Morgunblaðið - 26.10.1943, Side 5

Morgunblaðið - 26.10.1943, Side 5
Þriðjudagur 26. okt. 1943. MORGUNBLAÐIB 3 Sexlupr: Þorsteinn Sfdánsson ÞORSTEINN STEFÁNS- SON, fyrrum bóndi á Þver- haniri í Brei&dal, er sextugur í dag. — Iíann er næst yngst- nr hinna þjóðkunnu barna síra Steíáns Pjeturssonar, er síðast Var prestur' að Hjaltastað í Norður-Múlasýslu. Hin syst- kinin eru: Þórdís, frú á Akur- eyri, Pjetur f. bóndi í Bót, Jón (Filippseyjakappi), Anna, ekkja sr. Þorv. Brynjólfssonar, Björg (í Ameríki;), Halldór, forstjóri Brunabótafjel. ísl. (f. alþm.), Þórunn (í Rvík), Björn f. alþm., Guðmundur (í Ameríku), Methúsalem f. bún- aðarniálastj. og Aðalbjörg, frú á Seyðisfirði. Þorsteinn ólst upp hjá síra Jóni á Stafafelli. Gekk á bún- aðarskólann á Hvanneyri og síðan á landbúnaðarháskólann í Khöfn. Var síðan um hríð kennari á Hvanneyri og á Eið- um. Kvæntist Önnu, dóttur Ara Brynjólfss. f. alþm. á Þver- hamri. Bjó þar 1916—35, en fluttist síðan að Setbergi við Ilafnarfjörð. Keypti býlið Iíaukaland við Reykjavík 1938, en flutti þaðan og býr nú að Hrísateig 8. Þorsteinn er viðurkendur dugnaðarmaður, sjerstakt prúðmenni og vinsœll. I hjer- aði hlóðust á hann helstu trúnaðarstörf sveitar og sýslu, er hann gegndi með dugnaði og trúmensku. Sýnir það með- al annars traust hans og álit, að hann var í framboði Sjálf- stæðisflokksins til alþingis- kosninga 1927. Óska allir frændur hans, vinir og velunnarar honum og heimili hans gæfu og gengis. H. J. Svíar vjelbúa her sinn Hinar vjelknúðu her- deildir Svía hafa verið styrktar mjög að undan-i förnu, eins og raunar (allur herinn síðan stríðið hófst. Nýlega hjelt ein skriðdreka sveit hersins sýningu í Stokkhólmi og hafði um 100 skriðdreka. Var þá sýndur í fyrsta skifti all- stór sænskur skriðdreki nýr, um 22 smálestir að þyngd. Skriðdreki þessi er búinn 7,5 cm. fallbyssu og fjórum 8 mm. vjelbyssum. Eru þrjár þeirra framan á drek ,anum, en ein að aftan. Þessi nýi'skriðdreki er sagð ur bæði hraðskreiður og vel brynvarinn. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Sigurður Magnússon f dag verður Sigurður Magn- ússon, rafvirki, borinn til grafar, í gamla kirkjugarðinum í Reykja vík. Hann dó síðla dags þann 13. þ. m., að heimili sínu, Garða- stræti 19. Sigurður var fæddur í Reykjavík hinn 5. júní 1907 og var því aðeins 36 ára að aldri, er hann fjell frá. Foreldrar hans eru enn á lífi, þau Magnús Jóns- son og Þuríður Kristjánsdóttir, en þau fluttu til Rvíkur 1904. Þau eiga'hú einn son á lífi, Guð- mund, vjelstjóra ó e.s. Goðafoss. Sigurður Magnússon var kvæntur ágætri konu, Vilhelm- ínu Jónsdóttur, er lifir og syrgir mann sinn. Þau áttu ekkert barn, sem getur orðið henni harma- ljettir. En það þori jeg að full- yrða, vegna náinna kynna af- henni, að hún á þann sálarstyrk, sem gerir henni kleift að þola þann harm, sem söknuðurínn eft- ir ástvin hennar skapar henni, enda hefir hún stundað mann sinn af svo stakri fórnarlund og dugnaði, í hinum erfiðu veikind- um og dauðastríði, að til þess sparaði hún ekkert það, sem hún átti til, af orku og ást, og svo bjargföst er trú hennar á líf eft- ir þetta líf, að hún gengur þess aldrei dulin, að ekkert muni ást- vini hennar meiri gleðibót, held- ur en velferð hennar og æðru- laus bið samfunda þeirra. Atvikin leyfðu mjer þá ánægju að kynnast Sigurði allnáið, en þau kynni fullvissuðu mig æ bet- ur um það, að hann var „dreng- ur“ samkvæmt skilgreiningu Snorra Sturlusonar, þ. e.: „Vask- ur maður og batnandi'*. í raun og veru glat glöggskygn maður orðið þess vís, er hann sá Sigurð og veitti honum næga athygli. Hann var maður allfríður sýn- um, vel farinn í andliti, ljós á hörund og rjettleitur, augnatillit alvarlegt, einkum á þann veg, að það bar vott um djarfmannlega skapfestu, hann var frekar grann vaxinn, vel limaður og samsvar- aði sjer vel. Hann var snyrtileg- ur í framkomu, prúður og stilli-_ legur, bar það greinilega með sjer, að hann myndi eigi láta hlut sinn ef með rangsleitni væri á hann leitað, enda hygg jeg sá, sem þess hefði freistað, hefði fengið sig fullsaddan. Hinsvegar fór því fjarri að hann væri þung- lyndur maður eða fjörlítill, hann gat verið manna kátastur og glað lyndastur í kunningjahópi. Frá því jeg kyntist Sigurði fyrst, sem kornungum manni, var hann fyrst og fremst sívinnandi starfs- maður, einn hinna mestu dugn- aðar- og atorkumaftna, sem jeg hefi fyrir hitt, þeirra manna, sem mjer voru vel kunnugir. Jeg hygg að flestir þeir, sem veru- leg kynni höfðu af starfsháttum hans, játi fúslega, að hjer muni eigi of mælt. Þegar eftir ferm- ingu 1921, var hann 3 ór hjá hr. Garðari Gíslasyni, stórkaup- manni. Síðan lærði hann loft- skeytafræði og tók loftskeyta- mannspróf 1925. ( Sigldi þát um stund sem loftskeytamaður ó togurum, en varð að hætta því, vegna þess hve illa hann þoldi siglingarnar. Rjeðist hann þá ár-, ið 1925 til h.f. Hiti & Ljós, til rafvirkjanáms, en er það fjelag hætti verslun 1926, gekk hann í þjónustu Eiríks Hjartarsonar, rafvirkja og raftækjakaupmanns, Sónsr og starfaði við það fyrirtæki þangað til hann lagðist fárveik- ur á sjúkrahús s. 1. vor. Árið 1934 fjekk hann meistarabrjef í raf- virkjaiðn og. löggildingu til raf- lagna. Engan mann hygg jeg kunnugri hinum ótrúlega dugn- aði Sigurðar, heldur en Eirík Hjartarson, enda veit jeg, að hon um væri fátt ljúfara, en að votta um það. Um nokkur ár, síðari hluta starfsæfi sinnar, varð Sig- urður, vegna veikindaforfalla húsbónda síns, að veita forstöðu þessu stóra fyrirtæki. Vann hann að því með dæmafárri atorku, þrautseigju og samviskusemi, enda ljet hann störf sín fyrir fyr- irtækið ávalt vera í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, vann hann þá ávalt nætur sem daga, ef hann taldi þess þörf, og var það ekki ósjaldan. Hin svokallaða „akta- skrift1' þ. e. sú vinnuaðferð, að vilja umfram alt aldrei inna af höndum meira verk, en samsvaH kaupgreiðslu, var eíns fjarlægt hugarfari Sigurðar, eins og verða má. Árangur og afköst, og nauð- syn afkasta, rjeðu vinnu hans og vinnutíma. Húsbóndi eða vinnu- veitandi Sigurðar, Eiríkur Hjart- arson, var í Sigurðar augum alt annað og meira en vinnuveitandi í venjulegum skilningi. Hann var eigi síður, ef eigi fyrst og fremst, vinur, sem átti alt undir trúnaði Sigurðar, en trúnaðarsvik voru vissulega að áliti Sigurðar löst- ur, sém aldrei gat hlotið nokkra rjettlætingu. En vinátta Sigurðar var gagnvart Eiriki, svo sem öðr- um þeim, er haná öðluðust, ekki einskorðuð við vininn einan, held ur jafnframt við alla þá, sem hann vissi vini vinarins. Jeg hygg, að Sigurður hafi eigi ótt marga svokallaða „vini“ miðað við ýmsa aðra. Hann var ekki einn þeirra manna, sem hugsuðu „sjer alla viðhlæjendur vini vera“. En ef telja á þá eina vini, sem voru það af heilum hug, þá átti hann marga. Þvi hver sá maður, sem Sigurður taldi sig reyna að því að vera vin „sem í rsun reynist" og reyndi ekki að hylja sig yfirdrepsskap að hans dómi, gat verið þess íullviss, að i Sigurði át'ti hann heilan og fals- lausan vin. En hver sá, sem þeirr ar gæfu naut, mátti vita, að hönd Sigurðar var vinarhönd, sem ör- ugt var að taka í og leita til, ef þörf krafði. Þess er rjett að geta, að Sig- urður varð meðeigandi að fyrir- tæki Eiríks Hjartarsonar & Co., árið 1936 og var það síðan. Sigurður hafði mikla ánægju linning af íþróttaiðkunum, var fjelagi í ,,Ármanni“ og studdi það fjelag af heilum hug. Hann var maður sterkur og fimur og hefði áreið- anlega getað orðið ágætur íþrótta maður, á ýmsum sviðum, en hann leyfði aldrei þeim iðkun- um að taka- frá sjer annan tima, heldur en frístundir einar, því skyldan og skyldustörfin voru á- valt í fyrirrúmi, hvað sem löng- un leið. Hann var ágæta vel greindur máður, átti enda skamt að sækja gáfur, svo sem til for- eidra sinná og fleiri ættmenna, enda fánst mjer oft undravert hve vel mentaður hann var, þó hann aðeins gæti varið mjög tak- mörkuðum tómstundum til lestr- ar, en svo virtist mjer, af kynn- um við hánn á siðari árum, að ef bonum hefði orðið lengra lífs auðið, hefði hann meira reynt að sækja á á því sviði, eftir því sem skyldustörf hefðu leyft. Sigurður Magnússon dó, að því er vinum hans og vandamönnum finst, i blóma lífsins, langt um örlög fram. En um það þýðir ekki að sakast. Ef til vill er honum ætlað nauðsynlegra eða betra hlutverk, sem oss er hulið. En þess vil jeg geta, frá því eína sjónármiði sem oss er unt að dæma, að þegar jeg renni hug- anum yfir æfiferil Sigurðar og reyni a<5 gera mjer að fullu ljós- an árangur æfistarfs hans og virði fyrir mjer alt það, sem jeg veit um starf hans, þessa stuttu æfi, þá álít jeg mjer eigi heimilt að líta eingöngu á það, hversu miklir hæfileikar og starfsorka er týnd með láti hans og öykur söknuð vorn, og hindrar það, að vjer fáum sætt oss við hin skjótu æfilok. Því hin spaklegu orð Jón- asar Hallgrímssonar eiga hjer eigi síður við, heldur en ella, er menn Sjá á bak ungum og efni- legum manni: Hvað er skammlífi? skortur lífsnautnar svartrar svefnhettu síruglað mók; oft dó áttræður og aldrei hafði tyítugs manns fyrir tær stigið. Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóva alefling andans og athöfn þörf; maroft tvítugur meir hefir lifað svefnugum segg er sjötugur hjarði. Það þori jeg að fullyrða, að Sigurður Magnússon vax „lang- lifur“ samkvæmt skilgreiningu þeirri, sem í þessum erindum felst. Ef æfistarf hans væri mælt við þessar athafnir, þar sem al- efling andans var að verki, mun samiast að hann var langlífur. Hafnarfirði, 26. okt. 1943.« Bergur Jónsson. Eggert Claessen Binar Ásmundsson hæstarjettarmálaflutningsmenn, — Allskonar lögfrœöistörf — Oddfellowhúsið. — Sími 1171. ReykvikingatjelagiS minnist Reyfcjavíkur Á föstudagskvöldið hjelt Reykvíkingafjelagið mjnn- ingarfund um stofndag Reykjavíkur, í Sýningar- skála listamanna. Það væri synd að segja, að Reykjavík hefði ekki not ið-sannmælis, því þar var- hver ræðan af annari hin snjallasta og allar meira eða minna helgaðar afmælis- barninu. Fyrst flutti Vilhj. Þ. Gíslason snjalt og fróðlegt erindi um Reykjavík, og kom þar inn á brautir, sem lítt eða ekki hafa verið kannaðar áður í sögu Reykja víkur. Á eftir erindi hans var sungið „Lýsti sól stjórnu stól“. Þar næst flutti Erlendur Pjetursson forstjóri ræðu fyrir minni Reykjavíkur. Var ræðan flutt af miklum eldmóði og mælsku. Hann sagði sannleikann um Rvík, og var hann alt annar en sumir öfundarmenn höfuð- staðarins hafa látið í veðri vaka. Á eftir ræðu hans var sungið „í dag koma börnin þín, drotning vors lands“. Þá flutti forseti fjelagsins, sjera Bjarni Jónsson, vígslu biskup, fagra ræðu fvrir minni íslands. Á eftir var sungið „Jeg vil elska mitt land“. Síðan fóru fram ýms á- gæt skemtiatriði og dans. Hvert sæti var skipað í Sýn- ingarskálanum. Á fundinum var einnig minnst á ýms nauðsynjamál bæjarfjelagsins. Framkv.stj. fjelagsins, Hjörtur Hans- son, ræddi nokkuð um þau mál. Er í ráði að fjelagið haldi í vetur umræðufundi og verði þá samþyktar til- lögur í þeim málum er fje- lagið vill. að nái fram að ganga í bæjarfjelaginu. Eitt af mestu áhugamálum fje- lagsins, er, að eignast sitt eigið samkomuhús. Jón Þor- varðsson kaupm. skýrði á fundinum frá happdrætti fjelagsins í fyrra í sambandi við húsmálið. Er nú í hús- byggingarsjóði um 46 þús. krónur. Hefir fjelagið farið fram á við bæjarráð, að bær inn láti í tje lóð undir húsið og mun skipulagsnefnd bæj arins vera að athuga máhð. Margir nýir fjelagar hafa bæst við á þessu ári og er fjelagið orðið þegar svo vin- sælt, að margir Reykvíking- ar hlakka nú til að ná 40 ára aldri, en það aldurstakmark er skilyrði fyrir inngöngu í fjelagið. mimiiiimiiiiiiuimiiHsiuiimuituiAHttiimiiimiimii É| IVreinai' | Ljereftstuskur | | keyptar í dag á afgr. |j = Morgunblaðsins. zz sss iiiiiitiiimiiiiiLuiminiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.