Morgunblaðið - 09.11.1943, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIE
ÞriSjudagur 9. nóv. 1943.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. ■— Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Pólitískt hlutverk stjetta
ANNARS VEGAR í þjóðfjelaginu hafa komið fram, og
koma enn fram, menn með vaxandi orðagjálfri um það,
að stjettir þjóðfjelagsins eigi að fylkja sjer einhuga með
þessum eða hinum flokkinum, sem háværastur er í ein-
hliða hagsmunakröfum viðkomandi stjetta. Hins vegar
eru þeir, sem hafa þá skoðun, að hagsmunakröfur stjett-
anna verði ekki leystar svo að vel fari fyrir heildina, og
þá heldur ekki, þegar alt kemur til alls, fyrir viðkomandi
stjettir, nema með þjóðlegri víðsýni og gagnkvæmu tilliti
til tilsvarandi hagsmuna annara stjetta.
Sjálfstæðismenn fylla síðarf flokkinn. Fylgjendur ann-
ara flokka fyrri hópinn.
Framsóknarforkólfarnir ganga nú fast á það lagið, að
allir bændur eigi að fylkja sjer utan um Framsóknar-
flokkinn. Vitaskuld er það hin mesta fásinna, að hinir
einstöku bændur geti með nokkru móti miðað afstöðu sína
til stjórnmálaflokkanna við það eitt, hverrar stjettar þeir
eru. Þeir verða, eins og meðlimir annara stjetta, að miða
pólitíska afstöðu sína til flokkanna við það, hvaða stefnu
flokkanna þeir telja líklegasta þjóðinni til farsældar.
Hvort þeir t. d. telja líklegra til velfarnaðar samyrkju-
búskap eða sjereign og sjálfsábúð jarða, frjálsan atvinnu-
rekstur einstaklinga eða ríkisrekstur og einokanir o. s.
frv. — Það er þá líka staðreynd, að bændur hafa aðallega
fylgt tveim flokkum, sem sitt á hvaða hafa haft mest
bændafylgi og það mjög svipað.
Hitt er augljóst mál, að bændur allir, svo sem aðrar
stjettir, hljóta altaf að eiga viss sameiginleg hagsmuna-
mál varðandi afkomu þeirra og efnahag. Og þá er jafn
augljóst, að þegar mál þess eðlis koma til kasta Alþingis,
sem skipað er pólitískum fulltrúum, þá er bændum, svo
sem öðrum, mestur styrkur að því að njóta fyrirsvars og
fulls tillits í sem flestum flokkum.
Það er því ekki aðeins kórvilla, að stjettasjónarmið eigi
að ráða pólitískri afstöðu manna, heldur einnig hagsmuna-
lega varhugavert fyrir einstakar stjettir að binda trúss
sitt í þröngsýni við boðendur stjettaflokkaskipunarinnar.
Stór a uglýsing - lítil bók
UM SÍÐUSTU HELGI gat að líta fyrirferðarmikla aug-
lýsingu í dagblöðunum frá einu bókaforlagi bæjarins.
Fyrirsögn auglýsingarinnar var svohljóðandi: Ný bók,
sem allir íslendingar þurfa að lesa og eiga: Ástandið í
sjálfstæðismálinu.
Nú er þessi rækilega auglýsta bók komin fyrir almenn-
ingssjónir. Hún hefir engan nýjan boðskap að flytja. Hún
er nákvæmlega á sömu línu og Alþýðublaðið undanfarið,
þar sem reynt hefir verið að telja þjóðinni trú um, að
hún eigi ekkert að aðhafast í sjálfstæðismálinu. Ef Al-
þýðublaðið er enn sömu skoðunar, mun það næstu daga
birta nokkrar greinar úr bókinni. Svo er bókin gleymd,
þrátt fyrir stóru auglýsingarnar.
En bók „Ástands“-manna gefur tilefni til að spyrja:
Hvað líður sjálfstæðismálinu á Alþingi? Hvað tefur að-
gerðir þess í málinu?
Ríkisstjórnin hefir tilkynt Alþingi afstöðu sína til máls-
ins.Hún er eindregið fylgjandþ stofnun lýðveldis á næsta
ári, eins og stjórnarskrámefnd hafði ráðgert. Þessi yfir-
lýsing stjórnarinnar hafði góð áhrif á þingið og hún mun
áreiðanlega stuðla að sameining þjóðarinnar í málinu.
En þar sem enn eru að verki menn, þrátt fyrir samein-
ingaívilja ríkisstjórnarinnar, serh halda áfram að telja
þjóðinni trú um, að undanhaldsleiðin sje hin eina rjetta,
má Alþingi ekki draga það lengur, að marka stefnuna,
Þeir verða áreiðanlega ekki margir, íslendingarnir, sem
skerast úr leik í sjálfstæðismálinu, þegar Alþingi hefir
markað stefnuna, og tekið sínar ákvarðanir. Meira að
segja mun svo fara, að flestir þeir, sem Ijetu undan áróðri
undanhaldsmanna og skrifuðu undir áskorun til Alþingis,
munu yerða með, er til úrslitanna kemur.
— Hæða Hitlers
Framh. af bls. 1.
,,Þá kemur sá dagur, að
vjer munum hefna vor á
þeim, og ef við náum ekki1
til Ameríku, þá er annað
land nær, og það skal kom-
ast að því keyptu“.
Miklar fórnir.
„Vjer verðum að færa
þungar fórnir‘,‘ sagði Hitl-
er, „en allar fórnir eru leik
ur einn hjá því að bíða ó-
sigur. Sagði Hitler, að ef
bandamenn reyndu að
mynda nýjar vígstöðvar, þá
myndi sjást hvort Þjóðverj
ar hefðu ekki varalið, og
sagði Hitler, að það myndi
verða annað að ganga á
land í Frakklandi eða Nor-
egi, eða á Sikiley.
„Óvinirnir munu ekki
sigra þýska herinn, sama
hve stríðið verður langt.
Þjóðverjar myndu aldreil
gefast upp. — „Alt getuh
skeð annað en að jeg missi
kjarkinn", sgði hann.
Hitler hvað loftárásirnar
koma þungt niður á konum
og börnum Þýskalands, og
tæki sig sárt til þessa fólks,
en skemdir kvað hann til-
tölulega litlar, og myndi alt
verða byggt upp aftur á
tveim til þrem árum eftir
stríðið. Kvað Hitler nú vera
framleiddar 10 milj. smál.
jaf sementi á ári til virkja-
gerðar í Þýskalandi.
Andstæð'ingarnir.
„Bandamenn“, sagði Hitl
er, „þykjast hafa unnið
styrjöldina, en samt hlaupa
þeir frá einni ráðstefnunni’
til annarrar, til þess að
'reyna að breiða yfir sundr-
ungina í herbúðum sínum.
„Jeg veit ekki“, sagði
Hitler, „hvort sá er nokkur
í þýskalandi, sem vonast
eftir bjartari framtíð vegna
sigurs bandamanna, jeg
get aðeins sagt, að einung-
is glæpamenn væru þannig
skapi farnir, að þeir vildu
þannig gerast böðlar þjóð-
ar sinnar, og að þeir vonast
aðeins til þess að mata
krókinn með því að svíkja
hana.
1939 og nú
Hitler lauk máli sínu
með því að segja: „Vjer
skulum hafa eitt í huga á
þessu f-imta styrjaldjarári:
Þegar þessi ógurlegu átök
byrjuðu, voru óvinirnir alls
staðar nærri landamærum
vorum,, og ýms ríki búin til
svikráða undir yfirskyni
hlutleysis, en nú standa
herir óvinanha hvarvetna
í órafjarlægð frá landa-
mærum Þýskalands vegna
hetjuskapar hermanna
vorra“.
Að síðustu kvaðst Hitler
vera forsjóninni þakklátur
fyrir að hafa getað samein-
að þýsku þjóðina og kvað
Guð hjálpa þeim, sem
hjálpaði sjer. sjálfur“..
Afmælisvísur til,
MorgunblaSsins.
MEÐAL margra heillaóska,
sem Morgunblaðinu barst á þrí-
tugsafmælinu, voru nokkrar
visur frá Ágúst Jónssyni. Hann
er nú sjúklingur á Landakots-
spítala. Afmælisvísurnar fara
hjer á eftir:
Eg mjer leyfi ef að má
eina senda línu,
og þjer til heilla óska á
afmælinu þínu.
Þú hefir nú í þrjátíu ár
þjóðar hylli notið,
og við öflugt flokka fár
í flestu sigur hlotið.
Þú hefir margan manninn frætt
um mál, sem nokkuð varðar,
og hluti alla hefir rætt
himins milli og jarðar.
Hjer skal ekkert einstakt nefnt,
en eitt má jafnan sanna:
Þú hefir, Moggi, stöðugt stefnt
að störfum framfaranna.
Út um landsins borg og bý
berðu margskyns fræði.
Árgangarnir enn á ný
ýms málefni ræði.
Er vini upp af værum blund
vekur dagsins glæta,
ennþá muntu marga stund
morgunkaffið bæta.
Skemdarverk.
í HAIJST var komið fyrir all-
miklu af trjáplöntum á Austur-
velli. Var vel um trjáplönturnar
búið, til þess að þær stæðust
vetrarveðrin, m. a. voru settar
trjespelkur upp með plöntunum,
En það er með þessar trjá-
plöntur eins og svo margt og
margt, sem gert er í þeim til-
gangi að fegra þenna bæ, að
það fær ekki að vera í friði.
Börn og unglingar leika sjer að
því að rífa spelkurnar og fylgja
þá oft hinar ungu plöntur með.
Það verður ekki annað sjeð, en
að ef þessi ljóti leikur ungling-
anna fær '.að halda áfram, þá
verði ekki eftir ein einasta
planta á Austurvelli að vori.
Væri nú ekki reynandi, að
kennarar og foreldrar brýndu
fyrir börnum að valda ekki
spjöllum, eins og hjer hefir átt
sjer stað. Kennarar gætu gert
skólabörnum skiljanlegt með fá-
um orðum, að þessar trjáplönt-
ur eru settar niður í þeim til-
gangi að fegra bæinn, sem þaU
eiga sjálf að byggja og stjórna
þegar þau eldast.
Þeir fullorðnu
ekki betri.
EN það eru ekki eingöngu
bömin, sem valda spjöllum hjer
í bænum. Fullorðið fólk er svo
kærulaust í umgengni, að furðu
sætir. — Arnarhóll er vinsælasti
túnbletturinn í bænum. Þangað
sækja þúsundir manna á sumr-
in, þegar veður er gott, til að
njóta sólarinnar, Snotrar götur
hafa verið settar um þveran og
endilangan hólinn, til þess að
menn geti komist leiðar sinnar
í hvaða átt sem er, án þess að
troða niður grasið. Þá hafa bæj-
aryfirvöldin látið setja niður
trjáplöntur.
En þessa dagana má sjá, að
þeir, sem um Arnarhól þurfa að
ganga, gera sjer ekki að góðu
þær götur, sem ætlaðar eru gang
andf fólki, heldur hafa menn
tekið að sjer að troða nýja slóða,
sem eru eins og fjárgötur í tún-
inu.
Ein fjárgatan liggur frá skrif-
stofúbyggingu ríkisstjórnarinn-
ar. Er augsýnilegt, að sú slóð
hefir verið troðin af fólki, sem
hefir verið á leið frá og til Arn-
arhvols. Það hefir ekki nent að
ganga nokkur skref neðar til
þess að komast á götuna, sem
ætluð er gangandi fólki.
Lokið öskutunnunum.
KONA, sem býr innarlega við
Grettisgötu, skrifar mjer brjef
útaf öskutunnum í nágrenninu
við hana. Hún segir, að við bak-
hlið húsanna, milli Grettisgötu
og Laugavegar sje urmull af rott
um, sem sæki í öskutunnur, sem
standa opnar og sem oftast eru
fullar og hálffullar af matarleif-
um. Konan segist horfa á þetta
út um gluggann hjá sjer daglega
Þarna sje hin mesta gróðrarstía
fyrir rottur og vill hún, að ráð-
stafanir verði gerðar til að bæta
úr þessu.
Það er vafalaust rjett, sem
konan segir, því víða í bænum
hirðir fólk ekki um að hafa lok
á öskutunnunum hjá sjer, og
þegar matarleifar safnast fyrir
á milli þess, sem hreinsað er úr
tunnunum, þá er ekki nema eðli
legt að rottur sækist í ætið. Úr
þessu þarf að bæta. Hver og
einn einasti húseigandi ætti að
sjá til þess, að vel sje gengið frá
öskuíláti og umfram alt að gæta
þess, að því sje lokað vel. Þetta
kostar ekki mikið fyrir hvern
einsfSkling, en myndi auka mjög
ált hreinlæti í bænum.
•
Hækka kartöflur
aftur í verði?
BLÖÐIN hafa gert kartöflu-
málunum allvel skil undanfarið
og jafnvel ríkisstjórnin sjálf hef
ir lagt orð í belg, væntanlega til
að „gera hreint fyrir sínum dyr-
um“. En vegna þess, að hófleg-
um aðfinslum í sambandi við
hringlandann með kartöfluverð-
ið, hefir verið illa tekið af ríkis-
stjórninni og hennar vinum, þá
má benda á nokkur atriði enn í
þessu sambandi, sem enn hafa
ekki verið rædd opinberlega.
Hvernig stendur t. d. á því, að
þegar fyrst var ákveðið hámarks
verð á kartöflum í haust, þá var
álagning í srhásölu ákveðin
25%, en svo verðbreytingu
ríkisstjórnarinnar, sem kom
nokkru síðar, er smásöluálagn-
ingin lækkuð niður í 20%, og
loks með síðustu verðbreytingu
á kartöflum ér smásöluálagning
in aftur hækkuð upp í 25%.
Og þó að þetta þyki kannske
aukaatriði, þá er annað, sem
miklu máli skiftir og það er, að
verðlag á kartöflum hefir farið
0 \
hækkandi í Englandi undanfarn
ar vikur. Var ríkisstjórnin búin
að semja um ákveðið verð á öll-
um þeim kartöflum, sem kaupa
á til landsins, eða verður að
breyta kartöfluverðinu einu
sinni enn, vegna verðhækkunar
í Englandi?