Morgunblaðið - 19.09.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1943, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. sept. 1943 MORGUNBUÐIB 7 - JAPAN BAK VIÐ TJÖLDIN - Jeg er einn af þeim fáu Ameríkumönnur, er eftir urðu í Japan, sökum styrj- aldarinnar. Við höfðum um nokkurt skeið búist við veðrabrigðum, en þegar ó- veðrið skall að lokum á, urðum við jafnforviða og 70,000,000 Japana. Fyrir styrjöldina bjó jeg meðal Japana, kyntist þeim og skrifaði um og sendi alt, sem jeg gat um þetta stór- veldi til blaðalesenda í Bandaríkjunum.En jeg varð í rauninni að dvelja um hálfs árs skeið í fangelsi til þess að geta fyllilega skilið þá þolinmæði, festu -og þá skilyrðis’lausu fórnfýsi, sem sjerhver Japani telur sjálf- sagða skyldu sína til þess að þeir megi sigra í stríðinu. Jeg var handtekinn kl. sex, eftir Tokyo tíma, morg- uninn, sem árásin var gerð á Pearl Harbor. Seinna var jeg dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar, fyrir að senda sögur til Bandaríkj- anna, sem Japanir sögðu að væru skaðlegar utanrík- isþjónustu þeirra. En þ. 2. júní 1942 var jeg leystur úr prísundinni og skömmu síð- ar var jeg fluttur til Banda- ríkjanna. Allan þann tíma, sem jeg dvaldi í Japan, reyndi jeg daglega að fá vitneskju um herinn. En það eína, sem jeg komst að með vissu, var það, að Japanir sjálfir vita hreint ekki neitt um stvrk- leika hers og flota. Og þeir eru ekki svo heimskir að grenslast eftir slíku. Undirbúningur Japana til þátttöku í þessari heims- styrjöld, hafði það í för með sjer, að menn urðu að neita sjer um algenga hluti, sem Japanir, er lifa óbrotnu lífi geta mjög vel verið án, en, sem útlendingar, sem vanir eru gnægðum Ameríku eiga bágt með að sætta sig við. Jeg tók eftir því að í To- kyo voru aðalstræti borgar- innar holótt og illa við hald- ið. Hvers vegna gerðu þeir ekki við göturnar? Vegna þess að asfaltið var notað til rennibrauta fyrir sprengju- flugvjelar og úr steinsteyp- unni reistu þeir hergagna- verksmiðjur. Þær fáu bifreiðar, er sá- ust á götunum, gengu fyr- ir viðarkolum, og í Amer- iku myndi vera búið að henda slíkum öskutækjum fyrir löngu. Mætti þá ef til vill af þessu ráða að Jap- anir hefðu ekki nægilegt bensín til hernaðarreksturs- ins? Ábyggilega ekki. Dag og nótt drundi í flugvjela- hópunum yfir fangaklefan- um mínum. Herinn notar meira að segja viðarkol í bifreiðar sínar í Tokvo. — Bensínið fer til vígstöðv- anna í Kína og á Kyrrahaf- inu. EFTIR M&X HMLL, fyrverandi frjettastjóra Associated Press í Tokyo. Að tjaldabaki í Tokyo. Sjónarvottur segir frá því, hvernig blóðið er kreist úr þrælum Hirohitos, til þess að halda japönsku hernaðarvjelinni í full- um gangi. Undir svipum stríðsæsingamannanna verður japanska þjóðin að þola allar þær hörm- ungar og harðræði, sem baráttan um heimsyfir- ráðin hefir í för með sjer. Hergagnaframleiðslan var í fullum gangi. Sunnudagskvöld eitt nokkrum mánuðum fyrir handtöku mína, var jeg á leiðinni í járnbrautarlest til Tokyo. Jeg var að koma frá baðstað nokkrum nálægt Yokohama, þar sem jeg hafði dvalið yfir helgina. Hermenn og hergögn eru ætíð flutt að næturlagi í Japan, og Japanir verða þannig lítið varir við slíka flutninga. En í þetta skifti var herinn í vandræðum. — Það er nefnilega ekki auð- velt að fara með heila röð af flutningavögnum án þess að eftir slíku sje tekið. Skamt frá Yokohama fór- um við fram hjá lest, sem í voru að minsta kosti 30 flatir flutningavagnar. Þeir voru hlaðnir sterkum land- göngubátum úr stáli og nýj- um herbifreiðum. Allar bif reiðarnar voru útbúnar fyr- ir bensín, en ekki viðarkol. Samferðamenn mínir, Jap- anirnir litu á mig fullir tor- trygni og gáfu það fyllilega í skyn með augnatilliti sínu að það væri ráðlegra fvrir mig að horfa niður á gólfið í staðinn fyrir að glápa út um gluggann. Við fórum í alt fram hjá fimm slíkum lestum, áður en við kom- um til ákvörðunarstaðarins. Jeg býst við að hver land göngubátur hafi tekið um 20 hermenn og hafa því bát- arnir, sem jeg sá, eingöngu tekið hátt á annað þúsund hermenn. Þessir bátar voru sömu tegundar og notaðir voru í herferðinni á Filips- eyjar. Ekki við eina fjölina feldir. Og takið eftir því, að þetta átti sjer stað í sama mund og Japanir voru að tala með austurlenskri slægð og undirhyggju, um frið í Washington. — Þeir höfðu þá þegar komið upp fimmtán svæðum, þar sem unnið var að hergagnafram leiðslunni. Þeim var dreift víða og voru meira að segja í Manchuríu. — Þeir hafa stöðvað framleiðslu -allra hluta fyrir borgarana, sem ekki eru bráðnauðsynlegir og breytt henni í hergagna- framleiðslu. í Tokyo átti jeg eitt sinn langt tal við Þjóðverja, er var sjerfræðingur í skrið- drekaframleiðslu. — Hann hafði um eitt skeið unnið í Bandaríkjunum, en var nú kominn til Japan til þess að skipuleggja framleiðsluna. Hann var nýkominn frá þorpi inni í landi. „Það var hellirigning þeg ar jeg kom þangað“, sagði hann, ,,og_ það rigndi í nokkra daga. Jeg varð að vaða aurinn upp í ökla á þorpsgötunum, en þetta var nýtísku skriðdrekaverk- smiðja og þar var unnið að fullum krafti. Það liggur járnbrautarspor að þorpinu og þjer getið verið vissir um það, að það verður engum vandkvæðum bundið að koma skriðdrekunum þang- að sem þeirxa er þörf“. Flugmönnum okkar mun veitast erfitt að finna verk- smiðju sem þessa, sem er vandlega falin í saklevsis- legu landslagi, og það sama má segja um fjöldann allan af japönsku hergagnaverk- smiðjunum. Þeir tilbiðja keisarann. Okkur virðist lotning sú, sem Japanir sýna keisaran- um ofstækisfull, en það er nú einmitt hún, sem held- ur ríkinu saman. Og þó er Hirohito keisari aðeins leop ur herforingjaklíkunnar. — En allur þorri þjóðarinnar lítur á hann sem guð. Jeg er sannfærður um, að keisarinn sjálfur og nokkr- ir nánusta vina hans voru mótfallnir styrjöld og reyndu að koma í veg fyrir hana eins lengi og þeir gátu. En annað eins smá- ræði og andstaða keisarans heldur ekki aftur af mönn- unum, sem í revndinni stjórna Japan — hernaðar- sinnunum og einræðisseggj- um leynifjelaganna, — mönnum, sem er bölvan- lega við að þeirra sje opin- berlega getið. En það myndi ekki hafa mikla þýðingu að hafa orð á þessu við almúgamann 1 Tapan. Dag eftir dag fór jeg framhjá keisarahöllinni í Tokyo á leið minni tii vinnunnar. Var fjarlæg og örugg innan hallarsýkis- ins, bak við margfaldar rað ir trjánna. Allir Japanir, er fóru framhjá litu um leið í áttina til hinnar helgu hall-! ar og hnegðu sig. Þeir skilja ekki að munu aldrei geta skilið að keisarinn verði að hlíta ráðum annara. Keisarinn er hið ákjósan- legasta verkfæri, sem nokkrum hópi þorpara hef- ir nokkru sinni tekist að ná tangarhaldi á til þess að stjórna með stórveldi. Hans vegna verður líklega aldrei bylting í Japan. Almúginn álítur að keisarinn hafi aldrei á röngu að standa, hann hefir aðeins fengið rangar upplýsingar. — Það getur verið, að þeir, sem eiga sök á slíku, verði látn- ir fara og nýir komi í stað- inn, en keisarinn mun sitja öruggur og stöðugur í há- sæti sínu. Leynifjelög og njósnir. Leynifjelögunum er stjórnað af harðvítugum, gráhærðum föðurlandsvin að nafni Mitsura Toyama. Fjelag hans „Svarti drek- inn“, stjórnar í raun og veru aragrúa annara leyni- fjelaga. ^ Ætíð áður en Japan hefir farið í stríð, hefir stór hóp- ur harðvítugra, óheillavæn legra ákafamanna verið sendir til þess lands, sem átti að ráðast á. — Þessir menn öfluðu alls konar upp lýsinga, sem að gagni geta komið í hernaði. Og allir voru þeir í þjónustu Toy- ama. Jeg er viss um að margir þeirra voru önnum kafnir í Bandaríkjunum. — Tetsuma Hashimoto, for- ingi hægri flokksins Shinn- so og náinn vinur Tovamas, ferðaðist um Bandaríkin árið 1941. Jeg býst við að upplýsingamálaráðunevt- inu í Washington myndi þvkja fróðlegt að lesa nú skýrslur hans. En þær eru geymdar á öruggum stað í skjalasafni hermálaráðu- neytisins í Tokvo. Japanir eru tortrvggn- asta þjóð, sem jeg hefi kom- ist í kynni við, en þeir eru líka að vissu leyti mjög heiðarlegir. Jafnvel inn- brotsþjófarnir hafa sómatil- finningu. Þjófur, sem brýst inn í hús í Japan, gerir sjer að góðu þýfi, sem hefir siei staklega verið ætlað honum og í því skyni sett á áber- andi stáð. Ef ekki hefir ver- ið sjeð fyrir honum á þann hátt, álítur hann sig hafa óbundnar hendur og steLur því sem hann lystir. Japanir eru ekki einung- is tortryggnir í garð útiend inga. Þeir njósna líka um landa sína. — Meðlimir „Svarta drekans“ og fjelaga sem standa undir stjórn hans, um 30,000 að tölu, eru hópur úrvalsnjósnara. Þar fyrir utan er svo hin venju lega lögregla og herlög- regla. Lögeglan njósrar um borgarana. Herlögreglan og meðlimir ..Svarta drekans" líta ekki einungis eftir borg urum heldur einnig lögregl- unni. Arangurinn. Árangurinn af öllum þess um njósnum er meðal ann- ars sá, að á hverju ári hverfa að minsta kosti 50 000 ungir stúdentar í Jap- an. Þeir hafa raunar ekk- ert til saka unnið, annað en að hafa lesið rangar bækur og látið í Ijós aðra skoðun á málunum en þá, sem stjórnin hefir. Jeg sá marga þeirra í Sugamo fangelsinu þar sem jeg dvaldi, svanga og tötrum klædda. Mjer tókst að ná tali af einum þeirra í fangelsinu. Það var hreinlegur, gáfað- ur unglingur af góðum ætt- um og heiðursstúdent í skóla sínum. Hann hjelt því fram, að eina afbrot sitt væri, að hann hefði hugsað upphátt. „Jeg gat ekki“, hvíslaði hann, „fallist á alt, sem stjórnin gerði“. Grimdin er þeim í blóð borin. Hliðstætt þeirri tor- trygni, sem Japanir bera til alls og allra er grimdin, sem þeim er í blóð borin, og sem þeir geta ekki dulið. Þeir eru ruddalegir og hinir mestu grimdarseggir, bæði heima hjá sjer og erlendis. Um borð í „Gripsholm“ talaði jeg við* konu, sem sá Japani reka byssustingina í bakið á óvopnuðum og hjálpaarvana Kanadamönn um, eftir fall Hong Kong. Sjálf stóð hún með upp- rjettar hendur upp við vegg í heila klukkustund, með- an Japanir rifust um það, hvort þeir ættu að skjóta hana. Þegar jeg stóð á þilfari „Asama Maru“ úti fyrir Singapore, horfði jeg á jap- anska sjómenn misþyrma apa svo klukkustundum skifti. Það eru til grimdar- seggir meðal Ameríku- manna og Englendinga. En það er ekki hægt að segja um þessar þjóðir að grimd sje þeirra þjóðarlöstur. En allir japönsku sjómennirnir sem þarna voru staddir, skemtu sjer við að pynda og reita þenna apft til reiði. Fyrir hverju eru Japanir að berjast? Það. er árangurslaust að reyna að bera saman jap- anskan hugsunarhátt og okkar. En eitt verðum við að hafa í huga: Þegar þeir hófu þáttöku í styrjöldinni 1 Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.