Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 28. okt. 1943
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón K.jartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. ■— Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Útgerðin eftir stríðið
ENGUM, sem nokkra þekkingu hefir á íslenskum at-
vinnuháttum, blandast hugur um það, að efnahagslegur
grundvöllur þjóðfjelagsins byggist að langmestu leyti á
sjávarútveginum. Þrátt fyrir það, að þessi staðreynd njóti
almennrar viðurkenningar, er þó fjarri því, að þannig
sje búið að þessum atvinnuvegi, að í nokkru samræmi
sje við mikilvægi hans fyrir þjóðina og framtíð hennar.
íslendingar eiga fá skip og ófullkomin. Þeir þurfa að eign-
ast mörg ný skip og fullkomin. Engu að síður verður ekki
gengið á snið við þá staðreynd, að af hálfu þjóðfjelagsins
er unnið gegn því að svo verði. Nýbyggingarsjóðirnir,
sem útgerðin á nú, ná örskamt til þess að hægt sje að
endurnýja flotann. Á þetta hafa sjómenn og útgerðar-
menn þrásinnis bent.
Fyrir nokkrum dögum var lögð fram tillaga á Alþingi,
sem mjög snertir hag smáútgerðarinnar í landinu og fram-
tíð hennar. Er það tillaga þeirra Sigurðar Kristjánssonar
og Sigurðar frá Vigur, um sjérstakan frádrátt frá skatt-
skyldum tekjum vegna fyrningar fiskiskipa o. fl. Er þar
lagt til að eigendur fiskiskipa og hraðfrystihúsa fái að
draga frá skattskyldum tekjum sínum, auk venjulegrar
fyrningar, þann hluta verðsins, sem fer fram úr verði
samskonar eigna árið 1939, ef þeir hafa eignast þessi
verðmæti með styrjaldarverði. Rök þessarar tillögu eru
fyrst og fremst þau, að þessi framleiðslutæki hafa verið
svo dýr, að mikil hætta er á því, að þau verði framleiðsl-
unni ofviða ef þau koma með háar skuldir út úr styrjöld-
inni. Það virðist því eðlilegt, að útgerðin fái á styrjald-
arárunum að nota hinn óvenjulega arð sinn til þess að
skrifa þessar eignir sínar niður. Með því væri rekstur
hennar eftir stríðið gerður stórum öruggari. Tillaga þessi
er sjálfsögð og eðlileg. Útgerðin, ekki síður smáútgerðin
en stórútgerðin', verður að standa sterkum fótum eftir
styrjöldina. Það er skoðun vor, að á enga lund verði á
markvissari hátt barist gegn atvinnuleysi og því öryggis-
leysi, sem því fylgir, en með eflingu sjávarútvegsins.
í Morgunbfaðinu
fyrir 25 árum
Frá Siglufiröi var'símað:
9. okt.
„Afskaplegt norðvestan rok í
gær og nótt og stórrignin í þrjú
dægur. Vatnið hjá Hrauni í
Fljótum hækkaði um eina alin“.
★
Þjóðverjar vildu frið, en
Bandaríkjamenn og Frakkar
ekki að svo komnu.
11. okt.
„Norddeutche Allgemeine
Zeitung segir, til þess að koma í
veg fyrir misskilning, að þýska
stjórnin og þingið fallist á stefnu
skrá Wilsons afdráttarlaust og
undantekningarlaust, en alþjóða
bandalagshugmyndin sje óákveð-
in.
„Blöð Frakka og Bandaríkj-
anna krefjast þess, að umleit-
unum Þjóðverja verði synjað. —
Reuters-frjettastofan segir, að
Þjóðverjar hafi gefið mikið eftir,
en ekki nógu mikið. Vopnahlje
komi ekki til mála“.
★
Brunaliðið æfði sig.
11. okt.
„Brunaliðið hafði æfingar 1
fyrrakvöld. Meðal annars ljetu
brunamenn dæluna ganga á
Hótel ísland til mikillar skemt-
unar fyrir æskulýð bæjarins".
★
Rafmagnsljós voru þá aðeins
á nokkrum stöðum í bænum.
11. okt.
„Rafmagnsljósum hefir verið
komið fyrir á Skjaldbreið. Er
það stór lampi yfir dyrum, sem
lýsir um hálft Kirkjustræti“.
★
Þá varð bærinn alveg kaffi-
laus. Um það segir:
12. okt.
„Kaffilaust er nú með öllu hjer
í bænum. Þykir fólki það afleitt,
sem vonlegt er, en við því er
ekkert að gera. Ein af ástæðun-
Fjórða leiðin
TÍMINN leggur sig mjög fram við það um þessar mund-
ir að spá um leiðir þær, sem líklegt sje að þjóðin kunni
að þræða á göngu sinni um þrönga og krókótta stigu
stjórnmálanna á komandi árum. Og það blasir stöðugt
sama sýnin vi§ blaðinu. Aðeins þrjár leiðir: Afturhaldið
annarsvegar og kommúnisminn hinsvegar, eða loksins
hinn gullni meðalvegur, þar sem hin milda hönd Fram-
sóknar heldur um stjórnarvölinn!
Það er dálítið broslegt, að á sama tíma sem Tíminn er
að gera sjer far um að lýsa Framsóknarflokknum sem
einhverskonar frjálslyndum miðflokki, dylst ekki eigin
afturhaldshneigð, þegar harmaður er flokkslegur missir
forrjettinda, sem ekki gátu samrýmst auknu lýðræði og
rjettlæti í kosningalöggjöf og kjördæmaskipun.
Og eins er það, að þegar talað er með hryllingi um vald
hnefans í ríki kommúnismans, eru ekki meira en svo
kulnaðir stólarnir eftir þrásetu forkólfa flokksins á yfir-
standandi ári við samningaborð með kommúnistum, þar
sem gengið var eftir hnefarjettarmönnunum í rúmt miss-
iri, til þess að fá að ganga með þeim arm í arm upp í
ráðherrastólana.
Það fer að fara nokkuð glansinn af skrafinu um hinn
„frjálslynda miðflokk“, þegar ekki tekst að hylja, jafnvel
innan um mesta skjallið, afturhaldshneigðina annars
vegar og tækifærisbröltið hins vegar.
I raun og veru er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórn-
málaflokkurinn, sem myndar það víðsýna og frjálslynda
heild, með ítökum innan hverrar stjettar, að honum geti
tekist að ná einum meiri hluta aðstöðu þjóðar og þings.
Þetta er fjórða leiðin, sem Tíminn ekki sjer, til þess að
skapist heilsteypt og starfhæft þing, er hryndi óorðinu af
Alþingi og ryðji nýjar götur velfarnaðar fyrir þjóðina.
um fyrir því, að hjer er orðið
kaffilaust nú, er sú, að erlend
skip hafa getað fengið eins mik-
ið af þeirri vöru og skipverjar
vildu“.
★
Þá voru reistir torfbæir hjer
í höfuðstaðnum:
12. okt.
„Torfbæir hafa verið reistir
hjer í grendinni í haust. Er það
heppilegt byggingarlag, ef nag-
sýni er gætt. En auðvitað má
ekki skipa þeim reglulaust á víð
og dreif. — í engum kaupstað
hjer á landi munu vera jaín-
margir torfbáeir eins og á Blöndu
ósi. Heilt hverfi þorpsins er ein-
tómir torfbæir og fer það vel,
en þó hefir eigi verið gætt að
koma þeim skipulega fyrir“.
★
Stórskemdir urðu nyrðra af
ofviðri.
14. sept.
I norðanstorminum um daginn
urðu afskaplegar skemdir á
Siglufirði á bryggjum og öðrum
mannvirkjum. Bryggja Sören
Goos stórskemdist, bryggja Helga
kaupm. Hafliðasonar gereyðilagð
ast, bryggja Söbstads útgerðar-
manns brotnaði í spón, en 7—900
tunnur af síld fóru í sjóinn.
Allar bryggjur í Hrísey möl-
brotnuðu. Fólk varð að flýja hús-
in í Ólafsfirði fyrir hafrótinu.
Á að innrjetta
Þjóðleikhúsið^ eftir
bókum?
HÚSAMEISTARI RÍKISINS
ljet hafa það eftir sjer í útvarpi
í fyrrakvöld, að hann væri að
útvega sjer bækur til þess að
hann gæti látið fullgera Þjóð-
leikhúsið að innan. Var varla
hægt að skilja þessi ummæli
öðruvísi, en að húsameistarinn
ætlaði sjer að setjast á náms-
bekk og læra snöggvast af bók-
um, hvernig hann ætti að haga
innrjettingu Þjóðleikhússins.
Það kann að vera, að mörgum
finnist þetta hlægilegt, sem og
von er. Sannleikurinn er hins-
vegar sá, að hjer er um mjög al-
varlegt mál að ræða. Þjóðleik-
húsið á að standa um ókomin ár,
sem minnisvarði íslenskrar list-
menningar, og það á um leið að
verða fullkomnasta samkomuhús
sinnar tegundar hjer á landi. Það
er því síður en svo grín, ef það
á að ráðast af hve húsameistari
ríkisins verður heppinn í bóka-
vali, hvernig umhorfs verður
innanhúss í Þjóðleikhúsinu.
Vitanlega á ekki að fúska neitt
með innrjettingu Þjóðleikhúss-
ins. Það á að velja hæfan sjer-
fræðing til að fullgera leikhúsið
að innan. Það er búið að gera
svo margar skyssur í sambandi
við Þjóðleikhúsið, að það ætti að
vera nóg. Ef ekki er til hjer á
landi nægjanlega góður sjerfróð-
ur maður, sem getur sjeð
um innrjettingu Þjóðleikhúss-
ins, þá verður að fá hann
utanlands frá. Það þarf ekki á
neinn hátt að vera skömm fyrir
okkur. Sjerfræðingur sá, sem
fenginn yrði, myndi aðeins leggja
á ráðin, hvernig verkið ætti að
vinna, en íslenskar hendur að
vinna það. Á þann hátt einan
fengist trygging fyrir, að eitt-
hvert vit yrði í verkinu,
Áður hefi jeg bent á, að sjálf-
sagt sje að íslenskir listamenn
verði látnir skreyta Þjóðleikhús-
ið snð innan og að boðið verði til
samkepni í því sambandi.
Númeralaus hús.
MARGIR MENN, einkum þeir,
sem þurfa að fara víða um bæ-
inn í einhverjum erindum,
kvarta yfir því, að húseigendur
trassi mjög að fa númer á hús
sín. Af þessum ástæðum sje erf-
itt fyrir brjefbera, símasendla,
næturlækna o/ fleiri að finna
hús þau, sem þeir þurfa atvinnu
sinnar vegna að koma í.
Eftir upplýsingum, sem jeg
hefi aflað rrljer um þetta mál, er
það byggingarfulltrúi bæjarins,
sem fyrir hönd hins opinbera
sjer um þetta atriði. Hefir hann
haft mann til að ganga um bæ-
inn til að athuga, hvort hús sjeu
númeruð eða ekki, og sjeu húsin
ekki númeruð, er húseigendum
gert aðvart og þeim útveguð
númer.
Bærinn lætur ókeypis númer
í eitt skifti, en ef þau eru tekin
niður, eða ganga úr sjer og
detta af húsunum, mun húseig-
andi þurfa að kaupa nýtt númer
og fæst það hjá byggingarfull-
trúa eða ávísun á það.
Dýrt að fá magn-
ara á skemtanir.
FJELAGSFORMAÐÚR skrifar
mjer á þessa leið: „Það var gott
hjá þjer, Víkverji, að minnast á
nauðsynina á að hafa magnara
á stórum samkomum, þar sem
fluttir eru fyrirlestrar eða ræð-
ur. Jeg hefi sjálfur dálítið með
allstóran fjelagsskap að gera og
verð jeg að segja, að oft hefði
komið sjer vel að hafa magnara.
Þessvegna var það fyrir skömmu,
er stór fundur stóð fyrir dyrum,
að jeg leitaði fyrir mjer um leigu
á magnara og fjekk þær upplýs-
ingar, að slík tæki myndi ekki
vera hægt að fá nema hjá Ríkis-
útvarpinu. En þar fjekk jeg þær
upplýsingar, að lán á magnara
myndi sennilega kosta 200—300
krónur fyrir 2—3 klukkustundir.
Þetta þótti stjórn fjelagsins frá-
gangssök, sem von var, því við-
komandi fjelag er ekki svo ríkt,
að það hafi ráð á slíku“.
að það hafi ráð á að greiða svo
mikið fje.
★
Það gengur hreinlega okri
næst, ef satt er, að svona dýrt
sje að lána magnaratæki kvöld-
stund. Tæki þessi voru ódýr, að
minsta kosti fyrir stríð, en vera
má, að þau sjeu ekki fáanleg eins
og er og Ríkisútvarpið noti sjer
að það á eitt slík tæki. Best væri
ef samkomuhúsin sjálf útveguðu
sjer magnaratæki og leigðu fje-
lögum við vægu verði.
•
Happdrættisvinn-
ingurinn lenti í
sókn Hallgríms
EINKENNILEG tilviljun var
það, að vinningurinn í húshapp-
drætti Hallgrímssóknar skyldi
lenda í fyrstu sókninni, þar sem
Hallgrímur Pjetursson þjónaði,
Hvalsnessókn í Miðneshreppi.
Systurnar Þórunn og Sigurbjörg
eru frá Þóroddsstöðum á Mið-
nesi, sem mun tilheyra hinni
gömlu Hvalsnessókn.
Ennfremur má geta þess til
gamans, að það var Lúðvík Guð-
mundsson útgerðarmaður í Sand-
gerði, sem bygði happdrættis-
húsið, og tilviljunin hefir því
tvinnað þetta happdrættishús
einkennilega við Miðneshrepp-
inn, þar sem Hallgrímur Pjeturs-
son var sín fyrstu prestsskapar-
ár.
Staka til Páls ís-
ólfssonar á fimtugs
afmælinu.
SKAGFIRÐINGUR hefir sent
mjer eftirfarandi vísu, sem hann
orti til Páls ísólfssonar í tilefni
af fimtugsafmæli tónskáldsins:
Þú ert fimtíu ára ungur ’
andinn síst í spori þungur.
Þú hefir margar tónatungur
túlkað okkur, skemtimáll.
Upp til lands og út um Viði,
útvarpinu varstu prýði.
Tveir þó áratugir líði,
„takið undir“, segðu Páll.
Elanor Powell giftir sig.
IIOLLYWOOD: — Elanor
Powell, danskonan, sem oft hef
ir leikið í kvikmyndum og
Glen Ford kvikmyndaleikari,
fhafa opinberað trúlofun sína.