Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 28. okt. 1943 Áttræð: Karolína S. Jóhannesdóttir Ingeborg Mogensen 80 ÁRA er í dag merkiskonan Karólína S. Jóhannesdóttir frá ísafirði, nú til heimilis á Fjöln- isveg 6 hjer i bæ. Hún er sjálf- sagt ekki víða þekt, því að hún hefir aldrei kært sig um að láta bera mikið á sjer, og hún hefir heldur ekki valið sjer alla að vinum, en hún hefir líka verið tryggur og góður vinur vina sinna og altaf reiðubúin að rjetta hjálpar- og líknarhöndina hverj- um þeim, sem bágt átti, og glaðst af því að geta frekar miðlað af litlum efnum en að þiggja af öðrum. Það er máske stolt, en það er stolt, sem hverjum er heiður að, að neita sjer heldur um þægindin og bjargast af eig- in ramleik á erfiðleikatímum, en þó mun trúin og traust hennar á góðum Guði hafa verið henni mestur styrkur í raunum henn- ar, er hún á svo sviplegan hátt misti sinn ástkæra eiginmann frá 3 ungum börnum. Það voru ekki há daglaunin í þá daga, en með sjerstakri spar- semi, fyrirhyggju og eljusemi tókst þessari vel gerðu og greindu konu að sjá þeim far- borða án aðstoðar annara. Yngsta barn sitt misti hún á unga aldri og mun það áfall hafa gengið mjög svo nærri hennar blíða móðurhjarta, en hinum börnunum 2 kom hún vel til manns og njóta þau virðingar og trausts allra þeirra, er til þekkja, enda hlotið að erfðum góða hæfi- leika beggja foreldra sinna. Sam- viskusemi og heiðarleiki í hví- vetna hafa auðkent alt líf gömlu konunnar og aflað henni trausts og virðingar allra þeirra, sem kynst hafa henni. Það er langur vinnudagurinn, sem liggur að baki gömlu kon- unnar, sem alla tíð frá blautu barnsbeini hefir verið sívinn- andi, og þó oft af veikum mætti, sjerstaklega þó nú upp á síð- kastið, er heilsa og líkamskraft- ar eru svo mjög far iir að bila, en þótt líkaminn sje farinn að hrörna, er viljakrafturinn og sálarþrekið óbilað, hún gæti vafa laust sagt frá mörgu, sem unga fólkið hefði bæði gagn og gaman Karolína S. Jóhannesdóttir. af að heyra, en um sjálfa vill hún lítið segja. Jeg veit, að margir kunningj- arnir munu hugsa hlýtt til gömlu konunnar við þetta tækifæri og minnast með þakklæti margra liðinna samverustunda og óska henni af alhug til hamingju með afmælisdaginn. Vinur. Japanar gera áhlaup við Finshafen London í gærkveldi. JAPANAR halda áfram áhlaupum sínum við Fins- hafen á Nýju-Guineu, og hafa bardagar verið geysi- harðir þ,ar undanfarna sólar hringa. Hefir öllum áhlaup um Japana þarna verið hrundið, flestum með að- stoð flughersins, sem hefir þaft sig mikið frþmmi. Fregnritarar álíta að Jap- anar sjeu ekki enn hættir við þau áform sín að taka Finshafen (itftur, þótt þeir hvvfi goldið mikið afhroð í þessum tilraunum. Reuter. t X STULKA óskast. Upplýsingar í 91 lAmþílESSA X Grettisgötu 3. *I**?*WKMI‘*X‘\M!*4XHXMWMX****,!“XMI**X*‘tH*MI”I*v,IK*****iM!MI**IMi**I**X,*I*,I*4X**X**I* Minning í DAG verður lögð til hinstu hvíldar frú Ingeborg Mogensen, sem andaðist þann 21. okt. s.l. Þegar við eigum á kak að sjá vini eða ættingja, sem, oss hefir þótt innilega vænt um, þá koma endur- minningarnar og vjer minn umst alls hins góða, sem vjer höfum .notið í návist þess, sem horfinn er. Þess minnist jeg nú við lát þess- arar ágætiskonu, |að jeg kom ungur í hús hennar með skólabróðír mínum, syni þeirra hjónanna, og óteljandi eru þær gleði- stundir sem jeg átti á því yndislega heimili, þar sem húsmóðurin breiddi yl og ljós yfir alt. Glæsileg og göfuglynd kona \jar hún, enda inti hún mikið hlut- verk af hendi iað stýra höfð inglegu heimili og ala upp stóran barnjahóp. Hún var móðurleg og umhyggju söm við okkur unga fólkið, sem vorum dlaglegir gestir þar heima. Þegar jeg hugf^a um frú Mogensen, þá koma mjerr þessi orð í hug: „Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir“. Jeg kveð hana með inni- legri hjartlans þökk fyrir alt, sem hún hefi'r gjört fyrir mig. Vinur. — Rússar og Japanar Framhald af bls. 7 Rússa er leyndardómsfullur hershöfðingi, Stern að nafni. Þegar sókn Timoshen kos fór út um þúfur í Finn- landsstyrjöldinni 1939—40, var Stern kvaddur á vett- vang. Hann skipulagi árás- ina yfir ísinn við Koivisto, sem í rauninni batt endir á styrjöldina, og hvarf síðan aftur til Síberíu. Það er vert að hafa þessa ísárás í huga. Höfnin í Vla- divostok er ísi lögð 110 daga ársins og sama er að segja um Japanshafið við strend- ur Japans. Ef til vill hefir herförin yfir ísinn í Finn- landsstyrjöldinni verið und anfari enn stórkostlegri að- gerða á þessu sviði. Loftárásirnar. Það hefir mikið verið rætt um loftárásir á japansk ar borgir frá Vladivostok, er liggur í sex hundruð mílna fjarlægð. En Japanir hafa yfir 100 flugvelli í Manchu- kuo, svo að rússnesku flug- vjelunum mun ekki verða hægt um vik. Sú hugmvnd, að amer- ískar flugvjelar gætu flog- ið til Vladivostok og stutt árásir rússnesku flugvjel- anna, styðst ekki við veru- leikann.Rússnesku sprengju flugvjelarnar eru miklu minni en hinar stóru sprengjuflugvjelar vorar, Virkin fljúgandi og Libera- tors, og bera miklu minni sprengjufarm. Rennibrautir flugvallanna voru því ekki bygðar til þess að geta bor- Húsasmiðir Oss vantar um 15 húsasmiði nú þegar, í úti- og innivinnu. Löng vinna framundan. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Geirs- götu, sími 3807 og síma 2862 eftir kl. 7 e. h. Byggingafjelagið h.f. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■«■■ ið svo mikinn þunga. Flug- skýli neðanjarðar eru líka einungis miðaðar við stærð rússneskra flugvjela. — í stuttu máli sagt, eru ehgin skilyrði fyrir hendi til þess að veita amerískum flugvjel um móttöku. Hvenær sýður upp úr? Ekki fyrr en annar hvor aðilinn telur sig geta grætt á því. Rússar gleðjast yfir því að Bandaríkin, Bretar og Kínverjar skuli berja á Japönum, en sjá enga ástæðu til þess að gerast virkir þátttakendur í þeim leik. Þeir finna alvarlega til þess að þeir bera hita og þunga stríðsins í vestri og því ættu þeir einnig að gera það í austri? Auk þess hafa Banda- menn ekki myndað neinar verulegar vígstöðvar á landi gegn Japönum. Kínverjar berjast vonlausri baráttu vegna vopnaskorts. Ef Rúss ar rjeðust á Japani, mvndi afleiðingin verða sú, að mestur hluti baráttunnar myndi lenda á þeirra herð- um eins og í Evrópu. Þeir vilja láta ganga milli bols og höfuðs á Japönum, en ef aðrir tjá sig fúsa til þess að vinna þetta verk, því ættu þeir þá að úthella blóði sínu við það? Rússar munu ekki rjúfa rússnesk-japanska ekki-á- rásarsáttmálann. Ef rúss- neska stjórnin telur tímann kominn til þess að láta til skarar skríða, mun hún neita að endurnýja fisk- veiðasamninginn, eða ef til vill veita oss bækistöðvar fyrir flugvjelar vorar. Jap- anir munu síðan gera það, sem á vantar. — En ekkert slíkt er enn sýnilegt. Bretar og Bandaríkja- menn ættu að gera sjer þetta vel ljóst. Rússar eru óvirkur þátttakandi í Aust- ur-Asíustyrjöldinni. En þeir vinna oss óbeint gagn með því að binda allstóran her- styrk við landamæri Síber- íu. /OOO^ÞbOOÞO^XX^OOO^Í^^OO^XXXXXX^O^XX^^XXXÞO^XXXXXÞOOOOOOCKXKXXXXXXJOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^OO/ X - 9 Eftir Robert Storm /<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><> OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO / ' OUeSVON Iby ; 7 7 t-v, £ Hír A*b i TNE &LL LITTLE COZPCZAL 2 &L.OA c <zc*6 ohp X-9: — Spurningin er: Hvar er Litli Corporal? Bill: — Við vitum ekki annað en að Gilda og hann óku burt saman í bíl.....Nú hringir siminn. BiJl: — Þið hafið fundið bílinn hans Litla corpor- al? Hvar? Lögreglumaðurinn í símanum: í bílskúr í hænsnabúi, sem Litli corporal á. — En Litli corporal og Gilda eru íarin! Við höfum ekki hugmynd um, hvert þau haía farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.