Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 28. okt. 1943 * Pianolónleikar Árna Krisfjánssonar í Gamla Bió HLJÓMLEIKAR Tónlist- arfjelagsins á þessu ári hóf- ust með pianoleik Árna Kristjánssonar á sunnudag- inn var. Árni hefir í mörg ár verið helsti piano einleik- ari Tónlistarfjelagsins og má segja að hann hafi borið hita og þunga dag'sins í því starfi og oft verið ætlað meira en halda mætti að einn maður gæti leyst af hendi. Hljómleikarnir á sunnudaginn voru mjög á- nægjulegir. Þetta var að öllu samanlögðu einn besti hljóm leikur, sem Árni hefir hald- ið hjer. Mikilfenglegasta tónverk- ið, sem leikið var að þessfl sinni, var Sonata Appassi- onata eftir Beethoven. Þessi sónata er, eins og nafnið bendir til, þrungin ástríðum og örum tilfinningum og túlkaði Árni innihald henn- ar með ágætum. Það er veru leg endurnýjun á því, að heyra slík verk, sem við annars heyrum aðeins á grammófón eða í útvarp — þótt ágætlega sjeu leikin þar — einu sinni í hljóm- leikasal. Það er eins og mun urinn á lifandi og dauðu. Og allir, sem sóttu hljómleik- ana', voru sammála um það, að Árni stenst fyllilega sam anburð við þá erlendu meist ara, sem við höfum heyrt leika þetta verk. 24 prelu- díur eftir Chopin hefir Árni leikið nokkrum sínnum áð- ur, en aldrei jafn fallega og nú. Hinar margvíslegu hljómbreytingar þessara ó- líku smálaga komu skýrt í ljós og með hinum mjúka áslætti sínum tókst Árna að töfra fram mikla hljómfeg- urð. Síðasta lagið var Polo- naise eftir Chopin, sem var leikið af miklum krafti og leikni, en áður hafði Árni leikið lög eftir Gluck og Mozart. Áheyrendur voru margir og voru þeir sammála um að láta hrifningu sína í Ijós með áköfu lófataki og þakka Árna fyrir þessa sjerstak- lega góðu frammistöðu. Það má segja, að hljóm- leikaár Tónlistarfjelagsins hafi. byrjað með mikilli prýði að þessu sinni. Vikar. Deanna Durbin skilur við mann sinn. IjOS AXGELES: — Deanna Durbin söngleikkonan fræga befir sótt um skilnaö við mann sinn, t'augham f’aul. — Söng- konan hefir gefið lilaðamönn- tini eftirfarandi upplýsingar 1 s;>inbandi við skilnaðarmálið : ,,Kringumstæður, sem hvor- ugt okkar hefir getað ráðið frám úr valdá því, að við Aerðum að skil.ja til ]>ess að við getum bæði lifað hamingju sömu lífi. Veislan d Sólhaugum Úr 2. þætti. Talið frá vinstri: Eiríkur frá Hegg íÆvar Kvaran), Bengt Gautason (Valdimar Helgason) og Knútur Gæslingur (Hjörleifur Hjörleifsson). Fundur um Sjúlfstæð- ismúlið í Gumk Bíó Á sunnudaginn kemur verður haldinn almennur æsku- lýðsfundur um sjálfstæðismálið í Gamla Bíó. Heimdallur, fjelag, ungra Sjálfstæðismanna, mun fyrir nokkru síðan hafa skrifað hinum pólitísku fjelögum ungra manna hjer í bænum og stungið upp á því, að fje- lög þessi boðuðu sameiginlega til fundar um sjálfstæðis- málið. Hafa síðan átt sjer stað allmiklar .umræður milli stjórna viðkomandi fjelaga. Var svo komið, að málefna- lega voru fulltrúar þessara fjelaga algjörlega sammála og þá gert ráð fyrir, að lögð yrði fram ályktun á fúndin- um í nafni allra fjelaganna og fyrir öllum vakti að skapa sem mesta einingu um þetta mál. Á síðara stigi umræðnanna mun hins veg- ar hafa komið fram, að full- trúa fjelags Framsóknar- manna hafi ekki þótt tíma- bært að halda fundinn nú þegar og á þeim forsendum að Framsóknarmenn væru ekki líka fundarboðendur, drógu jafnaðarmenn sig einnig í hlje sem fundarboð- endur. Eins og nú er kom- ið, eru það því aðeins tvö hinna fjögurra fjelaga, Heim dallur og Æskulýðsfylking- in, sem boða fundinn, en hin um f jelögunum er boðin þátt taka í fundinum, með sömu aðstæðum og fundarboðend- um. Eftir því sem líklegt er, má vænta að fulltrúar hinna fjelaganna taki einnig þátt í fundinum og er þá naum- ast að efa að áfram haldi sú málefnalega eining, sem frá upphafi efir átt sjer stað milli fulltrúa allra þessara fjelaga. Er vel til þess að vita, að unga fólkið ber sjálfstæðis- málið fyrir brjósti og vili ekki láta það liggja í þagn- argildi, en vissulega er það æskunni mest til lofs, að fylkja sjer um eina leið að settu marki, þar sem ekki er hikað í því máli, sem á að vera hafið upp yfir ahar flokkadeilur og pólitískan ágreining í landinu. Barisl við Salveen ána FREGNIR frá Chungf- king herma, að harðir'bar- dagar sjeu nú háðir við Salveen-ána í Norður- Burma, þar sem Japanpr eru að reyna lað ná á sitt vald meira af Burmabraut- inni, sem eins og kunnugt er, hefir verið lokuð fvrir umferð af Japönum, síöan þeir náðu Burma. Segja Kínverýar, að þeir hafi náð þarna nokkrum árangri NORRÆNAFJELAGIÐ hóf að nýju sýningu á leikriti þessu á föstudagskvöldið var, en það var eins og kunn ugt er sýnt hjer síðastliðið vor á vegum fjelagsins, og fekk þá hinar bestu viðtök- ur áhorfenda. Var leiksins þá getið allítarlega hjer í blaðinu og því óþarfi að f jöl yrða um hann að þessu sinni. Þó vil jeg geta þess, að mjer virðist yfirleitt bet- ur leikið nú en áður. Eink- um finst mjer Valdimar Helgason sem Bengt Gauta- son og Gestur Pálsson sem Guðmundur Álfsson, hafa náð betri tökum á hlutverk- um sínum. En söngrödd Gests er ekki eins góð og hún var áður fyrr og er það talið til nokkurra lýta. Leikur frú Soffíu Guð- laugsdóttur í aðalhlutverk- inu, Margrjetu húsfreyju á Sólhaugum, er með sömu á1 gætum og áður, sterkur og áhrifamikill. Signýju; hina ungu systur hennar, ljek að þessu sinni ungfrú Helga Valtýsdóttir í stað Eddu Kvaran, sem farin er af landi brott til leiknáms. Er þetta í fyrsta sinn, er ung- frú Helga kemur fram á leiksviði. Leysti hún hlut- verk sitt mjög vel af hendi og með þeim yndisþokka, sem æskunni einni er gef- inn. Tóku áhorfendur henni ágætlega og að leikslokum fekk hún marga fagra blóm vendi. Eitt var það, sem varp- (aði nokkrum skugga á sýn- , ingu þessa, en það var hlát- úr áhorfendanna í tíma og ótíma. Hefir slíkt oft viljað brenna við hjer í leikhúsinu en þó voru meiri brögð að því í þetta sinn en oft endra nær. Var þetta einkum ó- olandi í þriðja þætti, er Bengt Gautason ögrar konu sinni hvað mest, en hún hey ir hina átakanlegu innri baráttu, er lýkur með því, að hún læðir eitri í bikar bónda síns. Er það hinn hörmulegasti misskilningur leikhúsgesta, ef þeir halda að það sje alveg bráðnauðsynlegt að hlæja út á allan aðgöngu- miðann í hvert sinn, sem þeir koma í leikhús. Hlátur er góður þar, sem hann á við, en um það verður efni leiksins helzt að fá að ráða nokkru. Hlýtr : það að vera hverjum góoL.m leikara hið mesta kvalræði, að heyra hlátrasköll áhorfendanna er hinir örlagaríkustu atburð- ir eru að gerast á leiksvið- inu, og leikarinn hefir gert sitt ítrasta til þess að þeir mættu verða sem áhrifa- mestir. Fæ jeg ekki skilið hvaða erindi þeir menn hafa í leikhús, sem jafnan með ótímabærum hlátri sínum Framh. á bls. 10. I Iþ’ Hið „hreyfanlega undanhaid" Pjóðverja llið kunna breska flugmála- blað „rl'he Aeropiane" ritar uni hi'ð svonefnda hreyfanlega undanhald Þjóðverja |io.ssa loið : „Ef hægt er á nokkrum víg- Htöðvum, a'ð hindra hreyfan- legt undanhald Þjóðverj.a, þá cr og hægt að endurtaka sigr- ana við Stalingrad og í Turjis. Þjóðverjar hindruðu tilraun bandamanna til þess áð fá þa til liardaga í Suður-Ítalíu, með því að halda fimta hernmn nógu lengi í skefjum við Sal- erno, til ]iess að ná liði sínu norður 1il víglíuu milli Napoli og Foggia. Einnig hafa þeir varið fylkingararma sína í Suð ur-Rússlandi nógu lengi til þess að koma meginhernum undan ósködduðum. Þannig fóru þeir að t. d. í Donetz-bugðunui. Og enn hai'a |ioir manna best kunn að að ná herjum sínum burtu, jafnvel þótt þeir væru orðnir. innikróaðir á þrjár hliðar“. Ji.jerfræðingur blaðsins tel- ur, að meðalið við því að slíkt endurtaki sig sje ótakniarkað- ur flugher andstæðingsins, og segir: „Til þess að geta hindr- að slíkar undankomur, þui'fum vjer að hafa meiri fjölda steypiflugvjela og flugvjela, sem lieita má gegn skriðdrek- um. Vjer bandamenn höfum ekki neitt að ráði af flugvjel- um, sem beitt er með landhern um beint, nema flugvjelar, sem' aðstoða stórskotaliðið. — Eu eina ráðið, til þess að geta lok- að óvinina inni og hindrað hið hreyfanlega undanhald þeirra, er alger samvinna flughers og iandhers. Hopkins eftirmaður Winants WASHINGTON: — Frjett frá Washington til New, York Post hermir, að ákveð ið hafi verið að Harry Hop- kins verði sendiherra Banda ríkjanna í Bretlandi frá 1. janúar 1944. Það fylgdi sögunni, að nú verandi sendiherra Banda- ríkjanna í London Vferði kall aður heim til að taka við at- vinnumálaráðherraembætt- inu í stjórn Roosevelts í stað Francis Perkins. ítalska LaGuardia skilst ekki í 11ERSTÖÐVUM BANDAi MANNA á Italíu: -— Ameríku- menn spurðu ítalskan hershöfð ingja að því, hvort ítalir hlust- uðu rnikið á útvarp frá Bandas ríkjunum. ftalski hershöfðinginn svar« aði: „.Já, þið útvarpið fyrir- taks dagskrá á ítölsku, en þessl náungi La Guardia — borgar-i stjóiþnn ykkar í New York —- talar svo slæma ítöisku, að ]iað er ekki nokkur leið að skiljá hvað hann er að seg.ja í litvarp- inu. (La Guardia er af ítölsk- um ætturn og einu sinni vai( talíið um, að hann-yrði land- stjóri Bandamanna á Sikiiey),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.