Morgunblaðið - 09.11.1943, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.11.1943, Qupperneq 8
3 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. nóv. 1943. Svar Olafs Thors ©g Jakobs j; i Framihpld af bls. 7 /j ættum að Jofá !að þær' /: næðu fram að ganga, ef t Alþýðuflokkurinn tæki , þær upp, enda hafði a. m. k. hvorugum okkar t undirritaðra svo mikið : sem hugkvæmst að til slíks gæti komið. 3. Út af moldviðri því, sem þyrlað hefir verið upp út af því, að við höfum gef- ið drengskaparheit, er í við síðan eigum að hafa svikið, viljum við alveg sjerstaklega taka það fram, að á drengskapar- heit var ekki svo mikið sem einu einasta orði minst, enda ætti að vera auðskilið, að næsta ó- sennilegt er, að nokkur okkar fjögra, sem stóð- um fremstir og fastast að því að brúa bilið milli flokka okkar, hefði svo mikið sem látið sjer til lrugar koma, hvað þá hreift því að við á þeirri stundu treystum ekki loforðum hvors annars, eða værum að vega gildi þeirra loforða, eftir því hvort þau væru munn- leg eða skrifleg eða að viðlögðum drengskap. — Skal nánar að því vikið síðar. ★ Þetta er þá það, sem við höfum um málið að segja og getur engum dulist, að mjög ber á milli okkar og Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar um 'hvað skeð hefur. Verður hver um það að ætla, sem honum þykir sennilegast, en á þá hlið málsins skal nú lítið eitt drepið. VI. Megin líkinda rök þeirra Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar eru þessi: 1. Það voru Sjálfstæðis- menn, sem kröfðust, að frestað yrði bæjarstjórn- arkosningum í Reykja- vík. 2. Framsóknarflokkurinn var búinn að taka endan lega ’ ákvörðun að hafna þeirri kröfu. 3. Framsóknarflokkurinn breytti þeirri ákvörðun. Alt þetta eru sannanleg- ar staðreyndir, segja Her- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson, og nú finst þeim að standi upp á okkur að sýna fram á, hvernig á því gat staðið, að Framsóknar- flokkurinn breytti ákvörð- un sinni. Sjálfir gefa þeir þá skýr- þigu, að skattamálið hafi þeir getað samið við Al- þýðuflokkinn um, og þess vegna hljóti að vera sann- að, að við okkur hafi þeir samið um kjördæmamálið. Við látum liggja milli hluta, hvort það sje rjett að Framsóknarflokkurinn hefði eins og þá stóð getað samið við Alþýðuflokkinn um skattamálið eða nokkuð annað. En við viljum draga fram tvö önnur höfuð sjónarmið í málinu, sem alveg skera úr því, hvort satt sje, að við höfum gert þá samninga um kjördæmamálið, sem Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson halda fram að gerðir hafi verið. 1. Er það líklegt að Fram- sóknarflokkurinn hafi ætlað sjer að láta samn ingana springa ef ekki fjekst trygging fyrir því að kjördæmamálið næði ekki fram að ganga. 2. Er sennilegt eða hugsan- legt að við höfum lofað að koma í veg fyrir að nokkur kjördæmabreyt- ing næði fram að ganga á vorþinginu 1942, ef á annað borð ætti að kjósa, og alveg án hliðsjónar af því þótt boðið væri upp á okkar eigin lausn á málinu. Um fyrri spurninguna er þetta að segja: I fyrsta lagi er viðurkent m. a. af Hermanni Jónas- syni í útvarpsræðu, er hann flutti eftir að stjórn hars 'hafði gefið út bráðabirgða- lög um frestun bæjarstjórn- arkosninga í Réykjavík, að þau lög hafi verið reist á augljósu og óyggjandi rjett- læti. í öðru lagi er játað að Framsóknarflokkurinn leit svo á, að eftir að hann og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu gefið út gerðardómslögin í því skyni að freista þess að halda dýrtíðinni í skefjum, væri þjóðarnauðsvn að flokkarnir hjeldu áfram sam starfi m. a. til þess að halda uppi þeim lögum. Af því leiðir, að ósenni- legt er að Framsóknarflokk urinn teldi sjer fært að setja Sjálfstæðisflokknum nokkra afarkosti fyrir samn ingum nm áframhaldandi samstai’f. En í þriðja lagi, og það er aðalatriðið, að enda þótt skiljanlegt sje, að Framsókn arflokkurinn reyndi sem best hann gat að tryggja að kjördæmabreyting yrði ekki samþykt og einmitt vegna þess að hann hlaut að óska þess að hún næði ekki fram að ganga, liggur alveg í aug um uppi að óhngsandi var að Framsóknarflokkurinn ljeti bresta á því að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ekki gefa neina allsherjartrvgg- ingu fyrir því að svo yrði. Þetta stafar beinlínis af því að ef og meðan samstarfið hjelst, voru fyrir hendi þær sterkustu og jafnvel einustu líkur sem um gat verið að ræða því til tryggingar, að breyting yrði ekki gerð á k j ördæmaskipaninni. Ef hinsvegar Framsóknar flokkurinn hafnaði viður- kendri rjettlætiskröfu Sjálf stæðisflokksins af þessum á- stæðum, og varð með því valdur að samvinnuslitum og stóð síðan einn uppi með stjórn landsins, voru kosn- ingar óumflýjanlegar og þá var líka Framsóknarflokk- urinn með framferði sínu einmitt búinn að koma því til leiðar, að telja mátti al- veg víst, að allir andstæð- ingar hans á þingi tækju höndum saman um ein- hverja þá lausn í kjördæma- málinu, sem brotið gæti of- urvald Framsóknarflokks- ins og kent honum pólitíska mannasiði. Það er því alveg víst, að ef skýrsla þeirra Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar væri sönn í þess um efnum, hefði bæði þeir og allir samherjar þeirra verið glámskyggnari þá stundina en nokkur dæmi eru til í íslenskri stjórnmála sögu. Um þetta dæma menn nú eftir því sem þeim finst lík- legt. Varðandi hið síðara, hvort líklegt sje, eða jafnvel að- eins hugsanlegt, að við höf- um þann 17. jan. 1942, og það án þess að ráðfæra okk- ur við flokk okkar, lofað að koma í vég fyrir að nokkur kjördæmabreyting næði fram að ganga, er þetta að segja: í fyrsta lagi er því ekki einu sinni haldið fram af Eysteini Jónssyni og Her- manni Jónassyni, að við höf um svo mikið sem ráðfært okkur við flokk okkar urn þetta. En af því leiðir, aö þegar af þeirri ástæðu er ó- hugsandi að við höfum lof- að þessu beinlínis vegna þess, að til þess höfðum við ekkert vald, og því vai’ð elílíert vitað um, hvort haegt myndi að efna það. Það er því rjett, sem við áður höf um um það sagt, að það hefði verið jafn fráleitt af okkur að gefa slíkt loforð, sem það hefði verið fávís': af þeim Hermanni Jónas- svni og Eysteini Jónssym. að krefjast þess eða að taka það gilt, þótt gefið hefði verið. í öðru lági er svo það, að ef það væri rjett sem Her- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson halda fram, að um það liafi verið rætt, að Al- þýðuflokkurinn mundi jafn vel taka upp okkar eigin til- lögur í kjördæmamálinu, en við síðan lofað að sjá um að Sjálfstæðisflokkurinn feldi þær fyrst, en gengi síðan til kosninga, þá hefðum við með því móti beinlínis tek- ið að okkur það hlutverk að leiða Sjálfstæðisflokkinn út í opinn dauðann. Væri þetta satt, hefðum við einnig hlotið að vera glámskyggnari þá stundina- en dæmi eru til í ísl. stjórn- málasögu. Er þá svo komið að sögu- sögn þeirra Hermanns Jón- assonar og Eysteins Jóns- sonar fær á engan hátt stað- ist nema gengið sje út frá að þeir og flokkur þeirra og einnig við höfum tæpast verið með öllu ráði meðan á þessu stóð. Ef menn trúa að svo hafi staðið á um allá þessa menn, þykir okkur ekki ólíklegt, að einhverjir festi tiúnað á frásögn Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar. Annars ekki. Þetta er kjarni málsins. VII. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, sem sjálfra sín vegna og flokks- ins með engu móti máttu láta samkomulag stranda á kröfum um kjördæmamál- ið, halda þar fram að þeir hafi getað fengið munnlegt loforð okkar, er hafnað því og marg ögrað okkur og; heimtað það skriflegt, ,,og neituðum öllum samningum að öðrum kosti“, eins og þeir komast að orði. Þetta er við- líka sennilegt sem hitt, að við, sem hvorki höfðum vald til að lofa, nje vilja. til að drepa Sjálfstæðis- flokkinn, höfum haldið á- fram að ,,prútta“ við þá Her mann Jónasson og 'Eystein Jónsson um að sleppa okk- ur við það skriflega, en taka orð okltar gild í staðinn, og að á þessu prangi hafi stað- ið þar til það snjallræði var fundið upp, að bjóða dreng- skaparlieit sem einskonar millileið milli munnlegs lof- orðs og skriflegs. Allur þessi Framliald á bls. 10. — Já, Litlí' corporal. betta er besti dulbúningurinn, sem þú getur fengið. Lögreglunni dettur aldrei í hug að leita að þjer í þessu. Litla corporal lýst vel á gegnum munninn, en nú er það bara eitt, sem mig þetta og fer í haminn. vantar. Þe$si hjerna getur komið mjer að haldi ef Litli corporal: Þetta er allt í lagi. Jeg get sjeð í dulbúningurinn svíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.