Morgunblaðið - 09.11.1943, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 9. nóv. 1943.
JEG HEFI VERIÐ LÁNSÖM KONA
segir frú Guðrún Pjetursdóttir
FRÚ GUÐRÚN PJET-
URSDÓTTIR á 65 ára af-
mæli í dag. Kunningjakona
hennar ein nefndi það við
mig í gær, hvort jeg vildi
ekki fara heim til hennar og
fá hana til þess að segja blað
inu eitthvað um æfi hennar
og starf. Ekki vissi hún
hvernig frú Guðrún myndi
taka þeirri málaleitun.
____ ★
— Ekki veit, jeg, sagði
Guðrún, er þangað var kom-
ið, hvað kunningjakonur
mínar ætlast til að birt verði
um mig í blaðinu. Lítið um
mig að segja. Jeg er húin
að eiga heima hjerna við
Skólavörðustíginn í 40 ár.
Maðurinn minn keypti þetta
hús 1903, árið áður en við
giftum "okkur. Hjer hefir
okkur liðið vel, og vegnað
vel. Mjer finst þeir, sem hjer
voru áður, hafi hugsað vel
til okkar.
— Hverjir voru hjer áð-
ur?
— Þetta er gamla húsið
hennar Þorbjargar Sveins-
dóttur. Þau voru miklir vin-
ir, afi minn, Kristinn í Eng-
ey og hún. Hann vaUhenni
hjálplegur í Elliðaármálun-
um. Frk. Ólafía Jóhanns-
dóttir var hjer uppalin
hjá móðursystur siAni. Hún
var fjölhæfust allra kvenna
sem jeg hefi kynst. Hún
vildi 'taka stúdentspróf á
sinni tíð, en fjekk ekki skóla
vist, af því þar mátti engin
stúlka vera.
Jeg kom oft til Þorbjarg-
ar Sveinsdóttur, þegar jeg
var unglingur. Annars átti
jeg heima í Engey, þangað
til jeg gifti mig. Þar var
mannmargt heimili í þá
daga, 20—30 manns að stað-
aldri á búi foreldra minna.
Föður minn misti jeg þegar
jeg var 9 ára, en móðir mín
var kyr í Engey lengi eftir
það.
Þorbjörg Sveinsdóttir var
ákaflega barngóð, en áköf
mjög, þegar hún talaði um
landsmál, eða þegar eitthvað
bar út af. Altaf var innilegt
samkomulag milli hennar og
Benedikts bróður hennar.
Jeg sá hann hjer oft og
heyrði hann tala. Þeim kom
svo vel saman systkinunum,
að jeg hef aldrei þekt sam-
rýmdari systkini. Hann bjó
hjer altaf, þegar hann var
á þingi. Og hjer dó hann í
þessu húsi í ágúst 1899.
Fyrsta kvenfjelagið.
— Hvenær byrjuðuð þjer
að hafa afskifti af fjelags-
málum kvenna?
— Jeg gekk í fyrsta kven-
fjelagið sem var stofnað
hjer. Þorbjörg Sveinsdóttir
var aðalstofnandinn. Það
var Hið íslenska kvenfjelag.
Það var stofnað 1894. Þá var
Samtal um kven.rjettincli, hús-
mæbrafræbslu og Landvörn
jeg 15 ára. Tildrög þessa fje-
lagsstofnunar voru þessi:
Árið áður samþykti Alþingi
lög um stofnun Háskóla.
Benedikt Sveinsson var einn
aðalhvatmaður þess. Lögin
fengu ekki staðfestingu það
ár. En áhuginn fyrir málinu
minkaði ekki við það. Efnt
var til fjörsöfnunar í Há-
skólasjóð. Konur hjer í bæn-
um gengust fyrir tombólu,
til styrktar sjóði þessum.
Forstöðukonur tombólunn-
ar stofnuðu síðan Hið ís-
lenska kvenfjelag.
— Hver voru verkefni
þess?
— Fjelagið’ gekst fyrir ’
ýmsum umbótamálum hjer
í bæ, er komu kvenþjóðinni
að gagni. Kom m. a. því til
leiðar, að þvotti var ekið í
Laugarnar. Áður var þvott-
urinn oftast borinn á bak-
Guðrún Pjetursdóttir.
mu.
Fjelagið kom á fót útsölu
á íslenskri handavinnu. Út-
salan var aðeins á sumrin.
Þegar Thorvaldsensfjelagið
tók það starf upp, hvarf
kvenfjelagið frá því.
Þetta fjelag barðist fyrir
kvenrjettindamálinu,/ með
undirskriftum. og á annan
hátt. Jeg var þar ekki nema
áhugasamur fjelagsmaður.
Konur í bæjarstjórn.
Síðar kom Kvenrjett-
indafjelagið til sögunnar.
Það fjelag gekkst* fyrir því,
að konur voru í framboði
hjer í bæjarstjórrí þegar við
fengum kosningarjett til
bæjarstjórnar. Þá var frú
Bríet Bjamhjeðinsd. formað
ur fjelags'ins. Hún og fleiri
vildu að jeg yrði í kjöri.
Þetta var 1908. Jeg vildi það
ekki. Þær vildu hafa á lista
sínum konur úr öllum stjórn
málaflokkum. Jeg átti að
vera fyrir Landvarnarflokk-
inn. En jeg hefi altaf haldið
því fram, að ungar konur og
nýgiftar eigi ekki að binda
sig við störf utan heimilis-
ins. Annað mál er það, þeg-
ar börnin fara að stálpast og
við að eldast.
íslenski fáninn.
— Einhvern þátt hafið
þjer tekið í pólitíkinni á
Landvarnarárunum.
— Það var ekki hægt að
komast hjá því. Það voru
ekki mikil laun, 600 krónur
á ári, sem Benedikt maður-
inn minn hafði, fyrir rit-
stjórn og afgreiðslu á blað-
inu okkar, Ingólfi. Jeg varð
að búa um blaðið í póst, og
hafði þá drengina mína oft
á hnjánum. Þetta gekk alt
vel. Landvarnarfólkið var
alt peningalaust fólk. En það
gat lagt fram vinnu sínu.
Þegar fáninn okkar blá-
hvíti kom til sögunnar, þá
saumaði jeg fána. Jeg var
montin yfir því, að fánann,
sem Bjarni frá Vogi vígði á
Lögbergi á Þingvallafundi
11907, hafði jeg saumað.
Einar Gunnarsson hafði út-
vegað efnið. En jeg saumaði
ifánana fyrir þann fund. Og
'eftir fundinn fengum við
pantanir úr öllum áttum.
^„Því eru vellir rauðir“.
Við konungskomuna á
Þingvöllum sama ár höfð-
um við Landvarnarmenn
veitingatjald á Þingvöllum.
Við höfðum íslenska fánann
að hún.
— Voru þar ekki margir
bláhvítir fánar þá?
— Þeir voru þrír, hjá
okkur, á tjaldi Thoroddsens
bræðrasonum Skúla á Bessa
stöðum og á tjaldi ung-
mennafjelaga. Lítill fáni
hafðí verið settur við veginn
niður í Almannagjá. Enginn
vissi hver setti hann þar.
Hann var tekinn áður en
konungsfylgdin kom. Það
kom til mín. maður hvað
eftir annað og bað mig að
draga niður „duluna“ á okk-
ar tjaldi. Jeg sagðist ekki
snerta fánann. Hann gæti
talað um það við manninn
minn.
Veður var leiðinlegt á
Þingvöllum þessa daga.
Sumir gátu þess til, að
landvættum líkaði ekki hve
vellirnir voru rauðir af
danska fánanum.
Kosningarjetturinn.
— Kvenrjettindafjelagið
hefir unnið að því, að konur
fengju jafnrjetti og kosn-
ingarjett til Alþingis.
— Já. En jeg vai; ekki mik
ið hrifin af því að ganga í
skrúðgöngu og þakka þá
rjettarbót, eins og hún var
í upphafi. Kosningarjettur
var fyrsta árið bundinn við
fertugsaldur. En þessu var
breytt árið 1918.
Jeg man eftir því að mað-
urinn minn sagði eftir fyrstu
kosningarnar, er ung og lag
leg stúlka kom inn í kjör-
deildina þar sem hann var
í kjörstjórn.
Honum þótti hún grunsam-
lega ungleg og gerðist svo
djarfur að spyrja hvort hún
væri fertug að aldri:
„Hvað stendur þarna?“
sagði hún og þenti á kjör-
skrána. Þar stóð að hún
væri 43 ára. Svo hún hafði
rjettinn, þó hann hefði feng
ist af vangá kjörskrár-höf-
undar.
Heimilisiðnaðarfjelagið.
— Hvað hafið þjer verið
lengi formaður Heimilisiðn-
aðárfjelagsins?
— Síðan 1928. Það hefir
oft verið talsvert mikið
starf. Við höfum haldið
fjölda námskeiða. Fyrst
hjeldum við uppi vefnaðar-
námskeiðum. En þegar hús-
mæðraskólum fjölgaði, varð
minni þörf fyrir þau.
Það hefir verið eitt mitt
mesta áhugamál, að ungar
stúlkur lærðu þá handa-
vinnu, sem hverri húsmóð-
ur er nauðsvnleg. Að kunna
að sauma á sig og börnin sín.
Við höfum staðið fyrir slík-
um námskeiðum og gerum
enn. Þau hafa komið í góðar
þarfir. Pjetur heitinn Hall-
dórsson gekst fyrir því að
bærinn styrkti þessa starf-
semi okkar.
Þegar verið er að tala illa
um ungu stúlkurnar í
Reykjavík, þá hugsa jeg oft
til þess, að mín viðkynning
við þær er öll önnur. Um
2000 ungar stúlkur og hús-
mæður hafa notið tilsagnar
á þessum námskeiðum okk-
ar. Þær hafa, allar verið á-
hugasamar, kurteisar i fram
komu, og sýnt það í verki,
að þær legðu áherslu á að
undirbúa sig sem best und-
ir húsmóðurstarfið.
•— Hver eru önnur störf
fjelagsins?
— Þau eru orðin mörg.
Jeg nefni t.’d., að við áttum
mikinn þátt í því að umbæt-
ur fengust á handavinnu-
kenslu barnaskólanna, að
hún yrði kerfisbundin, á-
kveðið hvað hver nemendi
skyldi leysa af hendi. Þetta
var ekki hægt, fyr en bær-
inn lagði til alt efnið, sem
notað er við kensluna.
— Starfar HeimilisiðnaðT
arfjelag Islands ekki utan
Reykjavíkur?
— Fyrir mörgum árum
var stofnað samband Heim-
ilisiðnaðarfjelaga. En fje-
lagið hjer í Reykjavík er
eldra, og hefir aðallega starf
að hjer innanbæjar. Nema
hvað við fjelagskonur höf-
um ferðast víða um land og
haldið fyrirlestra og fundi.
Það er, sem kunnugt er, frk.
Halldóra Bjarnadóttir, sem
verið hefir aðalleiðbeinand-
inn í starfseminni út um
land.
Kvenf jelagasambandið var
stofnað árið 1930 og hefir
Ragnhildur systir mín verið
formaður þess. Það hefir,
sem kunnugt er, beitt sjer
fyrir stofnun húsmæðra-
skóla og húsmæðrakennara-
skóla. Og hefir, einkum hin
síðustu ár, orðið verulegur
árangur af því starfi.
En ef Alþingi felst á til-
lögu sambandsþingsins í vor
um að styrkja kvenfjelaga-
sambandið með verulegri
fjárupphæð, þá er mikill sig
ur unninn. Það vakir fvrir
okkur, að húsmæðurnar
þurfa leiðbeiningar og hjálp
ar við í sínum störfum ekki
síður en bændur þeirra.
— Jeg hef verið láns-
manneskja, segir frú Guð-
rún að endingu. Jeg hefi
sjeð mörg áhugamál mín
rætast, sem hafa hrifið mig
utan . heimilis míns. En
mesta lánið hefir það verið
fyrir mig, að eiga góðan
mann og börn, sem kómist
hafa til manns.
— Ekki skal jeg rengja
yður um það, sagði jeg er
jeg kvaddi húsfreyjuna á
Skólavörðustíg 11, en hugs-
aði um leið, áð sennilega
hafi hún aldrei hugsað um
það, að hve miklu leyti hún
hafi sjálf verið sinnar gæfu
smiður.
V. St.
5 •HHHHMHHHHHimiHfHÍHHHHIHnmHHHtlHHIIHIHHHHHHHHHHHMHHHHHMHHHHHHHHHHIIIIIIIII||||i|||it
| Athygli vjelskipacigenda
I og annara skal vakin á að nú kemur æfing
í mín að logsjóða dexil, cylendra og aðra vjel-
i arhluti sjer betur en nokkru sinni fyr.
Útgerðarmenn ættu að athuga að vjelar-
} hlutir sem mjer sendast koma vel viðgerðir
| til baka-
KRISTJÁN GÍSLASON
l„ Nýlendugötu 15. Sími 5873.
IIIIIIIIIMIIMIIIIMMIIIIIIII lllllllllill III lllll IIIIIII lllllllllltlllllllMHIIIMIIIIIIHIMMIIItlllltlllllMMIIIIMIMIItllllllllHII*
•llll»IÍIIIIIIimUMIIIMIIHIIIIIIIMIIimillllllÍnMHÍIIMMIIIIIIIIIIIMIII