segja, að hann sje ekki heima, en þá færist ónæðið yfir á heimilisfólkið, sem sífelt þarf að vera að svara í símann og skrökva því, að maðurinn sje ekki heima. Þá vankanta, sem eru á síma- notkun manna h'jer í bæ, er vel hægt að laga með lítilli fyrir- höfn. Það tekst með því, að hver og einn sýni almenna kurteisi og nærgætni við náungann. • Hanner ekld í bæn- um . . . .“ EINKENNILEG eru þau svör, sem menn fá stundum, er þeir þurfa að ná í menn í ábyrgðar- miklum og opinberum stöðum hjer í Reykjavík. Ef maðurinn er ekki viðstaddur á skrifstofu sinni, er oftast sagt: „Hann er ekki í bænum í dag“, og það á að vera góð og gild afsökun fyr- ir því, að ekki sje hægt að fá úr mikilsverðum málum skorið á þéirri skrifstofunni, þar til for- stöðumanninum þóknast að koma í bæinn aftur. Á mörgum opinberum skrif- stofum hjer í bænum er það svo, að alt sumarið er ekki hægt að ná í yfirmann stofnunarinnar vegna þess, að hann býr í sum- arbústað, eða að hann hefir brugðið sjer inn fyrir Elliðaár í „lúxusnum“ sínum. Þar með heldur hann, að hann sje „stikk frí“ og hafi engar skyldur við fyrirtæki það, sem hann á að stjórna, eða skrifstofu, sem hann veitir forstöðu. Ef þetta verður að almennri reglu, að forstöðumenn stofnana rjúka úr bænum hvenær sem þeim sýnist, án þess að setja fyr- ir sig fulltrúa með fullu úrskurð- unarvaldi í málefnum viðkom- andi stofnunar, þá verður ekki annað sjeð, en að stofna verði tvö forstjóraembætti við hvert fyrirtæki, og gætu þeir þá heitið ,,forstjórinn-í-bænum“ og „for- stj órinn-út-úr-bænum“. e Reykvíkingar stóð- ust ekki prófið. FÁTT ber betri vott um hirðu- leysi og menningarskort bæjar- búa heldur en brjefakörfur þær, sem settar voru upp víðsvegar um bæinn í sumar. Af fáum þeirra er nú eftir nema ræflar, sem hanga á ljóskerastaurunum, sem minnismerki þess menning- arástands, sem ríkir í höfuðborg íslands árið 1943. Reykvíkingar hafa ekki stað- ist prófið. Þeir vilja heldur vaða upp í ökla í brjefarusli á göt- unurri, heldur en láta ruslkörf- urnar vera í friði. Það er ekk- ert við því að gera annað en að taka niður ræflana af körfunum og lofa sóðunum að ráða. Bæjar- stjórnin á þökk skilið fyrir til- raunina. En í þessari stuttu dán- arminningu ruslkarfanna í Reykjavík er skylt að geta þess, að það er langt frá, að allir bæj- arbúar hafi verið sammála um að eyðileggja þessi sjálfsögðu þrifnaðaráhöld. 'Fyrst í stað, á meðan þær voru heilar, voru þær mikið notaðar og komu að góðu gagni. En því miður yrði það að- eins til þess að fá spellvirkjum bæjarins ný verkefni, ef reynt yrði að setja heilar körfur upp að nýju. Frú Oddrún Sig- urðardéttir 65 ára Frú Oddrún Sigurðar- dóttir, kona Helga Magnús- sonar, kaupmanns í Banka- stræti 7, er 65 ára í dag. Frú Oddrún er fædd að Esjubergi á Kjalarnesi, en fluttist til Reykjavíkur um aldamótin, og hafa þau hjón búið hjer altaf síðan. Frú Oddrún er mikil gæðakona og myndar húsmóðir, enda ber hið fagra heimili þeirra hjóna vott um smekk og myndarskap húsfreyjunnar. Frú Oddrún hefir verið fráskiptiri kona utan heim- ilisins, en verið þeim mun stærri í hlutverki góðrar móður, enda getur hún nú á þessum tímamótum æfi sinnar sjeð glæsilegan ávöxt iðju sinnar í hópi mannvæn- legra barna. 1 XXX. ,;jem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.