Morgunblaðið - 09.11.1943, Blaðsíða 1
Hitler spáir lang-
vinnu stríði
Rássar BO
Laskaður kafbáfur
km. vestur uS Kiew
Sækja fram. á Krím
En segist skulu
vinna siðustu
orustuna
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
HITLER flutti ræðu í
gærkveldi á 20 ára afmæli
byltingartilraunar nasista.
Var ræðn flutt í Burger-
braukjallaranum í Miinc-
hen, fyrir gamla fjelaga
Hitlers frá fyrstu dögum
flokksins. Ræðan stóð í
tæpa klukkustund, og var
aðalinntak henjnar hvatn-
ing til Þjóðverja um að láta
ekki bugast. Sjálfur kvaðst
Hitler viss um lokasigur
Þjóðverja, og sagði að alt
gæti annað komið fyrir, en
að hann misti kjarkinn.
Hitler hóf mál sitt með
því, að rekja sögu Þýska-
lands eftir heimsstyrjöldina
og sagði í því sambandi, að
ef flokkur hans hefði ekki
komist til valda þar, myndu
Rússar hafa geysað yfir
alla Evrópu og lagt hana
undir sig.
Þá sagði Hitler, að þrátt
fyrir erfiða baráttu myndu
Þjóðverjar að lokum sigra
í styrjöldinni. Gaf hann í
skyn, að stríðið myndi verða
óheiqju langt. og ljet um
mælt, að það væri síðasta
orustan, sem úrslitin væru
undir kominn. Sagði hann
að baráttan í Rússlandi
væri hin erfiðasta, sem
Þjóðverjar hefðu nokkru
sinni átt í, og átökin hefðu
orðið erfiðari vegna svika
Italíukonungs og klíku hans
,,Hvort sem óvinir trúa
því eða ekki“, sagði Hitler.
Framh. á 6. síðu.
Roosevlt ræðir við
hershöfðingja
Washington í gærkveldi
Roosevelt forseti hefir kvatt
á sinn fund til Hvíta hússins,
helstu herleiðtoga sína, og
sitja þeir nú á ráðstefnu. Eru
það þeir Marshall, yfirhérs-
höfðingi, Iving, yfirflotafor-
ingi og Arnold, yfirmaður alls
flughers Bandaríkjanna. Ekki
,er vitað um hvað er rætt. —*-
Reuter.
Þýski kafbáturinn, sem sjest hjer á myndinni, var laskaður af
Hudsonflugvjel úr strandvarnaliðnu breska. Nokkru eftir að
þessi mynd var tekin, var kafbáturinn neyddur til að fara í
kaf með skothríð frá flugvjelinni
Vjelvirkjar hverfa
til vinnu.
LONDON í gærkveldi: —
Þeir 24.000 vjelvirkjar, sem
verið hafa í verkfalli í Skot-
landi að undanförnu, sam-
þykktu í dag að hverfa aftur j
til vinnu. Fara þeir fyrstu til
vinnunnar í kvöld, en aðrir í
fyrramálið. — Retuer.
Skotið á Durazzo.
LONDON í gæi'kveldi: -—-
Tveir bréskir tundurspillar,
sem að undanförnu hafa herj-
að á Miðjarðarhafi austan-
verðu, gerðu í gær djarflega
árás á hafnarborgina Durazzo
í Albaníu.- Urðu skemdir á
mannvirkjum hafnarinnar af
skothríð tundurspillanna. —
Reuter.
London í gærkveldi.
Amerískar sprengjuflugvjel
ar frá bækistöðvum í Norður-
Afríku, rjeðust á Torino í dag.
Var sprengjum varpað á Fiat-
verksmiðjurnar, én nokkrar
þeirra framleiða kúlulegur,
og var árásinn einkum þar að
stefnt. Nánari fregnir af árás
þessari eru enn ekki fyrir
hendi. — Reuter.
Þjóðhöfðingi Irak
í London.
LONDON í gærkveldi: —
Þjóðhöfðingi Irak er nú stadd
ur í London, og var honum
haldin veisla í dag.
Attundi herinn við
Sangro-ána
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
Frjettaritarar með herjum
handamanna á Italíuvígstöðv-
utn skýra frá því í kvöld, að
Þ.jóðverjar á austurströnd 1-
talíu muni hyggja á að verjast
áttunda hernum við ána San-
gro, en framsveitir manna
Montgomerys erú nú víðast
hvar komnar mjög nærri á
þessari, sem er all ill yfirferð-
ar. Telja þeir sig geta sjeð
varnarundirbúning óVinanna
hinummegin árinnar.
Áttunda hernum hefir orð-
ið allvel ágengt í dag. llefir
hann tekið bæinti Casa Ban-
dino á Adriahafsströndinni og
yfirleitt mætt fremur lítilli
mótspyrnu i sóknhmi, nema
frá dreifðum flokkum þýskra
baksveita, sem hafa legið í
leyni sutnsstaðar til að tefja
sóknina.
Fimti herinn hefir einnig
sótty-nokkuð fram í dag, eu
mótspyrnan gegn hernum er
miklu harðari, sjerstaklega fyr
ir norðan Venafro, þar sem
Þjóðverjar veita snarpa mót-
spyrnu í hæðum nokkrum. —
Hafa sveitir fimta hersins orð-
ið að lirinda allmörgUm snörp
um gagnáþlaupum, sem Þjóð-
verjar gerðu ofan úr hæðun-
um, en flugher bandamanna
hefir stutt sóknina með fjöl-
mörgum árásum á lið og stöðv
ar Þjóðverja. —Reuter.
London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgua-
blaðsins frá Reuter.
Rússar tilkyntu í kvöld, að þeir sæktu fram á breiðri
víglínu fyrir vestan Kiev, og væru nú lengst komnir um
80 km. frá borginni. Eiga þeir eftir svipaða leið til járn-
brautarborgarinnar Zitomir. Vörn Þjóðverja er hörð, en
sókn Rússa hefir hvergi verið stöðvuð.
Á Krímskaga segjast Rússar hafa komið meira liði á
land við Kerch í skjóli myrkurs, og sjeu þeir komnir mjög
nærri bænum Kerch að sunnan. Segir í herstjórnartil-
kynningu Rússa í kvöld, að þeir hafi hrundið gagnáhlaup-
um Þjóðverja þarna. — Á Perekopeiðinu eru einnig
grimmar orustur háðar.
Jugoslafneskir
svikarar aðvaraðir
London í gærkveldi.
YfirherShöfðingi Breta í
löndunum við austanvert Mið-
jarðarhaf, Sir Ilenry Maitland
Wilson, hefix: útvarpað aðvör-
un til jugoslafneskra svikara
og quislinga, sem misnoti
Chetnikanafnið, og berjist með
Þjóðverjum. Sagði herforing-
inn í ávarpi sínu, að þessa
skyldi hefnt, því hver sá mað-
ur, sem aðstoðaði Þjóðverja,
væri fjandmaður hinna sam-
einuðu þjóða, og yrðu þeir
sjálfir að hitta sig fyrir, sem
berðust gégn frelsishreyfingu
Jugoslafa. — Reuter.
Hungursneyð yfir-
vofandi í Evrópu.
LONDON —: Það er ljótt
útlit í matvælamálum heims-
ins, sagði Ilarlech lávarður,
fulltrúi bresku stjórnarinnar
í Suður-Afríku, í ræð.u, sem
hann hjelt nýlega fyrir em-
bættismönnum frá Bechuana-
landi.
„Hungursneyð er yfirvof-
andi í mörgum Evrópulönd-
ura, en þar hefir ríkt hálfgerð
'hungursneyð um tíma. Utlitið
er einnig alvarlegt í Súður-
Afríku. Það geta liðið niörg
ár, þar til stórgripaeign lands-
manna hjer kemst aftur í eðli-
legt horf“, bætti ræðumaður
við. — Reuter.
Sprengja veldur mann-
tjóni í London.
LONDON í gærkveldi: —
Sprengja, sem fjell á London
í nótt sem leið, olli allmiklu
manntjóni. Kom hún niður á
krossgötur, en samkomu- og
skemtistaðir voru við götuna,
sem var full af fólki. Sprengj-
an kveikti í sumum næstu hús
um, þar á meðal kvikmynda-
húsi og veitingastofu. Reuter.
Þjóðverjar segjast eiga í
mjög harðri varnarbaráttu
vestur af Kiev, og kveða þeir
Rússa tefla þar fram mjög
miklu liði. Einnig segja Þjóð-
verjar, að hershöfðingi þeirra,
Schneider, sem stjórnaði stór-
fylki einu, hafi fallið í bar-
daga á þessum slóðum. Rússar
seg.jast, hafa fellt niörg þús-
und Þ.jóðverja á Kiev-víg-
stöðvunum.
Áhlaup Rússa norðar.
Frjettaritarar herma, að
Rússar sæki hart á fyrir suð-
vestan og norðvestan Nevel,
og segja Þjóðverjar að þar
eigi þeir líka í mikilli varnar-
orustu. Sumar fregnir herma,
að Rússar hafi byrjað þarna
allsherjar sókn, en ekki segja
þeir sjálfir frá því í tilkynn-
ingu sinni í kvöld.
I Dnieperbugðunni.
I Dnieperbugðunni hefir ver
ið fremur kyrrt að undan-
förnu, eftir hina æðisgengnu
bardaga að undanförnu. Rúss-
ar geta ekki um þessar víg-
stöðvar sjerstaklega í tilkynn-
ingu sinni, en Þjóðverjar segja
að þar hafi frekar lítið verið
barist, nema hvað þeir hafi
gert þar nokkur áhlaup á ein-
staka stað. Þá segjast þeir hafa
getað innikróað nokkrar rúss-
neskar sveitir við Nikoiiol.
Þjóðverjar tilkynna
sigur á sjó
London í gærkveldi.
Þýska herstjórnin hefir í
aukatilkynningú tilkynnt mik-
inn sigur á sjó. Ségir í tilkynn
ingunni, að þýskar sprengju-
og tundurskeytaflugvjelar
hafi ráðist á stóra skipalest
bandamanna úti fyrir strönd-
um Norður-Afríku, og er skipa
lest þessi talin hafa verið að
flytja hermenn frá Ameríku.
Segir í tilkynningunni, að 23
stór flutningaskip hafi verið
í lestinni, en hún hafi verið
varin 8 tundurspillum. Þá seg
ir tilkynningin, að 13 skipum
hafi verið sökkt, samtals um
140.000 smál. og hafi fjöldi
hermanna farist. — Reuter.